Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.12.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. desember 1978. Sveitakarl skrifar: ,F élagi tJtkoma bókarinnar Félagi Jesús hefur valdið firna mikl- um vindgangi. Þrir kirkjuhöfð- ingjarriðu á vaöið ogfordæmdu —bókina, og eftir orðalagi plaggs- ins, sem þeir sendu frá sér má ætla, að þeir hafi ekki haft i huga oröin: „Verið hógværir og _.af hjarta litillátir”, og „Dæmiö __ekki svo að þér verðið ekki dæmdir”. Að vonum veltu margir þeirri spurningu fyrir sér eftir birtingu plaggs þeirra höfðingjanna, hvort i bigerð væri sameining safnaöa mót- mælenda, katólikka og hvíta- sunnumanna hér á landi. Rit um trúarleg efni hafa yfir- leitt selst illa hér á landi, ef undan eru skildar bibliuútgáfur og sálmabækur. Éghef engatrú á að bókin Félagi Jesús hefði selst tiltakanlega vel ef kirkju- höfðingjarnir hefðu ekki látið __„ljós” sittskina, en fyrir þeirra tilstilli er nú salan örugg, og vist, að bókin verður mikið les- in. Einhverntima hefði það þótt ótrúleg saga að fyrir tilstilli kirkjuhöfðingjanna á íslandi yrði bók „best seller” hjá þvi forlagi, sem Jónas heitinn frá Hriflu nefndi á sinum tima ,,for- lag Stalins”. Kirkjuhöfðingj- arnir fóru að róta við litilli og littmerkilegri ögn. Viö þetta óx ögnin hröðum skrefum, og er nú orðin að þungu drymbini, sem þeir geta ekki hrisst af herðum sér i bráð. Sem dæmi um þann gusu- gang, sem bókin hefur valdið, skal hér sagt frá einu atviki, sem mér var tjáð i gær. Sveita- prestur einn sté i pontuna i kirkju sinni fyrir viku, og eftir að hafa hespað af i flýti nokkur orð um aðventuna, vék hann að þvi hvaö austanjárn- tjalds-kirkjan ætti bágt, þvi þar væru öfl, sem markvisst ynnu að því aö rifa hana niður. Og þvi miður finnast þessi öfl hér á landi, sagöi klerkur, og nefndi sem dæmi, aö vinstri sinnaðir _unglingar, heföu brotið niður heimili I Reykjavik af þvi það var of borgaralegt. Eöa þá sam- koma stúdenta 1. des. sl.? Bar hún ekki glöggt vitni um niður- rifesinnuð vinstri öfl? Að þess- um hugleiðingum loknum sagði klerkur, aö vel gæti svo fariö, aö hann ætti eftir að lifa það, að Jesús’ bylting yrði gerö á Islandi. Ekki hafði hann getið þess, að hann væri hættur að sofa vegna ótta viö væntanlega byltingu, en áheyrendum þótti margt benda til þess I tali mannsins, að hann værilangvarandi svefnvana. Og svo vék hann talinu að bókinni um Félaga Jesúmog las þá upp nokkurnveginn orðrétt (eftir minni) leiðara úr Morgunblað- inu,þarsem fjallað var um bók- ina. Þegar klerkur haföi lokið upplestri úr heimilisbibliu sinni, Morgunblaðinu, sagði hann amen, og kvaðst nú ætla að lesa blessað Faðir vorið og baö við- stadda að taka undir. Viðmæl- andi minn sagði mér að þetta væri I fyrsta sinn, sem hann og aðrir viðstaddir liföu þá stund, að fariö væri með Faðir vorið eftir lestur á leiðara úr pólitisku blaöi. Vel má vera að kirkju- höfðingjarnir fyrirskipi nú þul- um útvarpsins að fara jafnan með Faðir vorið, er þeir hafa lokið lestri á forystugreinum Morgunblaðsins. Það eru einmitt klerkstaular af þvi' tagi, sem hér að framan er greint, sem mest vinna að þvi, aðgrafa undan kirkjunni og fæla fólk frá henni meö pólitisk- um ofstækisþvættingi. A jólun- um, sem nú standa yfir, þurfa þeir ekki að gripa til ræðunnar frá i fyrra og hitteðfyrra. Nú munu duga þeim vél ritsmiöar Morgunblaðsins um bókina Fé- laga Jesúm. 011 þessi umhyggja prestanna fyrir Jesú, svo og þaö, hvað þeir eru kvikuberir fyrir skrifum um hann, er næsta undarlegt þegar þess er gætt, að þeir foröast eins og heitan eldinn að boða ýmsar þær kenningar, sem hann lagði hvað mesta áherslu á. Má þar t.d. nefna: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu, sem mölur ogryö fá grandað...” o.s.frv. og „Hægara er úlfaldanum að komast 1 gegn um nálaraugað en rika manninum inn i himna- riki”. Og ekki hafa klerkarnir ýkja hátt um það, þegar Jesú rak okurkarla og vixlara út úr musterinu. Þvi miður er hægt að gefa obbanum af islenskri presta- stétt einkunnina: Vei yður, þér hræsnararl Sveitakarl Fjallvegír Samkvæmt vegalögum er vegakerfi landsins skipt i þjóð- vegi, (þ.e. stofnbrautir og þjóð- brautir), sýsluvegi, þjóövegi i þéttbýli, einkavegi og loks fjall- vegi, sem eru þeir vegir yfir fjöll og heiðar, sem vegamálastjóri ákveöur aö eigi teljist til neins annars vegaflokks. Þannig teijast t.d. vegirnir yfir Hellisheiöi, öxnadalsheiöi eöa Oddsskarö ekki til fjallvega, þótt þeir liggi yfir fjöll og heiöar, þar sem þeir eru einungis hluti af stofnbraut- um. Svo segir i' Vegamálum, frétta- brefi Vegagerðarinnar. Fjallvegum er skipt i aðaifjall- vegi, sem tengja saman lands- hluta, og aðra f jallvegi. Loks eru svo þjóðgarðavegir og vegir aö fjölsóttum feröamannastöðum. Til þessara þriggja flokka er ár- lega veitt fé á vegaáætlun og nemur sú fjárhæö samtals 55 milj. kr. á þvi ári, sem nú er aö liða. Fjárveitingum er skipt niður á einstaka vegi eftir tillögum vega- máiastjóra, en Ferðamálaráð og Náttúruverndarráð hafa hönd i bagga með skiptingu fjár tU sið- ast talda flokksins. Annars eru mörkin milli þessara flokka ekki fóst. Þannig fengu t.d. Bláfjalla- vegur (skiöalönd Reykvikinga) og Oskjuvegur fjárveitingar bæði af fjaUvega- og þjóðgarðafé á þessu ári. Aöalfjallvegir eru fjórir, þ.e. Kaldidalur, Kjalvegur, Sprengi- sandur og Fjallabaksvegur nyðri. Fjárveitingum til annarra fjaUvega er að mestum hluta var- ið til lagfæringar á slóðum tU að auðvelda bændum smölun afrétt- arlanda ogtU þessað greiða fyrir ferðalögum um hálendiö. Fæstir þessara vega eru færir nema yfir hásumarið og þá oftast einungis bílum, meö drifi á öllum hjólum. I mörgum tilfellum væri þvi rétt- ara að tala um léiðir frekar held- Framkvæmdir eru nú hafnar viö byggingu fyrstu ibúöa- blokkarinnar i Grindavik, aö þvi er segir i Suöurnesjatiöindum. Er hún reist af Siguröi ólafssyni, i samvinnu viö Hamarinn sf i Hafnarfiröi. Fyrirhugaö er aö blokkin veröi þrjú stigahús og veröi 8 ibúöir i hverju stigahúsi eöa alls 27. Fimmtán af ibúöunum munu veröa þriggja herbergja íbúöir og 9 tveggja herbergja. Að sögn Eiriks Alexandersson- ar bæjarstjóra I Grindavik er þetta f fjórða sinn, sem þessari blokkarlóö er úthlutað en ekki hafa menn reynst ginkeyptir fyrir henni þar til nú. í ráði er hjá bæjarfélaginu að festa kaup á átta fbúðum I blokkinni og þá annað hvort meö þeim hætti, aö verksamningur verður gerður við byggingarfélagið eða ibúðirn- ar keyptar þegar byggingu er lokið. tbúðirnar eru byggðar sam- kvæmt lögum um leigu- og söluibúðir sveitarfélaga en Húsnæöismálastofnunin fjár- magnar þær um 80% en sveitar- félagið um 20%. Er þetta i fyrsta sinn sem ibúðir samkvæmt þessum lögum hafa veriö byggðar á Suöurnesjum þvi fjármagn hefur ekki fengist með þessum hætti fyrr en nú. Eirlkur taldi, að ekki væri búið að ganga fyllilega frá þessum málum ennþá, en ávinningur væri að þvi að fá Ibúðablokk og tilbreyting að auki, þvi þarna væru þvl nær eingöngu einbýlishús. —mhg 1 Grindavlk eru mestmegnis einbýlishús,en trúlega rls þar nú senn fyrsta ibúöablokkin. Fyrsta blokkin / Grindavík Dimmt yfir heilsu- gæslumálum Dalvíkinga Þunglega horfir nú um heilsu- gæslustööina á Dalvlk, aö þvi er segir I Noröurlandi. Byggingin er fokheld og þar viö situr þótt enn hafi ekki veriö unniö fyrir þá fjár- veitingu, sem ætluö var til byggingarinnar á þess ári. Astæðán mun vera sú, að breyta þarf loftræstikerfi hússins vegna slæmrar reynslu af þvi á Hornafirði. Innkaupastofnun rikisins hefur umsjón með bygg- ingunni og þegar loftræstikerfinu hefur veriö breytt hyggst hún efna til útboðs á frekari vinnu við hana. A fundi sinum 24. nóv. s.l. sam- þykkti bæjarstjórn Dalvikur ályktun, þar sem skorað er á heil* brigðisyfirvöld og Innkaupastofn- un að hefjast þegar handa við að fullgera heilsugæslustöðina svo taka megi hana 1 notkun slðari hiuta næsta árs. Sömuleiðis að ráðinn verði annar læknir við hana til viðbótar þeim, sem fyrir er. Við þetta bætist svo að hjúkrunarkonan á staðnum, Lina Gunnarsdóttir, hefur látið af störfum. Heilsugæsluumdæmi Dalvikur nær yfir þrjá hreppa auk Dalvikur: Svarfaðardal, Hrisey og Arskógsströnd. Hefur þvi héraðslæknirinn, Eggert Briem, meira en nóg að gera við að sinna öllu svæðinu. Þá hefur ljósmóðirin, Elin Sigurðardóttir, sagt upp störfum frá ára- mótuin. Eru þvi Dalvikingar og aörir á þessu svæði heldur ugg- andi um sinn hag i heilsugæslu- málum. Nú er verið að mynda stjórn heilsugæslustöðvarinnarog munu eiga sæti i' henni fulltrúar frá öll- um sveitarfélögum á svæðinu auk tveggja starfsmanna viö heilsu- gæslustöðina. —mhg Um Kjalveg liggur leiöin I ævintýraheim Kerlingarfjalla. ur en vegi, þar sem heitið vegur gefurtilefni til að halda, að ekki geti veriö um vegleysu að ræða. Þeir vegir, sem heyra undir flokkinn aðrir fjallvegir, eru fjöldamargir og mun ekki vera til nein heildarskrá yfir þá, enda eru fjárveitingar til þeirra ekki ár- vissar og stundum einungis um að ræða fjárstuðning ■ viö heima- menn, sem aö megimhluta greiða verkið, en marga þessa vegi er þó að finna á nýjustu kortum af landinu. Þess má að lokum geta, að margar þessar slóðir liggja til staða I óbyggðum,sem fagrir eru og sérkennilegir og litt kunnir al- menningi. Þær eru þvi töluvert notaðar af þeim feröamönnum, sem ekki eru fallnir til langra gönguferða, envilja sjásem mest af landinu um leið og þeir njóta útiveru I friðsælu umhverfi. — mhg á uppsögn ofan Verulegóánægja rikir nú meöal verkafólks í ólafsfiröi meö fram- kvæmd kauptryggingarsamning- anna. Þykir sýnt aö ekki tjói ann- aö en taka þá til gagngerörar endurskoöunar. Um miöjan þennan mánuö var tvisvar sinn- um frá mánaöamótum búiö aö segja upp starfsfólki viö frysti- hús Magnúsar Gamalielssonar. A hinn bóginn hefur alltaf verið unniði Hraðfrystihúsi ólafsfjarð- ar og engu fólki sagt þar upp. Fékk húsiö fisk til vinnslu frá Akureyri þegar þurrö var á hon- um heima fyrir. En viöar gætir óánægju með þessi mál en i Ólafsfirði. Er all- tltt að atvinnurekendur beiti þeirri aðferð að segja fólki jafn- óöum upp til þess að komast hjá ákvæöum kauptryggingarsamn- ingsins, sem aöeins nær til einnar viku. Er ekki vanþörf orðin á aö endurskoöa þann samning meö þaö fyrir augum að lengja trygg- ingartimann og breyta uppsagn- arákvæðum og tryggja með þeim hætti betur en nú er atvinnuör- yggi verkafólks. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.