Þjóðviljinn - 02.12.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Friörik Ólafsson forseti FIDE Féhirðisembætti og fjaðrafok 1 fyrri viku sendi stjórn Skák- sambands tslands frá sér greinargcrð, sem af hálfu for- ráðamanna þess á að heita lýsing á aðdraganda og framvindu mála á FIDE-þinginu I Buenos Aires, en þau mál hafa verið mikið i fréttum að undanförnu. t ritsmfð þessari er margt fullyrt og annað gefið I skyn, sem ekki er sannleik- anum samkvæmt og verður ekki hjá þvi komizt að leiðrétta þá al- röngu mynd, sem þarna er dreg- in upp. Hefi ég þó I lengstu lög reynt að ieiða hjá mér umræður um þessi mál. Ljóst er, að fyrir höndum er mikið starf við skipu- lagningu á verkefnum Alþjóða- skáksambandsins og hafði ég vonast til að geta snúið mér óskiptur að þeim málum i stað þess að standa i timafreku karpi út af Utilvægu ágreiningsefni. Með þessari ritsmið sinni hefur skáksambandsstjórnin gert þá von að engu. Sú von brást 1 upphafi segir svo i grg. S.t.: „Stjórnin fordæmir harðlega þær ærumeiðingar, sem forseti S.t. Einar S. Einarsson hefur oröiö að þola að ósekju i fjölmiðlum”. Um þetta er þaö að segja, að ég hefi engan hlut átt aö þeim skrifum, sem hér er visaö til og engin ummæli látið frá mér fara, sem talizt geta meiðandi fyrir æru Einars S. Einarssonar. Ég hefi þvert á móti, eins og áður er sagt, kosiö að leggja sem minnst til málanna I þeirri von, aö for- ráðamenn S.l. athuguöu sinn gang og geröu sér ljóst, hvað væri hagsmunum skákhreyfing- arinnar fyrir beztu. Sú von brást. t grg. segir siðan, að á stjórnar- fundi S.t. 2. okt. s.l. hafi verið bókuð sú „ósk” min, aö S.l. til- nefndi mann til embættis féhirðis FIDE, ef til kæmi. Eg var ekki viðstaddur þennan fund, en „ósk- inni” mun hafa verið komið á framfæri meö tilvisun til einhvers samtals, sem Einar S. Einarsson kvaðst hafa átt við mig. Virðist ekki hafa þurft til að koma frekari staðfesting á þessari „ósk”. A fundi, sem ég haföi áður átt með stjórn S.I., hafði verið um það rætt, að S.I. gerði tillögu um mann I embætti féhirðis og kom þá fram, að heppilegra gæti verið, að sá maður yrði ekki i stjórnS.I. Gaf Einar S. Einarsson þá til kynna, aö hann hygöist ekki gefa kost á sér við næsta stjórnar- kjör hjá S.l. A þvi er að sjálfsögðu regin- munur hvort S.I. gerir tillögu til min um mann eða hvort það til- nefnir mann i féhiröisembætti. Það hlýtur aö liggja I augum uppi. Sú samþykkt stjórnar S.I á fundi hennar 9. okt. s.l., „að Einar S. Einarsson yröi féhiröis- efni Skáksambands Islands, ef „Friðrik næði kjöri”, mun gagn- gert byggð á þeirri fullyrðingu aö ég hafi óskað eftir að Einar yrði tilnefndur i féhirðisembættiö, en þaö er rangt. Mun þessa „ósk” hafa boriö að með svipuðum hætti og á fundinum 2. okt. s.l. og var ég ekki viöstaddur frekar en þá. Ekki fæ ég skiliö, hvernig umrædd samþykkt stjórnar S.I. á að binda hendur minar, þótt hún hafi „borizt mér til vitundar”. Ég taldi mig þvert á móti aldrei þurfa aö hlita henni og þaö var Einari áreiðanlega ljóst, eins og siöar kemur fram. Samt sem áður ætlaöi S.l. að ná fram kjöri Einars I skjóli þeirrar reglu i lögum FIDE, að tilnefning embættismanna er aö forminu til i höndum skáksambanda. Þannig reynir stjórn S.I. að gera formiö eitt aö kjarna málsins. Sómi landsins I allri félagsstarfsemi þarf málsmeöferö að fylgja ákveönu formi til að lögmæt geti talist. Formið er aðeins lögbundin aðferð við aö koma málum fram. Það fyrirkomulag, sem mælt er fyrir um i lögum FIDE, til aö kveða á um skýra málsmeðferð, að tilnefning embættismanna sé formlega i höndum skáksam- banda, verður I augum forráöa- manna S.I. að einhvers konar valdi, sem veiti þeim óskoraðan - rétt til að ganga I berhögg við óskir og sjónarmið þess manns, sem tilnefningin hlýtur að varða mestu. Persónuleg sjónarmið og óskir forseta FIDE um samstarfsmann hljóta efnislega aö vera aðal- atriði. Sem forseti FIDE hef ég aðeins einn samstarfsmann á tslandi og allt'hlýtur að velta á þvi að samstarfið sé sem far- sælast. Þaö er siðan aðeins formregla sem fylgja þarf, að atbeina ein- hvers skáksambands þarf til að koma tilnefningunni á framfæri. Liklega lýsir það best, hverjum augum forráðam. S.I. lita hlut- verk sitt I þessu máli — og þá jafnframt hvert hlutskipti mér var ætlað, þegar þeir staðhæfa eftirfarandi i Morgunpóstinum 20. nóv. s.l.: „Samkvæmt lögum og reglum FIDE þá er þaö skák- samband þess lands, sem for- setinn er frá, sem tilnefnir i fyrsta lagi forsetaefnið, féhirðis- efnið og framkvæmdastjóraefnið. (Slikt ákvæði er ekki að finna I lögum FIDE. Hins vegar segir, að ritari og féhirðir skulu aö öllu jöfnu vera frá sama landi og for- setinn.F.Ó.) „Við höföum okkar ákaflega einföldu og ljósu sam- þykkt, stjórnarsamþykkt um þetta”. — Ennfremur — „Nú viö héldum að sjálfsögðu fram sjónarmiöi sem viö höldum enn fram, að það er ekki verkefni for- setans né á hans valdi að tilnefna menn i svona, það er verkefni skáksambandsins. FIDE er sam- band skáksambandanna og það er akkúrat á þeirra valdi — skák- sambandanna sjálfra — , en ekki einstaklinga að tilnefna slika menn”! Ekki er úr vegi að ihuga hug- renningar Einars I sambandi viö féhirðisstarfið. 1 viðtali viö Timann 16. nóv. s.l. segir hann m.a.: „Það sem ég hafði i huga allan timann i þessum málum var það, að hagsmuna Islands og S.l. væri gætt, eins og framast væri unnt og sá sem veldist I þetta gjaldkeraembætti væri traustur maöur, sem gæti orðið til sóma fyrir land og þjóð”. Ég læt niöurlag setningarinnar liggja milli hluta, en litt fæ ég skilið þau sjónarmið Einars, sem koma fram i fyrri hluta setn- ingarinnar, að hann hefði fyrst og fremst I huga i sambandi við féhirðisstarfið, aö hagsmuna lslands og Skáksambands tslands innan FIDE yrði gætt sem fram- ast væri unnt. Ekki fæ ég séð, hvaöa ástæðu hann hefur haft til að ætla, að hagsmunir lslands og Skáksambands lslands yröu fyrir borð bornir, þótt hann næði ekki kjöri. FIDE. er samtök skáksam- banda um heim allan og þaö gefur auga leiö, að það getur ekki talist heppilegt, að þeir sem veljast til starfa hjá FIDE telji þaö skyldu sina aö gæta hagsmuna eigin skáksambands fyrst og fremst. Embættismenn FIDE verða aö vera sjálfstæðir og óháöir. FIDE má ekki tengjast einu skáksam- bandi meira en öðru. Keyra átti kosningu Einars í gegn Stjórn S.l. viröist leggja mikið upp úr eftirfarandi ákyæöi i lögum FIDE um kosningar: „Mo person can be elected against the will of his national federation”. (Lauslega þýtt: „Engan má kjósa til embættis gegn vilja skáksambands lands hans”) Fróölegt væri aö vita, hvers vegna látiö er undir höfuð leggjast að birta seinni hluta þessa lagaákvæðis, sem hljóðar svo: „This stipulation may be waived by the General Assembly only in exceptional cases”. (Lausl. þýtt: „1 undantekningar- tilvikum getur FIDE-þingið ákveðiö annaö”.) — Leikur nokk- ur vafi á þvi, aö óskir nýkjörins forseta um samstarfsmenn sina hefðu verið metnar I þessu ljósi, og á þær fallist, þrátt fyrir and- stöðu skáksambands hans? Ég spyr. 1 stuttu máli. Einar gat eins og fleiri komiö til álita I féhirðisem- bættið, en ég tók aldrei af skarið um þaö, að hann væri sá er ég ætlaöi embættiö, eins og reynt er að telja fólki trú um I ritsmiö S.l. I þvi sambandi skiptir engu máli einhver samþykkt S.l. hvort sem hún er löglega gerð eöa ekki. Agreiningur hefur veriö meö okkur Einari um ýmis atriði og eftir þvl sem á leið og nær dró kosningu varð mér æ betur ljóst, að með okkur gæti aldrei tekist farsælt samstarf. En svo er að sjá, að engu að siður hafi átt að „keyra” kosningu Einars I gegn. A svæöafundi I og II (Vestur- Evrópuþjóöirnar), sem haldinn var rétt fyrir forsetakosning- arnar óskaöi Högni Torfason eftir stuðningi við tilnefningu Einars i féhirðisembættið og mun hafa veriö talið sjálfsagt að veita þann stuöning enda kom ekki annaö fram en að þetta væri samkvæmt minum óskum. Af þessu frétti ég siöar. Eftir þennan fund talaöi Högni svo viö Ineke Bakker, ritara FIDE, og tjáði henni, að Einar S. Einarsson væri af hálfu S.I. til- nefndur I embætti féhiröis FIDE, hann nyti stuönings svæða I og II og um engan annan frambjóð- anda i þetta embætti yröi að ræða. I lögum FIDE um kosningar segir svo i 5. gr.: „Nominations and the elections for the offices of General Secretary, Treasurer and Auditor shall be made in the General Assembly after the election of the President and the Deputy-Presidents. (Lausl. þýtt: Tilnefningar og kosningar i em- bætti ritara (framkvæmda- stjóra), gjaldkera og endurskoö- anda skulu fara fram á þingfundi eftir kosningu forseta og varafor- seta. Votta atburðarásina án þess að hafa verið á staðnum Milli kosningar forseta FIDE og þar til kjör féhirðis og hinna embættismannanna fór fram liðu a.m.k. 2 klukkustundir (kosningu forseta FIDE lauk fyrir kl. 13.00, og þá var gert matarhlé i 1. klst. Slðan var gengiö til kosninga um varaforseta, en kosning embættismannanna var á dag- skrá kl. 15.00) og hófst ég þegar handa um þaö i matarhléinu að koma tilnefningu Gisla Arna- sonar á framfæri. Þar sem mér var þá oröið kunnugt um, aö bera ætti fram tilnefningu Einars, sendi ég strax til hans boö um aö draga hana til baka, þar sem ég óskaði eftir öðrum manni sem féhiröi. Það er þvi alrangt, sem haldiö er fram i ritsmiö S.I., aö þetta hafi átt sér stað aðeins örfáum minútum, áöur en kjósa skyldi, enda eftir öðru. Guðmundur G. Þórarinsson, sem átti I þessum viðræðum við Einar, og viö hann einan, segir hann hafa veriö ófáanlegan að draga framboð sitt til baka, ef Gisli Arnason færi fram, en hann hefði hins vegar tjáö sig tilleiöanlegan að vikja fyrir þriðja manni. Bar Guðmundur mér þessi boö. Þar sem kosning milli tveggja tslend- inga heföi komið þingheimi afar spánskt fyrir sjónir, þótt ekki sé meira sagt, ákvaö ég að fara þá leiö aö stinga upp á Sveini Jóns- syni i embætti féhiröis. Skotinn David Levy og Irinn Kevin O’Connell voru nú komnir til sögunnar og skráði sá siðarnefndi hjá sér nafn Sveins. Fóru þeir siðan og ræddu viö Einar og Högna og varð fljótlega ljóst, eins og Guðmundi áður, að ekki mundi um þokað, ef Gisli færi fram. Spuröi O’Connell þá, hvort þeir myndu samþykkja Svein Jónsson sem málamiðlun, og var sú til— laga strax samþykkt. Var máliö þannig til lykta leitt og bar Irinn fram tilnefningu Sveins I embætti féhirðis. Eftirtektarvert er að lesa þaö I ritsmiö S.I., hversu mikill er sagður hlutur forseta S.I. i þessu máli, hversu giftusamlega hafi veriöstaöið að málum, þannig að Skáksambandinu var bjargaö frá hneisu. I sjálfu sér skiptir þetta ekki máli, en er aðeins frekari staðfesting á þvi hversu frjáis- lega er fariö með atvikalýsingar i þessari ritsmið SI. En þaö er umhugsunarefni, að þessa atburðarás i Buenos Aires votta 5 stjórnarmenn i S.I., sem þó voru viðs fjarri og gátu engan veginn vitað hvað þarna fór fram. Ærumeiðingar stjórnar S.i. Þá er komiö að þeim þætti þessarar ritsmiöar, sem einna ósmekklegastur er. I inngangi hennar fordæmir stjórn Skák- sambandsins harðlega þær æru- meiöingar, sem forseti þess hafi oröiö aö þola að ósekju I fjöl- miðlum, en ekki eru greinarhöf. fyrr búnir aö sleppa oröinu en þeir eru sjálfir teknir til við sömu iðju og farnir aö vega gróflega að Gisla Arnasyni, gjaldkera Skák- sambandsins, sem hefur unnið sér til óhelgi i þeirra augum fyrir þá sök að hafa haft önnur sjónar- mið I þessum málum en þeir. Lik- lega hefur sá löstur hans verið mestur, aö hann studdi skoðanir minar og leitaöist við aö koma á framfæri þeim sjónarmiðum, sem ég taldi eiga við. Þá er Gisla legiö mjög á hálsi fyrir það að hafa lumað á „sprengiframboði”, eins og það er orðað. Er honum brugðiö um fréklegt trúnaöarbrot og framboð hans sagt fáheyrt og furðulegt. Minna má nú gagn gera. Þetta eru lágkúrulegar ásakanir, sem ekki eiga við rök aö styðjast. Sannleikurinn er sá, að Einari S. Einarssyni var þaö vel ljóst, að Gisli gat komið til álita sem féhirðir FIDE og vissi það allar götur fram aö kosningu, enda ympraði hann á þvi viö mig nokkru fyrir forsetakosningu, hvort ég væri búinn að gera upp minn hug um féhiröisembættið. Svaraði ég þvi til, að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af þvi aö svo stöddu, fyrr en úrslit for- setakosninganna lægu fyrir. GIsli sóttist aldrei eftir féhirðis- embættinu, heldur hafði ég fitjað upp á þvi viö hann á sinum tima, að hann gæfi kost á sér i féhirðis- embættiö, ef sú staöa kæmi upp, að ég yrði kjörinn forseti. Vildi hann ekki skorast undan og gaf mér vilyrði sitt. Sú marg- umtalaöa samþykkt, sem Gisli hafði átt hlut að, þess efnis, aö Einar yrði tilnefndur féhirðisefni Skáksambandsins, byggöist gagngert á þeirri fullyröingu, sem „borin var inn” á fundinn án minnar vitundar, „aö ég óskaöi eftir þvi, aö Einar yrði tilnefndur féhirðisefni”. Mun GIsli ekki hafa séð ástæðu til aö ætla, fremur en aðrir sem á fundinum voru, að þessi ummæli væru ekki rétt eftir höfö. Meö þessari dæmalausu samþykkt á nú að vega að Gisla og saka hann um freklegt trún- aöarbrot og starfsaðferðir, sem ekki samrýmist almennum starfsreglum félagasamtaka. Þaö má vel koma fram hér, aö Gisli stóö alla tið ótrauöur mér við hliö i þessu framboðsmáli og reyndist mér dugandi stuðnings- maöur. Peningum gat ekki verið betur varið För Guðmundar G. Þórarins- sonar er sérstaklega gerð að umræðuefni i tittnefndri ritsmið og ýmsar athugasemdir hafðar uppi i þvi sambandi. Um þessa ferö er þaö að segja, aö fyrir min orð var veittur sérstakur fjár- styrkur af Menntamálaráðu- neytinu eingöngu I þvi skyni aö standa straum af kostnaöi viö þessa ferð Guðmundar. Er hér um að ræða viðbótarstyrk i framboðssjóðminn, sem blandast ekki fjárreiðum S.I. frekar en annað fé, sem I framboðssjóðinn hefur runniö. Telja forráðamenn S.I. sér stætt á að fullyrða annaö er full ástæða til að þeir leiti sér upplýsinga um staöreyndir máls- ins hjá þeim aðilum, sem veittu styrkinn. Allar dylgjur i garð gjaldkera S.l. i þessu sambandi eru meö öilu tilhæfulausar. Eftir að hafa gert sinar at- hugasemdir viö styrkveitinguna vegna farar Guðmundar G. Þórarinssonar skýra greinarhöf. frá þvi, að stjórn S.l. hafi unnið sleitulaust i meira en hálft annað ár aö framboði minu og sérstak- lega hafi forsetar S.l. unniö þar mikiö og óeiginjgarnt starf. Ekki skal ég verða til þess aö vanmeta þaö, sem stjórn S.I og forsetar hafa lagt af mörkum i þágu framboðsins, en ekki finnst mér greinarhöfundum farast stórmannlega, þegar þeir i næstu andrá fara að gera litiö úr fram- lagi annarra, sem lagt hafa lið i kosningarbaráttunni, og láta sig hafa það aö segja, að þar hefði fjármunum getaö veriö betur varið. Hér þykir mér reitt til höggs af vanefnum. Þaö er út af fyrir sig ágætt aö kunna skil á þriliöureikningi, en sú reiknings- aðferð á bara ekki við, þegar metnir eru veröleikar mannanna I þessu lifi. Einn maöur getur fengiö meiru áorkað á einum tima en margir menn á mörgum vikum. Ræöi ég það svo ekki frekar að sinni, en þaö get ég full- vissað greinarhöfunda um, sem raunar hefur ekki getað farið framhjá þeim, að fjármunum þeim sem veitt var til farar tveggja Islendinga til Buenos Aires hefði ekki getað verið betur varið. Að hlaupa á sig Ég hef áður minnst á þátt 5 stjórnarmanna S.I. i þessu máli, sem með undirskrift sinni hafa vottað um atburði, sem skeðu þeim viðsfjarri. Aö sjálfsögðu getur það komið fyrir bestu menn að hlaupa á sig i fljótfærni, en mér virðist af ýmsu, aö viðleitni þeirra til að fá sem óhlutdrægasta mynd af málinu heföi mátt vera meiri. Fyrsti fundurinn, sem haldinn var hjá stjórn S.I. eftir Argent- inuförina (18. nóv. s.l.) var þann- ig boðaöur: Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.