Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — þJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. desember 1978. r FRÉTTA- SKÝRING Mikil framleiösluaukn- ing hefur orðið á stáli á þessu ári og gróði helstu stálf ramleiðsluhring- anna hefur margfaldast. Þessi þróun í stáliðnaði hefur áhrif á verð og eftirspurri á kísiljárni og eru horfur í rekstri málmblendiverksmiðja taldar fara batnandi enda þótt enn sé verið að loka málmblendiverksmiðjum Samkvæmt þeim upplýs- ingum sem Þjóöviljinn hefur aflaö sér hafa 29 helstu stál- framleiösluriki heims aukiö framleiöslu sina allt áriö 1978 og fer framleiösluaukningin vax- andi. A fyrstu tiu mánuöum árs- ins 1978 var heildarframleiösla þeirra 381.6 miljónir tonna eöa 4.8% meiri en á fyrstu 10 mán- uöum ársins 1977. Athygli vekur aö framleiösluaukningin I Efna- hagsbandalagslöndunum er örari en f öörum löndum aö meöaltali, eöa 5.1%. Verölag i Enn er langt i land aö Járnblendiverksmiöjan eigi' visan viöunandi rekstrargrundvöll. Stálframleiðsla eykst hröðum skrefum Stefnt að aukfnni kísfl1 árnf ramleiðslu en ennþá er framleiðslan í heiminum undir afkastagetu og enn er verið að leggja niður verksmiðjur Bandarlkjunum hefur stigiö úr ■ 60 dollurum á stáltonniÖ i ágúst upp i 81.17 doilara I byrjun nóvember sl. Velta og gróöi | helstu stálhringa hefur fariö ■ hraövaxandi. Þannig hefur veíta National Steél Corporation ■ aukist um 13% á timabilinu jan- L. sept. ’78 miöaö viö sama tima- bil áriö áöur og gróöinn um 200%. 21% veltuaukning hefur oröiö hjá Armco, 108% gróöa- aukning, 22% veltuaukning hjá Steel CO. of Canada og 33% gróöaaukning. Batnandi horfur Framangreind framleiöslu- aukning á stáli, batnandi verö og aukinn gróöi þýöir batnandi horfur fyrir framleiöendur kisiljárns. Enn er þó erfitt aö ráöa i hversu stööug þessi þróun veröur, en margt bendir til þess aö dómi kunnáttumanna um þennan markaö aö hér sé um aö ræöa talsveröa eftirspurnar- aukningu á stáli og þaö svo, aö óstööugieika er fariö aö gæta i verölagi áls, sem er sam- keppnisvara stáls á ýmsum sviöum. 1 erlendum fagtimaritum hefur veriö haft eftir Christian Sverre, forstjóra Fesil, sölu- samtaka norskra kisiljárn- iönaöarins (sem Járnblendi- verksmiöjan á Grundartanga á aöild aö) aö bjartari horfur séu framundan. Hann fullyröir aö Fesil selji alla framleiöslu kisil- járns innan sinna vébanda á árinu 1979. Framleiösla kisil- járns i Noregi var 195 þúsund tonn áriö 1975, fór upp i 240 þús- und tonn áriö 1976, en lækkaöi niöur I 190 þúsund tonn 1977. Hins vegar má búast viö 280 þúsund tonna framleiöslu og er Sverre vongóöur um aö I Noregi veröi framleidd 325 þúsund tonn af kisiljárni á árinu 1979 og allt seljist. Vandamálin enn til stað- ar Almennt má segja aö i Evrópu og Bandarikjunum sé svipaöur tónn I kisiljárnfram- leiöendum, en ennþá er fram- Ieiöslan i heiminum undir af- kastagetu. Aukin eftirspurn er þvi ekki endilega talin munu leiöa til uppsveiflu I veröi strax. Fremur er búist viö verösveifl- um miklum á næstunni eins og veriö hefur aö undanförnu. Veröiö á kisiljárntonninu var i Bretlandi I október sl. um 300 norskar krónur. Þrátt fyrir þessa bjartsýni er þaö enganveginn svo aö vanda- mál kisiljárnframleiöslunnar séu úr sögunni. Ennþá er veriö aö loka kisiljárnverksmiöjum og siöast var Mari Christian Chémicals á Filippseyjum lokaö, en þaöerlitil verksmiöja. Japanir gera sér vonir um bata i kisiljárniönaöi en þó ekki meira en svo aö kringum 1983 veröi þeir komnir upp I 60% nýt- ingu framleiöslugetu sinnar. En þaö sem ráöa kann úrslitum i kisiljárnframleiöslunni I náinni framtiö er aö erfitt veröi af mengunarástæöum aö nýta þær verksmiöjur sem eru án mengunarvarna og nú eru lok- aöar eöa starfræktar á hálfum afköstum, þegar eftirspurnin eykst. Ef svo fer, ýtir eftir- spurnin veröinu fyrr upp en ella. Af þvi sem hér hefur veriö rakiö um horfur i kisiljárniönaöi má ráöa aö enn er langt I land meö aö járnblendiverksmiöjan á Grundartanga eigi sér visan viöunandi rekstrargrundvöll, en óneitanlega er útlitiö ekki eins svart og veriö hefur pnrtan- farin tvö ár. —ekh. 1 Frá ráöstefnu Rauösokka I ölfusborgum 14. -15. október s.l. 'ATTA»*OSeLe*l stúdenta á Nýársnótt í Sigtúni Miðasala á skrifstofu stúdentaráðs 2. hæð Stúdentaheimilisins við Hringbraut frá kl. 13-16. Miðar ekki seldir við innganginn. Miðaverð kr. 2.500.—, aðeins seldir gegn framvísun stúdentaskírteinis frá H.I. eða S.Í.N.E. skírteinis. Ókeypis strætisvagnaferðir að dansleik loknum heimleiðis. S.H.Í. Rauðsokkar halda árs- fjórðungsfund I kvöld kl. 20.30 halda Rauðsokkar ársf jórðungs- fund sinn í Sokkholti, Skólavörðustíg 12. Þar verður rætt um verkefnin framundan og gerð grein fyrir starfinu á liðnum ársf jórðungi, sem hefur verið mjög blómlegt. Frá þvi siöasti ársfjóröungs- fundur var haldinn i haust hefur þaö helst boriö til tföinda, aö ráö- stefna var haldin i Olfusborgum i október, þar sem rætt var um hreyfinguna, störf hennar og markmiö; og fjölskylduhátiöin Frá morgni til kvölds var haldin i Tónabæ 4. nóvember og endur- tekin aö nokkru leyti á Akureyri i byrjun desember. Starfshópar hafa unniö aö tveimur útgáfuverkefnum: ann- arsvegar er I undirbúningi bók fyrir nýliöa og hinsvegar þýöing á dönsku bókinni Kvinde kend din krop. Þá hefur söngkór Rauö- sokkahreyfingarinnar æft af miklum áhuga, undir stjórn As- geirs Ingvarssonar. Af verkefnunum sem veröa efst á baugi næstu mánuöina má nefna starfiö á barnaárinu 1979, aögeröir i sambandi viö baráttu- daginn 8. mars, og stofnun nýliöa- hóps fyrir þá sem gengiö hafa til liös viö hreyfinguna aö undan- förnu eöa koma til meö aö gera þaö á næstunni. Hreyfingin hefur stundum veriö gagnrýnd fyrir aö taka ekki nægilega vel á móti ný- liöum, og á fundinum i kvöld gefst gagnrýnendum og öörum tæki- færi til aö koma fram meö úr- bótatillögur i þvl efni. ih Félagsráðgjafar F élagsráðgaf anemar Félagsfundur verður föstudaginn 29. desember kl. 16.00 aö Grettisgötu 89 (Félagamiöstöö BSRB) Stéttarfélag Isienskra félagsráögjafa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.