Þjóðviljinn - 06.03.1979, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. mars 1979. Minningarorð SinfóniuhljómsuEÍt Islands Beethoventónleikar T Háskólabiói næstkomandi fimmtudag 8. mars kl. 20.30 Efnisskrá: Beethoven-Prometheus forleikur Beethoven-Pianókonsert nr. 4 Beethoven-Sinfónía nr. 7 Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat Einleikari: Halldór Haraldsson Aðgöngumiðar i bókaverslunum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. F ræðslufulltrúi Óskum eftir að ráða konu eða karl til að annast fræðslu- og upplýsingamál hjá fé- laginu. Æskilegt að umsækjandi hafi menntun á sviði þjóðfélagsfræða. Upplýsingar á skrifstofu KRON kl. 10-11 miðvikudag til föstudags. Ekki i sima. Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis. Fóstra óskast til starfa á dagheimili i Neskaupstað. Upplýsingar gefur Guðrún Björnsdóttir i sima 97-7485 frá kl. 1-6 eh. og 97-7254 á kvöldin. Bamaleikvellir Reykjavíkurborgar vilja ráða fóstrumenntaðan starfsmann i hálft starf til leiðbeiningar við gæslu- og tómstundastörf á gæsluvöllum borgar- innar. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Reykjavikurborgar. Upplýsingar um starfið veitir Bjarnhéð- inn Hallgrimsson, Skúlatúni 2, simi 18000. Leikvallanefnd Reykjavikurborgar. Kona óskar að taka á leigu 2-3ja herbergja íbúð á fystu hæð Tilboð merkt „Fötluð” sendist auglýsingadeild blaðsins fyrir 12. mars. Aðalsteinn lónsson efnaverkfræðingur Aöalsteinn Jónsson efnaverk- fræöingur, sem lést 25. febrúar 1979, 53 ára aö aldri, var fæddur hér I borg. Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavik 1946, hélt hann til Sviþjóðar til náms og lauk prófi frá Tækni- háskólanum i Stokkhólmi 1953. Næstu tvö ár starfaöi hann hjá Málningu h.f. Frá 1955, nálega hálfan þriöja áratug, vann hann aö efnarannsóknum i þágu at- vinnuveganna, fyrst i Atvinnu- deild Háskólans, þá í Rann- sóknarstofnun iönaöarins og loks i Iöntæknistofnun tslands. Fljótlega eftir aö Aöalsteinn settist i þriöja bekk Mennta- skólans i Reykjavikhaustiö 1943, uröum viö miklir mátar. Sam- starf höföum viö jafnvel um úr- lausn dæma og hittumst oft eftir skólatima, enda allt aö þvi ná- búar. A þeim árum fóru lika hugöarefni okkar og skoöanir mjög saman, þótt áhugi hans beindist einkum aö eölis- og efna- fræöi, en minn fremur aö þjóö- félagsmálum. Úr vinskap okkar dró ekki, eftir aö viö kvöddum Menntaskólann. Samt sem áöur bar fundum okkar ekki ýkja oft saman, ekki aöeins meöan viö vorum viö nám i sitt hvoru landi. Eftir heimkomuna lágu leibir okkar of sjaldan saman i starfi. 1 stjórnmálum vorum viö ekki beinlinis sam- herjar lengur. Aðalsteinn studdi Þjóövarnarflokkinn, hvort sem hann gekk nokkru sinni i hann. Og hann var fáskiptinn um stjórnmál eftir daga þess flokks, þótt hann stæöi enn vinstra megin. Aðeins heyrði ég Aðalstein ræöa tvær athugana sinna , efna- greiningu á heyi og könnun á eiginleikum perlusteins og skil- yröum til nýtingar hans. Um nokkur ár efnagreindi hann reglulega hey, helstu uppskeru landsins, en ekki virtust mér vandamál landbúnaöar eiga hug hans. Hins vegar gripu vandamál perlusteinsvinnslu hug hans. Hygg ég, aö svo hafi raunar veriö um fleiri vandamál innlends iönaöar. Gildi efnaathugana og efnavinnslu fyrir uppbyggingu hans var honum ákaflegá vel ljóst. Aöalsteinn var heimakær, en kvæntist ekki. Asamt fööur sln- um, haröduglegum manni, og systkinum reisti hann stórhýsi á Skólavöröustig 41, þar sem heim- ili þeirra haföi staöiö. — Aöal- steinn var allhár maöur, fremur grannvaxinn, dökkhæröur, mó- eygur og meö reglulegt andlits- fall. Hann var hægur I fasi og hæglátur, en ræöinn og gaman- samur i hóþi vina sinna, sem nú sakna vammlauss drengs. Reykjavik, 5. mars 1979. Haraldur Jóhannsson Kína og Víetnam í 29 ár Efbrfarandi yfirlit sýnir þróun mála i samskiptum Kina og Vietnam frá 1950 sem nú hafa leitt til blóöugra átaka milli rikjanna. 18. janúar 1950 taka Kinverjar upp stjórnmálasamband við stjórn Ho Chi Minh í Hanoi. 21. júll 1954: Forsætisráöherra Kina Cho en-Lai á hlut að samn- ingum i Genf um skiptingu Víet- nam i tvo hluta um 17. breiddar- bauginn. 1954-1955 veita Kinverjar N-Víetnömum öfluga efiiahags- aðstoö og tæknilegan stuðning. 1966: Kinverska stjórnin visar á bug fullyröingum sovétstjórnar um að hún hafi hindraö vopna- sendingar tii Hanoi, sem ætlaöar voru gegn herliði Bandarikjanna og leppstjórninni i Saigon. Febrúar 1972: Forseti Banda- rikjanna Richard Nixon fer i opinbera heimsókn til Kina. Styrjöldin I Vietnam stendur sem hæst og i Hanoi er för forsetans túlkuö sem merki um blendinn stuðning Ki'nastjórnar við baráttu vietnömsku þjóöarinnar gegn árásarher Bandarikjanna. Janúar 1974: Kinverski herinn tekur á sitt vald Parcel-eyjar i S-Kinahafi, en eyjar þessar lutu áöur stjórn S-VIetnam. Aprll 1975: Saigonstjórnin hrakin frá völdum. September 1975: Kinverjar veita Vietnömum hagstæða fjár- hagsaöstoö. Desember 1976: Félagar i Kommúnistaflokk Vietnam, sem hliöhollir eru stjórninni i Peking, erureknir útaf4. þingi flokksins. Fréttir berast af skærum álanda- mærum rikjanna. Júni 1977: Varnarmálaráö- herra Vietnam, Giap hershöfö- ingi, hættir skyndilega viö opin- bera heimsókn til Kina. Nóvember 1977: Vietnömsk flokkssendinefnd heimsækir Kina. Báöir aöilar segja viöræö- urnar vinsamlegar. Hins vegar berast fréttir af fræðilegum ágreiningi, einkum varöandi af- stöðuna til stefnu Sovétstjórnar- innar. Mars 1978: Þúsundir kin- verskra kaupmanna i Ho Chi Minh-borg (Saigon) mótmæla upptöku eigna sinna og þvi' að vera sendir út á landsbyggðina i „endurhæfingu”. April 1978: Fréttir berast frá Vi'etnam um harðar landamæra- skærur. Kinverskir borgarar flýja Vietnam. Mal 1978: Kinastjórn sakar Vietnam um ofsóknir á hendur kinverskum borgurum i landinu. Vietnamstjórn leggurtil aö form- legar viðræöur hefjist milli land- anna um máliö. Júni 1978: Kinverjar efla her- styrksinn við landamærin. Sama gera Vietnamar. Sendiherra Kina er kallaður heim og sömuleiöis 1000 kinverskir ráögjafar i Viet- nam. 16. júni 1978: Vietnamar fallaSt á þá ósk Kinverja, aö opnuö verði ræðismannsskrifstofa i Ho Chi Minh-borg. 1. júli: Þremur vietnömskum ræðismannaskrifstofum erliácað i S-Kina. 3. júli: Ki'nverjar taka fyrir alla efnahagsaðstoð til Vietnam. 8. ágúst: Viöræöur hefjast milli landanna, I Hanoi. Landamæra- skærur blossa þó upp á ný og all- margir úr liöi beggja falla i val- inn. 29. ágúst: Kinverska stjórnin segir styrjöld vofa yfir á landa- mærunum. 26. september: Hanoi-viöræð- urnar fara út um þúfur. 4. nóvember: Vietnamar og Sovétmenn undirrita vináttu samning. 15. desember: Kinverska stjórnin telur amk. 200 landa- mæraskærur hafa oröiö siöan 25. ágúst um sumariö. 22. desember: Járnbrautarleið- inni Peking-Hanoi lokað. Desember 1978-janúar 1979: Landamæradeildur blossa upp á ný eftir innrás Vietnama I Kamp- útseu. 6. janúar 1979: Sihanúk prins kemur til Peking eftir fall höfuö- borgar Kampútseu, Pnom Penh. Febrúar 1979: Kinverska stjórnin telur amk. 100 árekstra hafa orðið á landamærunum á liönu ári. Deng Xiaoping lýsir þvi yfir I opinberri heimsókn i Bandarikjunum aö vel kunni svo að fara, aö Kinverjar neyöist til aö gripa til haröari ráöstafana gegn „siendurteknum árásum” Vietnams. 16. febrúar: Skærur fara harön- andi á landamærunum og Kin- verska stjórnin sendir haröorö mótmæli til Vietmam vegna skyndiárásar er felldi, aösögn, 14 kinverska landamæraveröi. 17. febrúar: Kinverski herinn ræöst yfir landamærin og blóöug styrjöld hefst á miili rikjanna. (AFP). -v

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.