Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 3
Þrtftjudagur 6. mtrt 1»7». ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Slóg úr fiski nemur um 9% af fiskþyngd:
Vetur konungur ríkir nú um (sland. Mynd
þessi var tekin á föstudaginn skammt
frá Ferstiklu I Hvalfirði. Flutningabif-
reið frá Borgarnesi var út af veginum en
malarflutningabíll Vegagerðarinnar
kemur til hjálpar. (Ljós. Haukur Már)
Loðnubaim
t erindi eftir þá Sigurjón Ara-
son efnaverkfræðing og Geir
Arnesen forstöðumann Rann-
sóknarstofnunar fiskiðnaðarins
sem flutt var á ráðstefnu Verk-
fræðingafélags tslands um helg-
ina kom fram að nýta má slóg og
annan fiskúrgang betur og á fjöl-
breyttari hátt en nú er gert. Ein-
faldasti vinnslumáti slógs er t.d.
að gera úr þvi slógmeltu sem
nota má tii minka-, nautgripa- og
sauðfjáreldis og standa nú yfir
tilraunir til sliks hér á landi.
I fyrra voru geröar á vegum
Rannsóknarstofnunar fisk-
iönaðarins tilraunir til að fram-
leiða meltu úr loðnu og spærlingi
og heppnuöust þær vel og hefur nú
veriö stofnað islenskt fyrirtæki til
framleiðslu á fiskmeltum. Einnig
var framleitt á vegum stofnunar-
innar nokkurt magn af slógmeltu
sem var prófaö til minkaeldis i
Danmörku og llkaði vel.
Þá standa nú yfir fóðrunartil-
raunir á 32 kálfum i Gunnarsholti
og éta þeir meltur úr loðnu,
þorskslógi, grásleppu og hval-
innyflum. Einnig eru fóðrunartil-
raunir á kindum i Stiflisdal og eru
þær eingöngu fóðraðar á heyi og
meltum úr hvalinnyflum.
1 erindinu sagöi að framleiðslu-
aðferð slógs sé mjög einföld. Hrá-
efnið er hakkaö niður i tanka með
hræriverki og bætt I 2-3% maura-
sýru. Slóg er sums staðar unnið i
mjölverksmiðjum hér á landi en
það fer minnkandi og mjög viöa
er þvi hreinlega hent. Það nemur
ca. 9% af fiskþyngdinni eftir aö
lifur og hrogn hafa veriö hirt.
Arið 1977 hefði t.d. verið hægt að
framleiða um 34 þús. tonn af
slógmeitu úr þorski og ufsa.
—GFr
Stýrimanna- og iönskólar hafa vanrœkt kennslu í netagerð
Þörf á aðgerðum til úrbóta
segir Guðni Þorsteinsson, fiskifrœðingur
t erindi sem Guðni Þorsteins-
son fiskifræðingur flutti á ráð-
stefnu um öflun sjávarfangs um
siðustu helgi sagði hann að langt
væri f land að netagerð stæði jafn-
fætis öðrum iðngreinum hvað
kennslu snerti og af þeim sökum
hafi iðnnemar mjög litið sótt i
netagerð enda sé meðalaldur
netagerðarmanna Iskyggilega
hár. Sé þvi þörf á skjótum að-
gerðum i þessari undirstöðugrein
islenskra fiskveiða. Þá sagði
Guðni að stýrimannaskólar hefðu
einnig vanrækt kennsiu I veiðar-
færum.
Meistarakerfi er enn viö lýði I
netagerö og þar sem meistarinn
er oftast sérhæfður i einhverri
ákveðinni gerð veiðarfæra t.d.
hringnót eða botnvörpu, vill
kennslan oft veröa gloppótt. Mjög
fá kennslugögn eru til um neta-
gerð og engin námsskrá. Guðni
sagði að ekki væri þó við miklu að
búast þvl að sjómenn hljóta
sveinsréttindi I greininni eftir
vissan tima á sjó og það skv. lög-
um frá Alþingi. —GFr
Jón Þórðarson uppfinningamaður d Reykjalundi þakkar verðlaunin á laugardag. Vlðstaddur var ma.
forseti tslands. — Ljósm. Leifur.
Jóni Þórðarsyni veitt verðlaunin
Jóni Þórðarsyni uppfinninga-
manni mm. voru á laugardaginn
sl. veitt heiðursverðlaun úr Verð-
launasjóði iðnaðarins, að upphæð
ein miljón króna. Afhenti Krist-
ján Friðriksson þau við athöfn á
Reykjalundi.
Jóni Þórðarsyni voru veitt
verðlaunin fyrir áratuga störf I
þágu iðnaöaruppbyggingar aö
Reykjalundi, fyrir aö flytja til
landsins verðmæta tækniþekk-
ingu á sviöi iðnaöar og fyrir upp-
finningar slnar.
1 ræðu við afhendinguna sagði
Kristján ma. að Jón Þórðarson
væri þegar vel þekktur af upp-
finningum slnum, einkum hér á
landi, sem eölilegt væri, en einnig
meöal ákveðinna hópa erlendis,
þvi mikiö hefði verið skrifað I er-
lend timarit um uppfinningar
hans.
Meöal uppfinninga sem Jón
hefur fengið einkaleyfi fyrir i
mörgum löndum má nefna hand-
færarúllur, kæliturn fyrir plast-
filmuframleiöslu og siöast en ekki
sist lofthreinsiútbúnaðinn, sem
nýlega var tekinn I notkun í Hafn-
arfirði, einsog sagt var frá i Þjóö-
viljanum.
Verðlaunasjóöur iðnaðarins
var stofnaður 1976 með stofn-
framlagi frá Última hf. og er
þetta i 3ja sinn sem verölawn eru
veitt úr honum. Tilgangurinn er
að örva til dáöa á sviði iðnaðar-
mála og þá jafnframt aö vekja at-
hygli á afrekum sem unnin hafa
verið á þvi sviði. I stjórn sjóðsins
eru fulltrúar frá Última hf., Iðn-
aöarbanka tslands, Félagi isl.
iðnrekenda og Landssambandi
iðnaðarmanna. _vh
Sjávarútvegsráðuneytiö hefur
stöövað loönuveiöar fyrir Suöur-
landi austan 20.gr. v.lgd. frá kl.
12.00 á hádegi I gær til kl. 12.00 á
hádegi 8. mars.
Loðnuhrygning á þessu svæði
er nú hafin eða um það bil að hefj-
ast og er veiðibann þetta ákveðiö
að höfðu samráði við Hafrann-
sóknastofnunina, sem hefur lagt
til að veiði verði beint úr þessum
hluta loðnustofnsins aö hrygn-
ingargöngunni út af Vesturlandi.
Ennfremur eru fyrirsjáanlegir
erfiðleikar á að fullnýta þann
afla, sem á land hefði borist úr
göngunni fyrir Suöurlandi á
þessum tima.
A timabilinu veröur ástand
loðnugangnanna kannaö nánar,
og ákveöið meö hvaða hætti
framhaldi veiöanna veröur
hagað.
Baráttufundur 8. mars
A alþjóðlegum baráttudegi
kvenna, fimmtudaginn 8. mars,
munu S.marshreyfingin og
Rauðsokkahreyfingin standa
fyrir sameiginlegum baráttu-
fundi I Félagsstofnun stúdenta,
og hefst hann kl. 20.30. Einkunn-
arorð fundarins eru: „Til bar-
áttu gegn allri kvennakúgun”.
A fundinum flytja fulltrúar
hreyfinganna stutt ávörp, og
mun ávarp Rauðsokkahreyfing-
arinnar fjalla um éfnið „Hvers-
vegna kvennabaráttu?” og full-
trúi 8.marshreyfingarinnar
mun tala um efnið „Kvennabar-
áttan er alþjóðleg”. Að loknum
ávörpunum hefst samfelld dag-
skrá, sem fjallar um stöðu al-
þýðukvenna og barna I islensku
auövaldsþjóðfélagi. Dagskráin
var samin af sérstökum dag-
skrárhópi, sem I voru fulltrúar
hreyfinganna beggja, en nokkr-
ir leikarar og börn munu annast
flutning hennar.
Sigrún Clausen, verkakona
frá Akranesi, verður gestur
fundarins, og mun hún fræða
viðstadda um refsibónusinn ill-
ræmda, sem þær Akraneskonur
hafa barist ötullega gegn.
Þá verður flutt tónlist, og
munu Kór Rauðsokkahreyfing-
arinnar og Söngsveitin Kjarabót
(áður Nafnlausi sönghópurinn)
annast þann dagskárlið. I hléi
veröa kaffiveitingar.
8. mars var geröur að alþjóð-
legum baráttudegi kvenna árið
1910, aö frumkvæði Klöru Zet-
kin. Hefur dagsins verið minnst
siðan I mörgum löndum heims,
og oft með verkfallsaðgerðum
og annarri baráttu. Hér á landi
voru það helst Kvenfélag sósial-
ista og MFIK sem héldu daginn
hátiölegan, en undanfarin tvö ár
hefur Rauðsokkahreyfingin
gengist fyrir fundum þennan
dag, og I fyrra voru haldnir
tveir fundir, annar á vegum
rauðsokka, en hinn á vegum
8.marshreyfingarinnar. I ár
þótti þvi tilvalið aö reyna að
sameina þessa tvo aðila og
halda einn fund i stað tveggja.
Samstarfið hefur gengiö mjög
vel, aö þvi er fram kom á blaða-
mannafundi sem samstarfs-
nefndin boðaöi til i gær.
Nefndin setti sér sameiginleg-
an grundvöll til að byggja sam-
starfiö á, og eru eftirtalin kjör-
orð grundvallarins mikilvæg-
ust: Kvennabaráttu á grund-
velli stéttabaráttu. Gerum
stéttafélögin aö baráttutækjum.
Fulla atvinnu — gegn fjöldaupp-
sögnum. Jöfn laun fyrir sam-
bærilega vinnu. Góðar dagvist-
arstofnanir fyrir öll börn. Sex
mánaða fæðingarorlof fyrir
alla. ih
Réttarráðgjöfin
Veitir
skriflega
lög-
fræði
raðgjof
Fjöimargir hafa notfært
sér þjónustu Réttarráð-
gjafarinnar sem nokkrir lög-
fræðingar stofnuðu tii fyrir
nokkrum vikum, en hún veit-
ir endurgjaldslausa lög-
fræðiráðgjöf, einsog skýrt
var frá I Þjóðviljanum þegar
hún hóf störf. y
Ráðgjöfin hefur verið veitt
I sima 27609 f jögur miöviku-
dagskvöld og hafa færri
komist að en vildu, þarsem
aöeins er aðgangur að einum
sima. Til aö sinna betur
þeirri þörf sem greinilega er
fyrir hendi hafa þvi aðstand-
endur Réttarráðgjafarinnar
ákveöið að færa út kviarnar
og svara skriflega fyrir-
spurnum almennings.
Geta þeir sem kjósa að
senda Réttarráögjöfinni
skriflegar fyrirspurnir um
alis kyns lögfræðileg vanda-
mál sent fyrirspurnir sinar
ásamt nafni, heimilisfangi
og sima til Réttarráðgjafar-
innar, Pósthólf nr. 4260, 124
REYKJAVIK. Munnleg ráð-
gjöf verður áfram veitt i
sima 2 76 09 öll miðvikudags-
kvöld frá kl. 19,30 til 22,00 til
mafloka.
—vh
Selur
stöðvaði
bræsluna
Loðnubræðslan á Reyðar-
firði stöðvaðist um tfma á
sunnudaginn af þvi að selur
komst i ieiðslur kælibúnaðar
sem liggur að soðkjarna-
tækjum og þær stifluöust.
Selurinn var dauður er
hann fannst, en hann hafði
um tima sést i höfninni á
Reyöarfirði. Leiðslan úr
sjónum upp I dælurnar er um
40 metrar aö lengd. Varð að
logskera haha i sundur til að
ná selnum.
Má nýta það
til minka-,
nautgripa- og
sauðfjáreldis?
Tilraunir standa yfir hér á landi