Þjóðviljinn - 06.03.1979, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Blaðsíða 20
E WÐVIUINN Þriöjudagur 6. mars 1979. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Húsið að Lækjargötu 2: Fært til upp- runalegs horfs Nú er veriö aö færa hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti tii upprunalegs horfs. Veriö er aö skipta um glugga á allri efri hæöinni og eru settir þar sexrúöu- giuggar sem algengastir voru á húsum fyrir aidamót. Lengst til hægriá myndinni má sjá einn af gluggum sem fyrir hafa verið. Þessi breyting setur mikinn svip á þetta sögufræga forna hús sem einu sinni hýsti amtmenn og þar sem Jörundur hundadagakon- ungur hélt sögufræga dansleiki. —GFr Fá 320 milj. fvrir gallvökva ef hann vœrí hirtur úr þorsk- og ufsaafla Áriö 1977 bárust á land rúm 370 þús. tonn af þorski og ufsa og gallvökvamagnið sem ekki var hirt úr þessum afla er un 400 tonn. Markaösverö á gallvökva er nú um 800 isl. kr. kllóiö og fengjust þvi um 320 milj. króna fyrir þenn- an vökva ef hirtur væri. Þetta kom fram I erindi Sigur- jóns Arasonar og Geirs Arnesens á ráöstefnu Verkfræðingafélags- ins um öflun sjávarfangs nú um helgina. Fyrir nokkrum árum geröi danskt fyrirtæki tilraun til að láta safna gallblöörum úr afla og niðurstaðan var sú að einn maður gat safnað 3-4 kg af blöðrum á klukkutíma. Þá sögðu þeir félagar i fyrir- lestrinum aö hugsanlegt sé aö einangra ýmis lifefni svo sem trypsin, chymotrypsin, pepsin, amylase, insulin og önnur verðmæt og eftirsóknarverð efni úr innyflum ýmissa sjávardýra. Eru þar nefndir skúfar, magar, garnir, svil og lifur úr fiskum og magar, Jifur og briskirtlar úr hvölum. Raunvlsindastofnun Háskólans hefur nú byrjaö rannsóknir i þessu skyni og hafið aö einangra trypsin úr þorski en notkun þess fer ört vaxandi I heiminum einkum við sútun skinna, i silki- iðnaði, við gerö protein hydrolis- ata, viö hreinsun sára, sem melt- ingarhvati og til visindalegra rannsókna. __QFr Fyrstu lögin úr „félagsmúlapakkanum Ríkisábyrgð á launum yið gjaldþrot 1 gær voru samþykkt á Alþingi fyrstu lögin úr hinum svokallaöa félagsmálapakka, en þaö eru þær félagslegu umbætur sem rlkis- stjórnin gaf fyrirheit um viö aögeröir I efnahagsmálum 1. desember sL.Lög þessi gera ráö fyrir aö rikisábyrgö á launum viö gjaldþrot atvinnurekanda nái einnig til bóta vegna vinnuslysa og kostnaöar launamanns vegna innheimtu á þessu fé. Hér er um mikilvæga réttarbót að ræða, en lög um rikisábyrgð á launum hafa gilt siðan 1974. Hin nýju lög gera einnig ráö fyrir þvi að launakröfur I þrotabú hafi for- gang i 18 mánuði I stað 6 sem verið hefur. Segir i greinargerö með frumvarpinu að hinn skammi frestur sem gilt hefur hafi valdið þvi aö kröfur launa- fólks hafi glatast. Er veriö að drepa síðustu loðnuna? Þegar hefur verið gengið of langt segja fiski- frœðingar— nú er búið að veiða tæplega 100 þús. lestfr umfram það sem þeir lögðu til „Loönuklakiö sl. tvö 5r hef- ur gengib illa. Ef hér á aö halda uppi miljón tonna ársafla, eöa meira i framtiöinni, veröur klak aö heppnast nú. Og til þess aö svo megi veröa yröi þaö m.a. aö fara fram á stóru svæöi. Þess vegna kemur lokunin viö aust- anveröa Suöurströndina nú aö takmörkuðu gagni, svo ég tali nú ekki um ef leyft veröur aö veiöa áfram úr göngunni eftir nk. fimmtudag. Aö mlnu mati hefur þegar veriö gengið of langt þar sem veitt hefur veriö verulegt magn úr þessari göngu umfram þaö, sem viö lögöum til”,sagbi Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur I gær. Sem kunnugt er lagöi Haf- rannskóknarstofnunin til aö ekki yrðu veiddar nema miljón lestir úr austurgöngu loðnunnar frá 1. júli sl. til 1. júli nk. Nú þegar hafa verið veiddar nær 1100 lestir og engin ákvörðun verið tekin um aö banna veiðar úr þessari göngu, nema á tak- mörkuðu svæði útaf Suðurlandi frá hádegi I gær, fram til næsta fimmtudags. Og úr þessari göngu verður hægt aö veiða vestar, þar sem lokunin nær yfir takmarkað svæði. Hjálmar sagði þaö einkum tvennt sem menn gætu gert og yrðu að gera, til þess aö stuöla að góðu klakári. í fyrsta lagi aö haga veiðum þannig að allt hrygningarsvæðið nýttist og þess vegna ætti nú aö hætta veiðum sunnanlands og þó fyrr hefði veriö. í annan stað að gæta þess að heildarveiði sé innan hóflegra marka. Hver væru hóf- leg mörk, mætti deila um, en ljóst væri að hrygningarstofn loönu, sildar og annarra upp- sjávarfiska yröi að vera tiltölu- lega stór og flest benti til aö nú væri langt komið að veiða helm- ing þess fisks sem hrygna mun hér við Suður og S-Vesturland I Hér má sjá á þessum Ilnuritum, hvernig fór meö loönuveiöarnar I Barentshafi. Ariö 1976 voru veiddar 2,5 milj. kesta af loönu I Bar- entshafi, áriö 1977 2,9 milj. lesta og I fyrra um 1,6 milj. lesta og I ár veröur veiðin enn minni. Sjáiö svo hvernig komiö er veiöunum hér viðland og veriö þaö saman viö llnuritið af veiöunum I Barentshafi. vetur. Aður var að sjálfsögðu búið að veiða 650 þús. lestir úr þessum sama hrygningarstofni. Og þeim mun nauðsynlegra er að klak heppnist I ár , þar sem vitað er að árgangarnir frá 1977 og 1978 eru heldur lélegir, miöað við alllangt árabil þar á undan. ,,Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari, þannig aö ég trúi þvi ekki fyrr en ég tek á aö Suður- landssvæðið verði opnað aftur né heldur að farið verði langt fram úr heildaraflakvótatillög- um Hafrannsóknarstofnunar- innar, eins og veiði seinustu daga bendir vissulega til, ef ekki verður gripið innl. í þessu sambandi er rétt að benda á linurit um hvernig farið hefur um loönuveiðarnar i Barents- hafi og biðja menn að bera það saman við linurit af loðnuveið- unum hér við land,” sagði Hjálmar. Björn Dagbjartsson aðstoðar- sjávarútvegsráðherra sagði i gær, að ekki væri búið að ákveða neitt um hvað gert verö- ur eftir n.k. fimmtudag. Hann benti á að aldrei fyrr hefði þurft að takmarka eða banna loðnu- veiðar hér við land, þannig að ekkert yrði gert I fljótræði I þeim málum. Það er alveg ljóst af tali fiski- fræðinga um þetta mál, að þeir telja okkur komin á hættupunkt- inn og þvi verður fróðlegt að sjá hver framvinda mála verður. A að halda áfram að láta fiski- fræðinga vinna að mestu leyti fyrir ruslakörfuna eða á að fara að taka mark á þeim? -S.dór. Slœmar atvinnuhorfur hjú smiðum á Suðurnesjum: Uppsagnir 16 smiða dregnar til baka Uppsagnir 16 smiöa hjá lslenskum aöalverktökum hafa veriö dregnar til baka, en smiö- irnir áttu aö hætta störfum nú um mánabamótin. Aö sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar formanns Iðnsveinafélags Suöurnesja iiggur þó litið fyrir af verkefnum á Vellinum núna, þannig að áframhaldandi ráðning mannanna er ekki trygg. Vilhjálmur sagöi atvinnuhorfur trésmiöa þvi bágbornar, sáralitlu yröi úthlutaö af lóöum I Keflavik og Njarðvik á þessu ári og fram- undan væri frekari samdráttur framkvæmda á Vellinum, en þar hefur um helmingur byggingar- iðnaðarmanna á Suðurnesjum starfaö. Frá 1974 hafa verið miklar framkvæmdir þar efra og sagði Vilhjálmur að þó búast heföi mátt við aö þær minnkuöu, hefði það orðiö mun hraöar en ætlað var. 10 trésmiöum var sagt upp fyrir skemmstu og hafa þeir ekki allir fengið vinnu, en einungis 2 smiðir eru á atvinnuleysisskrá á Suöur- nesjum. „Menn eru tregir til að skrá sig,” sagöi Vilhjálmur, „og biða venjulega með þaö i tvær til þrjár vikur eftir að þeir misssa vinnuna ”.Þeir 16 til viðbótar sem áttu að hætta um mánaðamótin höfðu heldur ekki að neinu að hverfa. A Keflavíkurflugvelli vinna um 20 ófaglærðir menn við smiöa- störf auk þess sem flokkur ameriskra hermanna vinnur þar við byggingar i Rockville. —AI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.