Þjóðviljinn - 24.02.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Side 2
2 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. febrúar 1979 Af fullkomnum Mér hef ur verið sagt að það sé Edgar Alan Poe, sem fann upp sakamálasöguna. Hvort sem það er nú rétt eða ekki, er eitt víst, fáar tegundir bókmennta hafa átt jafn gífurlegum vinsældum að fanga og sakamálasögur og svonefndar leynilögreglusögur. Eitthvert unaðslegasta tómstundagaman sem um getur er að sitja með sveittan skall- ann yf ir bók eftir Agötu Christie og reyna að komast til botns í því hver haf i drepið hvern, hvar og hvers vegna, áður en höfundur segir frá því á síðustu síðum doðrantsins. Fyrst er framinn ,,fullkominn glæpur" og svo kemur sjeníið Poirot eða einhver ámóta, leysir gátuna og afhjúpar hinn seka með bravúr. Einhvern tímann rakst ég á þá kenningu i fræðiriti að kríminólógar (glæpafræðingar) væru á síðari árum farnir að hallast að þeirri skoðun að f ullkomleiki glæpa yxi í öf ugu hlut- falli við fullkomleika leynilögreglumanna, þannig að þvi f ullkomnari sem leynilöggan er, þeim mun ófullkomnari verða glæpirnir. Hér á landi teljast það því undur og stór- merki ef framinn er „fullkominn glæpur", enda gerist það sárasjaldan á ári hverju. Fullkomnustu glæpir sem framdir eru, eru að mati sérfræðinga lögverndaðir glæpir, en sá hluti fyrirbrigðisins er svo umfangsmikill að ekki eru tök á að gera honum nein skil hér. glæpum Ég mun því halda mig við fullkomna ólög- verndaða glæpi. Einhvern tímann á árunum var brotist inn á skrifstof u einhvers staðar úti á landi, lamirn- ar logsoðnar af peningaskápnum og innihald skápsins síðan hirt. Hér var um að ræða svo fullkominn glæp að fenginn var sérfræðingur frá Scotland Yard til að upplýsa málið. Eftir umfangsmiklar rannsóknir kom það í Ijós að ekki hefði verið hægt að sjóða lamirnar af skápnum, nema opna hann fyrst og þá var málið orðið það f lókið að það var — að ég held — látið niður falla. Að minnsta kosti hef ég ekki heyrt um það síðan. Um daginn var svo framir.n glæpur, sem virðist í fljótu bragði vera algerlega fullkom- inn. Að minnsta kosti hefur ekkert heyrst um málið í nærri mánuð. Þetta var þegar maður í hettuúlpu, angandi af Oldspæs lét drauma núverandi og fyrrver- andi póstmeistara rætast með því að „beita hörðu" og láta greipar sópa um fjármuni í vörslu pósthússins. Nú er lögreglan búin að vera að garfa í þessu máli i hartnær mánuðog hef ur heyrst að hringurinn sé farinn að þrengjast. Eftirfar- andi er Ijóst: Innbrotsþjófurinn var ókunnugur staðhátt- um í Sandgerði. Hann hafði setið að sumbli alla nóttina. Og þaðsem þyngsterá metunum: Hann var sexhentur og beitti hörðu fimlega. Hið siðastnefnda er svo óvenjulegt að lög- reglan hefur gert gangskör að því að hafa uppá öllum þeim sem vitað er um hériendis sem beita hörðu fimlega, eru sexhentir, ókunnir staðháttum í Sandgerði og drekka Óldspæs á nóttunni. Það að maðurinn hafi verið ókunnugur í Sandgerði markar lögreglan af því að ræstíngakraftur pósthússins sá hann vera að kíkja fyrir horn daginn áður,og það er Ijóst að menn kíkja ekki fyrir horn, nema þeir viti ekki hvað er handan við það. Ljóst er að maðurinn hafði setið að sumbli alla nóttina og drukkið Óldspæs. Eins og veðrið var þennan morgun hefði lyktin af rakspíra verið fokin út í veður og vind. Lyktin var útúr honum. Með því að fara yfir athafnir mannsins þarna á pósthús- inu má Ijóst vera að hann var sexhentur. Með fyrstu hendinni tók hann í hurðarhúninn, með annarri slökkti hann Ijósið, í þriðju hendinni hélt hann á vasaljósinu, með f jórðu hendinni handfjatlaði hann „ókennilegan, harðan hlut", með fimmtu hendinni tæmdi hann svo peningakassann,en með sjöttu hendinni gerði hann sig skiljanlegan, klóraði sér o.s.frv. Nú hefur sterkur grunur fallið á amerískan hárgreiðslumeistara á vellinum,en hann hef ur viðurnefnið„sexhenti", Jói sexhenti (Joesex- maniac). Maður þessi er grunaður þar sem hann er einn af fáum suður með sjó, sem hef- ur aðgang að Óldspæs og þó ekki síður vegna viðurnefnisins. Þess verður því væntanlega ekki langt að bíða að ráðgátan um sexhenta sprittistann verði leyst. Og auðvitað má alltaf nota gömlu góðu að- ferðina sem Hjálmar lýsir svo snilldarlega: Ef magnast glæpagrunurinn, gerast löggur kátar. Þær setja bara einhvern inn sem endanlega játar. Flosi Skólamála- fundur í MH Bæði rótgróin og ný- stofnuð félög róttækra nemenda i framhalds- skólunum á Stór-Reykja- víkursvæðinu hafa undanfarið haldið fjöl- marga fróðlega fundi sem miða að því að ræða ýmis þjóðfélagsmál útfrá nokkuð öðru sjónarhorni en almennt er í kennslu- bókum. Mörg félaganna hafa notfært sér boð um efni og leiðbeinendur frá Æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins. Sem dæmi má taka fund sem Rót- tæka félagiö i Mennta- skólanum við Harmahlíð hélt á dögunum með Herði Bergmann náms- stjóra, um skólann og stjórnun hans. Fundinn sátu aö meöaltali um 20 manns, nægilega fátt til aö allir gætu viöraö skoöanir slnar og þó nógu fjölmennt til aö hægt væriaöhafa a.m.k. ööru hverju stjórn á umræöuefninu. Um ýmislegt var fjallaö á fundinum sem óvist er aö nemendur hafi almennt velt fyrirsér. Hvaöa aöilar eru þaö t.d. sem hafa mest áhrif á stjórnun skólanna og þ.á m. á- kveöa hvaö nemendur skuli gera? Hverju ráöa nemendur um nám og félagslíf? Hvernig speglast viöhorf ráöandi þjóö- félagsafla I starfi skólanna? Hvert er hlutverk skólans? Hvenær á aö hefja sérhæfingu námsins? Til hvers eru Dróf? Af hverju hafa danskir skólanem- endur miklu meira valfrelsi varöandi námsefni og próf en Islenskir? Hver er afstaöa só- sialista til áfangakerfisins? Er raunhæft aö ætla nemendaráö- um skólanna aö koma fram sem fulltrúi nemenda I öllum málum gagnvart skólayfirvöldum? Vita foreldrar eitthvaö um þaö sem gerist i skólanum? Hver ættu áhrif' þeirra aö vera? Hvaöa þýöingu hefur þaö aö les£ punkta úr þýskum bókmenntum á framhaldsskólastiginu? Hverju mundu lög um sam- ræmdan framhaldsskóla breyta? Og svo framvegis, og svo framvegis. Enginástæöa er til aö tíunda hér hvaöa skoöanir fundarmenn höföu á einstökum þessara at- riöa og fleirum sem bar á góma. Ljóst er aö skólinn er til þess ætlaöur aö innræta nem- endum sjónarmiö ráöandi þjóö- félagsafla og nemendur og for- eldrar eru almennt lítt spurö um viöhorf þeirra. Vinnuaö- feröirnar sem almennastar eru i skólunum, eru einna helst sam- bærilegar við geöveikrahæli; nemendum er ætlaö aö skipta um áhugaefni á 40 minútna fresti í staö þess aö vinna aö þvi sem þeir hafa áhuga á hverju sinni. 1 grunnskólanum er félagslifi nemenda haldiö i járngreipum og jafnvel i hinum frjálslyndustu framhaldsskól- um uröu stofnanir félaga vinstri sinnaöra nemenda tilefni ýmis- konar taugatitrings. Róttæku félögin vilja auka frelsi og víösýni nemenda. Skól- inn hefur brugöist þvl hlutverki sinu aö varpa ljósi á málin frá öllum sjónarhornum. Þvl hljóta samtök nemenda sjálfra aö koma til. óó. Guömundur örn ólafur Hjalti Höröur Þröstur Fræðslufundur í framhaldsskólum Eins og kunnugt er hafa aö und- anförnu veriö haldnir I fram- haldsskólum á Stór-Reykjavlk- ursvæöinu fundir á vegum rót- tækra og málfundafélaga skól- anna. Eftirtaldir fundir hafa veriö haldnir: 1 menntaskólan- um viö Hamrahliö hafa veriö haldnir tveir fundir. Fyrri fund- urinn sem haldinn var á vegum Þjóömálafélags MH var kynn- ing á marxisma sem Guömund- ur Ólafsson menntaskólakenn- ari sá um. Seinni fundurinn var haldinn á vegum Róttæka fé- lagsins, meö Heröi Bergmann námsstjóra, þéssa fundar er sérstaklega getiö annars staöar á siöunni. 1 fjölbrautaskólanum Flens- borg hafa veriö haldnir tveir fundir á vegum Röðuls, félags vinstri sinnaöra framhalds- skólanema I Hafnarfiröi. Fyrri fundurinn fjallaöi um andstæð- ur auövaldsþjóöfélagsins. Þröstur Olafsson hagfræöingur haföi framsögu. Seinni fundur- inn fjallaöium sögu sósiallskrar hreyfingar á Islandi. Framsögu haföi Hjalti Kristgerisson hag- fræöingur. I fjölbrautaskólanum I Breiö- holti hefur félag sósialista I skólanum boöaö til tveggja funda. Sá fyrri var kynning á marxisma, sem Guömundur ólafeson menntaskólakennari sá um. A slöari fundinum fjall- aöi Ólafur R. Einarsson sagn- fræöingur um sögu sóslaliskrar hreyfingar á íslandi. I mennta- skólanum I Reykjavik hefur veriö haldinn einn fundur á veg- um Framtiöarinnar, málfúnda- félags skólans. Þar kynnti Orn ólafsson menntaskólakennari marxismann. Fleiri fundir veröa i framhaldsskólunum, og verður þeirra getiö á þessari föstu siöu Æskulýösnefndar Al- þýöubandalagsins sem birtist hér í blaöinu hálfsmánaðarlega.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.