Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 23. desember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Erfitt var aö ætlast til þess ad bændur fylgdu þeim sem töluöu um ranga stefnu gegn eigin hagsmunum og ákveðinni stefnu stjórnvalda Rikharö Brynjólfssor Lausnir á vanda bænda Fyrir nokkru gerBist sá ein- stæði atbur&ur i islenskri nú- timasögu, aBUtnefndirleiBtogar hagsmunahóps lögBu til aB kjör hans yrBu skert til muna. Fyrir utan tillögugerBina er tvennt mjög athyglisvert i þessu sam- bandi. 1 fyrsta lagi aB hvorki var um aB ræBa útgerBarmenn, heildsala eBa aBra breiBbaka- limi þjóBfélagsins heldur greini- legalágtekjuhóp. 1 öBru lagi sú undarlega staðreynd aB þessar mjög svo sérstæBu tillögur hafa nær enga umræöu vakiB. Samt voru þær kynntar rækilega á blaBamannafundi meB ráöherra i forsæti. Eins og margur mun hafa getiösér til umerhér átt viö til- lögu svokallaörar sjömanna- nefndar um málefni land- búnaBarins. Þessum tillögum má skipta i tvo þætti, skammtimalausn og varanlega lausn. Varanlega lausnin er fast- mótuö landbúnaBarste&ia sem byggir á þeim meginforsendum að byggB haldist sem næst nú- verandi ástandi, framleiöslan verBi miöuB viö hagkvæma markaöi og tekjur bænda veröi tryggöar og jafnar. Þetta er út- af fyrir sig sama stefna og nU rikir, a.m.k. i oröi, en hér er gert ráö fyrir stjórntækjum til aö fylgja stefnunni eftir. Fram- leiBsluhvetjandi eða letjandi aö- geröum eftir aöstæöum, svo og mismunun i fyrirgreiöslu. AB óbreyttum aöstæöum dregst framleiösla saman og tekjur bænda minnka eftirþvi sem þeir nálgast sett markmiö i framleiöslu. Þessu skal mætt , með nýjum tekjuöfiunar-, leiöum.svo sem hlunnindum og feröamennsku, en einnig betri nýtingu aöfanga t.d. bættri hey- verkun. Lausn bráðabirgöavandans, en aöhonum veröur vikiBsiBar, er eins og fyrr segir kauplækkun' hjá bændum. Þetta skal gert meö þvi aö leggja á.stighækk- andi framleiöslugjaid og flatan skatt á einn helsta kostnaöarliB búsins, kjarnfóBur. Fram- kv æmd aa tr iöin er u I ýms u ól j ós, en þó er ljóst aö gefa má gjöldin eftir hjá frumbýlingum og öörum meBsérlega lélega stööu. Upphæö þessarar skattheimtu er áætluB 3 miljaröar og skal variðtil aö greiBa niöur útflutn- ing og borga bændum fyrir bústofnsminnkun. A landinu eru nú skráöir 4400 bændur svo meöalhluturinn er 700,000 kr. Þykir ýmsum mikið aö vonum, ekki sist i ljósi þess hver kjör bænda eru fyrir. En hvaö veldur þessum ósköpum? Undanfarin ár hefur misræmi milli framleiöslu og innanlandsneyslu búvara aukist mjög samtimis þvi aö erlendir markaðir hafa versnaB og þrengst. Afleiöingin er mjög veruleg brigöasöfnun af smjöri og ostum og er hún nú sem svarar ársneyslu, og mun fara vaxandi. Svipaö er uppá ten- ingnum hvað kindakjöt varöar, útþarf aöflytja5900tonn, þar af eru 1800 tonn óseld og raunar er ekki vitaö hvort tekst aB losna viö þetta magn. Birgðasöfnun er ávalt dýr. Hún bindur mikiB fé og vaxta- kostnaBur við aö geyma smjör- Ukiði' ár er yfir 600 kr. Skamm- timavandinn er þannig tvenns- konar fjármögnun á útflutningi umframframleiðslu ársins og svo grynnkun á birgöum. Aö sjálfsögöu eru ýmsar leiöir til útúr þessum vanda, en meginatriöi er hver á aö bera kostnaöinn. Sjömannanefndin gerir aö tillögu sinni aö bændur borgi. I þvi hlýtur aö felast annaB tveggja, viöurkenning á að bændum einum sé um aö kenna eöa blákalt mat á póli- tiskri stööu i þá veru aö fjár- munir komi ekki annarstaöar aB. Þaö er ekki hægt aö halda þvi fram meö sanngirni aö um sé aö ræöa sök hins einstaka bónda. Bændur eru, svo þaö sé sagt einu sinni enn, láglaunahópur, og hafa séö þá leiö eina til aö bæta kjör sin að framleiöa meira. Þessu má likja viö ákvæöisvinnu þar sem staöalaf- köstin heita visitölubú. Aukn- ingu á framleiðni hefúr veriö mætt meö hækkunum á staö- linum. íþessum eltingarleik viö vísi- tölubúiö hafa bændur veriö dyggilega studdir af löggjafa og framkvæmdavaldi. Verö- lags-styrkja- og lánakerfi hafa nánast hrópaö á aukna fram- leiöslu. AB visu hafa veriö uppi raddir um ranga stefnu, en erfitt er aö ætlast til aö einstakir bændur fylgi sllkum röddum gegn eigin hagsmunum og ákveöinni stefnu stjórnvalda. Nei, hér er ekki viö bændur aö sakast. Framleiösluráöi land- búnaöarins er samkvæmt lög- um ætlað aö fylgjastmeö fram- leiöslu og sölu búvara. Þaö getur breytt veröhlutföllun milli framleiöslugreina, en hefur engin tök á aö hafa stjórn á framleiddu magni. Þaö var reynt áriö 1972 aö fá Fram- leiöslurá&i tæki til framleiöslu- stjórnunar. Tillögur, sem studdar voru af fulltrúum bænda komust inn á Alþingi i formi lagafrumvarps. Tlminn var hagstæöur að ýmsu leyti, landbúnaöurinn var aö rétta úrkútnum eftir kalárin og framleiöslan i samræmi viö innanlandsneyslu. Löggjafiþjóöarinnar treystist ekki til aö afgreiöa þessar til- lögur eöa koma meö aörar. Til þessa aögeröarleysis má rekja ástandiö I dag, og má telja hart ef löggjöfinn, sem er þó allrar þjóöarinnar fer nú aö velta af- leiöingum eigin a&geröarleysis yfirá þá aöila sem vildu grlpa á kýlinu I tíma. Tillögur sjömannanefndar eru i' tveim liöum eins og fyrr er sagt, skammtima- og langtima- lausn. Aö manni setur þann hroll, aö komist skammtima- lausnirnar I framkvæmd veröi ekki þörf á langtimalausnum I islenskum landbúnaði P.S. 1 þessum oröum skrif- uöum berast þær fréttir aö til- lögur sjömannanefndar eru orönar aö lagafrumvarpi. Minnísmiöar í austri Austurþýski rithöfundurinn Jiirgen Fuchs.: Fordómarnir ganga á vixl Jurgen Fuchs er ungur rithöfundur sem ættaöur er frá Austur-Þýskalandi. Honum var vlsaö úr heimalandi sfnu fyrir einu ári/ en þá haföi hann leyft sér aö gagnrýna aö annar Þjóöverji Wolf Biermann haföi veriö rekinn úr sama landi. Fleira haföi þó fyllt bikarinn. Meö skrifum sinum og erindum haföi Fuchs veriö vfirvöldum þyrnir í augum. Kom aö þvl aö hann var rekinn úr kommúnistaflokknum og háskólanum. Þaö geröist fyrir tveimur árum en siöan var hann I fangelsi og yfirheyrslum I tiu mánuöi þar til honum var visaö úr landi I september 1977. Hann býr nú i Vestur-Þýskalandi. Hann fjallar meöal annars um reynslu sína I bók sinni „Minnis- miöar”, sem nýlega kom út i danskri þýöingu. Wolf Biermann ritar þar formála og getur þess aö Fuchs viti að eingöngu vinstri sinnuö gagnrýni á yfirvöld I Austur-Þýskalandi geti komiö aö gagni. Þegar danskur blaöamaöur innti Fuchs sjálfan eftir þessu, svaraöi hann þvl til aö oröin sósialisti og kommúnisti fælu I sér margar og mismunandi túlkanir, sbr. sinn er siöur i landi hverju. Ef átt væri viö mannsekjur sem Rósu Luxemburg og Robert Havemann þá gæti hann fallist á slikt heiti um sig. vestri Álfur úf úr hól Hann sagöist ennfremur hafa veriö sem álfur út úr hól þegar hann kom yfir landamærin. Hann heföi ekki getaö gert sér raun- hæfar hugmyndir um hvaö hug- takið vinstri sinnaöur þýddi i Vestur-Þýskalandi. Auk þess fyndist honum umræður þar I landi oft ákaflega abstrakt og fræðilegar og I litlum tengslum viö reynslu hans sjálfs. Þær væru oft innantómar og efaöist hann um aö geta byrjað nýtt lif I Vestur-Þýskalandi. Helst vildi hann búa I fööurlandi slnu, ef hann réöi nokkru þar um. Hann gat þess ennfremur aö fordómar væru alls ráöandi á báöa bóga, frá austri til vesturs og öfugt. I vestri virtust menn gera sér alranga mynd af austur- þýska kommúnistaflokknum. Margir teldu aö þar væru samankomnir allir þröngsýnustu menn landsins. Benti hann á aö skrif Carillos (formanns spænska kommúnistaflokksins) bærust þar manna á milli, oft á ólöglegan hátt, en þau væru rædd engu aö | siöur. | Austurþýskar bókmenntir slö- ustu ára væru á margan hátt gagnrýnar á þjóöskipulagiö. Sagöi Fuchs skoöanir sinar og af- stööu vera afleiöingar lesturs á þeim bókmenntum. Kvikmynd- irnar væru engu aö siöur athyglisveröar. Bílar og menn Sem dæmi um mismun daglegs 1 lifs I austri og vestri tók hann bflana. I vestri ekur fólk I mis- munandi geröum af bifreiöum, stæröum og litum. 1 austri eru hins vegar aöeins tveir flokkar. I svörtum Volvobólum aka flokks- foringjarnir, og er þaö vitaö mál. Heimili mannanna i svörtu bil- únum eru girt af vegna öryggis en allir vita hvar þeir búa. Sömu menn grafa vestrænu niöursuöu- dósirnar niöur i garö sinn til aö fólk haldi nú ekki aö þeir lifi | eingöngu i vestrænu munaöi. Menn þessir njóta forréttinda, segir Fuchs, en þeir hljóta þau ekki á sama hátt og vestrænir for- réttindamenn. I austri þurfa menn að vera tryggir starfsmenn flokkssins til aö ná svo langt. — Fuchs lagöi þó áherslu á aö hann væri þar með ekki endilega aö halda fram aö forréttindahóparn- ir I austri væru betri en þeir I j vestri, heldur fyrst og fremst ööru vlsi. Þrátt fyrir gagnrýni á vinstra starf á Vesturlöndum tók hann fram, aö sér heföi komiö þægilega | á óvart hve mikil áhersla væri þar lögö á umhverfismál. Sagöi hann slikar umræöur ekki vera viö lýöi i landi slnu og veltu menn þvi þar ekki fyrir sér hvaöa af- leiöingar kjarnorkuver geta haft. Viss vandamál heföu þessir tveir heimar sameiginleg. ES endursagöi. A lafoss-værðarvoö tilvalin jólagjöf ÁLAFOSSBÚDIN Vesturgötu 2 — sími 13404

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.