Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. desember 1978.' ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ecevit, forsætisráðherra Tyrk- iands. / Indira Gandhi Gagnrýnir áætlanir um fram- tíð Ródesíu SALISBURY, 27/12 (Reuter) — Ráðherra i stjórn Ian Smith I Ródesiu, Rolli Hayman að nafni sagði af sér i dag vegna andstöðu sinnar við stefnu Smiths. Hann sagði sig einnig úr flokknum og sagðist hann aðhyllast tillögur Bandarikjamanna og Breta um framtið Ródesiu, fremur en klaufalegar áætlanir Smiths. Hann segist vera mjög svart- sýnn um kosningar þær sem fram eiga að fara i landinu i april, þvi þær muni aðeins bjóða kommúnistum heim. Kosninga- þátttaka yrði mjög dræm og yröi rikisstjórnin þvl veik eftir þvl. Mun skynsamlegra væri að hafa Breta með I ráðum, þvl þannig myndi viðskiptabanni veröa létt af landinu. Hin nýja rlkisstjórn veröi hins vegar veik, muni ekki njóta álits umheimsins og herstyrkur hennar yröi ákaf- lega takmarkaður. Hún myndi þvi fljótlega missa landið I hendur skæruliða Hayman er fimmti ráöherrann sem yfirgefur rlkisstjórn Ian Smiths. Mótmæla niður- skurði á aðstoð TEL AVIV, 27/12 (Reuter) — Kennarar sem annast kennslu barna palesttnskra flóttabarna fóru I verkfall I dag á vestur- bakka Jórdanár og Gazasvæðinu. Vildu kennarar mótmæla niður- skurði á aðstoö Sameinuöu Þjóð- anna til flóttamanna sem búsettir eru á hernumdum arablskum svæðum I höndum Israelsmanna. ERLENDAR FRÉTTIR í stuttu máli Nýr rektor Hafnarháskóla KAUPMANNAHÖFN — Kosinn hefur verið nýr rektor við háskólann i Kaupmannahöfn. Dr. med. Erik Skinhöj hiaut flest at- kvæði á móti fráfarandi rektor Morten Lange. Hlaut Skinhöj hundrað og sjö atkvæði á móti 102 sem féllu Lange í vil. Úrslit kosninganna eru mikill sigur fyrir vinstri menn innan há- skólans, en eins og Skinhöj sagöi sjálfur, er hvað mest spennandi að meirihlutinn sem réö útslitum er vinstra megin viö þaö sem telst miðja I danskri pólitlk. Viku áöur höfðu farið fram kosningar, en þar sem varla var hægt aö telja annan þeirra trygg- an sigurvegara, vegna auöra seðla var kosið aftur i slðustu viku fyrir jól, með ofannefnri nið- urstöðu. Talsveröa athygli vakti, aö tveir fyrrverandi rektorar höföu lýst yfir stuðningi slnum viö Morten Lange, en slikt brýtur I bága við reglur og venjur háskól- ans, þar sem rektorar eru ekki vanir að skipta sér af vali á eftir- mönnum sinum Vararektor verður Mogens KoktvegSrd, en hann er mikill stuöningsmaður Lange. Skinhöj telur það þó ekki eiga að koma I veg fyrir góða samvinnu milli sln og vararektors. Erik Skinhöj tekur við embætti 1. febrúar n.k. (Information). TEHERAN, 27/12 (Reuter) — Óeirðir i Teheran náðu hámarki sinu I dag, þegar menn úr óreiröalögreglunni byrjuðu aö skjóta hver á annan I fáti. Ólæti brutust út um þaö leyti er Ollufélag Irans tilkynnti að olla yröi skömmtuð vegna samdráttar I framleiðslunni. Iran er næststærsta olíuútflutningsland I heimi, en aö undanfömu hefur framleiðslan aðeins numiö tiu af hundraði eölilegrar fram- leiðslu. Fimm menn létu lífiö þegar lögreglumaður skaut á kollega sinn en aðrir beindu skotum sinum að fjöldanum. Þúsundir friðsamra manna höfðu fylgt kistu prófessors eins sem lét llfiö I borginni I gær. Hann var slðar jarösettur að viö- stöddum 10.000 mönnum sem notuöu tækifærið og hrópuðu: Niö- ur með keisarann. Flestar verslanir og skrifstofur voru lokaðar I dag. Stórslys á Indlandi NÝJA DELHI, 27/12 (Reuter) — Fimmtán manns iétu Hfið og þrjátiu og tveir særðust, þegar hraðlest ók inn I bifreið á öðrum degi jóla. Slysiö varð nálagt bænum Trichur I Keralafylki I sunnanverðu Indlandi. Að sögn lækna eru fimmtán manns enn I lifshættu af þeim sem komust llfs af. Meiri hluti þeirra sem létust voru kon- ur. Olíuskip brennur viö Tyrkland ISTANBOL, 27/12 (Reuter) — Ströndum Tyrklands er nú búin bráð hætta af olfumengun, eftir að griskt ollufiutningaskip Kosmos-M að heiti brann úti fyrir steinum landsins. Skipið flytur 18.000 tonn af ollu frá Sovétrikjunum til Júgó- slaviu, en slðan kviknaði I þvl vegna vélabilunar. Nú er jafnvel hætta á að skipið sökkvi vegna vatnsmagns þess sem nú iþyngir skipinu eftir tilraunir til slökkvistarfa. Ahöfninni varö bjargað I gær, en tvö tyrknesk skip eru nú við skipið i von um að bjarga þvi frá að sökkva. Ekki er ár liðiö stðan oliuskipið Amoco Cadiz strandaði fyrir utan ströndum Bretagne-skaga og olli þar stórkostlegu tjóni á náttúrullfi sem og mannlifi. Mannskaðar og mikif flóö á Suður-Indlandi NÝJA DELHI, 27/12 (Reuter) — óttast er að fjörutfu og niu ung- menni hafi látið lífiö þegar flóð f Ramanathapuram hremmdu fólksflutningabll. 1 bifreiðinni voru sextiu manns á leið til vinnu f eldspýtnaverksmiöju. Þegar henni var ekið yfir brú eina barst hún I fljótið og gat ökumaður og nokkrir farþegar synt burt. Ótt- ast er að hinir hafi drukknaö. Miklar rigningar hafa veriö á Suöur-Indlandi undanfarna daga og munu um áttatiu þúsundir manna hafa misst heimili sin I borginni Tamil Nadu I Madras-fylki. Hinn nýi rektor Erik Skinhöj Morten Lange fráfarandi rektor Lögreglumenn skutu hver á annan Mótmœla skipulaginu KAUPMANNAHÖFN, — i slöustu viku gripu fbúasamtök Norö- urbrúar I Kaupmannahöfn og kaupmenn til aðgerða. Vildu þeir þar með leggja áherslu á kröfu sfna um að strætisvagn nr. 3 æki um Blagardsgade á nýjan leik, en það hafði hann gert þar til fyr- ir ári. Nú ekur hann um götu samhliða Blagardsgade. Fólkið leigði strætisvagn sem látinn var aka venjulega leið, aö þvi tilskildu að honum var ekið um Blagardsgade eins og áður var. Þvi var fagnaö meö að klippa á silkisnúru sem girti götuna af. Aðgeröir þessar voru ekki af „nostalglu” sprottnar, heldur hefur breytingin á áætlunarleiðum nr. 3 valdið miklum búsifjum kaupmanna i Blagardsgade. Slðan nr. 3 brá út af gömlu leiðinni hafa tuttugu og tveir kaupmenn neyðst til að loka verslunum sin- um og aörir orðið fyrir stórkostlegu tapi. Atburöur þessi var liður I aögeröum ibúasamtakanna til að benda á of litil áhrif borgaranna á skipulag umhverfis sins. Strætisvagni nr. 3 fagnað þar sem honum er ekib um Biágarðs- götu á Norðurbrú. Indira laus úr fangelsi NÝJA DEHLI, 27/12 (Reuter) — Indira Gandhi fyrrum forsætis- ráðherra Indlands var látin laus úr fangelsi i dag, en þar hafði hún setið i eina viku. Hún var svipt þingsæti sinu sem hún hafði ný- iega fengið, vegna meintra mis- ferla i embætti sem forsætisráð- herra. Hún hvatti þingflokk Congress- flokksins til að berjast af öllum mætti gegn núverandi rlkisstjórn undir forystu Moraji Desai. Skipuleggja bæri fundi og kröfu- göngur til að fræða fólkiö vlðs- vegar um landið. Hún sagðist myndu reyna að ná þingsæti á ný og kæmi þá jafnvel til greina að starfa með mönnum úr Jantara-flokknum sem nú situr viö völd. Nefndi hún þar mann aö nafni Charan Singh sem er fyrr- um ráðherra I stjórn Desai. Stuðningsmenn Indiru hafa mótmælt kröftuglega fangelsun hennar. Þeir hafa gripið til flug- rána, árása og óeirða til að fá hana lausa úr haldi. Að minnsta kosti nltján manns hafa látið llfið I óeirðum þeim sem orðið hafa eftir að fréttist um handtöku. Indiru. Herástand í Tvrklandi ANKARA/ Tyrklandi/ 27/12 (Reuter) — Tyrknesk yfir- völd hafa nú.lýst yfir hern- aðarástandi í þrettán hér- uðum af sextíu og sjö sem í landinu eru. Var gripið til þessa ráðs eftir gifurlegar óeirðir í borginni Kahramanmaras í suð- austurhluta Tyrklands þar sem 97 manns létu lífið. Hundrað og sjötíu manns særðust en sjötíu og fimm menn voru handteknir. Meðal borga þeirra þar sem herlögin gilda eru höfuðborgin Ankara og Istambul, en önnur héruð sem sett voru undir sömu lög eru i austur- og suðaustur- hluta Tyrklands. Mikil skálmöld hefur rlkt I Tyrklandi á þessu ári og hafa um sex hundruö manns látið llfið I óeirðum. Til samanburðar má geta þess að á árinu 1977 létu 267 manns llfið á sama hátt. Rlkisstjórn Ecevits hefur nú setiö I tæpt ár, en hún er sam- steypa úr krötum og flokki hægra megin viö þá. Hún er mikill þyrn- ir I augum hægri manna og telja þeir réttast að hún fari frá völd- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.