Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.12.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. desember 1978 Hundrað ára einsemd Eftir Gabriel García Marquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar Mál og menning gefur út Allsherjarverkfall hófst. Rækt- un lagöist niöur aB mestu, ávextir Fengu aB rotna I friBi á aldintrján- um og hundraB og tuttugu vagna flutningalestir voru færBar út á tiliBarspor. öll þorp fylltust af at- vinnulausu verkafólki. A einum laugardegi flykktist i Tyrkjagöt- una fleira fólk en dögum saman, 3g i biljarBstofunni á Hótel Jakob var komiB á vöktum allan sólar- íiringinn. Jose Arcadio yngri var staddur á hótelinu daginn sem fréttin barst um aö hernum hefBi veriB faliB aö annast löggæslu. Jose Arcadio yngri var ekki for- spár maöur, en fréttin lét i eyrum hans eins og dauöadómurinn sem nann haföi beöiö eftir frá þeim fjarlæga morgni þegar Gerineldo Marquez liösforingi leyföi honum aö horfa á aftöku. Hátiölegi svip- urinn hvarf samt ekki af andliti hans þrátt fyrir ilian grun. Hann lék leikinn á sama hátt og hann haföi ákveBiö, og hitti i mark þri- hyrningsins. Skömmu seinna heyrBist trumbusláttur, lúöra- alástur og hávaöi I fólki, og benti til þess aB ekki bara biljaröleik heldur einnig þöglum leik ein- semdarinnar, sem hann haföi gert gælur viB frá aftökumorgnin- um, væri nú loksins lokiö. Hann leit út á götu og sá herinn. Þetta voru þr jár deildir sem þrömmuöu i takt viö trumbuslátt fyrirliöa svo jöröin dunaBi undir fótum, og andardráttur liBsins var eins og marghöföa dreki heföi hvæst og fyllt tært hádegisloftiö fúlri gufu. Hermennirnir voru lágir vexti, þreknir, þrjótslegir. Svitinn bog- aBi af þeim eins og áburBarhross- um, og þeir lyktuöu likt og húö- rosi sem breiddur hefur veriB til þerris i sólskini, menn gæddir dirfsku og dulri lund heiöarbúans. Deildirnar streymdu fram hjá hótelinu I rúma klukkustund, samt var engu likara en þær væru fámennar en á stööúgri hringferö, hermennirnir voru allir eins, syn- ir sams konar móöur, og allir báru meö sama heimskusvip þungan bakpoka, drykkjarpela og smán byssunnar meB brugöinn sting, haldnir blindri hlýöni og æru. úrsúla heyröi fótatak hers- ins I fleti sinu og fórnaöi höndum og geröi krossmark meB fingrum. Heilög Soffia Náöarinnar vaknaöi andartak til veruleikans, laut yfir útsaumaöan, nýstrokinn borödúk og hvarflaöi huganum aö syni sin- um, Jose Arcadio yngra sem horföi svipbrigöalaus á siöustu hermennina þramma fram hjá hóteldyrunum. Hernum var heimilt samkvæmt herlögum aö miöla málum i deil- unni, en engar sáttatilraunir voru reyndar. Hermennirnir lögöu óöar frá sér byssur og fóru aö höggva og skipa út banönum og tóku aö sér stjórn járnbrautar- innar. Verkamennirnir höföu hingaö til látiö sér biBina nægja en héldu nú á fjöll, búnir vinnu- sveöjum einum vopna og hófu skemmdarverkastarf gegn verk- fallsbrjótum. Þeir kveiktu I bú- göröum og lögreglustöövum, rifu upp brautarteina og hindruöu þannig ávaxtaflutninga sem höföu hafist á ný undir vernd véi- byssusveita, og klippt var á þræöi rit- og talsimans. Vatn i áveitu- skuröum litaöist blóöi. Herra Brown bjó einn innan rafmögn- uöu hænsnagiröingarinnar en var fluttur á brott ásamt fjölskyldu sinni og samlöndum, á öruggan staö undir vernd hersins. Llkur voru fyrir aö ástandiö mundi breytast I blóöuga styrjöld þar sem ójöfn öfl ættust viB, en þá skoruöu yfirvöldin á verkamenn aö safnast saman til fundar I Macondo. Askoruninni fylgdi til- kynning þess efnis aö her- og fylk- isstjóri sýslunnar ætlaöi aB mæta á fundinn næsta föstudag, og væri hann fús til aö miöla málum i vinnudeilunni. Jose Arcadio yngri stóö I mann- fjöldanum sem safnaöist á járn- brautarstöBina árla á föstudag- inn. Hann haföi tekiB þátt i fundi leiBtoga verkamanna og veriö faliö, ásamt Gavilan liBsforingja, aö vera I fjöldanum og stjórna honum I samræmi viö hvaö gerö- ist á fundinum. Hann var ekki heillheilsu þennan morgun og lét saltpillu renna á tungunni þegar hann tók eftir aB herinn haföi raö- aö vélbyssuhreiörum umhverfis torgiö og aö hin girta borg ban- anafélagsins var undir vernd stórskotaliBs. A hádegi haföi þrjú þúsund manns, verkamenn, kon- ur og börn, troöfyllt opna svæöiö fyrir framan brautarstööina og fólkiö beiö eftir lest sem kom aldrei, og mannfjöldi tróöst i næstu götum sem lokaö haföi ver- iö meö röö fallbyssna. Fundurinn var farinn aö likjast fremur þröng á markaöi en móttökuhá- tiö. Matar- og drykkjartjöld höföu veriö flutt úr Tyrkjagötu, og fólk- ið þoldi leiöa biö og kæfandi sól- arhita létt i skapi. Laust fyrir klukkan þrjú barst orörómur um aö lest yfirvaldanna kæmi ekki fyrr en daginn eftir. Af vörum fjöldans barst þung vonbrigða-1 stuna. Yfirmaöur úr hernum klifraöi þá upp á iþak stöövar- hússins aö fjórum vélbyssu- hreiörum sem beindu hlaupum á mannfjöldann, og hann kvaddi sér hljóös. Akfeit, berfætt kona stóö viö hliö Jose Arcadios yngra I fylgd tveggja drengja, fjögurra og sjö ár» gömlum á aö giska. Konan hélt a yngra barninu og baö Jóse Arcadlo ýngra, þö þau þekktust ekkert, aö lyf;ta hinu svo þaö heyröi betur hvaö sagt var. Jose Arcadioyngrí Tyfti barninu á háhest. Mörgum árum slðar sagöi Bækur á vetrar- markaði drengurinn oftsinnis, án þess nokkur tryöi honum, að hann heföi heyrt yfirmanninn lesa fjóröu tilskipun her- og fylkis- stjórans i grammófóntrekt. Skip- unin var undirrituö af Carlos Cortes Vargas og ritara hans. Enrique Garcia Isaza majór, og var hún I þremur greinum, áttatiu orö hver, og I henni var verkfallsmönnum lýst sem hópi ódæðismanna og hernum heimil- aö aö bæla niöur aögeröir þeirra meö vopnavaldi. Lestur tilskipunarinnar vakti ærandi mótmælablistur. Siöan leysti flokksforingi yfirmanninn af hólmi og gaf merki meö gjall- arhorni um aö hann ætlaöi aö taka til máls. Mannfjöldinn hljóönaöi á ný. Frúr minar og herrar, sagöi flokksforinginn lágum, örlitiö þreytulegum rómi, viö gefum ykkur fimm mlnutna frest til aö yfirgefa torgiö. Blistur og aukin hróp kæföu lúöraþytinn, sem merkti aö frest- urinn væri hafinn. Enginn hreyföi sig. Nú eru minúturnar liönar, sagöi flokksforinginn hlutlausum rómi. Ein minúta að auki og siöan veröur skotiö. Jose Arcadio yngra rann kalt vatn milli skinns og hörunds, hann lyfti drengnum af öxlunum og rétti konunni. „Skepnum þess- um er trúandi til aö skjóta,” muldraði konan. Jose Arcadio yngra gafst ekki tóm til svars, I sömu andrá þekkti hann hásan róm Gavilans liðsforingja sem bergmálaöi næstum orö konunnar meö hrópi. Jose Arcadio yngri teygöi sig yfir höfuö mannfjöld- ans fyrir framan sig, ölvaöur af spennu sem magnaöi einkenni- lega hina djúpu þögn, og hann brýndi raust I fyrsta sinn á æv- inni, viss um aö ekkert gæti mjakaö mannfjöldanum sem var stjarfur og heillaður af nálægö dauöans. Skepnur! hrópaöi hann. Hiröiö sjálfir þessa minútu. Eftir hrópiö henti dálitiö sem vakti Jose Arcadio yngra ekki skelfingu, hann sá einslags of- sjónir. Flokksforinginn gaf skip- un um aö skjóta, og fjórtán vél- byssuhreiöur hlýddu þegar I staö. Þetta virtist þó vera einhver skripaleikur. Hriöskotabyssurnar virtust hafa veriö hlaönar hvell- hettum, ákaft gelt þeirra heyröist og þaö sást hvernig þær skyrptu glóandi hrákum, en engra viö- bragöa varö vart i mannþröng- inni, engin óp heyröust, ekki einu sinni andvarp barst frá þvögunni sem virtist hafa oröiö steinrunnin 1 einni svipan og ónæm fyrir öllu. En óvænt hróp einhvers I angist dauöans handan viö stööina rauf seiöinn: ,,Æ, móöirmin!” Þá var eins og eldfjall færi aö gjósa með miklum jaröhræringum, eöa vatnsflóö brytist fram meö ógnar afli úr miöju mannhafinu. Jose Arcadio yngra tókst meö naum- indum aö lyfta drengnum, en móöirin stóö meö hitt barniö eins og bergnumin af ógn fólksins, sem æddi I stórum sveipum. Löngu siöar sagöi drengurinn svo frá, þótt flestir héldu aö hann væri bæöi elliær og bilaöur, aö Jose Arcadio yngri heföi lyft hon- um yfir höfuð sér, svo hann þeytt- ist áfram næstum I loftköstum, likt og hann skoppaöi á angistar- öldum úr brjósti mannfjöldans sem ruddist aö götuhorni. Dreng- urinn sat svo hátt aö hann sá nú tryllt mannhafiö komast aö horn inu, en vélbyssur hröktu það aftur meö kúlnahriö. Einhverjir hróp- uöu samtimis: Kastiö ykkur niöur! Kastiö ykkur á jöröina! Þeir fremstu lágu þegar flatir, kúlnahriöin haföi sópaö þeim i valinn. En þeir sem liföu reyndu aö komast aftur á torgiö I staö þess aö leggjast, og þaö var sem skelfingin bryttist I dreka sem sveiflaöi sporöi og sópaöi fólki á flótta I boöaföll sem brotnuöu hvert á ööru I haugabrimi, og þannig þyrlaöist mannhafiö eins og saerok viö sporöaköst annars dreka úr gagnstæöum götum viö látlaust vébyssugelt. Verka- mennirnir voru algerlega inni- króaöir og hringsnerust I risa- stórum sveip sem stráféll uns aö- eins kjarninn var eftir, þvi skot- hriðin tætti i sig fólk yst 1 sveipn- um, óseöjandi og kerfisbundiö, likt og þegar lauk er flett sundur. Drengurinn sá konu húka á hnjánum meö krosslagöa arma á auöu svæöi, og eitthvert æöra afl varöi hana gegn hríðinni. Jose Arcadio yngri skilaöi drengnum inn á svæöiö og féll um leiö meö andlitiö ataö blóöi, rétt áöur en risafylkingin æddi yfir krjúpandi konuna, baöaða I birtu frá heiöum himni, og sá saurugi heimur, sem úrsúla tgúaran haföi selt ógrynni af karamelludýrum, hrundi i rúst. „Ættarsaga, sem minnir á í slendingasögurnar ” /n% Ein merkasta og rómaðasta skáldsaga nútírna heimsbókmennta er f#Hundraö ára einsemd" ’eftir Gabríel Garcia Marquez# ef marka má umsögn Máfs og menningar# sem gefur bókina út í íslenskri þýðingu Guðbergs Bergssonar. Þjóðviljinn hafði samband við þýðandann og bað hanri að skýra lítillega frá efni og umgjörð skáldsögunnar. —Þetta er ættarsaga, sagöi Guöbergur, en um leiö dæmi- saga. HÚn er sérstaklega at- hyglisvert lesefni fyrir Islend- inga, þar sem þjóöfélagsþróun- in sem I bókinni er lýst, er svip- uö og hér, nema aö þvi leyti, aö Island var byggt af landnemum, sem komu frá öörum þjóöum, en I bók Marquez er lýst fólki, sem nemur nýtt land I frum- skógi. Siðan er fylgst meö þróun þessa samfélags I gegnum tim- ann. Þaö koma uppgangstimar, þegar Kaninn kemur og fer aö rækta banana. Þetta er saga Buen-dia-ættarinnar (buen dia þýöir „góöan daginn” á portú- gölsku), og svipar i mörgu til Sjálfstætt fólk eftir Laxness og Gróöur jaröar eftir Hamsun. Þaö má segja aö þetta sé bibliu- temað um Móses, sem leiöir fólk sitt. — Gætir áhrifa frá norrænum bókmenntum í skáldsagnagerö Suöur-Amerikubúa? — Suöur-Amerikumenn hafa fylgst mjög vel meö forn- bókmenntum íslendinga, og sumir hafa oröiö fyrir talsverö- um áhrifum frá Islenskum nú- timahöfundum, einkum frá Laxness. Heiöin trú hefur haft mikil áhrif á þá, sérstaklega á þetta viö um mexikanskar bók- menntir. 1 Argentinu koma áhrifin best I ljós I ritverkum Borges, en Eddurnar hafa haft mikil áhrif á ljóðagerð Suöur-Ameriku, þar sem hinn norræni goöa- heimur skipar háan sess. En is- lensk áhrif koma einnig fram I öörum myndur. T.d. veit ég um skáldkonu i Perú, sem yrkir nær eingöngu um snædrottning- ar. — Geturöu skýrt dáiitiö nánar frá þessari ætt, sem sagan fjall- ar um? — Þessi ættarsaga er breiöur episkur skáldskapur. Ættin hef- ur þau séreinkenni, aö hún er ekki eins og fólk er flest.Þetta eru visindamenn á glapstig um, ef svo má aö oröi komast. Meölimir ættarinnar falla ekki algjörlega inn I samfélagiö, vegna þess, aö þeir fást sifellt viö einhverja sköpun. Ættin er dálitiö eins og snillingarnir, sem ávallt eru einir á vissan hátt. Þaö er langt frá þvi aö þetta sé volaö fólk, þeir eru mikiö frem- ur eins og hetjur Islendinga- sagnanna, sem ávallt voru ein- ar. — Hvaö gcturöu sagt um höf- undinn? — Gabriel Garcia Marquez er frá Kolumbiu. Hann geröist blaöamaöur, en hélt siöar til Evrópu, og tók aö gera kvik- myndir I Rómarborg. Þessi kvikmyndagerö mistókst, og þá fór hann til Parisar, en nokkru siöar til Suöur-Ameriku aftur Hann skrifaöi þessa bók, „Hundraö ára einsemd”og gaf hana út 1967, og vakti hún alls enga athygli I fyrstu. Bókin kom út á Spáni 1968, og siöar var verkiö gefiö út i Frakklandi, og hefur tröllriöiö Evrópu og USA siöan. Þaö er dálitiB skrýtiö meö bókmenntir Suöur Ameriku, aö þær virðast þurfa aö fara gegnum Spán til aö öðlast Guftbcrgur Bergsson heimsfrægö. En þaö sem eink- um einkennir form þessarar bókar er aö þetta er auöug og atburöarik saga meö hraöri at- buröarás, sagöi Guöbergur Bergsson aö lokum. —im

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.