Þjóðviljinn - 24.02.1979, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Qupperneq 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 24. febrúar 1979 Umsjón: Guðrún Ögmundsdóttir Hallgerður Gísladóttir Kristín Ástgeirsdóttir Kristín Jónsdóttir Sólrún Gísladóttir Kapprætt um kvennahreytingu í siðustu viku gafst félögum Rauðsokka- hreyfingarinnar og 8. mars-hreyfingarinnar tækifæri til að reifa málefni kvennabarátt- unnar á kappræðufundi sem bar yfirskriftina „Hvernig skal byggja baráttuhreyfingu kvenna” og var boðað- ur af Eik-ml. I hitamollu og loftleysi opin- beraöist sá sannleikur aö Eik- ml hefur fengiö senda kenningu austan um haf um þaö hvernig byggja eigi upp hreyfingu kvenna, sem gagnast megi i baráttunni gegn risaveldunum i austri og vestri og veröa væntanlegum kommúnista- flokki maóista stoö og stytta i baráttunni. Kenningin er á þá leiö aö fyrst kemur kommún- istaflokkurinn (Eik-ml), þá kvennahreyfingin (8. mars- hreyfingin) og siöan samfylking um brýn málefni sem þýöir að Eikarar munu um stund gleyma .. gagnrýni sinni á endurskoö- unarsinna eins og Rauösokka- hreyfinguna og starfa meö þeim. Þarna er sem sagt ■ dæmigeröur piramidi á feröinni þar sem flokkurinn er æöstur. 1 ljósi þessarar kenningar veröur margt augljóst sem áöur var sjónum hulið og skiljanlegt aö hiö lausbundna og lýöræöis- lega skipulag Rauösokka- hreyfingarinnar fari ákaflega i taugarnar á Eikurum. Þessa aöila greinir á um skipulag eins og svo margt fleira. Til aö mynda kom fram i máli einnar ræöukonu Eik-ml aö og frekar en aö kljúfa á þvi máli einbeitir hreyfingin sér aö verk- efnum sem brenna á konum og eru i samræmi viö grundvöll hreyfingarinnar. Nokkrar umræður uröu um upphaf kvennakúgunar og snerust þær m.a. um skrif Engels á öldinni sem leiö og kenningar nútima mannfræö- inga en hér veröa þau mál látin liggja milli hluta, enda flóknari en svo aö þeim veröi gerö skil i stuttu máli. 1 heild var fundurinn heldur þrasgjarn, spurningar dundu yfir á báöa bóga, sem enginn timi vannst til aö svara, en eink- um veröur þaö aö skrifast á reikning Eikara aö svo fór, þvi þeir hópuöust I ræöustól um leiö og umræöur hófust og dembdu spurningum yfir Rauösokka. Afleiöingin varö sú aö mönnum hætti til aö festast i fortiðinni, en umræöuefniö gaf svo sannar- lega tilefni til aö ræöa um bar- áttuaöferöir og framtiöarmark- miö. Þegar allt kemur til alls eru þessar hreyfingar þó sam- mála um aö kvennabaráttuna Framhald á 18. siöu Það var þröngt setinn pallurinn á kappræðufundinum, en þráttfyrir hitamollu og loftleysi urðu fjörugar umræður. Samstarf 8. mars milli Raudsokka- hreyfingarinnar og 8. mars- hreyfmgarinnar Að undanförnu hafa viðræður átt sér stað milli Rauðsokka- hreyfingarinnar og 8. mars- hreyfingarinnar um samstarf i aðgerðum á aiþjóðlegum baráttudegi verkakvenna. Hreyfingarnar stefna að þvf að halda sameiginlegan kvöidfund þann 8. mars. Hvor hreyfingin um sig hefur tilnefnt fulltrúa i fundarhóp, en hann hefur það hlutverk að sjá um fundinn. Jafnréttissiðuna langaði til að fá nánari fregnir af starfi hóps- ins og brá sér þvf til Margrétar Rúnar Guðmundsdóttur, eins fulltrúa Rauðsokkahreyfingar- innar f fundarhópnum og spurði hana nánar um gang mála. M.R.G.: Já, viö stefnum aö þvi aö á þessum fundi veröi 3 örstuttar ræöur, þ.e. ein frá hvorri hreyfingu og sú þriöja frá utanaðkomandi verkakonu og hafa komiö upp hugmyndir um verkakonur frá Akranesi. Ræöa Rauösokkahreyfingarinnar mun fjalla um hvers vegna kvennabaráttan er nauösynleg, en ræöa 8.-mars-hreyfingarinn- ar um alþjóölegu baráttuna. Verkakonan mun aö öllum lik- indum fjalla um refsibónusinn eöa eitthvert annaö mál sem er ofarlega á baugi i verkalýös- baráttunni. Nú, svo munu koma fram sönghópar á vegum hreyf- inganna. Aöalatvinna okkar I fundar- hóp felst þó I samningu samfelldrar dagskrár sem á aö fjalla um barniö og konuna i kapitalisku þjóöfélagi. Þar tök- um viö m.a. fyrir fjandsamlega afstööu atvinnurekenda til (barnshafandi) kvenna, fæöingarorlofið, meölags- greiöslur og stööuna i dag- vistarmálum. Grunnskólann Margrét Rún Guðmundsdóttir fulltrúi Rsh. I fundarhóp. fjöllum viö einnig um, tökum fyrir félagslegt hlutverk hans, kynfræöslu, vinnuálag i skólum o.s.frv. Siöan fjöllum viö um barnamenningu, barnaofbeldi, barnavinnu, æskulýösmál og eldri börn og svo aö lokum fóstureyöingar. Þetta spannar mjög vitt sviö eins og menn vafalaust sjá, en ætti aö geta oröiö mjög skemmtilegt. Form dagskrár- innar veröur svolitil nýbreytni þvi aö i henni veröa stuttir leikþættir sem leikarar munu flytja; tveir lesarar sjá um les- textann og svo er söng blandaö inn á milli. Viö erum vel á veg komnar meö dagskrána, fórum m.a. upp I ölfusborgir um siöustu helgi til aö vinna aö henni. — Er ljóst hvar fundurinn verður haldinn? M.R.G.: Rauösokkahreyfingin er búin aö fá Félagsstofnun stúdenta þann 8. mars, en viö erum hins vegar aö garfa i þvi aö fá hátiöarsal Menntaskólans við Hamrahliö þvi aö aöstæöur þar eru öllu heppilegri. — En hvar svo sem fundurinn veröur haldinn þá liggur alla vega ljóst fyrir aö hann veröur aö kveldi 8. mars kl. 20.3ften fólk er hvatt til aö fylgjast meö nánari fregnum af fundarstaö. — Hvernig hafa samstarfs- viðræður hreyfinganna gengið? Framhald á 18. siðu jafnréttisbarátta á heimilunum muni aöeins til aö þreyta alþýö- una. Samkvæmt þessu eiga kon- ur bara að þola misréttiö heimafyrir og biöa eftir bylting- unni. Þá lagast þetta allt. Greinarhöfundur er aftur á móti þeirrar skoðunar aö jafnrétti innan veggja heimilisins sé afar nauösynlegt til aö létta vinnuá- lagi af konum og reyndar al- gjört jafnréttismál. Meö þvi ættu þær aö eiga auöveldara meö aö komast út og gerast virkar I baráttunni. Annaö atriöi sem vert er aö minnast á er afstaöan til fjöl- skyldunnar. Þar er mikill á- greiningur. Annars vegar virö- ist sem Eikarar taki undir meö ihaldinu um varöveislu fjöl- skyldunnar sem grunneiningar og þeim er beinlinis I nöp viö hugmyndir um ný sambýlis- form, enda er fjölskyldunni nú ákaft hampaö I Kina (i sam- ræmi viö önnur smáborgaraleg viöhorf sem þar vaöa uppi) og auövitaö tekur Eik-ml upp þá stefnu umhugsunarlaust. Hins vegar lita Rauösokkar á fjöl- skylduna i núverandi mynd sem afsprengi stéttaþjóöfélagsins, til þess ætiaöa aö viöhalda borgaralegum hugmyndum, misrétti i uppeldi og verkaskipt- ingu og þar meö kúgun kvenna. Rauðsokkum finnst aö ný sam- býlisform séu nauösynlegur valkostur, svo og aukin samneysla á öllum sviöunven aö sjáifsögöu eiga slikir draumar langt i land. Spörfugl á fílsrassi Heimsvaldastefnu bar mikiö á góma. Eikarar fylgja þar kenningum Kinverja um risa- veldin og heimsvaldastefnu Sovétrikjanna og telja óhjá- kvæmilegt að kvennahreyfingar taki afstööu i þvi máli. 1 ræöum rauðsokka kom fram aö innan hreyfingarinnar eru skiptar skoöanir á heimsvaldastefnunni Nýliöahópur á vegum Rauðsokkahreyfíngarinnar I dag, laugardaginn 24. febrú- ar, kl. 14.00. byrja Rauðsokkar með hóp fyrir nýliða í hreyfing- unni. Jafnréttissfðan fór á stúf- ana tii að leita nánari fregna um tilvonandi starfsemi þessa hóps, og hitti að máli eina af um- sjónarkonum námskeiösins. Hver er tilgangurinn með þvf að starfrækja nýliðahóp? — Tilgangurinn meö nýliöahóp er fyrst og fremst sá, aö gefa konum, sem áhuga hafa á kvennabaráttunni, kost á aö afla sér undirstööuþekkingar á henni og tækifæri til aö ræöa hana frá ýmsum hliöum. Meö þessu móti kynnast konurnar lika Rauösokkahreyfingunni og helstu baráttumálum hennar af eigin raun, án þess þó aö þær séu á nokkurn hátt skuldbundn- ar tilaö starfa meö henni. Hvernig fer starfsemi nýliða- hópsins fram? — Viö höldum átta fundi og á hverjum þeirra er tekiö fyrir af- markaö efni s.s. fjölskyldan, konur I atvinnulifinu, rétturinn yfir eigin likama, kynferöisleg og efnahagsleg kúgun kvenna, konur og sósialismi, saga nú- timakvennahreyfingar o.fl. A hvern fund mætir einhver sem er virk i hreyfingunni og hefur smá innlegg i byrjun fundar,en aö ööru leyti byggist þetta mest á umræðum um efnið. Þar sem hægt er aö koma þvi viö munum viö benda á lesefni um hvert efni, en þar sem mjög litiö hefur veriö skrifaö um málefni kvennabaráttunnar á Islensku veröur þaö liklegast af skornum skammti. Verða allir sem vilja starfa með Rauðsokkahreyfingunni að fara i gegnum nýliðahóp? — Nei alls ekki. Meö nýliöahóp erum viö fyrst og fremst aö bjóöa upp á ákveöna fræöslu sem er erfitt aö afla sér hér- lendis vegna skorts á lesefni og gefa konum kost á aö ræöa mál sem liggja þeim á hjarta. Ef konur kæra sig ekki um aö fara i nýliöahóp þá þurfa þær þess ekki. en geta byrjað strax aö starfa meö hreyfingunni aö ýmsum málum. Þær sem eru i nýliöahópnum geta jafnframt veriö i ööru starfi i hreyfing- unni. Viö höfum hins vegar heyrt konur kvarta undan þvlaö þaö sé erfitt aö nálgast hreyfinguna og komast inn I starf hjá henni, og þetta viljum viö endilega laga. Meö þvi aö taka þátt I nýliöahópnum ættu konur aö geta kynnst Rauð- sokkahreyfingunni og þeim sem i henni starfa og þá ætti næsta skrefiö ekki aö veröa eins erfitt. Aö lokum vona ég svo aö konur sýni nýliöahópnum áhuga og mæti i Sokkholt, Skólavöröustig 12, kl. 14.00 I dag.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.