Þjóðviljinn - 14.02.1979, Síða 7
MlAvikudagur 14. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Þegar erlendi auðhringurinn, sem á minni partinn
i fyrirtækinu, segir nei, þá verður
ríkissstjórn lýðveldisins íslands að beygja sig.
Þorgrimur Starri
Björgvinsson, bóndi ,
[Garði Mývatnssveit:
Þitt er ríkið...
Það var á dögum vinstri-
stjörnar ÓlaJö.hinnar fyrri eöa
númer eitt, aöhafinvar bygging
Sigölduvirkjunar. Þegar sú
framkvæmd var nýhafin meö
lánsfjárloforöi Alþjóöabankans
án skilyröa um hvernig Islend-
ingar nýttu orkuna frá hinu
fyrirhugaöa orkuveri, þá gerö-
ist þaö aö efnahagspáfinn Nor-
dal kom meö amerikst
Carbítnaut i taumi og batt þaö á
bás hjá kúnum i stjórnarfjósinu.
Hann haföi i tiö Viðreisnar
undirbúiö komu þessa þarfa-
nauts og tilkynntinúhinum nýju
valdhöfum, aö það væri fásinna
aö ráöast i Sigölduvirkjun án
þessaö fyrir værieinhver slikur
gripur, sem gleypti svosem eins
og helminginn af framleiöslu
orkuversins, enda fordæmiö
glæsilegt þar sem Búrfellsvirkj-
un fóöraöi á likan hátt Alveriö i
Straumsvik.
Þá sem nú laut Iönaöarráöu-
neytiö, sem þessi mál heyra
undir, yfirráðum Alþýöu-
bandalagsins. Sannaöistþá sem
fyrr, aö þessi Nordal, strand-
kapteinn islenskra efnahags-
mála, var i raun valdamesti
maöurá Islandi. Vinstristjórnin
sá sér ekki fært aö deila viö slik-
an dómara, og leiddi þvl ekki
Carbittarf Nordals út fýrir vegg
og skaut hann, sem hún heföi þó
betur haft manndóm til að gera.
En það er af bola aö segja, aö
hann sleit sig stuttu siöar upp af
básnum og hljóp bölvandi vest-
ur um haf til sins heima meö
halann á lofti. Nordal lét sér
ekki bregöa, en sótti um hæl
Elkem-tarf til Noregs til aö láta
Sigölduvirkjun fóöra hann i
staöinn. Þegar smánarsamn-
ingarnir voru á döfinni um Al-
veriö I Straumsvlk i tengslum
viö Búrf ellsvirkjun beitti
Alþýöubandalagið sér óskipt og
af hörku gegn þeim erlendu
stóriöjuáformum. Þaö var þvi
rökrétt aö ætla, aö flokkurinn
hvikaði ekki frá þeirri heilla-
vænlegu stefnu og snerist önd-
veröur og óskiptur gegn hinum
nordælsku fyrirætlunum um
málmblendiverksmiöju i Hval-
firöi i' tengslum viö Sigöldu-
virkjun. Þvi var, þvi miöur,
ekkiaö heilsa. Eins ogmörgum
mun I fersku minni upphófust
allharðar deilur innan flokksins
um stóriöjumál i félagi viö er-
lenda auöhringa og afstööu til
byggingar málmblendiverk-
smiðju i Hvalfiröi.
Eru þær deilur mér nokkuö
kunnar, þvi ég tók þátt I þeim
sem óbreyttur flokksmaöur,
bæöi á flokksþingum og meö
skrifum i Þjóöviljanum. Meðal
ýmissa ráöa- og áhrifamanna i
flokknum kom upp sú kenning,
aö ættu Islendingar meirihluta i
stóriöjufyrirtækjunum á móti
erlendu auöhringunum og fyrir-
tækin lytu Islenskum lögum I
hvivetna, þá væri allt i lagi og
meir aö segja æskilegt aö stofna
til sHks félagsskapar viö er-
lenda auöhringi i islesku at-
vinnulifi. Fjölmargir Alþýöu-
bandalagsmenn snerust önd-
verðir gegn þessum sjónarmiö-
um. Viö héldum þvi fram, aö I
fyrsta lagi væri stóriöja slður en
svo æskilegur hlutur, og bentum
á ýmsan þann háska fyrir okkar
fámennu þjóö, sem hún heföi
óhjákvæmilega i för meö sér
auk þess sem viö bentum á aö
Islendinga ræki þvi betur eng-
inn nauður til aö stofna sér út i
slik ævintýri.
I ööru lagi héldum viö þvi
fram, aö meirihlutaeignaraöild
Islendinga skipti hér ósköp litlu
máli, bætti litiöúrskák. Þaurök
færöum viö fyrir þvi, aö hinir
erlendu auðhringar kæmu hing-
aö i þeim tilgangi einum aö
græöa og græöa sem mest, auö-
vitaö á kostnaö Islendinga, og
flytja gróðann úr landi. Þeir
myndu þvi aldrei, ef þeir settust
hér að, láta samninga viö
Islendinga þrengja aö sinni
gróöa- og yfirráöaaðstööu.
Þetta siöasta atriöi hefir nú
sannast áþreifanlega og óum-
deilanlega siöustu daga, og vik
ég betur aö þvi siöar, enda voru
þeir atburöir tilefni þess aö ég
rifjaöi upp þessar deilur innan
Alþýöubandalagsins. En þær
deilur fengu þvi betur farsælan
endi. A flokksþingi 1976 var end-
anlega mörkuö stefna I orku-
málum og þá um leiö stóriöju-
málum, og rökstudd meö heilli
bók, sem bar heitiö Islensk
orkustefna. Bók þessa ber ekki
minnst aö þakka Hjörleifi Gutt-
ormssyni liffræöingi frá Nes-
kaupstaö. Þetta varö til þess,
sem er ómetanlegt, aö þegar
Alþingisamþykkti, illuheilli, aö
ganga I kompanl viö norska
auöhringinn og byggja járn-
blendiverksmiöjuna i Hvalfiröi,
þá stóö Alþýöubandalagiö á
þingi óskipt gegn þeirri sam-
þykkt.
Þess skal minnst i sambandi
viö afgreiösiu málmblendi-
flokkanna þriggja á Alþingi á
þvi máli, en þeir flokkar eru
óþreytandi aö úthrópa ást sina á
lýöræöi og mannréttindum, aö
þá sýndu þeir I verki hvaö þeir
meina meö þvi hræsniskjaftæöi,
þegar þeir neituöu Borgfiröing-
um sunnan Skarösheiöar um
þaö lýöræöi og þau mannrétt-
indi, aö ákveöa þaö meö leyni-
legriatkvæöagreiösluhvort þeir
vildu hýsa stóriöjuskrýmsliö i
Hvalfiröi i sinu byggöarlagi.
Kurnugir töldu nefnilega aö
90% þeirra myndu segja nei viö
þvi. En vikjum nú aö deginum I
dag. Þegar þaö endanlega réöist
á siöasta hausti, aö Alþ.b.l.
yröi aöili aö rikisstjórn,skal ég
játa, aö þegar allt kæmi til alls
fannst mér misráöiö af flokkn-
um aö ganga til þeirrar stjórn-
arsamvinnu eins og alljt var i
pottinn búiö. Ýmsar ástæöur
íágu til þessarar afstööu
minnar, sem hér veröa ekki
raktar, en eftir nokkurra mán-
aöa setu þessarar rikisstjórnar
er ég enn sama sinnis.
Einn ljós punktur var þó i þess
ari stjórnarmyndun frá minu
sjónarmiöi, nefnilega sá, aö
Hjörleifur Guttormsson líffræö-
ingur og náttúruverndarmaöur
settist á stól iönaöarmálaráö-
herra. Ég treysti honum til aö
halda þeirri stefnu i orku- og
stóriðjumálum, sem til heilla
yröu fyrir land og lýö, öfugt viö
stóriöjubrölt og öngþveiti orku-
mála eftir kokkabök borgara-
flokkanna, en i fullu samræmi
viö stefnu Alþ. b.l. i orku ogstór-
iöjumálum, sem hann átti
drjúgan þátt i aö marka, svo
sem fyrr er getiö. Ekkert hefir
komiö fram sem rýrir traust til
hans I þvi starfi, hitt er meira
vafamál hvort hlaupastrákar
krata á Alþingi undir fjarstýr-
ingu Gylfa Þ. gefa honum
setugriö I ráöherrastólnum þaö
lengi, aö árangur náist. Hjör-
leifuráeftir aö reka sigá marg-
an vegginn áöur lýkur, og hefir
þegar fengiö aö kenna á þvi. 1
sambandi viö efnahagsráöstaf-
anir rikisstjórnarinnar komst
stjórnin aö þeirri niöurstööu, aö
nauösynlegt væri aö hægja á
framkvæmdum á Grundar-
tanga, og meðal annars aö
fresta uppsetningu siöari ofns
verksmiöjunnar um sex til niu
mánuöi.Fyrir siöasakir er þessi
ákvöröun rikisstjórnarinnar
send stjórn Járnblendifélgasins
til umsagnar, þvi auövitaö taldi
rikisstjórnin sig geta ráöiö
þessu i krafti meirihlutaeignar-
aöildar aö fyrirtækinu. Fyrir fá-
um kvöldumer svo skýrt frá þvi
I útvarpinu, aö rikisstjórnin
komi ekki þessum þætti sinum i
efnahagsráöstöfunum fram. Og
hvers vegna ekki? Þaö er er-
lendi auöhringurinn, Elkem
Spilgerverket, sá sem á minni
part i fyrirtækinu, sem segir
NEI! Þaöneistendur.Fyrir þvi
neii veröur rikisstjórn islenska
lýöveldisins aö beygja sig skil-
yröislaust. Þvilik niöurlæging!
Þvilik auömýking!
Og hvernig má þetta nú ske?
Var ekki tryggilega um alla
hnúta búiö fyrir Islands hönd?
Eftir að Alþingi samþykkti eins-
konar rammasamning viö auö-
hringinn, þá tekur embættis-
mannaklika viö. Sú klika gerir
viöbótarsamning viö Elkem,
sem tryggir auöhringnum al-
gjört neitunarvald I málefnum
þessa fyrirtækis. Helst mátti á
útvarpsfréttinni skilja, aö Iön-
aöarráöuneytiö heföi ekki haft
hugmynd um tilvist þessa viö-
bótarsamnings, og væri þaö
ekki nema eftir öðru i þessu
máli. Innsti koppurinn i búri
Járnbiendifélagsins er nú kall-
aöur til vitnisburöar I útvarpinu
um samning þennan. Hann
kveöur samninginn hafa veriö
nauösynlegan, eölilegan og
sanngjarnan, enda sé hann full-
komlega innan marka þess
rammasamnings er Alþingi
samþykkti á sinum tima. Og
þaö sem er þó aöalatriöiö: El-
kem heföi aldrei komiö hingaö,
nema fá þá tryggingu sem þvi
er gefin með samningi þessum!
Þar meö er þaö á hreinu hver
valdiö hefur, hvers skuli vera
rikiö, mátturinn og dýröin aö ei-
lifu. Amen. Þar meö er þaö
einnig á hreinu hverjir höfðu
rétt fyrir sér á sinum tima, þeir
sem töldu meirihlutaeign Is-
lendinga I stóriöjufyrirtækjum i
kompanii viö erlenda auöhringa
slika gulltryggingu ab öllu væri
óhætt á þeirri ævintýrabraut,
eða viö hinir sem töldum slika
kenningu fals eitt og tál. Það er
sem sagt komið á daginn, aö
meöan Elkem-verksmiöjan i
Hvalfirði er enn á byggingar-
stigi, þá telur auöhringurinn
þegar timabært aö heröa snör-
una aö hálsi Islendinga. Hvaö
mun þá slöar veröa? Og hverjir
halda menn að réöu Islandi i
dag, ef draumur Eykonsog ann-
arra stóriðjuofsatrúarmanna
um 20 álbræðslur væri oröinn aö
veruleika?
Þaö er ömurleg tilhugsun, aö
þegar aðstandendur Járn-
blendiverksmiðjunnar, Islensk-
ir og norskir, gera ferö sina i
Hvalfjörð innan tiöar til aö
sleikja karið af þessu afkvæmi
sinu fullsköpuöu, þá veröi iön-
aðarráöherrann okkar, Hjör-
leifur Guttormsson, haföur meö
i för og látinn i nafni sins em-
bættis halda viöeigandi ræöu-
stúf og styöja á hnapp aö tilvis-
un norskra iöjuhölda og Jóns
Sigurðssonar (ekki Forseta) og
setja stóriðjuskrýmslið I gang.
Þar meö væri iðnaöarráöherra
Alþýöubandalagsins geröur aö
einskonar guöföður ófreskjunn-
ar.
Ég unni Hjörleifi Guttorms-
syni betra hlutskiptis. Ég heföi
sömuleiðis seint kosiö Alþýöu-
bandalaginu slika auömýkingu.
En enginn má sköpum renna.
Eöa hvaö?
StarriiGaröi
Helgislepja og
vondir barnatímar
BARNAVINUR hringdi og
kvaöst æfur yfir því uppá-
tæki sjónvarpsins aö fela
börnum umsjón með
Helgistundinni á sunnu-
dagskvöldum.
— Þaö er algjör misskilningur
— sagöi hann — að börnum
landsins sé geröur einhver greiöi
meö þvi aö einn úr hópi þeirra sé
dubbaöur upp i fulloröinsföt og
hann látinn þylja skrifaða ræöu
um aö foreldrar eigi aö láta skira
börnin sin. Þetta var einsog aug-
lýsing fyrir prestastéttina. Og
sjónvarpiö ætti heldur aö sjá
sóma sinn I þvi aö sýna börnum
betra efni á þeim tlmum sem
þeim eru ætlaöir. Éghef auðvitað
ekkert á móti þvi aö börn fái aö
koma i sjónvarpiö á „fulloröins-
timum” og segja okkur si'nar
meiningar um hlutina — en þessi
helgislepja á bara ekki viö. Og
þaö er algjört lágmark að börnin
fái þó aö semja ræðurnar sjálf.
Og úr þvi ég minntist á blessaö
„barnaefniö” væriekkiúr vegi aö
spyrja hvort menn séu yfirleitt
ánægöir meö aö börnum sé
sýndur annar eins óþverri og
framhaldsmyndaflokkurinn Gull-
grafararnir sem hefur dunið yfir
landsins börn undanfarna miö-
vikudaga. Þar snýst allt um
fylleri og áflog, manndráp og
peninga. Þaö er nóg af sliku á
fulloröinstimunum, þótt barna-
timarnir séu ekki undirlagöir
lika.
örn hringdi og haföi
þetta til rjúpnamáia aö
leggja, en þau eru mikil
eiiíföarmál meö þjóöinni
eins og kunnugt er.
— Mér dettur i hug hvort ekki
er hægt aö bjarga rjúpnamálum
meö þvi aö setja upp sérstakt bú
frá
lesendum
og rækta þar rjúpur i stórum stil
og slátra eftir þvi sem áhugi
manna og matarlyst fyrir hátiöar
segir til um.
Mætti þá skapast nokkur friöur
i blööum fyrir rjúpnaskrifum og
samviskuhrellingum og öörum
áhyggjum væri af mörgum létt.
Lausn rjúpnamála
Nú er lag
Nokkrar undanfarnar vikur
hafa birst I dagblöðum greinar
frá nemendum framhaldsskól-
anna þar sem bent er á þaö mis-
rétti sem tiökast I skólunum þar
sem nemendum er gert aö greiöa
laun sumra starfsmanna skól-
anna þ.e. starfsfólks I mötu-
neytum skólanna. Krafa nem-
enda er aö allir starfsmenn skól-
anna séu launaöir af opinberri
hálfu, enda beinlinis fáránlegt aö
nemendur greiöi laun þessa fólks
þegar almennt er gert ráö fyrir
þvi aö samfélagiö standi undir
öðrum launakostnaöi viö skólana.
Eöa hversvegna greiöa nem-
endur ekki lika laun kennara og
ræstingarfólks meö skólagjöldum
sinum einsog tiökast sumsstaöar
erlendis?
Nú er lag fyrir yfirvöld aö sýna
hug sinn til þessa réttlætismáls
nemenda. I bæjarstjórn Hafnar-
fjaröar er þessa dagana til
umfjöllunar fjárhagsáætlun
bæjarins en I tillögum fyrir hana
finnst enn sem komið er ekki staf-
krókur um mötuneyti nemenda i
Flensborgarskóla. I Flensborgar-
skóla er meira aö segja svo illa
búiö aö þessum málum aö þar er
ekkert mötuneyti þótt nemendur
séu almennt i skólanum frá kl. 9 á
morgnana og til kl. 4 á daginn.
Hinsvegar er þar ágætt kennara-
mötuneyti og hafa nemendur
farið fram á viö bæjarstjórn
Háfnarfjarðar aö þeir fái
annaöhvort aðgang aö þvi mötu-
neyti (sem væri vel fram-
kvæmanlegt) eöa fá sitt eigiö sem
væri þó mun óhagkvæmara þar
sem þá yröu rekin tvö mötuneyti i
skólanum. Einnig er sjálfsagt aö
starfsmaöur þessa mötuneytis
yröi launaöur af opinberum
aöilum á sama hátt og starfs-
maöur núv. kennaramötuneytis.
Nemendur munu fylgjast meö
framgangi þessa máls og hvetur
Landssamband mennta- og fjöl-
brautaskólanema bæjarstjórn
Hafnarfjaröar til aö afgreiöa
þetta mál á jákvæöan hátt þannig
aö nemendum veröi gert auöveld-
ara aö fá hollan og næringarrikan
mat á hinum langa skólatima
sinum.
Framkvæmdastjórn L.M.F.