Þjóðviljinn - 19.11.1978, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.11.1978, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978 islensk kvikmyndagerö á sér lengri sögu en margan grunar. Þessa mynd tók Óskar Gislason af töku myndárinnar „Saga Borgarættar- innar” I Reykjavik sumarið 1919. ✓ Fjalakötturinn. Þarna var rekiö elsta kvikmyndahús i heimi, „Reykjavikur Biografteater”. Kvikmyndasafn Islands brátt orðið að veruleika Fyrir skömmu barst hingað á blaðið fréttatil- kynning frá AAenntamála- ráðuneytinu þar sem sagði frá Kvikmyndasafni (s- lands. Eins og alla sanna kvikmyndaunnendur hlýt- ur að reka minni til voru á síðasta Alþingi samþykkt lög um Kvik- myndasafn Islands og Kvikmyndasjóð. Nú hafa eftirtaldir menn verið skipaðir í stjórn safnsins samkvæmt tilnefningum: Arni Björnsson frá Þjóð- minjasafni IslandS/ Er- lendur Sveinsson frá Fé- lagi kvikmyndagerðar- manna, Jón Þórarinsson frá Rikisútvarpi-Sjónvarpi og AAagnús Jóhannsson frá Fræðslumyndasafni rikis- ins. Formaður stjórnar- innar er Knútur Hallsson, skipaður af AAenntamála- ráðuneytinu án tilnefn- ingar. Safnstjórnin hefur þegar komið saman og ákveöið að hefjast handa um söfnun upplýsinga og skráningu islenskra kvikmynda og kvikmynda um íslensk efni. Er það gert i samræmi við 2. grein Laga um Kvikmyndasafn Islands og Kvikmyndasjóð, en þar segir: „Kvikmyndasafn skal safna isl. kvikmyndum og kvikmyndum um islensk efni, gömlum og nýjum, hverju nafni sem nefnast, og varðveita þær. Jafnframt aflar safnið sér ein- taka (eftirgeröa) af erlendum kvikmyndum sem hafa listrænt og kvikmyndasögulegt gildi að mati safnstjórnar”. 1 iögunum stendur einnig, að safnið skuli hafa aðsetur i Fræðslumyndasafni rikisins og starfa I tengslum viö það „uns annaö veröur ákveðið af stjórn þess og menntamálaráöuneyti”. Ráðinn skal sérhæfur starfs- maður aö Kvikmýndasafni i a.m.k. hálfa stöðu og greiöist iaun hans beint úr rfkissjóði. Ariö 1979 greiöir rfkissjóöur til Kvikmyndasafns fimm miljónir króna, og siöan árlegt framlag eftir þvi sem ákveöið verður i fjárlögum. 5. grein laganna er einnig at- hyglisverö: „Kvikmyndasafn skal hafa sýningar á myndum safnsins fyrir áhugahópa um kvikmyndir og kvikmynda- gerðarlist ef óskaö er og safn- stjórn telur tiltækilegt”. Erlendur Ums jónarm anni kvik- myndasíðunnar þótti ekki ólfk- legt að lesendur heföu brennandi áhuga á þessu máli, og leitaði þvi uppi Erlend Sveinsson, en hann er eins og áður er getiö fulltrúi Fé- lags kvikmyndagerðarmanna i stjórn Kvikmyndasafns. Erlend þarf varla aö kynna: hann hefur ásamt Siguröi Sverri Pálssyni haft umsjón með kvik- myndaþáttum sjónvarpsins, auk þess sem hann hefur skrifað mikið um kvikmyndir, einkum i Vísi, og stundar sjálfur kvik- myndagerð. Þeir Sigurður Sverrir reka i sameiningu fyrir- tækiö Lifandi myndir, sem annast kvikmyndagerö af ýmsu tagi. I gær var t.d. frumsýnd kvikmynd sem þeir geröu fyrir Slysavarna- félag Islands i tilefni af fimmtugsafmæli þess. Erlendur hefur sýnt Kvik- myndasafninu mikinn áhuga og ég heyri strax á máli hans að honum er það kærkomið umræðu- efni. Starfsemin hefst — Hvernig standa málin, Erlendur? Er eitthvað byrjað aö gerast? — Já, það hefur ýmislegt verið aö gerast. Mest er það i sambandi við skráningu á upplýsingum um islenskar kvikmyndir. Viö Sig- urður fengum nokkurn styrk frá Menntamálaráðuneytinu á sínum tlma, til að koma þessu i gang. Þegar viö vorum með kvik- myndaþættina komumst við i samband viö margt fólk sem atti i fórum sinum kvikmyndir eða upplýsingar um kvikmyndir, og ég er alveg klár á þvi að mjög mikið á eftir aö koma í ljós. Hins vegar má segja að Kvik- myndasafniö veröi ekki virkt, a.m.k. ekki fjárhagslega séð, fyrren á næsta ári, þegar nýju fjáriögin komast til fram- Rætt við Erlend Sveinsson, sem á sæti í safnstjórn kvæmda. I lögunum stendur aö safnið fái fimm miljónir árið 1979. og siðan árlegt framlag, sem ekki er kveðið nánar á um, en verður ákveöið i fjárlögum hverju sinni. — Er ekki viss áhætta fólgin i sliku fyrir komulagi? — Jú, vissulega, og þaö er mikill áhugi rikjandi á þvi að treysta betur fjárhagsgrundvöll safnsins, hvernig sem það verður nú gert. Húsnæði — 1 lögunum stendur lika að safnið skuli hafa aðsetur i Fræðslumyndasafni rikisins. Hvernig er þaö i framkvæmd? — Það er að sjálfsögðu bráða- birgðalausn, þvi að Fræðslu- myndasafnið hefur t.d. ekkert geymslupláss aflögu, en það er mjög mikilvægt að Kvikmynda- safnið fái góða tæknilega aðstöðu. Það þarf að geyma kvikmyndir viö . ákveöin skilyröi, t.d. við ákveðið hitastig, til þess að filman skemmist ekki. Margar þeirra kvikmynda sem við kom- um til með aö fá I safniö eru i mjög slæmu ástandi eftir ára- tugalanga vist i misjöfnu geymsluhúsnæði. Slikar myndir þarf auðvitað aö endurkópiera og viö það er mikil vinna. En þaö eru ekki aöeins kvik- myndir, sem safnað verður. Ætlunin er aö safna öllu þvi sem við kemur kvikmyndum og snertir islenska kvikmyndasögu: ljósmyndum, hvers kyns gögnum, prógrömmum og jafnvel vélum sem notaðar eru viö kvik- myndagerð og kvikmyndasýn- ingar. Fyrsta mynd safnsins 1 sambandi við siðasta sjón- varpsþáttinn okkar Siguröar Sverris leituðum við nokkuð út- fyrir landsteinana og komumst t.d. að því að I danska kvik- myndasafninu er til mikið af ókönnuðu efni sem snertir tsland á einhvern hátt, eins og t.d. myndir Kambans og heim- ildarmyndir frá tslandi sem danskir kvikmyndagerðarmenn hafa tekið. Þetta efni stendur is- lenska Kvikmyndasafninu til boða, og reyndar sagði Ib Monty, forstöðumaður danska safnsins, að þeir hefðu fullan hug á að vera okkur hjálplegir og lána okkur myndir til sýninga, síðar meir, þegar safnið hér verður komið betur á legg. — Hefur Kvikmyndasafnið eignast nokkra mynd ennþá? — Fyrsta myndin sem safnið eignaðist var eintak af danskri heimildarmynd um heimsókn 35 islenskra þingmanna tii Dan- merkur. Þessi mynd er afar merkileg. Hún er gerð af Peter Elfelt, sem var frumkvöðull danskrar kvikmyndagerðar og byrjaði að taka kvikmyndir árið 1896. En kannski er hún ennþá merkilegri fyrir þá sök, að hún var sýnd á fyrstu sýningu i „Reykjavíkur Biografteater” sem opnað var i Fjalakettinum árið 1906. Elsta bíó í heimi t sambandi við áðurnefndan sjónvarpsþátt leituöum við Sigurður Sverrir upplýsinga viða um heim um elstu kvik- myndahús, og komumst að þeirri gagnmerku niðurstöðu að Fjala- kötturinn er sennilega elsta kvik- myndahús ( heimi. Við höfum skoðað staðinn og fullvissað okkur um að þar eru enn fyrir hendi helstu kennileiti kvik- myndahússins, t.d. sýningaklefi og pallur undan pianói. Það er þvi engin furða þótt okkur dreymi um aö endurreisa „Reykjavikur Bio- grafteater” I Fjalakettinum. Þar mætti auöveldlega endurskapa stemninguna frá timum þöglu myndanna, og sýna myndir safnsins þar. Við höfum þegar skrifað borgaryfirvöldum I Reykjavik bréf um þetta mál, og þaö hefur nokkuð verið rætt, en eins og menn vita er enn allt á huldu um framtið Fjalakattarins. Er þó ekki að efa að með þvi að gera húsið upp og koma þar á fót kvik- myndahúsi mætti endurlifga þennan sögufræga staö og þar með miöbæinn. AAeginverkefnið Þetta er framtiðardraumur. En það sem er meginverkefni safns- ins nú er að gera skrá yfir allar islenskar kvikmyndir. Safna öllum tiltækum upplýsingum og gera þær aðgengilegar fyrir þá sem vilja kynna sér Islenska kvikmyndasögu. Sem dæmi um það, hversu stórt verk er hér að vinna, og hve akurinn er enn óplægður, get ég nefnt, að við grófum upp á Landsbókasafninu kvikmynd eftir Hallgrim Einars- son ljósmyndara á Akureyri. Myndin er tekin á þannig filmu, að ekki hefur reynst mögulegt ennþá að skoða hana á tjaldi, en ljóst ef að þarna segir frá kon- ungskomu. Sé þarna um að ræða konungskomuna 1907 erum við liklega búnir að fá I hendurnar elstu kvikmynd sem tekin hefur veriðaf tslendingi á tslandi. Hall- grimur Einarsson var mjög merkur frumkvöðull ljósmynd- unar, en við vissum ekki að hann hafði fengist við kvikmyndun. Þetta er þvi einstaklega merkur fundur. Leitið á háaloftinu Ég vil að lokum leggja á það sérstaka áherslu, aö allir þeir sem hafa undir höndum Islenskar kvikmyndir eða kvikmyndir um Islensk efni, eða telja sig hafa vitneskju um slikar myndir, eru beðnir að koma þeim upplýs- ingum á framfæri, annaö hvort við Menntamálaráöuneytið, Hverfisgötu 6, simi 25000, eða við Fræöslumyndasafn rlkisins, Borgartúni 7, simi 21572. Þetta er mjög mikilvægt, þvi eins og ég sagöi áðan erum við alveg vissir um aö mikið á eftir að koma i leitirnar, ef grannt er skoðað. Og á þaö skal líka bent, að við viljum ekki aðeins fá kvik- myndir, heldur einnig allt annað sem viðkemur kvikmyndum og islenskri kvikmyndasögu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.