Þjóðviljinn - 11.11.1978, Qupperneq 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. nóvember 1978
Haustfundur ullariönaöarins:
Góðar markaðshorfur
á Vesturlöndum
VQf
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Hinn árlegi haustfundur
ullariönaharins var haldinn
föstudaginn 3. nóv. að Hótel
Esju. Þetta er i þriðja skiptiö,
sem Otfiutningsmiðstöð iðn-
aðarins gengst fyrir slikum
findi með sölu- og framleiðslu-
aðiium f þessari iðngrein. Að
þessu sinni sóttu 66 manns fund-
inn, úr öllum landsfjórðungum.
1 upphafi fundar flutti for-
maður stjórnar Útflutningsmið-
stöðvarinnar, Pétur Sæmund-
sen, ávarp en síðan voru flutt
framsöguerindi um stöðu ullar-
iðnaðarins, ullar- og skinna-
verkefniö og afkomu fyrirtækja
i iöngreininni. Einnig fluttu þeir
Sveinn Björnsson og Pétur
Sigurjónsson erindi um væntan-
lega starfsemi Iðntæknistofn-
unar íslands.
Eftir hádegi geröu sölustjórar
útflutningsfyrirtækjanna grein
fyrir framvindunni 1978 og
markaðshorfum á árinu 1979.
Sérstaklega var rætt um erfið-
ieikana á yfirstandandi ári, sem
skapas hafa af miklum sam-
drætti I sölu ullarvara til Sovét-
rikjanna. Enda þótt vonir'
standi til aö auka aftur aö vissu
marki sölu til Sovétrikjanna var
á þaö bent, hvaða áfalii iðnaöur-
inn hefði orðiö fyrir og um leið
nauösyn þess, að aðlaga sig
breyttum markaðshorfum.
Hinsvegar kom fram, aö
markaðshorfur á vestrænum
mörkuðum væru góðar, gert
væri ráð fyrir rlflegri aukningu
þar á árinu. Um leið bar mönn-
um um að búast mætti viö
áframhaldandi söluaukningu á
vestrænum mörkuðum á næsta
ári. Sölustjórarnir bentu samt
á, aö aukning gæti aðeins átt sér
staö með því að opna nýja
markaði og auka kynningar- og
söluátak. Jafnframt öfiugu
sölustarfi verö gæði framleiðsl-
unnar að vera fyrsta flokks og
voru sölustjórar sammála um
að gæði uliarfatnaöar frá Is-
landi hefðu farið batnandi.
Umræður á fundinum uröu
allmiklar og spunnust venju
fremur um samskipti milli út-
flytjenda og framleiöenda.
Vandamál I þessari grein skap-
ast ööru fremur af árstíöabund-
inni framleiöslu vegna þess að
islenska ullarvaran er nær ein-
göngu seld sem vetrarfatnaður.
Lausn á þessu vandamáli i
framtiðinni væri ef tækist að
hanna og framleiöa sumarfatn-
að. Þá mætti lengja framleiðslu-
og sölutimabil ullarvara og
brúa dauða framleiðslutimabil-
iö des.-mars. Fundarmenn
lögðu áherslu á að þetta mál
yrði að leysast sameiginlega af
framleiðendum og útflytjend-
um. Nauðsyn þess að auka fjöl-
breyttni framleiöslunnar og þar
meö gera sauma- og prjónastof-
um fært að framleiða meira
magn á lengri tlma, hefur auk-.
ist verulega viö samdráttinn á
viðskiptum viö Sovétrikin.
Framleiðslutimabilið i dag
spannar yfir tlmabiliö april-
nóv. en i des. til marsloka hafa
fyrirtækin litiö að gera. A þessu
timabili skapast þvl miklir f jár-
hagslegir erfiðleikar og kaus
þvi fundurinn 3ja manna nefnd
til að athuga möguleika á þvl að
fjármagna framleiðslu þessa
timabils meö aðstoö afuröa-
lánakerfisns. 1 nefndinni eiga
sæti Zóphonias Zóphoniasson,
Frá haustfundi ullariðnaðarins á Hótel Esju
Pólarprjón hf., Rúnar Péturs-
son, Akraprjón hf. og Kristján
Jónsson Prjónastofan Katla en
Otflutningsmiöstöðin mun
veröa nefndinni til aðstoöar.
I dag eru starfandi i landinu 2
spunaverksmiöjur, 17 prjóna-
stofur og 35 saumastofur, sem
framleiða til útflutnings auk
handprjónakvenna, sem eru
áætlaðar vera um 1500. útflutn-
ingur er I höndum 15-20 aöila en
þó að langmestu leyti hjá Ala-
fossi hf, Hildu hf. og Samband-
inu-Iðnaðardeild.
—mhg
8 í ' ? 1 } . V f'%
___ . > L ‘ :
Nauteyri við isafjarðardjúp. Þar er nú fyrirhuguö bygging sláturhúss, félagsheimilis o.fl.
Mynd: Helgi Sveinbjörnsson.
Miklar framkvæmdir fyrirhugaöar á Nauteyri
Félagsstofnun um
byggingu og rekstur
sláturhúss
Á fjölmennum fundi, sem
haldinn var aö Melgraseyri við
tsafjarðardjúp 28. okt. sl. var
stofnaö hiutafélag og hiaut það
nafnið Snæfell hf.
Stofnendur félagsins eru
bændur og einstaklingar við
innanvert Isafjarðardjúp auk
nokkurra fyrirtækja á tsafiröi.
Stofnfé félagsins er 40
miljónir en stærstu hluthafar
eru Norðurtanginn og Sandfell á
Isafirði, svo og Nauteyra-
hreppur, en þar er heimili og
varnarþing hins nýstofnaða
félags.
Tilgangur félagsins er
bygging og rekstur siáturhúss,
afurðasala og verslun fyrir Inn-
djúpssvæðið, en þessi mál hafa
veriö I miklum ólestri undan-
farna áratugi. Allt sláturfé úr
Inndjúpi er nú flutt til slátrunar
annaðhvort yfir Þorskafjaröar-
heiöi i Króksfjaröarnes eða til
Isafjaröar, bæöi á sjó landveg
en vegalengdin til Isafjaröar frá
yrstu bæjum norðan Djúps er
240 km. Sjóleiöin er styttri en
nær ógerningur aö flytja fé
þannig I misjöfnum veörum.
Auk þess er sláturhús Kaup-
félags Isfiröinga á Isafirði orðið
ónothæft.
Fyrirhugað er að hefjast
handa viö byggingu slátur-
hússins þegar næsta vor, en það
veröur byggt á Nauteyri I Naut-
eyrarhreppi. Þar er talsverður
hiti á jöröu og hafði veriö á-
kveöið aö bora þar eftir meira
vatni og heitari sl. sumar en
þaö dróst af ýmsum ástæðum
en verður gert strax næsta vor.
Auk fyrrgreindra verkefna er
á döfinni bygging félagsheimilis
og vélaverkstæöis aðNauteyri
og jafnframt aö koma þar upp
léttum iðnaöi. Þessar fyrir-
huguðu framkvæmdir mundu
treysta mjög búsetu við
Isafjarðardjúp og koma I veg
fyrir að unga fólkiö þyrfti I jafn
rlkum mæli og nú er aö leita
burtu aftir atvinnu og félagsllfi.
Stjórn Snæfells hf. skipa
þessir menn: Engilbert
Ingvarsson, Tyrðilmýri, Bene-
dikt Eggertsson, Hafnardal og
Jón E. Þóröarson, Laugarási.
Stjórnarformaöur er Engilbert
Ingvarsson. —mhg
„Konan með strokkinn”
komin til Sauðárkróks
Þeir, sem leið eiga framhjá
Mjólkursamlagi Skagfiröinga á
Sauðárkróki veita þvl eftirtékt
að lóöin, vestan við Samlagið
hefur nú verið skipulögö og lag-
færð til mikiila muna.
Það var Hafliði Jónsson,
garöyrkjustjóri, sem skipulagði
lóðina en Steinn Kárason,
garðyrkjufræðingur, sá um alla
jarðvinnu og gróðursetningu. A
lóöinni hefur verið komið fyrir
listaverki eftir Asmund Sveins-
son, myndhöggvara. Er það
„Konan með strokkinn” og er
mikil staðarprýði.
Fer vel á þvi aö þetta lista-
verk Asmundar myndhöggvara
standi þarna i nánd nýtisku-
legs mjólkursamlags og minni á
þá tima þegar einskonar
„mjólkursamlög” voru á hverju
sveitaheimili i landinu.
—mhg
Svipadur fallþungi
og í fyrra
Hjá Kaupfélagi Langnesinga
á Þórshöfn lauk slátrun þann 20.
okt. Slátrað var 15.300 fjár.
Vænleiki dilka er svipaður og I
fyrra en nákvæmur saman-
buröur er torveldur þar sem nú
voru föllin vegin án nýrmörs en
með honum áður. Þungi pýr-
mörsins mun Ieika á 700—1000
gr. eftir þvi hversu væn lömbin
eru. I fyrra var meöalþunginn
16.19 kg. en i haust 15.31 kg.
Slátrun stórgripa hófst á
Þórshöfn að sauöfjárslátrun
iokinni og var slátrað um 60
gripum.
Dagana 19. og 20 okt. gekk
þarna yfir eitt versta hausthret,
sem komið hefur á þessum
slóðum i mörg ár. Vorueinhver
brögð að þvl að fé fennti I þeim
illviörisgarði en hvergi munu þó
hafa oröiö verulegir fjárskaöar.
(Heim.: Norðurland).
—mhg
Meöalvigt
meiri en
í fyrra
Hjá Kaupfélagi Þingeyinga á
HUsavik var slátraö I haust
47.200 kindum, eða þvl flesta,
sem veriö hefur. Þar af voru
43.300 dilkar.
Sauðfjárslátrun byrjaöi um
miðjan sept, og lauk 18. okt.
Hófst þá slátrun stórgr^a.
Fallþungi dilka var góöur. 1
fyrra var hann 14.7 kg. og þá
með nýrmör, en ekki lá alveg
ljóst fyrir, er þetta er skrifaö,
hvað hann yrði endanlega nú þó
trúlega nálægt 15 kg. án nýr-
mörs. Sýnt þykir þannig að dilk-
ar reynist vænni nú en i fyrra og
gæti sá munur numið allt að
einu kg.
(Heim.: Noröurland).
—mhg
Eidfaxi
Blaðinu hefur borist 10. hefti
Eiöfaxa 1978. Þar er m.a. að
finna eftirtaldar greinar:
Aö haustnóttum, eftir Sigurð
Haraldsson. Arsþing Lands-
sambands hestamanna I Kópa-
vogi, viðtal við Albert Jóhanns-
son, formann LH. Högni Mohr
skrifar fréttabréf frá Færeyj-
um. „Mér finnst ég ganga
— hann er eins og fætur mlnir” ,
eftir Sigurð Ragnarsson.Gunnar
Bjarnason heiðursfélagi hjá
tamningamönnum, en þá sæmd
hlaut Gunnar á Skógarhóla-
mótinu I sumar. Þá var gaman
á Vlðivöllum, eftir Ragnar
Tómasson. Hertamannafélagiö
Hörður, eftir Birnu Hauks-
dóttur. Þýska landsmótið, eftir
P.B. Skipulegt og fjölþætt nám-
skeið, eftir önnu Loise
Hermannsdóttur. Auk þessa er
mikið af fréttum i ritinu og fjöldi
mynda.
-mhg