Þjóðviljinn - 06.03.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriCjudagur 6. mars 1»7«. Þjóðleikhúskórinn: Óperur ogsöng- leiki árlega A a&alfundi Þjööleikhúss- kórsins var Þorsteinn Sveinsson endurkjörinn for- maöur. Aörir i stjórn eru Svava Þorbjarnardóttir gjaldkeri, Hafsteinn Ingvarsson ritari og Jónas Magnússon varamaöur. Fundurinn samþykkti eftirfarandi áskorun um óperuflutning: „Aöalfundur þjóðleikhúss- kórsins, haldinn i Kristalsal Þjóöleikhússins 19. febrúar 1979, skorar á Alþingi og rikisstjórn, aö sjá svo um aö Þjóðleikhúsinu veröi veitt nægilegt fé til flutnings óperu nú á þessu ári og aö ákvæöi 3. greinar laga um Þjóöleikhús, frá 3. mai 1978, verði virt varðandi flutning óperu- og söngleikja árlega, meö sérframlagi i þessu skyni á f járlögum rikisinsj’. Herdis Þorvaldsdóttir I hlut- verki Fröken Margrétar Fröken Margrét hér á ný Brasiliska leikritiö um kennslukonuna Fröken Mar- gréti hefur i vetur gert vfö- reist um framhaldsskóla Reykjavikur og nágrennis og reyndar fariö viöa um lands- byggöina, svo sem til Akur- eyrar, Egilsstaöa, Vest- mannaeyja, Neskaupstaöar og meira segja út I Grimsey. Þessi vinsæla sýning meö Herdisi Þorvaldsdóttur i hlutverki Margrétar hefur nú veriö tekin til sýninga á ný i Þjóöleikhúsinu og verö- ur 83. sýning verksins á Litla sviöinu i kvöld. Fyrirhugaö er aö hafa nokkrar sýningar á verkinu en þeim, sem enn hafa ekki séö þetta sérstæöa verk, er bent á aö draga þaö ekki of lengi. Um páskana fer Herdis Þorvaldsdóttir ásamt föruneyti til Helsinki og sýnir þar á leikhúsviku fyrir tilstilli Norrænu leik- listarnefndarinnar. Leikstjóri sýningarinnar er Benedikt Arnason, leik- mynd eftir Birgi Engilberts en þýöingu verksins geröi Úlfur Hjörvar. Það sem eitt sirni hefur verið hugsað ' Sverrir Hólmarsson 1 skrifar leikhúspistil Leiklistarsviö Menntaskólans við Sund sýnir EÐLISFRÆÐINGANA eftir Friedrich Diírrenmatt Leikstjóri: Þórir Steingrímsson Þýðing: Halldór Stefánsson Eölisfræöingar Diirrenmatts voru samdir áriö 1962 og verkiö var sýnt i Iönó áriö 1963, enda voru leikhús vor á þeim dögum betur vakandi fyrir nýjustu straumum erlendis frá en nú er. Verkiö tekur til umfjöllunar ábyrgö visindamannsins og segir frá eölifræöingnum Möbiusi sem hefur flúiö inná geöveikrahæli vegna þess aö hann óttast þær af- leiöingar sem uppgötvanir hans gætu haft fyrir mannkyniö. En tilraun hans til aö fela vitneskju sina fyrir umheiminum mistekst og niöurstaöa verksins er m.a. sú aö þaö sem eitt sinn hefur veriö hugsaö veröur ekki aftur tekiö. 1 lokin er þaö hálfgalin forstööu- kona hælisins sem stendur uppi meö pálmann i höndunum og hef- ur notaö sér verk Möbiusar til aö byggja upp voldug f jölþjóöafyrir- tæki. Þetta verk fjallar um alvarleg og timabær efni og gerir þaö meö bráösnjöllum hætti. Þaö er geysi- haganlega samiö, gamansamt, þétt fléttaö, rökfast. Niöurstaöa þess er aö visu afar bölsýn, en er einhver ástæöa til aö vera bjart- sýnn þegar þessi mál ber á góma? Verkiö hefur aö mér finnst ekki látiö á sjá sföan þaö var samiö, boöskapur þess er ekki siöur timabær nú en þá, og þaö er þvi skiljanlegt aö ungt áhugafólk um leiklist velji þaö til sýningar. Mér virtist Þóri Steingrimssyni hafa tekist vel aö búa til sýningu meö þessum leikhóp. Uppsetning hans er framar öllu hreinleg og vönduö, linur lagöar skýrt og greinilega og áhersla lögö á aö koma boöskap verksins sem best til skila. Þetta tekst ágætlega miðaö viö aöstæöur. Þaö eru auö- vitaö dauflegir kaflar i sýning- unni, einkum i oröræöum eölis- fræöinganna, þar sem reynslulitl- ir leikarar megna ekki aö gæöa textann þvi lifi sem I honum býr, en lengst af heldur sýningin at- hyglinni ágætlega og tekst aö skila gamansemi verksins meö prýöi, t.d. I atriöunum meö lög- reglufulltrúanum og atriöinu þar sem Möbius kveöur fjölskyldu sina. Framganga leikendanna var auövitaö misjöfn eins og gengur og ástæöulaust aö gefa þeim einkunnir, en mig langar þó aö nefna Hróbjart Jónatansson sem sýndi mikiö öryggi I leik sin- um i hlutverki Voss lögreglufull- trúa, og sömuleiöis hjúkrunar- mennina þrjá sem skiluöu litlum en mikilvægum hlutverkum sin- um af sérstakri alúð og ná- kvæmni. Leikmyndin, sem unnin var af hóp nemenda, var prýöisgott verk, og lýsing var meö ágætum. Þýöing Halldórs Stefánssonar er vandaö verk en dálitiö stirö og bókmálsleg. Þegar á heildina er litiö var þetta ánægjuleg sýning og aö- standendum sinum til sóma. Sverrir Hólmarsson Ráðstefna Sambands ísl. sveitarfélaga Fjallað um mál- efni aldraðra Samband íslenskra sveitarf élaga efnir til tveggja daga ráðstefnu um málefni aldraðra miðviku- dag og fimmtudag, 7. og 8. mars á Hótel Sögu. Á ráð- stefnunni verða m.a. kynntar niðurstöður kann- ana, sem nýlega hafa verið gerðar á högum aldraðra í ýmsum sveitarfélögum og í heilu héraði, og erindi flutt um ný viðhorf í mál- efnum aldraðra á Noður- löndum. Fjallaö veröur um þjónustu sveitarfélaga i þágu aldraöra, fé- lagsmálastarfsemi og heimilis- hjálp svo og húsnæöi, sem ætlaö er öldruöum. Þátttakendum gefst kostur á aö skoöa ýmsar stofnanir á höfuö- borgarsvæöinu, sem vista aldr- aöa, og sérstaklega veröur rætt um heilsugæslu og atvinnumál aldraöra. Jón Björnsson félags- málastjóri Akureyrar flytur er- indi um atvinnumálin og Þór Halldórsson læknir, form. Oldr- unarfræöifélagsins, talar um heilsugæsluna. Gisli Sigurbjörns- son forstjóri Grundar fjallar um framtiö aldraöra og Siguröur E. Guömundsson framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunarinnar um fjármögnun ibúöa. Um ný viöhorf I málefnum aldraöra talar Kristján Guömundsson félags- málastjóri Kópavogs. Geirþrúöur Bernhöft ellimálafulltrúi talar um félagslega þjónustu og Jónfna Pétursdóttir forstööukona heim- ilishjálpar i Rvk um heimilis- þjónustu. Sturla Böövarsson sveitarstj. Stykkishólmi tekur fyrir þjónustu viö aldraöa i strjál- býli, en þau Ásdis Skúladóttir fé- lagsfr. og Gylfi Guöjónsson arki- tekt tala um skipulagningu öldr- unarþjónustu. Þá mun Hans Jör- gensen form. Samtaka aldraöra flytja Sjónarmiö aldraöra. Auk erindaflutnings og skoö- anaferöa veröur starfaö i um- ræöuhópum og loks veröa al- mennar umræöur um niöurstööur hópanna. Jón G. Tómasson form. Sambands isl. sveitarfélaga setur ráöstefnuna og Magnús H. Magnússon félagsmálaráöherra flytur ávarp. -vh erlendar bækur The Chronicles of Thomas Covenant the Unbeliever. I: Lord Foul’s Bane. II: Iliearth War. III: The Power that Preserves. Stephen Donaldson. Fontana/Collins 1978. Donaldson er Bandarikjamað- ur, hann ólst upp á Indlandi þar sem fabir hans var holdsveikra- læknir og minningarnar frá þeim árum hafa kveikt þær hugmyndir sem birtast i þessarifantasiu-bók, þar sem segir frá undralandi og yfirnátturlegum atburöum, bar- áttu ills og góös, vantrú og trúnaöartrausts. Saga þessi kom út I Bandarikjunum 1977 og var henni likt viö sögur Tolkiens, og þeir sem lesa þær sögur ættu endilega aö lesa þessa fantasiu, sem er reyndar nokkuö löng, milli 1300 og 1400 blaðsiður. Drabble, Margaret: The Ice Age. Penguin Books 1978 Margaret Drabble er vinsæll höfundur á Englandi og hefur samiö talsvert af skáldsögum og hlotiö viöurkenningar ýmiskonar stofnana fyrir sögur sinar. Ice Age er siöasta skáldsaga Drabble, kom út i fyrstu útgáfu 1977. Þetta er samtima saga sem gerist á Englandi, einkum meöal athafnamanna og braskara; fleiri koma einnig viö sögu. Þetta er nokkuö ísmeygileg saga og vel þess viröi aö hún sé lesin. Wordsworth. Dorothy and William Wordsworth: Home at Grasmere. Extracts from the journal of D.W. and from the Poems of W.W. Edited by Colette Ciark. Penguin Books 1978. Otgáfan er i bókaflokknum Penguin English Library. Þeir sem lesa Wordsworth skyldu ekki láta þessa bók ólesna; hér segir frá tiloröningu sumra kvæöa skáldsins meö oröum systur hans. Auk þess er hér ágætlega lýst samveru tveggja ágætra skálda, Coleridges og Wordsworths og Dorothy, sem dagbókina skrifa. Þetta er góö lýsing á lifsháttum persónanna I umhverfi sem varla gat veriö þeim ákjósanlegra og fjarri hinni iöandi kös. Kaiser Heinrichs Rom- fahrt. Die Bilderchronik von Kaiser Heinrich VII und Kurflirst Baldu- in von Luxemburg 1308-1313. Mit einer Einleitung und Erlauter- ungen herausgegeben von Franz- Josef Heyen. Deutscher Taschen- buch Verlag 1978. Bókin var gerö um 1340 og er þetta nákvæm eftirprentun i lit- um, ásamt skýringum útgefand- ans og inngangi. Ein ferð þýskra landstjórnarmanna og keisara til afskipta á Italiu. og allar lukust þær ferðir ööruvisi en ætlaö var. Selected Poemsand Prose. Matthew Arnold. Edited with an Introduction and Notes by Miriam Allott. J.M.Dent 1978. Arnold var skáld og gagn- rýnandi og er nú þekktastur fyrir bókmenntagagnrýni sina og einn- ig samfélagsgagnrýni. Skrif hans um þau efni halda enn fjölmörg fullu gildi sinu þótt langt sé um liöiö frá birtingu þeirra. Otgef- andinn leitast viö aö mynda sýnishorn skrifa Arnolds og skrifar ýtarlegan inngang, og I bókarlok eru athugasemdir og til- vitnanir. Þetta er vel gert sýnishorn af verkum Matthews Arnolds.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.