Þjóðviljinn - 09.03.1979, Síða 4
4 SIÐA — ÞJöÐVtLJINN'’ Föstudagur 9. mars 1979
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs
hreyfingar og þjóðfrelsis
(Jtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson.
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurö-
ardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Mar-
geirsson, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. iþróttafrétta-
maöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson.
útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Safnvöröur: Eyjólfur Arnason
Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson.
Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson.
Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét-
ursdóttir.
Sfmavarsla: ólöf Halldórsdóttir, SigriÖur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir
Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaprent hf.
Eymd og áform
Sjátfstœðisjlokksins
• Margir verða til þess undanfarna daga að tala um
eymd Sjálfstæðisf lokksins. Alþýðublaðið hef ur talað um
liðónýta stjórnarandstöðu með svo einkennilegum sökn-
uði að engu er líkara en að blaðið vilji hafa Sjálfstæðis-
f lokkinn sem vasklegastan. Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra neitar að taka þingrofstillögur Geirs og
félaga alvarlega, og snýr umræðunni upp í vangaveltur
um framúrstefnu í hegðun og stílbrögðum.
• Vissulega hef ur frammistaða Sjálfstæðisf lokksins og
forystumanna hansekki verið uppá marga fiska að und-
anförnu. Þetta kom mjög átakanlega fram á dögunum,
þegar flokkurinn kynnti texta einn sem hafði fengið
nafnið efnahagsmálastefna í skírnargjöf. Flestir létu
sér að vonum fátt um finnast: flokkurinn gekk öðrum
lengra í loðnum formúlum og almennri óskhyggju. Eins
og Svavar Gestsson viðskiptaráðherra benti á í ræðu
sinni í útvarpsumræðunum á þriðjudaginn var, þá þýða
tillögur Sjálfstæðismanna í raun og veru uppgjöf í bar-
áttunni fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þar
er ráð f yrir því gert, að gengisskráning verði látin laus,
verðlagið gefið frjálst eins og það heitir og sömuleiðis
ákvarðanir um vexti. Einnig megi tengja allar fjár-
skuldbindingar innanlands gengi erlendra gjaldmiðla,
sem í raun þýðir að íslensk mynt sé lögð niður. Þetta er
svo kórónað með því að gera ráð f yrir því, að opna land-
ið f yrir erlendum lánum af hvaða tagi sem er.
• En framganga Sjálfstæðisf lokksins verður ekki að-
eins kennd við ringulreið/óskhyggju eða uppgjöf. Eins og
Svavar Gestsson bendir á, þá talar það sem í uppgjafar-
stefnunni felst skýru og ótvíræðu máli um stéttareðli
Sjálfstæðisflokksins, um þá hagsmuni sem þessi flokkur
þjónar. Ráðstafanir hans taka ekki mið af þörf um vinn-
andi fólks, þær eru allar miðaðar fyrst og fremst við
þarfir þeirra sem fjármagn eiga og fyrirtæki. Þar er
gert ráð fyrir skattfrelsi eða frestun skattlagningar
fyrirtækjum til handa. Þá er gert ráð fyrir því.að eigna-
skattar á fyrirtækjum lækki, nýbyggingargjald á að
fella niður og að sjálfsögðu þann sérstaka skatt sem rík-
isstjórnin hefur lagt á skrifstofu- og verslunarhúsnæði.
Sömuleiðis á að heimila á ný stórauknar fyrningar til
skattafrádráttar. „Samtals'/ sagði Svavar,/yætlar Sjálf-
stæðisflokkurinn að fella niður skatta af fyrirtækjum
upp á nærri tug miljarða króna. Á móti á síðan að draga
úr niðurgreiðslum,og ef miðað er við þær niðurgreiðslur
einar sem núverandi ríkisstjórn hefur bætt við, nema
þær um 8% i kaupi. Auðvitað ætlar Sjálfstæðisf lokkurinn
ekki að hækka kaup sem þessu nemur; kauplækkun er
hans æðsta boðorð, eins og einnig gengur f ram af nef nd-
um efnahagstillögum...
• Ránfuglarnir biða tilbúnir að hremma ránsfenginn.
Þeir eru reiðubúnir að hleypa erlendum hagsmunum inn
á gaf I, þeir ætla að skerða iífskjörin, ætla að veikja for-
sendur efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, afnema ís-
lenskan gjaldmiðil og að sjálfsögðu að afhenda auðstétt-
inni aftur þá miljarði sem núverandi ríkisstjórn hefur
lagt á til þess að greiða niður landbúnaðaraf urðir og til
þess að fella niður söluskatt af matvælum".
• Það er að sjálfsögðu höf uðnauðsyn í stjórnmálum að
menn vanmeti ekki andstæðing sinn. Einnig að baki því
ásigkomulagi Sjálfstæðisflokksins sem kennt verður til
ráðleysu og uppgjafar vakir raunveruleg hætta fyrir
hag alþýðu og það sem enn má kenna við efnahagslegt
sjálfstæði landsins. Þetta er brýnt að hafa í huga þegar
metnir eru valkostir í stjórpmálum um þessar mundir.
—áb
j Afmælisfyrir-
! vararnir enn
II þessum þætti i gær var get-
um aö þvi leitt af hverju Bragi
, Sigurjónsstm heföi valiB 20.
Iapril sem siðustu forvöð til þess
að mynda nýja rikisstjórn. Þar
sem hann vildi forðast 1. april
■ rambaði hann á niræðisafmæli
IAdolfs sáluga Hitlers. Á hinn
bóginn er talið fullvist að
varöandi 17. mars, en þá eru
» samkvæmt tillögu Braga
Isiðustu forvöð fyrir núverandi
rikisstjórn aö koma sér saman
um efnahagsmálin, hafi Bragi
■ litið sér nær og miðað við
Iafmælisdag Höllustaða-Páls,
Páls Péturssonar alþingis-
manns.Er það ekki i fyrsta sinn
■ sem kratar miða fyrirvara sina
Ivið afmælisdaga Framsóknar-
þingmanna, oger sá háttur mun
, gæfulegri en að leita út fyrir
) landsteinana um viömiðanir i
| almanaksáráttunni.
• Réttmæt
I gagnrýni
■
II einum punkti lagöi Sjálf-
stæöisflokkurinn fram veiga-
mikla gagnrýni á stjórnarstefn-
■ una i þingrofsumræöunum. Þaö
Ivar rökstudd gagnrýni dr.
‘Gunnars Thoroddsens á þá
samdráttarstefnu sem veriö
» hefur höfuðverkefni Alþýöu-
Iflokksins að berja i' gegn á
stjórnarheimilinu. Dr. Gunnar
sagði i ræðu sinni:
» „Einn þáttur efnahags-
Imáianna liggur þó fyrir Aiþingi
nú, þótt efnahagsfrumvarp
forsætisráðherra hafi ekki litið
J dagsins ljós á Alþingi. Það er
I stjórnarfrumvarp um lántökur,
I fjárfestingu o.fl. og tel ég nauö-
‘ synlegt að gera þaö að umtals-
J efni hér.
Aö því er varðar fjárfestingu
| og verklegar framkvæmdir i
J landinu, þá verður að vara við
Iþeirri allt of Utbreiddu kenn-
ingu, aö mikil fjárfesting sé
bölvaidur og meginorsök verð-
, bólgunnar. Þvert á móti veröa
Imenn að gera sér grein fyrir, að
fjárfesting i atvinnufyrirtækj-
um, samgöngu- og orkumálum
, og ýmsum öðrum opinberum
Iframkvæmdum, er undirstaða
framfara I iandinu og grund-
völlur vaxandi velmegunar.
■ Endurnýjun atvinnutækja
Ibættur vélakostur, næg orka,
greiðar samgöngur, — alls
þessa má þjóðin ekki án vera, et
• hún vil sækja fram. Þess vegna
Iá ekki að stefna að þvi, að fjár-
festing I þjóöarbúskapnum fari
minnkandi I hlutfalli vil^
rekstarútgjöld, heldur fremur
að setja það mark að draga út
rekstrarútgjöldum hins
opinbera.
Varhugaverð
regla
Það er lika varhugavert að
búa sér til þá reglu fram I
timann, að f járfesting I landinu
megi til dæmis ekki vera nema
24 1/2% af þjóðarframleiösl-
unni.
Hér veröur að greina glöggt I
sundur, hvers eðlis
framkvæmdirnar eru. Þótt
stefnt sé að þvi að draga úr
erlendum lántökum, getur verið
hyggilegt að taka erlent lán, ef
sú framkvæmd sparar meira i
erlendum gjaldeyri en vöxtum
og afborgunum lánsins nemur.
Þá væri það glapræöi að neita
um slikt erlent lán vegna þess
að einhverri fyrirfram tilbúinni
hámarkstölu væri náð.
t fjárfestingaráætiun og
lántökufrumvarpi rlkisstjórn-
arinnar ber of mikiö á slikum
almennum reglum og þar er
ekki alltaf tekiö mið af
heilbrigöri skynsemi. Hér skulu
nefnd dæmi.
Atvinnuleysi
Samdráttaraðgerðir
. stjórnarfiokkanna eru þegar
farnar að hafa alvarleg áhrif. t
byggingariðnaðinum hafa
verkefni minnkað og þó að þau
séu viða talin viðunandi sem
stendur, þá eru svo iskyggilegar
horfur i haustog næsta vetur, að
búast verður við verulegu at-
vinnuleysi meðal byggingar-
manna. Það hefði þvi veriö full-
komin ástæða til að auka fjár-
magnsmöguleika i þeirri grein.
En stjórnarflokkarnir fara
þveröfugt að. t ofúrkappi sinu
aðskera niður fjárfestingu sjást
þeir ekki fyrir. Þeir leggja til I
11. gr. stjórnarfrumvarpsins að
By ggingarsjóður sé sviptur i ár
> 2000 miljónum kr. af starfsfé
sinuog þvi ráöstafaö tU annarra
verkefna.”
Þótt Alþýöubandalagiö sé al-
farið á móti þvi aö tekin séu
erlend eyðslulán eins og rikis-
stjórn Geirs Hallgrimssonar
gerði sig seka um felst I þessari
gagnrýni Gunnars Thoroddsen
ýmislegt af þeim meginrökum
sem Alþýðubandalagiö hefur
beitt gegn þeirri óskynsamlegu
samdráttarstefnu sem gegn-
sýrði efnahagsfrumvarp for-
sætisráðherra i upphafi meöan
hann var pólitiskt trúlofaöur
Vilmundi Gylfasyni.
Efasemdir krata
Kratar hafa jafnan lagt mikið
uppúr skoðanakönnunum
siðdegisblaðanna. Nú þegar
Dagblaðið kunngerir að þeir
hafi tapaö þriðjungi fylgis síns
meöal kjósendadregur úr kjaft-
hættinum um stund og upp
koma efasemdir um eigin ágæti
og stefnunnar sem fylgt hefur
verið með ærnum fjölmiðla-
trikkum. Finnur Torfi segir i
Alþýðublaðinu að endurskoða
verði vinnubrögðin og skýtur
þar eflasut á Vilmund og
Sighvat. Sighvatur trúir ekki á
svona stóra sveiflu á stuttum
tima og skammar kjósendur
Alþýðuflokksins fyrir að hengja
bakara fyrir smiö. Það séu
samstarfsflokkarnir sem séu
erfiðir, ekki Alþýðuflokkurinn.
Vilmundi list illa á þetta, þvl
enda þótt skoðanakannanir
væruekki nákvæmarsýndu þær
tilhneigingu meðal kjósenda.
Þvi þurfi nú aö endurmeta
stöðuna.
Botna ekki í
kjósendum
1 Alþýðublaðinu I gær getur
einnig að lita efasemdaleiðara
mikinn. Hvernig stendur nú á
fylgishruninu? spyr BPM.
„Eru það stóryrðin um dag-
setningarnar, sem and-
stæðingarnir hafa svo oft kiifaö
á aöenga þýðingu hafi haft aðra
en þá að niðurlægja flokkinn
vegn a þess að jafnoft h afi fk>kk-
urinn runnið á rassinn?”
En það gæti llka veriö að
stefnan i verðbólgumálum félli
ekki I geð almennings. „Þaö
skiptir þvifyrst og fremst máli i
þessu sambandi að komast að
þvi hvort ástæðan fyrir þvl aö
andstæðingunum hehir tekistað
gera stefnu Alþýöuflokksins
tortryggiiega stafi ekki af
áróðurslegri stöðu flokksins og
þvi hve erfitt hann á með að
kynna til hlltar erfíð og flókin
mál eins og lagafrumvarp um
nýsköpun efnahagsmála. Það
verður þvi fyrst að láta á það
reyna hvort ekki má meö ein-
hverjum hætti efla skilning
aimennings á þvi að aögerðir
þær sem flokkurinn leggur slikt
ofurkapp á að framkvæma
munu ótvirætt stuðla að þvi að
ná þeim markmiðum sem
kjósendur kunnu vel að meta 1
vor.”
Hvað segja þeir um skoð-
anakönnun Dagblaðsins
fylgi JUþýduflokksins mimikað stódcga sjmkreort tímmmmm
AlþýOuflotikurlnn myndl t»M mlkh, lytai, »1 *lnt varl tll k**ntnfA nú. *4 þvl •
>k*mur tram I tkaAMwUnnun in Mrtbt I DnfvUMnu 1 *»r. I«»r knmur I l|M. •
Ilokkurlnn l*n«l ***ln» 15,1% atkvato. *n I *Wu*tu kctnlngum lékk hcnn t>% «t
‘ 'aWv*hUUM UltaM tll þrtfíl* þtngnunna A*y*ulUkk»ln» cg Mml þá *m»
!Verðum að endurskoða
,okkar vinnubrögð
sr
I tyr»l» U*l
trUlíókkilM. •• kWM IWkk
‘T*Mr.W|l þyrlt. Alþ»».
nukiw.no •» nWnkitk
..M*r M HU t þcu*. cf "STZr? '.SSJy ..
*g MW c» vU Alþýóu- iiwnW cl«» •» u*. |M.r
l tUfckmwmk urUni — w..j.r twti «>i «»».t.
Það er verið að hengja
'bakara fyrir smið
( itfir Sidiatv
..M4r tý»t náttúruUfC
•kkl v.1 t M*tc. •« **
I k*U ct þcttc u •Inum ••
| mlkll »v«tlU t iktmmum
' llmc tll hait ct hct it
Mér líst
illa á þetta
ugir VihiMáw tjtttf
..Mtr lltl ||U t þuti
n*t þýttr •kkart ct U
•ufunum tyrtr þrk
þat hctvr v«rU *t mu
þc»»cr «kctcn*kcnn»
•cflðl Vllmun*
.rmatur þlngllckki
| AtþýtutUkkdnv «r kcnn
» vcr Inntur »111« t þtuari 53.2««“?-
w.....« þ.«
rr::,‘L-;íiu
feHrfcSvsS
M.nlW.1 •« þ.
., kr.ytw«.rl
Bf nl».r«l.»c þm
BPM telur einnig hugsanlegt
að kjósendur flokksins telji að
flokkurinn hafi ekki verið nógu
haröur I glimunni við sam-
starfsflokkana eöa þá að hann
eigi að vera i stjórn upp á hvaöa
býti sem er „og vera ekki með
allt þaö bramboit sem honum
hefur fylgt á síöustu mán-
uöum.”
Forystumenn Alþýðuflokks-
ins botna semsagt hvorki uppné
niöur I kjósendum sinum og
viðhorfsbreytingum þeirra, en
hafa nú uppi hverskyns efa-
semdir um eigið ágæti. Ef til vill
mun sú hógværð sem hér brydd-
ar á verða betra vegarnesti en
barsmíöin I tómu tunnunum.
— e.k.h.