Þjóðviljinn - 28.01.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 28.01.1979, Side 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. janúar 1979. Sunnudagur 28. janúar 1979. fÞJóÐVILJINN — SIÐA 13 Arni Bergmann rœðir við sr. Jakob Jónsson um trú, prestskap, stjórnmál og ritstörf £2? v • : ' - ' . Þá tónar barnið 9 . ... ' .. : Hér á ég slatta af atómljóðum. Heldurðu Prestar voru i bókmenntunum hræsnarar, dusilr , ?JpE? á móti múhameðskt w -'áflB ekki að útgefendur menni eða hrein- stef austanfrá íran... f nsra verði fegnir? rœktaðir skúrkar r Eg sagði við þá, að helst ætti ég að vera fúll út í Sjálfstœðisflokkinn Ég var sjö merkur þegar ég fæddist. Minna mátti það víst varla vera. Veður var hið versta, ekki stætt úti við, og það náðist hvorki i lækni né Ijós- móður, svo kona ráðs- mannsins tók að sér að taka á móti mér. Húðin var svo veik, að ég þoldi engan venjulegan umbúnað, heldur voru silkislifsi, lúð og mjúk, rifin í sundur og bætt í bómull. Þetta var minnfyrsti skrúði. Frænka mín, sem þá var ung, segir mér, að þegar ég var svosem tveggja daga gamail hafi ég skipt svo litum að engu var líkara en blóðiðhefði stöðvast. Faðir minn skírði mig skemmri skírn. Frænka mín stakk mér ofan í vatn, sem hún hafði eins heitt og hún þorði og hugsaði með sér: Hann er þá farinn hvort sem er ... Þannig hófst lifshlaup séra Jakobs Jónssonar, löngu land- kunns kennimanns, rithöfundar og fræðimanns sem átti reyndar 75 ára afmæli fyrir skömmu, og var það formlegt tilefni þess að blaðið gerði honum og frú Þóru Einarsdóttur nokkurt ónæði. Kunnugur heilögum anda Já, það er rétt — þaö voru fremur fáar námsbrautir sem ungir menn áttu um að velja þegar ég var að alast upp. Lög- fræði fyrirleit ég þá af öllu hjarta — enda þótt ég núna meti hana svo mikils eftir meira en hálfrar aldar afskipti af opinberum mál- um, að helst vil ég telja hana part úr guöfræði. Ef ég hefði ekki lesið guöfræði þá hefði kannski legið beinast við aö fara i stærðfræði, þvi þaö var sú námsgrein sem ég gat lært fyrirhafnarlaust. En það sem úrslitum réði hjá mér var blátt áfram það að ég hafði alltaf ætlað mér að verða prestur. Og ástæðan var sú sannfæring min, að Guð sé það eina sem ég veit að er til. Sú sannfæring er tengd ákveðinni mystiskri reynslu sem ég hefi lýst á fleiri en einum stað. Sigurður Nordal komast á þann veg aö oröi um þau mál, að ég þekkti heilagan anda persónulega. Þetta var það sem réði úrslitum um nám mitt. Það kom reyndar stutt timabil þegar ég varð trúlaus sem kallað er. Og ég get vel skilið fólk sem segist vera trúlaust. Ég get lika skilið þá sem segjast vera andstæðingar trúar- bragða, presta eða kirkju. En ég skil ekki fólk sem lætur sér á sama standa um þessa hluti. Þaö er eins og að maöur vakni i flug- vél uppi I háloftum og láti sér á sama standa um það hvar hann er og hvert er verið að fara með hann. Múhameðskt stef í Hallgrímskirkju Vitanlega skynja menn guödóminn á margan hátt. Rétt eins og einn maður skynjar, jafn- vel af aðeins fáeinum töktum, höfund tónverks á hljómleikum, meðan annar sem situr við hliö hans heyrir ekkert annað en hávaða, sem hann getur ekki sett i neitt heildarsamhengi. Þvi er það, að ég á fleira sameiginlegt meö einlægum trúmanni af sið Búdda eða Múhameðs en efnis- hyggjumanni, sem kallar sig kristinn. Enda væri það einkenni- legt ef kristnir menn einir skynj- uðu þaö guðdómlega i tilverunni. Ég var einu sinni minntur á slikt samhengi með mjög sér- stæðum hætti. Ég var að tóna kollektuna i Hallgrimskirkju, og þá gerist það allt I einu, að barns- rödd tekur undir viö mig og svar- ar mér. Þetta var dóttursonur minn, sem hafði veriö með for- eldrum sinum tvö ár i lran — og hann svaraði meö stefi sem þar er tónað frá turnum bænahúsa. A flestu öðru mátti ég eiga von I Hallgrimskirkju en þessu múhameðska stefi. Börn og fullorðnir En af hverju eru menn kristn- ir? Menn velja ekki trúarbrögö eins og þeir séu að leggja kapal. Til eru þeir sem segja, að það sé best að kenna börnum sem fæst um trúmál, þau geti siðan valið og hafnaö þegar þau eru fullorðin. Þetta sýnist ekki órökrétt frá vissu sjónarmiöi. En hér er fram hjá þvi gengið, að foreldrar verða bæöi i þessum efnum og öðrum aö taka á sig margskonar ákvaröan- ir um lif barna sinna og geta ekki beðið með þau þangað til þau verða fulloröin. Við getum ekki sagt sem svo: ég kenni barni minu ekki ættjaröarljóö og læt sögu landsins liggja á milli hluta þvi þaö er best að það velji sér sjálft borgararétt á jörðunni siðar þegar það hefur vit til. Við hljót- um aö ala börn okkar upp sem tslendinga. A sama hátt er maður sem alinn er upp án nokkurrar snertingar viö trúarbrögö slðar meir ófær um að gera sér grein fyrir kjarna málsins þegar hann mótar sér lifsviðhorf. Og vitanlega er það ekki nóg að kynnast trúarbrögðum af kverum fyrir börn og ungiinga. Mér finnst þaö einmitt einkenna margt af þvi sem sagt er og skrifað um trúmál á tslandi, hve margir styðjast i reynd aðeins við smá- barnafræðsluna. Röksemdirnar eru oft læstar I tvö orð: mér finnst'. Og vanþekkingin oft svo mikil að maður svitnar. Önnur trú, trúardeilur Þvi hefi ég lengi haft áhuga á fullorðinna fræðslu um trúar- brögð. Og þá ekki aöeins um kristinn dóm, heldur og önnur trúarbrögð. Mér hefur sjálfum fundist sjálfsagt I sambandi viö min Nýjatestamentisfræði ekki aöeins að pæla i gyöinglegum bókmenntum, heldur aö sækja samkunduhús Gyöinga þegar þvi verður við komið til að komast i andlega snertingu. Ég hefi lesiö rasðu eftir Indjána-höfðingja i Ameriku sem hafði mikil áhrif á mig. Við getum tileinkaö okkur stórkostlega hluti úr trúarlifi annarra menninga, þaö er enginn vafi á þvi. En svo eru aðrir hlutir sem maöur getur ekki samþykkt eða samlagast. Ég gæti tekið sem dæmi hugmyndir múhameðs- trúar um heilagt striö, jiddah. Stundum blöskrar mönnum hve harðar innbyrðis deilur kristinna manna geta orðið. En hljótum við ekki að gera ráð fyrir f jölbreytni i skoðun og reynslu? Ég get sagt fyrir mitt leyti: heittrúnaður og rétttrúnaður, sem vill gefa ströng fyrirmæli um að kenningakerfi sé fylgt út i æsar, hafa alltaf virkað illa á mig. Ég hefi alltaf kunnað best við mig þar sem frjálslyndi hefur ráðið rikjum. A vissu skeiði var mér illa við deilur innan kirkjunnar — en þær hljóta alltaf að koma upp þar sem menn hugsa. Hugmyndir breytast, þaö kostar umbrot, en umbrotin eg skil þá ekki sem láta sér á sama standa Sr. Jakob: vega. — Verst er þegar menn fara að reikna hersetu til bjargráöa Á GOLGATA Krossinn var auður, Kristur upprisinn, Kaifas farinn heim, en á Hauskúpustað voru hermenn að taka til. „Kastaðu ekki nöglunum, Cassius minn. Við notum þá aftur í næsta sinn.” Jakob Jónsson tákna þá lif, en ekki hið gagn- stæða. Það er oft um það talað að kirkjan sé ihaldssöm. Ég hefi viða komið á fundi guöfræðinga, og ég efast um að nokkur stofnun á okkar timum hafi verið eins iðin við sjálfsgagnrýni. Hvarvetna er verið að endurskoða. Þetta á ekki hvað sist við um Nýjatesta- mentisfræðin sem eiga að heita min sérgrein. Prestar á skíðum Að þvi er varðar islensku kirkj- una þá finnst mér sumt til mikilla framfara sem þar hefur gerst en annað siöur. Ég held að Islenskir prestar séu miklu duglegri viö unglingafræöslu en menn voru þegar ég man fyrst eftir. Ýmis- legt ágætt hefur komið fram af vettvangi guöfræði t.d. i útvarpi. Iðkun trúarlegrar tónlistar er á miklu hærra stigi en áður. Smekkur fólks fyrir fegrun kirkna er betri en áöur. A hinn bóginn getur mér fundist, að prestar séu að þvi leyti eins og blaðamenn að þeir tönnlast of mikið á þvi sama, tala fremur eins og við börn en við fullorðið fólk, sem vildi brjóta málin til mergjar. Og mér þykir miöur hve margir yngri prestar hneigj- ast til þess sem kallað hefur verið rétttrúnaöurinn nýi. Mér hefur fundist vanta fræðslu fyrir fullorðna um trúarleg efni. Ég reyndi á sinum tima að hafa námskeið i Nýjatestamentis- fræöum á vegum kirkjunnar og fékk fólk úr ólikustu áttum og starfshópum, kokka á togurum, húsmæður, menntskælinga, kaupsýslumenn og doktor I efna- fræði. Þetta varð mjög ánægju- legt. Það má hugsa sér margvis- legustu umræður og námskeið. Til dæmis aö guðfræöingar og listamenn komi saman, eða þá að rætt sé við kaupsýslumenn um siðgæöi viöskiptalifsins (rétt eins og t.d. er rætt um siöaboð fyrir lækna eða þá blaöamenn) — þvi ekki það? Þaö er ákaflega margt sem kemur til greina þegar rætt er um tengsli trúarlifs og daglegs lifs, en sem betur fer er verulegur áhugi á þeim tengsl- um nú um stundir. Það þykir kannski skrýtið að nefna presta og iþróttir, útilif, i sömu andránni. En fyrir löngu fórum við sr. Sigurbjörn, sem nú er biskup, til fólks uppi i Skiöa- skála og messuðum snemma morguns á páskadag og föstu- daginn langa. Þaö var skrifað I blað um þetta og sagt að hvergi væri friður fyrir þessum prestum, þeir væru farnir aö elta menn upp um fjöll og firnindi. Þá kom ágæt mynd i Speglinum; á henni höfð- um við Sigurbjörn, báðir hempu- klæddir, króað af hóp skiða- manna uppi á fjallsgnipu — og fólkið átti ekki nema um tvennt að velja — stökkva fram af hengi- flugi eða hlusta á okkur. Ég man sérstaklega eftir svipnum sem teiknarinn setti á mig — en ég var á myndinni kominn ansi nálægt hættulegri brún. Hræsnarar og skúrkar Við þurfum presta sem eru sér- æfðir sem sjúkrahúsprestar, Iþróttaprestar, stúdentaprestar osfrv. Annars hefur ýmislegt miðaö að þvi að rýra álit presta ef ekki hreint og beint að rægja stéttina. Það hefur mikið farið fyrir þeirri hneigð sem mjög áberandi hefur verið i islenskum bókmenntum allt frá dögum Gests Pálssonar. Um langan aldur var varla nokkurn prest að finna i islenskum bókmenntum sem ekki væri smábarn, gufa, hræsnari, fifl eða hreinræktaður skúrkur. Þetta hafa menn bitiö I sig með þvilíkum steinbltskjafti, að þeir losna ekki við það enn i dag sumir hverjir, einkum þeir sem róttækir vilja teljast. En menn þurfa nú ekki annað en taka sér 1 hönd guðfræðinga- talið og sjá hvað þessir menn hafa starfað til að átta sig á, að ekki eru þetta afglapar upp til hópa. Það þykir ekki lengur sjálfsagt að prestar sitji á þingi eða I hreppsnefnd, en þeir eru mjög áberandi I skólamálum, I hvers- kyns félagsmálum öðrum. Ekkert níð um stjórnmál Ég er reyndar ekkert á móti þvl að prestar taki þátt I stjórnmála- starfi. Slik afstaða ber keim af þvi að stjórnmái eru talin fyrirlit- leg, og það er hættuleg afstaða. Ég átti einu sinni tal við Berggrav biskup i Osló, einn helsta for- vigismann norsku kirkjunnar á striðsárunum. Ég spurði hann hvernig á þvl heföi staöið, að kvislingarnir hefðu verið komnir inn á norska þjóðþingið þegar fyrir strið með fullkomlega lýðræöislegum hætti. Hann svar- aði sem svo: Það var búið að innræta þjóðinni að stjórnmála- starf væri ósæmilegt og margir ágætir menn viku af þeim vett- vangi fyrir bragðið. Þeim mun fleiri tækifæri sköpuöust þá fyrir hentistefnumennina sem stóö á sama um i hvaöa Keflavik þeir réru. Stjórnmálamenn og blaöamenn bera mikla ábyrgð. Vitanlega kunna margir að halda uppi mál- efnalegum umræðum, en það er lika gróflega mikið um aö reynt sé að gera andstæöinga aö svikur- um, landráöamönnum, og þar fram eftir götum. Úr þessu verður þvilikt gengisfall orðanna að enginn tekur lengur mark á þvi sem sagt er eða þá að það kemst inn I fólk að það sé ekki fyrir aöra en misindismenn aö vinna að landsmálum. Og verst er það að taka einhvern ákveöinn hóp fyrir og reyna að gera úr honum einhvern allsherjar sökudólg — hvort sem það eru klerkar, stjórnmálamenn, frimúrarar eöa kommúnistar. Út i pólitik? Ég er stundum spurður að þvi, af hverju ég sjálfur hafi ekki farið út i pólitik. Ég hefi reyndar alltaf haft mik- inn áhuga á pólitik. Ég er alinn upp i andrúmslofti sliks áhuga. Foreldrar minir voru mjög frjáls- lynd. Snemma heyröi ég föður minn segja að jafnaöarstefna væri kristindómur I verki. Móöir min talaöi með velþóknun um þau tiðindi, að stofnun kaupfélags veitti sonum fátækra manna afl til að mæta faktorunum á Djúpa- vogi við samningaborð. Sjálfur man ég þá tið aö verkamenn töl- uðu um prisa á vinnuafli sinu rétt eins og veörið — m.ö.o. eins og eitthvaö sem þeir fengju ekki við ráðið. Samvinnuhreyfingin og verklýðshreyfingin voru báðar stórkostleg framfaraspor, jafnvel þótt maður sé ekki alltaf jafn- ánægður með það sem gerist á þeim vettvangi. Meö þeim var tekið stórt stökk til jafnréttis. Einhverju sinni rakst ég inn á Hótel Borg, og sátu þar fyrir fulltrúar á landsfundi Sjálfstæöis- flokksins. Kunningjar minir i þeirra hópi buðu mér sæti. Ég sagði þá við þá, að vel gæti ég veriö fornemaður út i þeirra flokk — Sjálfstæðisflokkurinn v.æri vist sá eini sem ekki hefði boðiö mér þingsætii Mér leist reyndar ekkert á blikuna einu sinni, þegar þrir flokkar vildu mig I framboð samtimis. Þá var ég fljótur aö segja nei. En satt best aö segja má vel vera aö ég hefði látið freistast, ef ekki væri konan min. Hún sagði sem svo: Þú vildir verða prestur, þú hefur fullt verk- svið i stóru prestakalli, og þú getur ekki tekið að þér skyldur stjórnmálastarfs við hliðina á þeim. Þetta hefiég alveg fallist á. Prestþjónusta krefst mikils, ekki aðeins vegna undirbúnings prédikana sem er þó ærið verk, heldur vegna sálgæslunnar, sem gerir það að verkum að prestur hefur gjarna 24 stunda vaktir. En áöur en við skiljumst við stjórnmál: mér hefur þótt vænt um það I minum hálfrar aldar prestaskap að min prestþjónusta hefur náð til fólks af öllum stjórn- málaflokkum... Mörg járn í eldi 1 framhaldi af þessu vikum við sr. Jakob að þeirri algengu áráttu tslendinga, góðri og illri, að hafa mörg járn I eldinum, áráttu sem hann er sjálfur reiðubúinn til aö likja við það i hálfkæringi að menn dragi of þunnt úr málningu. Af heimildarritum má sjá að hann er margsekur i þessum efn- um. Prestur meðal Vestur- tslendinga, bæjarfulltrúi á Neskaupstað, formaður slysa- varnafélags, atkvæðamaður i alþjóöasamtökum Nýjatesta- mentisfræðinga, doktor i guð- fræðij þýðandi, ritgerðasmiöur, leikritaskáld; þennan lista mætti lengi við bæta. Börn þeirra frú Þóru komu lika viða við: Guðrún er hjúkrunarfræðingur og rekur siðan próf I Irönskum fræöum viö Hafnarháskóla, Svavar er rithöf- undur og stjórnmálamaöur, Jökull var rithöfundur, Þór er doktor i veðurfræðum. Jón Einar lögfræðingur og stórkaupmaður. En semsagt: frá stjórnmálum sveigist talið að ritstörfum sr. Jakobs. — Ég byrjaði snemma að skrifa. Þegar ég fór til Danmerk- ur eftir stúdentspróf birti ég eftir mig kvæði i jósku blaði og smá- sögu i Sondags BT. Ég skrifaði svo töluvert af smásögum og ljóðum, I atómstil reyndar, sem þá var að byrja, en allt er það týnt, sem betur fer. Það var svo hérna um árið, þegar ég var beðinn um að fara með morgun- bænir i útvarpinu að mér datt i hug að láta fylgja hugleiðingar i órimuðum ljóðum. Það kom svo á daginn að til þess var ekki ætlast. En ég hefi haldið þessu áfram, og á hérna slatta af ljóðum, hvað sem útgefendur vilja segja um soddan uppátæki. Ég á lika tvo sálma I nýju sálmabókinni, annan þýddan, hinn frumsaminn. Leikhúsfreistingar En mest hefi ég haft hugann við leikrit. Leiklist var mikiö iðkuð heima á Djúpavogi.og svo þegar ég var kominn vestur til Kanada þá kemur upp sú staða aö okkur vantar leikrit til aö sýna. Fyrst , skrifaði ég leikrit sem hét Stapi og var sýnt i Winnipeg, en aidrei hér heima. Vestur i Saskachewan skoraði ágætur listamaður, Arni Sigurðsson frá Akureyri,á mig að skrifa leikrit sem væri viöráðan- legt áhugafólki, og þá urðu öldur til. Það vakti þá fyrir mér m.a. að koma með sjávarþorpin inn I leikhúsið, en flest okkar leikrit höfðu fjallað um bændur og búa- lið. Um svipað leyti samdi Loftur Guðmundsson Brimhljóð og ég held við höfum verið einna fyrstir til aö velja sjávarpláss að vett- vangi i leikritum. Þegar ég svo var oröinn prestur við Hallgrimskirkju var Hallgrimur eins og vonlegt var ofarlega i huga minum. Og eitt sinn var það, að Helgi Pálsson tónskáld, sem hafði gott lag á að koma öllu á hreyfingu I kringum sig, segir við mig: Þú átt að skrifa um eitthvaö stórkostlegt, annaðhvort um Hornafjarðarós- inn eða Tyrkja-Guddu! Þessi orð voru eitt af þvi sem kveikti I mér. Tyrkja-Gudda var lengi I smiðum. Um tima var ég alveg stopp, komst ekkert. Þá er það einu sinni aö ég er i Iðnó aö horfa á leikrit, sem ég man ekki lengur um hvað var; þá slær allt i einu niður i hugann ákveðnu atriði sem þráður verksins spannst af áfram. Mér varð svo mikið um þetta, að þaö lá við aö ég hljóöaði upp yfir mig, og ég vissi ekki lengur hvaö geröist á sviðinu. Nokkru siðar var ég að hugsa um atriðið þegar bærinn i Saurbæ brennur. Þá finnst mér ég endi- lega þurfa aö fela mig fyrir fólki, og fer ég upp i skátaskálann i Lækjarbotnum, gisti þar eina nótt og skrifa uppkast aö þessu atriði. Það undarlega var, að þetta gerði ég nákvæmlega sama mánaöar- dag og bruninn i raun og veru varð. Það var ekki meö ráöum gert, en þetta haföi sótt svona fast á mig. Tyrkja-Gudda var svo leikin. En ég hefi slöar samið leikritið upp á nýtt og gefiö þvi nýjan svip. Þegar ég skrifaði leikritið fyrst þekkti ég fátt annað en heföbundnar sviðsetningar á leikritum eins og Fjalla-Eyvind- ur, Maöur og kona osfrv. En siðar hefur svo margt gerst I aöferöum leiksviðs, og mér fannst ómaksins vert að endursemja verkið meö þær breytingar i huga. Leikrita- valsnefnd Þjóðleikhússins lýsti sig ánægða og þaö er þá aö minu viti praktisk spurning, hvenær það gæti komið á fjalir — þetta verk er vist eitt af þeim sem leikhúsmenn kalla „bákn” vegna margmennis. Fyrstur í lít Ég hefi haft áhuga á helgileikj- um til flutnings i kirkjum, og slik- ur leikur eftir mig hefur verið fluttur i Danmörku og I Sviþjóð, hann var reyndar frumfluttur I Bessastaðakirkju meö stuðningi Asgeirs forseta. Ég hefi llka skrifað útvarpsleikrit eins og Maöurinn sem sveik Barrabas. Efni þess er algjörlega Imyndun min, mér datt blátt áfram i hug að spyrja hvaöa augum Kristur hefði litið mann sem sviki Barra- bas. Þetta leikrit var svo flutt i sjónvarpi siðustu páska — Jökull sonur minn skrifaöi mér þá bréf og óskaöi mér til lukku meö að vera fyrsta islenska leikskáldið I lit — þetta verk var það fyrsta sem sjónvarpið tók upp I lit i stúdió. Bréf hans var ritaö hálf- um öörum mánuöi fyrir lát hans. Einu sinni tók ég saman leikrit sem heitir Hamarinn — kveikjan aö þvl var brottflutningur húsa úr Skerjafirðinum vegna flugvallar- geröar á striðsárunum. Þá reyndi ég aö skrifa um það hvað gerðist ef flytja þyrfti heilt þorp af sömu ástæðum. Þetta leikrit var leikið fyrir noröan en aldrei hér syðra. Ég hefi lika haldið áfram að skrifa um min fræði. Ég á I hand- riti ritgerðasafn um Kristfræöi og um Jóhannesarguöspjall, sem ég hefði gjarnan viljað koma á prent, en þaö reynist erfitt eins og með margt annað fræðilegs eðlis. Ég hefi lika verið að skrifa stóra bók sem er eiginlega ekki hægt aö kalla ævisögu mina, heldur miklu fremur sögu mins hugsunar- háttar. En þetta er oröin drjúg bók, sjáðu, hérna er um Norð- fjörð, hérna um Vestur-íslend- inga, hérna er kafli um sálgæslu, hérna um herinn... Her í þessu landi Herinn, já, vel á minnst, ég hefi alltaf veriö á móti her I þessu landi. Ekki vegna þess sem ég hefi séð til hermanna, sem eru auövitaö hvorki betri né verri en aðrir menn. Heldur vegna þess, að eins og við vitum þá eru þessi hernaðarbandalög ekki öll þar sem þau eru séð á yfirboröinu. Það er þvi best aö sýna þeim öll- um samskonar varúð. Ég hefi lika alltaf verið hræddur við það að menn færu að reikna með hersetunni i atvinnulifinu, eins og festa hana i sessi meðal bjarg- ráöavega þjóðarinnar. Þvi verst þykir mér ef aö þjóð, sem hefur lifað hér I þúsund ár við eld og Isa og allskyns mannraunir, telur sig ekki geta skrimt án erlendrar hersetu. Ég verð þá að spyrja: hvers virði er skepnan? Að byggja kirkju Þegar ég lit yfir farinn veg, þykir mér mest um það vert að hafa veriö frjáls aö þvl að velja mér lifsstarf, sem maður þráði að vinna, — og hafa haft heilsu til aö vinna I þessum verkahring fram á áttræðisaldur — eins og útlitið var nú i byrjun. En matið á at- burðum ævinnar veröur stundum dálltið einkennilegt. Sumt af þvl, sem ég eitt sinn taldi eftirsóknar- vert, stendur mér nú alveg á sama um. En sumt af þvl, sem hefir orðið mér kdýrmætast, kom eins og gjöf, hreint og beint „án verðskuldunar,” eins og við guðfræðingarnir erum gjarnir á aö segja. Hitt er svo annaö mál, að engum gömlum manni stendur á sama um, hvernig framtlðin fer aö ráði slnu. T.d. hefir Hallgrlms- kirkja I Reykjavik verið mér mikið áhugamál, og ég treysti þvi, aö framtlð hennar sé tryggö. Ég er alveg viss um, aö Hall- grimskirkja á eftir aö veröa til mikillar blessunar, og hún verður innan tiðar talin eitt nauðsynleg- asta og fegursta hús á landinu. Ég vil, aö það komi fram i þessu viötali okkar, aö þetta verkefni hefir veitt sjálfum mér mikla blessun. Til dæmis að taka hefir byggingarmáliö, fjársöfnunin og annað algerlega efnislegt i sambandi viö kirkjuna opnað fyrir augum mér miklar viöáttur, sameinað óllkasta fólk og sýnt mér kærleika til kirkjunnar, þar sem ég annars heföi ekki oröið hans sérstakiega var. Og það máttu hafa eftir, aö bygginga- sjóðirnir eru komnir bæði frá hægri og vinstri. Þetta verkefni hefir lika verið ákaflega tengt heimili minu, eins og raunar preststarfiö I heild sinni. Konan min var árum saman formaður I kvenfélagi safnaðarins. Margir, sem ég er hræddur um, að hafi ekki verið sérlega hrifnir af mér, gátu vel unnið með henni. Og sumir, sem komu upphaflega til min t.d. i sálgæsluerindum, urðu lika vinir hennar. Ég efast um, að nokkur opinber embætti séu jafntengd heimilum embættis- mannanna og prestsembættin hafa að minnsta kosti verið. En hvað sem öðru llður, er ég bjart- sýnn. Þaö liggur I eðli mlnu. Þaö hefir auövitað margt svakalegt gerst um mina daga, — en ég og minir jafnaldrar höfum líka séð rætast fram úr svo mörgu, sem virtist vera vonlaust. Og ég segi eins og haft er eftir einum emb- ættisbróöur minum: „Ekki er Drottinn alveg dauður.” —AB

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.