Þjóðviljinn - 18.11.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 18. nóvember 1978 AF LYSTRÆNU KAPPATI Þaðer haftfyrir sattog meira að segjatal- in forn sannindi að mannfólkinu nægi ekki brauðið eitt til að þrífast, heldur þurf i að hafa með því einhverja aðra dægradvöl til gamans. Þetta vissu forn-Grikkir mæta vel, og þess vegna var það að þar í landi var til siðs, þegar mikið lá við, að hafa skrílinn rólegan, að bjóða uppá brauð og leiki. íslendingar hafa ekki farið varhluta af skemmtanafýsninni. Allt f rá því land byggðist hafa landsmenn lagt á það ríka áherslu að hafa eitthvað til gamans til að gera gráan hversdagsleikann svolítið litrikari. Forfeður vorir gátu fundið uppá ótrúlega skemmtilegum tiltækjum til að gera sér daga- mun. Einhver vinsælasti leikur sem þeir léku var að berast á banaspjótum, ótrúlega skemmtilegt glens, sem var í því fólgið að gera strandhögg í sjávarþorpum á írlandi, þegar karlpeningurinn var í róðri, nauðga konum, drepa gamalmenni og kasta síðan hvftvoðungum milli sín á spjótsoddum. Má með sanni segja að írsk reifabörn hafi þar borist á banaspjótum hinna hraustu og hug- umstóru víkinga. Þegar boðið var til veislu þá var og alsiða, þegar veislan stóð sem hæst, að ganga að gest- gjöf um og „þeyta spýjunni" f raman i þá, s.br. Egill Skallagrímsson og Ármóður Skegg. Og var þá ekki úr vegi að krækja úr þeim augað í leiðinni. Með því að æla þannig framaní hús- ráðendur voru slegnar tvær flugur í einu höggi: Skemmtiatriðið vakti almenna kátínu, og siðan var að sjálfsögðu hægt að halda áfram að gæða sér á veislukostunum, eftir að maginn hafði verið tæmdur. Á gullöld Islendinga migu menn líka og skitu í buxurnar undir borðum, til að missa ekki af neinu sem fram fór og stóðu aðeins upp eins og að f raman er sagt, til að æla framan í hús- freyjuna eða húsbóndann. Eins og vænta má var ávallt gerður góður rómur að þessu saklausa gríni og sagt að allir haf i verið kátir og glaðir að af loknum slíkum veislum, nema þvottakerlingarnar. Það er á þessum trausta grunni, sem ís- lenskt skemmtanalíf er reist. Á aldagamalli hefð í veislusiðum og skemmtunum. Þetta eru þær stoðir, sem styrkustum hefur verið rennt undir leikhúsmenningu landsmanna, tón- mennt, ballett og brúðuleiki. Þeir menn eru til sem segja, að gleðileikir landsmanna séu fágaðri í dag en á gullöldinni. Þannig sé til dæmis ballett fínlegri en hrá- skinnaleikur, sem var í því fólginn að spengi- legir hefðarmenn misþyrmdu hver öðrum með blautum gærum. En er þaðekki einmitt nákvæmlega það sem skeður í öllum fegurstu og frægustu ballettum samtíðarinnar? í Parísaróperunni er það talin mislukkuð uppfærsla á Svanavatninu, ef all- ar ballerínurnar eru ekki svitablautar eins og hundar af sundi og helst hrokknar úr augna- köllunum undir lokin og herrarnir gersam- lega „ásgepisst", eins og sagt er á þýsku. Hér á landi hefur verið reynt að troða upp með fágaða kúnst eins og kammermúsík, strokkvartetta, mónódrömu, og karlakóra, en ég segi eins og kallinn: „Römm er sú taug sem RAKKA dregur." Listrænn smekkur íslendinga er reistur á traustum grunni aldagamallar menningararfleifðar, og þess vegna er það að skemmtimenn- ingin rís þessa dagana hæst í kappáti, sem stofnað hefur verið til í einum af samkomu- stöðum borgarbúa. Þarna má segja að á boðstólum sé hin gríska hámenning ..Brauðog leikir". Sjö riðlar og sex keppendur í hverjum, og er keppnin fólgin í því að éta á tuttugu mínutum fimmtán samlokur með fleski og mæjonesi, fimm venjulegar samlok- ur, fimm langlokur með rækjusalati og fimm hornsamlokur til að fylla útí hornin. Með þessu drekka síðan átvöglin tvær stórar kók. Þeim sem komast í úrslit er síðan boðið í stóra steikarveislu — eða í mat — eftir að þeir hafa sallað á sig mæjonesbrauðinu, en sam- kvæmt gamalli, íslenskri lysthefð (með ufsi- loni) leyfist keppendum að selja upp, yfir steikina, og gera aðrar séríslenskar þarfir sínar undir borðum. Ljóst er að íslendingar kunna vel að meta þennan smellna og smekklega listviðburð, því alltaf er húsfylli, þegar kappátið fer fram. Sannast hér hið fornkveðna að listræn menn- ing býr lengi að fyrstu gerð. Eða eins og gagnrýnandinn segir í krítikk- inni um átið: Kemst í hámark kúnstin kætast menn núorðið við að eta eins og svín og æla framá borðið. fín, Flosi. * ■ \ 'f » Starfsmenn Vikunnar halda uppá fertugsafmæliO VIKAN FERTUG í dag 17. nóvember eru liðin 40 ár f rá því að fyrsta tölublað Vikunnar kom út. Fyrsti ritstjóri Vikunnar, ábyrgðarmaður og einn aðaleigenda, var Sigurð- ur Benediktsson, og var ritstjórn blaðsins og af- greiðsla til húsa að Austur- stræti 12. í fyrstu var meginefni blaðsins þýtt erlent efni, og samstarf mun hafa verið haft við donsk bloð meö svipuðu sniði um efniskaup. Þó var áhersla lögð á innlent efni, og eftir þvi sem timar hafa liðiö hefur æ meiri áhersla verið lögð á það. Margir ai framámönnum i is- lenskri blaðamennsku hafa unnið við Vikuna á liðnum árum. Má þar nefna af handahófi þá Jökul Jakobsson, Jónas Jónasson, Elinu Pálmadóttur, Sigurð Hreið- ar, Gylfa Gröndal, Gisla Sigurös- son, Gisla J. Astþórsson o.fl. o.fl. A undanförnum vikum hefur veriðunnið aö þvi að fjölga siðum blaðsins og endurskipuleggja það að hluta. Nýir efnisþættir hafa lit- ið dagsins ljós, en ein helsta breytingin er stóraukinn mögu- leiki á þvi að birta mun meira af efni blaösins og auglýsingum I fullum litum. Meö nýrri tækni i prentsmiöju Hilmis h.f. hefur verið gert kleift að litgreina og stækka litljós- myndir i eigin prentsmiðju. Núverandi upplag blaösins er um 13.000 eintök, og er áskrif- endafjöldinn svipaður út um land og á höfuðborgarsvæöinu. Starfs- menn á ritstjórn, i auglýsinga- deild, i prentsmiöju og á dreifing- ardeild eru um 30 talsins, og út- gefandi Vikunnar er Hilmir h.f. Ritstjóri Vikunnar er Kristln Halldórsdóttir og framkvæmda- stjóri Benedikt Jónsson. Frá Héraðsskólanum Laugarvatni Hugheilar þakkir færum við velunnurum skólans fyrir gjafir, heimsóknir og árn- aðaróskir i tilefni af 50 ára afmælinu. Skólastjóri Starfsnámið byrjad aftur hjá SÍS A árunum 1961-1975 var haldiö uppi svonefndu Starfsnámi Sam- bandsins og kaupfélaganna. Það var I þvi fólgið, aö brautskráðum nemendum úr 2. bekk Samvinnu- skólans var gefinn kostur á þvi aö vinna um 18 mánaða skeiö i hin- um ýmsu deildum Sambandsins og hjá kaupfélögum viðsvegar um landið. Voru þeir 1-3 mánuði á hverjum stað og kynntust þannig hinum ýmsu hliðum samvinnu- starfsins, auk þess sem þeir voru um tima viö kennslu og nám i Bif- röst. A þessum árum luku sam- tals 27 manns þessu námi, sem skipulagt var af Starfsmanna- haldi Sambandsins. Þetta starfsnám hefur nú veriö tekiö upp að nýju og fyrir skömmu hófu þaö tveir menn, þeir Egill Heiðar Gislason og Elis Reynarsson. Er gert ráð fyrir aö þeir ljúki þvi snemma árs 1980. (Heim.: Sambandsfréttir) —mhg Happdrœtti her- stöðvaandstœðinga Happdrætti herstöðvaandstæö- inga er nú i fullum gangi. Miöar hafa verið sendir félögum um allt land og eru skil þegar farin að berast. Þótt ekki sé dregið fyrr en 15. desember,eru menn eindregiö hvattir til aö gera upp strax og miðarnir eru seldir. Þeir sem ekki hafa fengið happdrættis- miða, en óska eftir slikum geta haft samband við skrifstofu sam- takanna, Tryggvagötu 10, Reykjavik, simi 17966 (kl. 13-15 virka daga). Póstgirónúmer SHA 30 309-7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.