Þjóðviljinn - 19.11.1978, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. nóvember 1978
Gunnar Þórbarson
í Háskólabfói í kvöld
Merkilegir
tónleikar
Ikvöldkl. 21.30 veröa tónleikar
i Háskólabiói sem mjög trúlega
eiga eftir að marka tlmamót i
Islenskri poppsögu. Eru þetta
fjölmennustu sóiótónleikar sem
haldnir hafa veriö hér til þessa.
Koma rúmlega 30 manns fram
ásamt Gunnari Þóröarsyni.
Söngvararnir, Björgvin Halldórs-
son, Ragnhildur Gisladóttir,
Ellen Kristjánsdóttir, Helgi
Pétursson og Agúst Atlason. Páll
Pampichler Pálsson stjórnar svo
hljómsveitinni, en hana skipa:
Helga Hauksdóttir konsertmeist-
ari, Kolbrún Hjaltadóttir fiðla,
Asdis Þorsteinsdóttir fiöla, Barb-
ara Gilby fiðla, Sólrún Garðars-
dóttir fiðla, Claudia Hoeltje fiðla,
Helga Þórarinsdóttir lágfiðla,
Sessdja Halldórsdóttir lágfiðla,
Victoria Parra knéfiöla, Páll
Gröndal knéfiöla, Viöar Alfreös-
son trompet, Asgeir Steingrims-
son trranpet, William Gregory
básúna, Stefán Þ. Stephensen
franskt horn, Hafsteinn
Guðmundsson fagott, Stefán S.
Stefánsson saxófónn, Vilhjálmur
Guðjónsson gitar, Gunnar
Hrafnsson bassi, Hlöðver Smári
Haraldsson hljómborð, Már Elis-
son slagverk, Reynir Sigurðsson
slagverk og Halldór Haraldsson
pianó.
Auk þessara manna veröur
Sigfús Halldórssongestur kvölds-
ins og síöan mætir leynigestur á
staöinn.
Tónsmíðar
Gunnars
Svo til öll efnisskrá tónleikanna
verður eftir Gunnar Þórðarson.
Hann mun að sjálfsögðu leika á
gltar og syngja.
Gunnar er án efa okkar helsti
fulltrúi islenska poppsins. Hann
er búinn að standa I fremstu
vigllnul 15 ár núna I ár. Eru þess-
ir tónleikar þvl haldnir á merkum
tlmamótum.
Gunnar Þórðarson hefur dvalið
I Bandarlkjunum megnið af árinu
við tónsmlöar og hljóm-
plötuvinnslu, fyrst I New Yoirk
og siðan I Los Angeles. Stór hópur
manna aöstoðar hann á plötunni,
sem kemur út núna i vikunni.
Reyndar er ekki aöeins um eina
plötu að ræöa, heldur samloku,
eða tvöfalt albúm.
Gunnar hefur stundum verið
kallaður ,,afinn” I islenska popp-
inu vegna þrautseigju hans og
langrar reynslu; er svo sannar-
lega margt til I þvi. Hann hefur
brotið stórt blaö i Islenskri
poppsögu, þó ekki hafi allir verið
jafn sáttir við verk hans. Gunnar
hefur oft orðið fyrir aðkasti, en
oftar hefur honum þó verið
hrósað. Hann var til að mynda
fyrstur islenskra poppara til að fá
listamannalaun. Varð sú veiting
til að hreyfa við mörgum. Siðan
þá hefur vegurhans farið vaxandi
meö ári hverju.
—jg
BÆNUM
Ljósin I bænum er ný
hljómsveit sem verulega hefur
komið á óvart. Hljómsveitin varð
til I kringum plötu sem Stefán S.
Stefánsson saxófónleikari var aö
vinna fyrir Steina h.f. Stefán sem
starfaö hefur meö sextettinum og
Gaidrakörlum, haföi hug á aö
koma nokkrum lögum sem hann
átti á hljómplötu.
Steinar h.f. sýndi málinu áhuga
og var þvi hafist handa við aö
undirbúa plötuna. Stefán safnaði
um sig hóp manna sem hann vildi
fá sem samleikara.
t miöri plötuvinnslunni var svo
ákveðið að stofna hljómsveit til
að kynna plötuna. Þeir
Vilhjálmur Guðjónsson, gitar,
Hlööver Smári Haraldsson,
planó, Már Ellsson, trommur,
(allir Gaidrakarlar) Gunnar
Hrafnsson, bassi og Guðmundur
Steingrimsson, trommur,
sættust á að taka þátt i þessu
hljómsveitarstarfi, Ellen
Kristjánsdóttur var svo bætt I
hópinn þar eð hún virtist passa
vel inni heildarmyndina.
Hljómsveitin hefur nú komið
nokkrum sinnum fram i skólum
aðallega og i sjónvarpi og hafa
tónleikar þeirra vakið mikla
athygli. Reyndar hefur
Guðmundur ekki verið með vegna
veikinda.
Ljósin I bænum flytja jazzað.
popp að mestu og svo hreinan
jazz. Er hér á ferðinni hópur
góðra tónlistarmanna, sem alltof
lltið hefur verið tekið eftir til
þessa.
Ljósin I bænum.
LJÓSIN 1
Athyglisverð
hljómplata
Platan Ljósin I bænum er mjög
fjölbreytt. Það eru á henni hrein
popplög, jazzað popp, jazz og
verk sem Stefán vill kalla
prógram-tónlist. Lögin eru öll
eftir Stefán og textarnir einnig,
nema gamla þulan „Tunglið
tunglið taktu mig.” Platan er vel
unnin og mjög hreinn andi yfir
henni.
Auk hljómsveitarinnar eru
nokkrir aðstoðarmenn á plötunni.
Sigrún Hjálmtýsdóttir,
(Diddú), og Egill Ólafsson
syngja tvö lög hvort og einnig
aðstoða Reynir Sigurðsson,
Asgeir Steingrlmsson og Björn R.
Einarsson I nokkrum lögum.
Helsti galli plötunnar er hvað
lögin eru óllk. Dregur það úr
heildarmyndinni, en andinn er
samt ferskari fyrir bragöið. Er
öruggtmál að ef Ljósin I bænum
vinna aðra plötu, þá verður hún á
toppmælikvarða.
Ljósin I bænum lýsa upp
skammdegið með plötunni og
hljómleikahaldi slnu. —jg.
Hinn íslenski Þursaflokkur
Nútíminn
er trunta
Þá er hún komin Þursapiatan.
Og ekki hefur fólk fúlsað við henni
frekar en plötu Spiiverksins.
Þessar tvær piötur standa tvl-
mæiaiaust upp úr islenska plötu-
flóðinu, enda engir aukvisar sem
standa á bak við þær.
Egill Ólafsson hefur svo
sannarlega unnið vel með félög-
um sinum eftir að hann yfirgaf
Spilverksf jölskylduna. Reyndar
eru tveir þeirra honum góðkunnir
úrStuðpiönnum, sem áttu nokkuð
skyltviö Spilverkið. Eru þaö þeir
Þórður Arnason gitarleikari og
Tómas Tómasson bassaleikari.
Aðrir meðlimir Þursaflokksins
eru svo Ásgeir Óskarsson
trommari og Rúnar Vilbergsson
fagott-og bumbuleikari.
Þjóðlegt efni
Efniviöur sá er Þursarnir vinna
úr er að mestu gamlar visur og
þjóðlög ásamt þremur frum-
sömdum lögum. Er efni þetta
mjög vel fram sett og skemmti-
lega unnið úr þvi. Þetta er i raun-
inni i fyrsta sinn sem ,, folk-
rokk” er tekið fyrir á Islenskri
hljómplötu. Sannarlega er þjóð-
legur blær yfir tónlistinni.
Fagottið setur mjög Islenskan
svip á tónlistina. Það hefur veriö
notað all-nokkuö I íslenskri tón-
list. Er það þvi einskonar fulltrúi
hins þungjamalega Islendings
sem lætur litið uppi en býr þó yfir
ýmsu.
Ég er hins vegar ekki sann-
færður um að hér sé komið alls-
lenskt rokk þvi áhrifin leyna sér
ekki. Má greina sterkan keim af
bresku „folk-rokki”. Einnig má
greina blæbrigði sem minna
verulega á hollensku hljómsveit-
ina Focus. Er það sérlega I
„instrumental”-lögunum.
Reyndarer lagið „Sólnes” óvenju
llkt laginu ,, 1 Mýrinni” sem er að
finna á plötu Stuðmanna, Tlvoll.
Ánægjuleg
þróun
Þrátt fyrir að smáhlutir veki
hugleiðingar um lög annarra
hljómsveita, er plata Þursanna
stórgóð. Það eru ferskir kaflar
sem eiga eftir að hljóma I kolli
manns aftur og aftur sem og
þyngri stef sem vinna hægt og
sigandi á.
Hinn Islenski Þursaflokkur má
fagna góöri plötu, sem stendur
uppúr. Og það er mjög ánægju-
legt að hugsa til þess aö
markaðurinn skuli veita tveimur
Islenskum poppplötum af þyngri
toganum svo góðar viðtökur sem
raun ber vitni,—jg