Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.02.1979, Blaðsíða 11
um vinnslusvæðisins og úrvinnslu þeirra, mætti stilla gróflega af vatnafræðilega likingu svæöisins, en hún er einhvernveginn svona: Innstreymi ofan- og neðanjarð- ar -t- úrkoma lækkun í vötnum + lækkun grunnvatnsborðs = af- rennsli ofan- og neöanjaröar + vatnsnám Vatnsveitunnar + hækkun i vötnum + hækkun grunnvatnsborös. Helstu vandkvæðin verða trú- lega á að meta grunnvatnsrennsl- ið. Upplýsingar vatnafræöilegu likingarinnar um sikvikt samspil þessara þátta yfir nokkurt tima- bil voru mjög mikils virði. Aö þeim fengnum væri rekstur vatnsvinnslusvæðisins kominn á þaö stig, sem viðunandi þótti fyrir ekki mörgum áratugum. Þessu næst þarf, auövitað að afla þeirra upplýsinga til viðbót- ar, sem nauðsynlegar eru til að smiða tölvulikan af svæöinu. Þetta eru einkum upplýsingar um jarðfræðilega og jarðvatnsfræöi- lega gerð alls vatnasvæöisins, sem vatnsvinnslusvæðið er hluti af. Þegar tölvulikanið er fengið, er hægt að reka vatnsvinnslu Vatnsveitunnar á nútima hátt. Reykvíska aðferðin Hvað hefur þá Vatnsveita Reykjavikur gert til að tryggja vatnsöflun sina? Jú, þeir hafa borað. Á siðasta áratug hafa t.d. verið boraöar um 100 vinnslu- og rannsóknarholur á litlu svæði I Heiðmörk. Kostnaðurinn viö boranirnar einar hlýtur að reikn- ast i hundruðum miljóna nú- króna og allur kostnaður viö veituframkvæmdirnar; boranir, lagnir, dælur o.s.frv., nemur auð- vitað miklu hærri upphæö. Meöan þessar framkvæmdir stóðu yfir, sinnti einn jarðfræðingur, i hjáverkum, ráögjafarstarfsemi um val borstaöa, eftir þvi sem næst verður komist. Það voru all- ar rannsóknirnar! Af ráögjöf varöandi framtlaðarskipulag vatnsöflunarinnar fara hinsveg* engar sögur. Hér er sannarlega unnið meira af kappi en forsjá. Vatnsveitustjóri hefur skellt skolleyrum viö allri gagnrýni á þessi vinnubrögö, en afleiðingar þeirra koma nú sem óðast I ljós. Vatnsskortur vofir slfellt yfir Reykvikingum, þrátt fyrir um- talsverðar fjárfestingar Vatns- veitunnar I vatnsnámi slnu. Miljónum króna hefur áreiðan- lega veriö kastaö á glæ við til- gangslitlar boranir. Vegna þess, aö Vatnsveitan má ekkert vatn missa og allt tiltækt er notað, reyndist meirihluti þeirra vatns- sýna, sem borgarlæknir tók áriö 1977 af neysluvatni borgarbúa (reyndar slæmt ár), gallaöur eða ónothæfur til neyslu vegna gerla- mengunar, skv. alþjóðlegum heilbrigðisstöðlun. Þannig má áfram telja, en hér verður staðar numiö aö sinni. Hvað ber að gera? Það stendur nú upp á nýju borgarstjórnina, aö taka vatns- öflun Vatnsveitu Reykjavikur til athugunar meö það fyrir augum, að tryggja borgarbúum nóg af góöu vatni, bæöi I rigningu og þurrki. Fyrsta skerfið ætti að vera að kalla til fagmenn að kynna sér ástand þessara mála og vinna úr gögnum Vatns- veitunnar, þeim sem til eru. Að fengnu áliti þeirra um stöðu vatnsöflunarinnar og nauösyn- legar úrbætur þarf að athuga, hver eigi aö hafi meö höndum stjórn vatnsnáms Vatnsveitunn- ar. Það sýnist ekki vera nauösyn- legt, að sami stjórnandi sé yfir vatnsvinnslunni og dreifikerfinu. Ennfremur þarf aö tryggja, að vatnsnáminu sé mörkuð traust framtiöarstefna með hagsmuni Reykjavikur og nærliggjandi byggöarlaga fyrir augum. Laugardagur 24. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 A isfirska togaranum Sólborgu. Karfaveiðar á Nýfundnalandsmiöum á 6. áratugnum (Ljósm.:Jón Hermannsson) Þjóðviljinn við ísafjarðardjúp Ljósmyndarar stilia sér upp á Ljósmyndastofu Leós: Sitjandi er Jón Hermannsson en standandi þeir Hörður Kristjánsson nemi og Leó Jóhannsson ljósmyndari (Ljósm.:Leifur) Ljósmyndun á ísafirði Rætt við lón Hermannsson formann Félags áhugaljósmyndara þar og Leó Jóhannsson ljósmyndara Það vakti athygli á af- mælissýningu Félags á- hugaljósmyndara í Boga- sal Þjóðminjasafnsíns í fyrra að mikið bar á Ijós- myndurum frá Isafirði. Er blaðamenn Þjóðviljans voru á ferð vestra nýlega leituðu þeir uppi formann Félags áhugaljósmyndara á ísafirði og höfðu við hann spjall. Hann heitir Jón Hermannsson og vinn- ur nú hálfan daginn á I jós- myndastofu Leós Jóhannes- sonar sem hef ur mikil um- svif á ísafirði. Þar á Ijós- myndastofunni hittum við lika Leó og lærling hans, Hörð Kristjánsson, sem líka er virkur félagi í Félagi áhugaljósmyndara. — Hvenær var félagið stofnaö, Jón? — Það mun hafa verið i april 1978 og starfssvið þess er tsa- fjöröur og nágrenni. Skammstöf- un félagsins er FAt. Auk þess að taka þátt i afmælissýningunni fyrir sunnan, en þar áttu fjórir okkarmyndir, efndum við til ljós- myndasýningar á tsafirði um hvitasunnuna i fyrra og er hún sú fyrsta sinnar tegundar á Vest- fjörðum. Kölluðum við hana SÝN 78. Nú er hugmyndin að efna hér til annarrar sýningar með þátt- töku fleiri manna og auk þess höf- um við hug á að fá fyrrgreinda af- mælissýningu vestur. — Eru margir I félaginu? — Þeir eru nú um 60 en misjafn- lega virkir. Þetta er fólk á öllum aldri. Elsti félaginn er Eirikur gamli Guðjónsson en þeir yngstu eru 12 — 14 ára. Auk tsfirðinga eru nokkrir ffá Bolungarvik og Suðureyri og eru sumir þeir svo áhugasamir aö þeir hafa brotist hingað I ófærð til að komast á fundi. — Er mikið um fundahöld? — Við höfum fundaraöstöðu i iðnskólahúsinu og haldið þar námskeið nokkrum sinnum. Leó hefur verið okkur til aöstoðar, gagnrýnt og gefiö góö ráð. Ég held aö þaö sé fremur sjáldgæft að fagmenn sinni áhugafólki jafn vel og Leó hefur gert. Viö höfum haft myndakvöld þar sem við höf- um sýnt bæði pappirsmyndir og litskyggnur. Svo höfum viö i hyggju aö fara i feröalag saman. — Hafiö þiö einhverja aðstöðu til að framkalla og stækka upp? — Nei, en við höfum mikinn hug á þvi aö koma okkur upp myrkra- herbergi og góðum tækjum. Leó tekur eingöngu i lit svo að við höf- um enga aðstöðu til að halda þar námskeiö i framköllun og stækk- un. Mjög margir eiga nú oröiö góöar myndavélar svo aö sjálf- sagt er að reyna að bæta fram- leiösluna. — Ert þú búinn aö vera lengi meö Ijósmyndadellu, Jón? — Ég er búinn að vera að fikta i þessu sfðan ég var skólastrákur og smiðaði sjálfur mina fyrstu stækkunarvél. Ég var loftskeyta- maður til sjós i gamla daga og hef t.d. undanfarið verið að vinna að þvi að stækka myndir sem ég tók um borð þá. — Að lokum, Leó. Er löng ljós- myndahefð hér á tsafirði? — Björn Pálsson kom hingaö 1891 og setti upp stofu en ham haföi lært i Bandarikjunum. Allt mannamyndasafn hans er nú i eigu Isafjaröarkaupstaðar en plöturnar af þjóölifsmyndum hans og landslagsmyndum munu hafa lent i eldsvoða á sinum tima. Arið 1917 kom svo hingað dansk- ur slöngumaöur sem hafði haft sinn eigin sirkus en fariö á haus- inn. Það var Martinius Simson seni bjó hér siðan og rak ljós- myndastofu auk annars sem hann fékksí viö. Hjá honum mennt- uöust siðan nokkrir tsfiröingar sem störfuðu hér i bænum. Ég er hins vegar menntaður erlendis. —GFr Færeysk skúta og nýsköpunartogari (Ljósm.: Jón Hermannsson)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.