Þjóðviljinn - 02.12.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.12.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJXNN Laugardagur 2, desember 1978 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Rekstrarstjóri: úlfar ÞormóBsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþrótta- fréttamaður : Ingólfur Hannesson Þingfréttamaður: SigurBur G. Tómasson Ljósmvndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, óskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglvsingar: RUnar SkarphéBinsson, SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuBrUn GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. Afgreiðsla: GuBmundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, SigriBur Kristjánsdóttir. Bfistjóri: SigrUn BárBardóttir. Húsmóðir: Jóna SigurBardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgreiðsia og auglýsingar: SiðumUIa 6. Reykjavik, slmi 81333 Prentun: Blaðaprent h.f. Haldleysi sko ttulœkninga! • í ræðu sinni í útvarpsumræðunum á dögunum rakti Ragnar Arnalds, mennta- og samgöngumálaráðherra/ hversu fráleittþaðsjónarmiðer aðhægt sé að komast út úr efnahagsöngþveiti líðandi stundar í einu vetfangi og með yfirborðslegum orðavaðli um varanlegar ráðstaf- anir. Undirstraumur 50% verðbólgu er áfram mjög þungur í öllum þáttum efnahagslífsins og enginn nema nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins láta sér til hugar koma að hann verði stöðvaður með f áeinum pennastrik- um sem líta smekklega út á pappír. • Taka má mörg dæmi um haldleysi „róttækra" að- gerða á einangruðum sviðum til viðmáms óðaverðbólgu. Enda þótt verðbótavísitala yrði tekin úr sambandi sam- kvæmt tillögun Alþýðuflokksmanna og aðeins leyfð 3—4% launahækkun á hverju þriggja mánaða timabili á næsta ári skipti það engum sköpum í baráttunni gegn verðbólgunni* I tilbúnu dæmi frá Þjóðhagsstofnun um 7% og 3% launahækkun 1. desember er því spáð að launahækkun 1. mars yrði aðeins 0.6% minni miðað við lægri töluna. • I tillögum kratanna fólst 15 til 20% kjaraskerðing á næsta ári. Ragnar Arnalds sýndi framá í ræðu sinni að hún dygði ekki til þess að stöðva víxlgang kaupgjalds og verðlags. Jafnvel þótt engin launahækkon hefði átt sér stað 1. desember væri samt sem áður fyrirsjáanlegt að f ramfærsluvísitala myndi hækka um 6—7% 1. mars og síðan aftur um 5% 1. júní á næsta ári. Þá væri orðin um 25% kjaraskerðing í landinu á hálf u ári, þolinmæði laun- þega áreiðanlega löngu þrotin, og verðbólgan enn á mikilli ferð. • Það er hugsanlegt að einhver árangur næðist með því að snögghækka vextina yfir verðbólgustigið, en aukaverkanir gætu orðið stöðvun atvinnuveganna og stórfellt atvinnuleysi. Stighækkun vaxta uppfyrir verð- bólgustig hefði væntanlega í för með sér eins og reyndin hef ur orðið af hávaxtastefnu Seðlabankans að vextirnir eltu verðbólguna en næði henni aldrei. • Hægt er að lækna verðbólguna með því að tengja launin við þróun þjóðatekna eða þróun viðskiptakjara segja Alþýðuflokksmenn. Staðreyndin er sú að ef laun hjá hafnarverkamönnum hefðu hækkað frá stríðslokum aðkaupmætti til jafns við hækkun þjóðartekna á mann á föstu verðfagi hefði kaupið fyrir sólstöðusamningana í fyrra átt að vera helmingi hærra en það var. ( skýrslu frá vísitölunefnd kemur fram að ársfjórðungslegar breytingar á viðskiptakjörum f rá því 1973 eru með þeim hætti að einungis tvisvar hefði komið til breytinga á verðbótavísitölu, annað skiptið niðurávið en hitt uppávið, frá þeim tíma til þessa dags miðað við að vísitalan yrði ekki hreyfð nema í verulegum sveiflum. • Niðurskurður á óarðbærri f járfestingu er eitt töfra- lyf ið í viðbót. Sannleikurinn er sá aðf járfesting í landinu er þegar komin niður í 26 til 27% þjóðartekna og því skiptir það engum sköpum í baráttunni gegn verðbólg- unni þótt núverandi ríkisstjórn takist að ná henni niður fyrir fjórðung af heildar verðmætaráðstöfuninni. • Þannig ber allt að sama brunni. Töf ralyf in eru ekki til. Eins og Ragnar Arnalds benti á ganga holskeflur verðbólgunnar yfir íslenskt efnahagslíf með jöfnu milli- bili og þeim verður að mæta með endurteknum óhjá- kvæmilegum úrræðum sem auðvelda okkur hægt og þétt og í mörgum áföngum að komast á sléttari sjó. Þetta er eina leiðin út úr vandanum og hana verður að fara í f ull- komnu samráði við fjölmennustu stéttasamtök lands- manna. • Ot úr þeirri f járfestingar - framleiðslu- og auðlinda- kreppu sem þjóðin stríðir nú við verður að komast með samræmdum lagfæringum á öllu hinu tæknilega gang- virki íslensks efnahagslífs. Til þess þarf stórum -betri stjórnun og^ríkisvald sem leggst á sveif með launavinn-; unni en ástundar ekki óarðbæra samkeppni við hvoru- tveggja atvinnurekendur og launafólk, þær grundvallar- andstæður sem takast á um skiptingu þjóðarteknanna. Forsenda þess að hægt sé að takast á við og um það sem máli skiptir í þjóðfélaginu er hjöðnun verðbólgunnar og þar duga hvorki skottulækningar né töfrabrögð. j Þegar þingmenn ! fá sér | nýjar tennur * Guðmundur J. Guðmundsson Iform. Verkamannasambands Islands sat nýlega á þingi, sem varamaður Svövu Jakobs- * dóttur. Guðmundur flutti kjarn- Igóða ræðu i umræðum þingsins um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. Hann hóf mál sitt • á þessa leið: „Mér er sagt af Ikunnugum mönnum að það sé ekki ótítt hér á Alþingi að ef varaþingmaður slysast hér inn 1 um stundarsakir vegna in- Iflúensu, ferðalaga eða vegna þess að alþingismaður þurfi að fá sér nýjar tennur, þá komi J þeir i sinu skásta pússi, fyllist I hugljómun og flytji hér svokall- I aða jómfrúræðu um eitthvert • mál sem annaðhvort er þeim J hjartfólgið, eöa þeir fá að láni I hjá flokki sinum eða ættingjum. segja við hógværum og hljóðum manni, eins og mannlegt og eðlilegt er þegar mönnum gengur illa i kosningum. En þessi gleði er að ýmsu leyti skiljanleg. Þegar hann lét af ráðherrastörfum, hafði honum nefnilega tekist það, sem Verkamannasambandinu tókst aldrei. Hann hafði hafði stöðvað útgerðina i Vestmannaeyjum. Hann hafði stöðvað útgerð á Suðurnesjum, þar sem ekkert útflutningsbann var. Hann hafði hótanir hvers eins og einasta frystihúss i landinu um lokun. Hann hafði tilkynningu um þaö aö hver einasta fiskifleyta i landinu mundi hætta að fara á sjó. Þegar hann hringdi til flokksbræðra sinna i þeim kjör- dæmum þar sem hann er jafn- sterkur og heima hjá sér, þá svöruðu þeir einungis:,,Þetta er ekki hægtMatthias, við lokum”. Matthías sérstakur ráögjafi í stöðv~ unaraðgerðum ,,Ég hef satt að segja i hyggju félagarnir Páll Heiðar og Sig- mar sem frægir eru fyrir sam- úð sina með litilmagnanum (sbr. þátt þeirra um frihöfnina i Keflavík) nófu hátiðahöld dags- ins með viðtali við leiðtoga stúdentafélagssins Vöku Tryggva Agnarsson. Það félag hefur eins og alkunnugt er tapað öllum kosningum i háskólanum árum saman Er vissulega gleðilegt að núverandi útvarpsráð skuli beita sér fyrir þvi að rétta nokkuð hlut minni- hlutahópa I dagskránni og von- um við að á þvi verði framhald. Hinn rikisfjölmiðillinn heldur upp á 60 ára afmæli fullveldis- isns með þvi að sýna myndina sem þeir gerðu á siðasta stóraf- mæli. Það er haft fyrir satt af sanngjörnum mönnum að fram- leiðsla islenska sjónvarpsins batni mikið með aldrinum — sérstaklega ef hún fær að vera I friði ósýnd. Hvenœr fara þeir á eftirlaun Það flokkast lika undir vel- viljaðan áhuga á réttindamál- 17. júnf: dr. Kristján Eldjárn 1. des.: Með kveðju frá Ara Trausta 1 J I ! Fer á mis við I hamingjuna Mér er einnig tjáð af kunn- Iugum, að þetta sé ein hsmingju- samasta stund i lifi margra og þeim endist þessar ljúfu minn- , ingar allt til æviloka, jafnvel Iþótt þeir eigi ekki afturkvæmt á varamannabekki Alþingis. • Það virðast ætla að verða ör- [ lög min að fara á mis við þessa * hamingjustund.” | Seðlabankinn • æðsta valdið |,,l umræöum um það frum- varp sem hér liggur fyrir hafa , andstæðingar rikisstjórnar- Iinnar eytt drjúgum hluta af málflutningi sinum til að ásaka mig ótindan múgamann fyrir , ýmsa mestu erfiðleika þjóð- Iarinnar, að ekki sé talað um Verkamannasamband Islands Isem gengur eins og rauður þráður I gegnum allar ræöurnar og er helst likt við Seölabanka- ■ valdið i landinu. En þaö er það Ijarðneska vald á Islandi sem er öllum völdum ofar.” Guömundur sagðist ekki geta komist hjá þvi að svara nokkru [ af þessu. Hann yröi þó vegna , fjarveru þingmannanna að vera 1, „meinlausari i málflutningi en hann hafði i hyggju.” Fyrst vék Guömundur tali sinu að Matth- , iasi Bjarnasyni: „Það eru Ibókstaflega sjö sólir á lofti þegar hann mætir i þingsöl- um og hvar sem er á manna- , mótum. Og hvernig skyldi I standa á þessu? Ég bjóst satt að ÍmM » MMM^MM M MMM M MMMM M ’MMM að leita til þessa háttvirta þing- manns sem ráðgjafa Verka- mannasambandsins ef þaö þyrfti einhvern timann að fara út i öflugar stöðvunarráð- stafanir.” Guðmundur minntist siðan á heilbrigðismál og hvernig þeim var komið að end- uðum ráðherraferli Matthiasar Bjarnasonar og sagði m.a. „Þar er nú meiri stöðvunartil- hneigingin. Hann hefur vart látið af störfum þegar þjóðin stendur frammi fyrir þvi aö öll helstu sjúkrahús I landinu ætla að loka, neyðast til þess vegna skuldasöfnunar I tið fyrrver- andi ráöherra.” Ekki fjölmennt Guðmundur J. Guðmunds- son vék nú aö Albert Guð- mundssyni og Geir Hall- grimssyni en hvorugur þeirra var viöstaddur og sagði: „Hér er ekki talað fyrir fjölmennum fundí" En þótt Guðmundur J. Guðmundssoh sé óvanur þvi að tala á jafnfámennum fundum og þingfundir eru á kvöldin þá var þaö ekki að heyra á mæli hans. Því þótt verkalýöshreyf- ingin eigi og hafi átt góða máls- svara á Alþingi jafnast fáir á viö Guömund aö orðheppni. Samúðin með lítilmagnanum? 1 gær var fyrsti desember. Margt var um dýrðir. Þeir um opinberra starfsmanna, þegar spurt er hvenær yfirmenn sjónvarpsins geti farið á eftir- laun. Dagskrá sjónvarpsins var heldur ekki endaslepp á full- veldisafmælinu. Um kvöldið sýndi það amerisku myndina >,Styðjum lögreglustjórann”. Það er góðra gjalda vert hjá dagskrárstjóra sjónvarpsins að sýna með þessum hætti hollustu sina. Hátindur hinna þjóðlegu hátíðahalda Enn hefur klippari ekkert minnst á hápunkt hátiðahald- anna i gær. Það var athöfnin þegar leiðtogi Eik—ml Ari Trausti Guðmundsson lagði blómsveig aö styttu Jóns Sig- urðssonar á Austurvelli. 'Hin þjóðlega sómatilfinning fer vax- andi hjá maóistum. Um kvöldið var svo samkoma i Glæsibæ, auglýst undir nafni, sem mjög likist ýmsum dulnefnum Éik mi.: "Ahugamenn um þjóölegan fullveldisdag.” Þar komu fram og héldu ræöur Erna Ragnars- dóttir, Halli, Davið Oddsson og Laddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.