Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. desember 1978!ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Atvinnuleysis að vænta í byggingar- 1 O FfellTH spáir Landssamband lUIldlUllIUIlI iðnaðarmanna Landssamband iðnaöarimanna óttast að atvinnuleysi sé fram- undan i byggingariðnaði á fyrstu mánuöum næsta árs, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Geysileg fækkun hefur orðið á starfsmannafjöida I greininni að undanförnu. Þetta kemur fram i fréttatil- kynningu frá Landssambandinu og byggist á ársf jórðungslegri könnun þess á byggingastarf- semi i landinu. Arsstörf i byggingariðnaði ár- ið 1977 voru alls 7185 eða 677 færri en 1976 og var fækkunin mest hjá verktökum. 1 lok 2. ársfjóröungs þessa árs var starfsmannafjöldi i byggingar- iðnaði samtals 8.880, en haföi I lok september fækkað i 7.337 eða um47.4%. Að visu kemur skóla- fólk þarna að nokkru inn I dæm- ið, en f jöldi á þessum tima árs á þó aö vera yfir meöaltali ársins. Segir um þessar niðurstöður i frétt Landssambandsins: Af þessu má draga þá ályktun að ársstörfum i byggingariðnaði muni enn fækka á þessu ári. Heildar framleiösla I bygg- ingariðnaði er þó samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar nær óbreytt á 3. ársfj-. þessa árs miðaðvið sama tima i fyrra eöa 0.4% samdráttur að magni til. Horfurnar framundan eru hins vegar mjög dökkar, en i lok september bjuggust fyrirtæki með 59.1% mannaflans við sam- drætti i starfsemi framundan, en aðeins 6.3% buggust við aukningu. Má alvarlega óttast, að at- vinnuleysi sé framundan i bygg- ingariðnaði á fyrstu mánuðum næsta árs, einkum á höfuðborg- arsvæðinu, ef marka má niður- stöður könnunarinnar. m I ■ I ■ I ■ I ■ I i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I Deilt um aðstöðugjöld í borgarstjórn Ólafur B. Thors er hræddur um forstjórastöðuna sína Á fundi borgarstjórnar s.l. fimmtudag var samþykkt að nýta lögleyföan gjaldstiga aðstööu- gjalda til fulls og nemur hækkun tekna borgarinnar vegna þeirrar ákvöröunar 757 miljónum króna'. ,Vinnan’ komin út Timaritiö „Vinnan”, mál- gagn Alþýöusambands ts- lands, 6. hefti er ný-komiö út. Aö vanda er blaöiö hiö fjöl- breyttasta aö efni og vandað i öllum frágangi. Bitstjóri blaösins er Haukur Már Haraldsson. Aö þessu sinni er blaöiö 44 siður og efni þess: Það er kaupmátturinn sem gildir Staldrað við I Eyjafirði Viðtöl viö verkafólk á Akur- eyri, Ólafsfirði, Dalvik, Grenivik og i Hrisey Fólk verður aö læra á skrokkinn, ekki siður en heimilistækin sem það kaup- ir sér. Rætt viö Heiðrúnu Steingrímsdóttur, fulltrúa ASI I Endurhæfingarráöi rikisins. Kjaraskeröing sjómanna er 14%. Viðtal við Óskar Vig- fússon, formann Sjómanna- sambands tslands 1. önn F i ölfusborgum Góðum gestum boöið heim Maöurinn gullið þrátt fyrir allt. Arsíundur MFA i Svi- þjóö Húsmæður eru fjölmennast- ar. Viðtal við 'Birnu Bjarna- dóttur, -skólastjóra Bréfa- skólans. Verslunarmenn taka sínar ákvarðanir sjálfir Rætt viö Björn Þórhallsson, formann LtV Nýtt fræðslurit frá MFA íslensk iðnkynning Kári Kristjánsson formaður NFA Félag bifreiðasmiða 40 ára Athugasemd vegna viðtals Vörubifreiðastjórar þinga 8. þing SBM Jón Hjartarson verðlaunað- ur fyrir leikþátt. Alls nema aöstööugjöld á næsta ári 1773 miljónum króna og vega 16.4% af I heildartekjum borgar- innar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins börðust harkalega gegn hlutfallslegri hækkun aðstöðu- gjaldanna og var röksemda- færsla þeirra mjög fjölskrúðug. Hún einkenndist þó öðru fremur af þvi að hér væri um mjög órétt- látan skatt að ræða, sem legðist á útgjöld fyrirtækja án tillits til af- komu þeirra, en aðstööugjald er brúttdskattur á heildartilkostnað við rekstur fyrirtækja sem kunn- ugt er. Spáðu borgarfulltrúarnir þvi að atvinnulíf i höfuðborginni myndi leggjast i rúst vegna þessara að- geröa, sem bættust við óréttlátar aðgerðir rikisstjórnarinnar, og töldu að hækkunin yrði til þess að hækka verulega verð á nauð- synjavörum almennings I borg- inni. A eftir Birgi tsl. Gunnarssyni, sem lagöi fram bókun Sjálfstæð- isflokksins I þessu máli tók til máls ólafur B. Thors forstjóri Al- mennra trygginga. öttaöist hann mjög um atvinnumöguleika sina I framtiðinni þar sem sýnt væri að leggja þyrfti Almennar trygging- ar niður vegna aögerða vinstri stjórnarinnar I borgarstjórn Reykjavikur. Ólafur sagði: Klukkan 9.45 þann 16, mars 1978bilaði stýrisút- búnaður griska olíuflutninga- skipsins Amago Catis á Atlants- hafi og hraktist skipiö allan dag- inn fyrir veöri og vindum, uns það skall aö ströndum Bretagne-skag- ans kl. 23.22 um kvöldiö. Ég veit ekki hvað skipstjóri þessa mikla skips var aö hugsa allan þennan langa marsdag. Kannski hefur hann verið aö hugsa um að dagar skipsins væru senn taldir, — kannski hefur hann verið að hugsa um að nú yrði eitt mesta sjóslys sögunnar, kannski hefur hann veriö að hugsa um hinn dýr- mæta farm skipsins eöa fuglana sem lentu I oliunni, þegar hún flaut út I sjóinn. Kannski hefur hann veriö aö hugsa um þá rösk- un sem yrði á lifi og högum fólks- ins við strendurnar. Ég er þó viss um að hann hefur ekki gert sér grein fyrir þvl að þetta ólán varö til þess að fjárhagur Reykjavik- urborgar mun vænkast á næsta ári um 185.259 krónur, en kannski hefði sú tilhugsun glatt hann, og þar sem langan tima tekur aö gera upp slikt tjón mun þessi upp- hæö aukast verulega á næstu ár: ólafur B. Thors: Hræddur um stööuna. __ Sama máli gegnir um fárviðrið sem gekk yfir Holland, Belgiu, og Þýskaland 2. — 4. janúar 1976. Þaö skilar Reykjavikurborg i tekjum á næsta ári 983.986 krón- um. Tengslin milli þessarar sögu og þess sem nú er verið að ræða hér i borgarstjórn eru augljós. Borgin skattleggur tjónabætur endur- tryggingafélaga með sðstöðu- gjaldi, og þegar slik slys veröa úti 1 heimi taka tryggingafélögin uppi á Islandi þátt 1 greiöslu tjónabóta. Mér kemur þetta I hug vegna þess að hækkun aðstöðu- gjalda úr 0,5% I 1,30% á endur- tryggingastarfsemi hækkar tekj- ur borgarinnar um 83,4 miljónir króna og tekjur borgarinnar af annarri vátryggingastarfsemi hækka með auknu aðstöðu- gjaldahlutfalli um 40,3 miljónir til viðbótar. Þetta er fáránlegur skattstofn, og ég efast um að slik- ur gjaldstofn eigi sér stað nokk- urs staðar I heiminum nema hér. Nú greinir menn kannski á um nauösyn tryggingastarfsemi, en hún veitir m.a. nokkrum einstakl- Framhald á 18 Gerist áskrifendur! L.YSTR/ENIIMGIIMIM ^ r Askriftarverð fyrir fjögur hefti kr. 3.000. □ Ég undirritaður óska að gerast áskrifandi að Lystræningjanum. Verð fyrir 4 hefti kr. 3.000.- Óska eftir að kaupa þessar bækur: Börn geta alltaf sofið eftir Jannick Storm i þýðingu Vernharðs Linnets. Kr. 3.500.- □ | j Skáld-Rósa eftir Birgi Sigurðsson. Kr. □ 3.000.- Vindurinn hvilist aldrei eftir Jón frá Pálmholti. Tölusett og árituð. Verð kr. 2.500.- □ Stækkunargler undir smásjá eftir Jónas E. Svafár. Tölusett og árituð. Verð kr.\ 2.500.- Lystrænmgiiui Simar 25753 og 71010. Box 104 815 — Þorláks- höfn. Dregið hefur verið í jóladagatala* happdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu fyrir timabilið 16.-24. desember hjá borg- arfógeta og upp komu þessi númer: 0417, 1598, 1752, 1108, 0709, 0500, 0430, 1516, og 1783. Kiwanis-klúbburinn Hekla Reykjavík Olafur Jóhann Sigurðsson áritar bók sína, Virki og vötn, / dag, Þorláksmessu, í Bókabáö Máls og menningar milli kl. 4 og 6. MÁL OG MENNING

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.