Þjóðviljinn - 06.03.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 06.03.1979, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN, Þriftjudagur 6. mars 1979. DJOÐVIUINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurö- ardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Mar- geirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. íþróttafrétta- maöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Sfma varsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: SfÖumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Afstaða til fiskifrœðinga • Átök þau sem fram fara i þjóðfélaginu um stefnu- mörkun, hvort sem væri stefnumörkun i stjórnmál- um eða á einstökum sviðum atvinnulifs, eru ekki hvað sist átök um upplýsingar og notkun upp- lýsinga. Pólitiskar og hagrænar deilur standa að verulegu leyti um það, hvort nógu áreiðanlegar upplýsingar hafi fengist og hvernig beri að túlka þær. Þegar harðast var deilt um álverið i Straumsvik fyrir meira en áratug, var ekki sist deilt um það, hvort unnt væri á grundvelli réttra upplýsinga að gera skynsamlega spá um þróun orkumála. Þeir sem vildu semja við Alusuisse um lágt rafmagnsverð héldu þvi mjög á lofti, að innan skamms yrði svo mikið framboð á þægilegri og ó- dýrri atómorku, að það mundi reynast erfitt að koma vatnsorku i verð. Allir vita nú hve hrapallega þessum mönnum skjátlaðist. • En það eru öðru fremur upplýsingar fiskifræð- inga sem verða fastur liður á dagskrá i islenskri umræðu. Og hvergi kemur eins skýrt i ljós og þegar skýrslur þeirra ber á góma, hve erfitt það reynist að fá menn ofan af þvi að skilja eða misskilja stað- reyndir allt eftir þvi hvort þær samsvara hags- munum þeirra sjálfra, pólitiskum eða atvinnuleg- um. • Á þetta er minnt i tilefni greinar sem ágætur skip- stjóri, Magni Kristjánsson, skrifaði i sunnudags- blað Þjóðviljans. Þar fjallar Magni af prýðilegri hreinskilni um háskalegar tilheigingar til að hundsa ráðleggingar fiskifræðinga og vanmeta þekkingu þeirra. Við verðum, segir hann, að „hætta að meta alla óvissuþætti i fiskifræðilegum efnum þeim gráð- ugustu og ófyrirleitnustu i vil”. Hann telur þá af- stöðu til sérfræðilegra rannsókna sem að framan greinir bera öðru fremur vott um skort á dóm- greind, raunsæi og ábyrgðartilfinningu og gagnrýn- ir bæði stjórnmálamenn og svo sjómenn og út- gerðarmenn fyrir að láta skammsýna stundarhags- muni ráða gerðum sinum. Hann mælir með þvi að sem best sé að þvi staðið að miðla upplýsingum frá fiskifræðingum um verkefni þau sem þeir vinna að og niðurstöður rannsókna þeirra. Slikt myndi draga úr misskilningi og tortryggni milli sjómanna og fiskifræðinga sem svo sannarlega þurfi hverjir á öðrum að halda. Hann viðurkennir að stjórnmála- menn þurfi stundum ,,að taka tillit til annarra þátta en hreinna fiskifræðilegra þegar um framtið fisk- veiða er að ræða” — en slikt ætti að heyra til undantekninga sem mjög beri að halda i skefjum. • Magni varar einnig við þvi, að menn trúi þvi, að friðunaraðgerðir siðustu ára hafi m.a. leitt til minnkandi afla—m.ö.o. að skipin komist ekki að til að veiða þar sem fiskur er fyrir. Magni Kristjáns- son telur að hitt skipti miklu méira máli, að marg- falt stærri hafssvæði voru friðuð oft áður i raun, ein- faldlega vegna þess að skipakostur og tæknibúnað- ur til veiðanna var miklu smátækari en núna. Hann segir að það sé i rauninni öfugmæli að tala um aukna friðun i seinni tið. ,,Þó allt það kák sem hefur verið haft i frammi á undanförnum árum sé lagt saman, vegur það enganveginn á móti þeirri tækni- þróun sem átt hefur sér stað á sama tima.” • Þessar hugleiðingar ágæts aflamanns eru þarft innlegg i umræðu um þau mál sem skipta okkur meira máli en flest annað. Það er og ekki úr vegi i þessu samhengi að vitna til ummæla Jakobs Jakobssonar i útvarpi fyrir skömmu: hann var að vara við þeirri tvöfeldni, að áhrifamenn væru reiðubúnir til að beita röksemdum fiskifræðinga þá aðeins að þeir væru að reyna að fá útlendinga burt af miðunum, i annan tima vildu þeir helst ekkert af þeim vita. —áb Umbúðir um kaupbindingu Margt ber nú til tlbinda sem skýrir hina pólitisku atburöarás á siöustu mánuöum. Þaö kemur semsé uppúr dúrnum aö allt krataliö um heildstæöa efna- hagsstefnu viröist aöeins hafa veriö umbúöir um kröfuna sem þeir hafa alla tiö veriö meö á oddinum, kaupbindingu hvaö sem þaö kostar. Ólafur Kagnar Grimsson al- þingismaöur ræöir þá tvo kosti sem uppi eru i sambandi viö efnahagsmálin I rikisstjórninni i viötaii á baksiöu Dagblaösins i gær. Ólafur Ragnar segir: „Annar er sá, aö nú fari fram viöræöur i eina til tvær vikur um efnahagsfrumvarpiö og þær breytingartillögur og aörar til- lögur, sem komiö hafa fram. Hinn möguleikinn er sá, aö krafa Aiþýöufiokksins, um aö leggja frumvarpiö fram, hafi fyrst og fremst veriö um kaup- bindingu og annaö I frumvarp- inu sé bara umbúöir utanum kaupbindingu . Ksupbinding næst ekki fram án strlös viö vcrkalýöshreyf inguna, sem þessi stjórn fer ekki I. Þá kann aö vera aö áhugi Alþýöuflokksmanna hafi fjaraö út, þegar ekki tókst aö binda kaupiö 1. mars og ekki veröi sami þrýstingur áfram frá þeirra hálfu. Miöaö viö tempóiö fyrri hlutann hefur allur vindur nú fariö úr Aiþýöuflokksmönn- Ólafur segi af sér Vilmundur Gylfason svarar vangaveltum Ólafs Ragnars fyrir sitt leyti á sömu síöu Dag- blaösins: „Ólafur Jóhannesson stendur nú I sömu sporum og Hermann Jónasson stóö haustiö 1958. Auö- vitaö væri heiöarlegast aö fara eins aöl’. Til skýringar minnir Dag- blaöiö á aö Hermann Jónasson baöst lausnar fyrir rikisstjórn sina haustiö 1958, þegar Alþýöu- sambandiö hafnaöi tillögum forsætisráöherra um eftirgjöf af kaupi. Vilmundur segir aö hann hafi veriö pólitiskt trúlofaöur Ólafi Jóhannessyni i hálfan mánuö I þeirri trú aö hann legöi efna- hagsmálafrumvarp sitt fram Trúlofun slitið „En Ólafur heyktist, beygði sig undir vilja nokkurra komma og þrýstihópaforingja og missti buxurnar niöur um rikisstjórn- ina”.Enginn möguleiki sé á aö mynda meirihlutastjórn meö „veröbólguköllunum” i Sjálf- stæöisflokknum og spurning sé hvort ekki sé réttast aö fara I kosningar, segir Vilmundur. Þaö er svo i stil viö þetta aö Vlsir slær þvi upp á forsiöu eftir krataþingmönnum aö þeir „nenni þessu ekki lengur” og þeim sé „i þetta sinn fúlasta al- vara”. Þaö sögöu þeir lika 1. desember, 1. febrúar og 1. mars, svo enginn kippir sér upp viö þaö. En sú yfirlýsing „aö þeir nenni ekki lengur” úr þvi aö þaö er ekki lengur I sjónmáli aö binda kaupiö er ný I mál- flutningi þeirra. Prófsteinninn á þaö hvaö kratarnir vilja veröur I kvöld viö umræöurnar um þingrofstiilögu Sjálfstæöis- flokksins. Forsætisráöherra hefur lagt mikla áherslu á aö greidd veröi atkvæöi um tillög- una helst nú þegar i kvöld eöa á morgun til þess aö fá úr þvi skoriö hvort leggjandi sé i meiri vinnu innan stjórnarinnar um efnahagsmálin. Þaö fer eftir af- stööu kratanna enda er tillagan fyrst og fremst sett fram til þess aö reyna þolrifin I þeim. Og þegar þeir nú ofan á allt annaö eru orönir latir og nenna ekki meiru má búast viö miklum tiö- indum I kvöld. Loðnuskýrslan: Kratar:, Jbessv e Írið nennvm ki fengvr rOg oJcfcur or I þatta mIhu fúlawta alvarts" ragSi einn þingmanno AlþýSwflokksÍns I - ■/-!______AlþyftullDkk«in< 6 I þeB* enn elnu um eóhek AlþyhubendaUgiB „EKKIA DAGSKRÁ AÐ RÍKISSTJÓRNIN HÆTTI” — stflrÓhrfsrRsfnsr Grímsson — Benedikt Gröndal afþakksði boó forsntisráöberni um stfénnrfund i dsf - „tKgaMur” áfram .JU e« þeS lé Okl á d.pl.1 knA l,mn. hafi lym og . kauþgjjldivbIIBIune « «. I Hlne vegar erum vift á 'mðtl ■amdráltarhug- myndum og hnkkun vaiUkoitnahir. t>*ft verfiur mlkll vtnna eh umrnma öll plöggin. Okk«r eöataöa rr mlkhi •terkarl efUr umiögn leunþeg* um frumv»rp Oi*f«". Heiðarlegast væriað Ólafur bæðist lausnar —segjrVUmundurGytfosoa,semkvaitthtftrtiii„pi8tíikttrúloMur ÓUfifhálfsnnUinut" febráer o» trteð. efi ÓUf« ><ll€ujtfrun>«rpiarm. Ea OUfer heykhn. brygfii 0« mðguMki vkfiút <ð ntynáe 60 skip með sam- tals 378.661 lest Samkvæmt skýrslum Fiskifélags Islands er vit- að um 60 skip er fengið höfðu einhvern afla s.l. laugardagskvöld. Vikuafl- inn var samtals 74.237 lest- ir og heildaraflinn frá byrjun vertíðar samtals 378.661 lest . A sama tima í fyrra var heildaraf linn samtals 300.811 lestirog þá höfðu 73 skip fengið afla. Afli loönuskipanna var i viku- lokin sem hér segir: Siguröur RE 12683 lestir, Súlan EA 11722, Pétur Jónsson RE 11438, Bjarni Ólafsson AK 11325, Gisii Arni RE 10942, Börkur NK 10854, Vikingur AK 10571, Albert GK 10275, Grindvikingur GK 10266, Hrafn GK 10172, Hilmir SU 9703, örn KE 9608, Gullberg VE 9106, Jón Kjartansson SU 8995, Loftur Baldvinsson EA 8905, Eld- borg HF 8883, Hákon ÞH 8768, Húnaröst AR 8204, Breki VE 8102, Kap II. VE 8085, Magnús NK 8051, tsleifur VE 7885, Gigja RE 7833, Skarösvik SH 7824, Jón Finnsson GK 7744, Sæbjörg VE 7312, Harpa RE 6983, Guömundur RE 6869, Keflvikingur KE 6735, Stapavik SI 6494, Helga II. 6487, Óskar Halldórsson RE 6172, Náttfari ÞH 6165, Helga Guömundsdóttir BA 6150, Arni Siguröur AK 5907, Rauösey AK 5356, Seley SU 5255, Fifill GK 5090, Skirnir AK 4844, Bergur VE 4811, Huginn VE 4646, Arsæll KE 4312, Sæberg SU 4077, Þóröur Jónasson EA 3924, Ljós- fari RE 3491, Þórshamar GK 3438, Hafrún tS 3310, Faxi GK 3253, Svanur RE 2691, Vikurberg GK 2652, Arnarnes HF 2532, Gunnar Jónsson VE 2476, Freyja RE 2301, Gjafar VE 2281, Óli Oskars RE 1268, Vonin KE 1195, Stigandi VE 923, Bjarnarey VE 641, Heimaey VE 388, Arney KE 291. Löndunarstaöir'. Loönu hefur veriö landaö á 22 stööum á landinu: Seyöisfjöröur 67967 lestir, Eski- fjöröur 52879, Vestmannaeyjar 44280, Neskaupstaöur 37416, Vopnafjöröur 26302, Siglufjöröur 22836, Reyöarfjöröur 22239, Rauf- arhöfn 17750, Fáskrúösfjöröur 12836, Hornafjöröur 9551, Reykja- vik 8720, Grindavik 7508, Þorláks- höfn 7267, Stöövarfjöröur 6442, Keflavik 6079, Akranes 5907, Breiödalsvik 5901, Djúpivogur 5495, Akureyri, Krossanes, 4388, Hafnarfjöröur 4388, Sandgeröi 1320, Bolungarvik 1189.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.