Þjóðviljinn - 10.03.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 10.03.1979, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1979. AF MAKARÍNI Sjáið hvað Ljóminn er Ijómandi góður, Ljóminn er betri en hamsar og mör. Ljóminn er betri en búvörufóður, borðum við ekki því óhollt er sm jör.... o.s.f rv. Og þá er komið að síðasta þætti smjörlíkis- gerðarinnar Ljóma í því að endurvekja íslenska Ijóðhefð, en það er fyrripartur sem auglýstur var til botnunar: Ljóminn er á landi hér langbestur að gæðum. Fjölmörgum botnum var hnýtt við þessar fleygu Ijóðlínur, og er mér til dæmis kunnugt um þessa: Þegar ég var að alast upp hérna vestur í bæ þótti það hámark niðurlægingarinnar að þurfa að leggja sér makarín til munns. Víða var þó svo þröngt í búi að ekki var annars kostur en að nota þetta viðbit, sem bæði þótti vont og ókræsilegt í alla staði. Ég man eftir því, að amma mín reyndi einu sinni að koma ofart í mig því sem hún kallaði ,,hnoðað smjör", en þá hafði hún sett klípu af makaríni í smjöriðog hnoðað saman til drýginda. Þetta var bara reynt í þetta eina skipti og með eng- um árangri. „Hnoðaða" smjörið var bara ekki étið. En hvað um það. Margir voru á þessum árum svo fátækir að þeir höfðu ekki efni á því að kaupa smjör, svo smjörlíkisgerð varð umtals- verður iðnaður í landinu og smjörlíkisgerðir blómstruðu. Nú á síðari árum haf a læknavísindin keppst við að halda því f ram, að makarín sé ekki eins bráðdrepandi og íslenskt smjör, og hefur það að vonum aukið eftirspurnina eftir makaríni til muna. Það er ekki lengur hámark smánar- innar að leggja sér smjörlíki til munns. Það sem mér hef ur löngum þótt merkilegast við makarín er það, að þetta dæmalausa viðbit hefur orðið til þess að lyfta menningunni á Islandi á hærra plan. Þannig er upphaf eins mesta velgerðamanns lista á íslandi fyrr og siðar, sjálfs Ragnars Jónssonar, i smjörlíki, og er hann raunar enn kenndur við fyrirtæki sitt, Smára. Það verða sjálfsagt aðrir en ég til þess að mæra Ragnar í Smára. En fullyrða má, að músiklíf, bókmenntir, málaralist og raunar flestar listgreinar á íslandi væru ekki svipur hjá sjón, ef hans hefði ekki notið við. En eftilvill hafa umsvif Ragnars mest menningarsögulegt gildi vegna þess fordæm- is, sem hann hef ur skapað með umsvif um sín- um. Og þetfa fordæmi er nú þegar farið að bera ríkulegan ávöxt. Iðn- og smjörlíkisjöfur íslensku þjóðarinnar, Davíð í Ljóma, er nú orðinn ötull liðsmaður íslenskrar Ijóðlistar og er á góðum vegi með að bjarga frá glötun þeirri tegund ijóðagerðar, sem kölluð hefur verið „ferskeytlan". Viðbit hef ur á Islandi löngum verið auglýst með Ijóðum. Nægir í því tilef ni að benda á vísu kerlingarinnar: Ef þú ekki étur smér eða það sem matur er, dugur allur drepst í þér, danskur Islendingur... Svo hressilega hef ur smjörlíkisgerðin Ljómi tekið Ijóðlistina uppá sína arma, að ekkert er auglýst af framleiðslu fyrirtækisins nema í bundnu máli. Allir þekkja þessa nokkurn veg- inn: Borði ég hann batnar mér blóðtappinn í æðum, Og annar: Hann er betri heldren smér, hann á trosið blæðum. Og þessi: Ef hann á brauðið borðum vér, bumbunni af oss næðum. Fjölmargir aðrir bárust, en sá botn sem verðlaunaður var hefur hins vegar verið mjög til umræðu að undanförnu í menningardálkum dagblaðanna, og eru víst ekki allir á eitt sáttir um ágæti hans, en með honum lítur vísan svona út: Ljóminn er á landi hér langbestur að gæðum, fáanlegt ei betra er er smjörlíki við bræðum. Þessi botn er merkilegur fyrir margra hluta sakirog ef til vill helstfyrir það, að hann sannar hið fornkveðna: Ef að þjóðin ekki smér útá fiskinn bræðir, Davíð múltímiljóner á makaríni græðir. Flosi STEINN SKRIFAR: Ameríkubréf Það var kalt hér á austurströnd Bandarikjanna fyrst á árinu og I einni vikunni fór frostið niður fyr- ir 20 stig á selsius, og hafnar- verkamenn lögðu niður vinnu af kulda. Kuldinn kemur illa við marga, ekki sist nú þegar ýmis vandamál blasa við i sambandi viö orkumál. Margt kemur þar til. Bæöi er aöoliubann Irans rikir enn, og vantar þar á um 5—10% af innflutningi oliu til Bandarikj- anna, þar sem tran var. Einnig er hér mikil og vaxandi mótstaða gegn kjarnorkuverum, sem bæöi eru talin hættuleg vegna mengun- ar og svo óhagnýt i rekstri. Hér i norð-austur rikjunum kostar aö jafnaði um 475 dollara að hita meðal-ibúðarhús á ári með oliu. Aftur á móti kostar það 350 dollara með gashitun og hvorki meira né minna en 720 með raf- magni, en aðeins 325 dollara meö eldiviö. Þaö færist þvi nú mjög I vöxt aö fólk hiti upp hjá sér meö viðar-ofnum, og er eldiviöarhögg nú orðinn fastur liður i heimilis- störfum um helgar hér i út- hverfunum, rétt eins og mennþvo bflinn á sunnudögum. Stjórnin stefnir nú að þvi aö fá fólk til að fara sparlega með oliu, og stendur nú til að loka öllum bensinstöövum á sunnudögum i sparnaöarskyni. Áhugi á Mexíkó nokkurn veginn jöfn oliukaupum Bandarikjanna fyrrum frá Iran. Þetta er nú bara rétt byrjunin, þvi enn hefur oliuleit aðeins verið framkvæmd á 10—15% af landi Mexikós. Mexikó hefur sennilega álika birgðir af oliu og Saudi- Arabia, en þeir hafa farið sér hægt með að nýta auðæfin i jörðu og kemur það sér vel. 1 samnings- viöræðum Bandarikjamanna við Mexikana um oliukaup hefur gengið á ýmsu. eru nú að kynnast málum nágrannans i suðri i fyrsta sinn. Mexikó hefur nú um 65 miljónir ibúa, og hafa þeir leitað mjög norður yfir landamærin til at- vinnuleitar á þessari öld. Fólks- fjölgun er geysileg þar syðra, borgirnar þenjastút, atvinnuleysi er mikiö, og áætlað er aö mann- fjöldi verði kominn i 120 miljónir um aldamót. Um 800.000 mexik- ana flytjast ólöglega yfir landa- mærin á ári hverju til at- Nú hafa ameríkanar skyndi- lega fengið mikinn áhuga á Mexlkó, eftir margra ára af- skiptaleysi af nágrannanum i suðri. Hér hefur nýfundinn oliu- auður Mexikana auövitað sitt að segja, en framleiöslan þar er Mexikanar vilja semja á breið- um grundvelli, og blanda þar inn málum um versiun og vandamál mexikanskra innflytjenda og far- andverkamanna i Bandaríkjun- um. Margir Bandarikjamenn vinnuleitar, og eru Bandarikja- menn nú að reyna að halda þessum straumi i skefjum. Annars er Mexikó fimmti stærsti verslunaraðili Bandarikjanna, en landiö flytur út 70% af öllum út- flutningsvörum slnum til Banda- rikjanna. Hvaö snertir olfukaup, er vandinn sá aö Bandarikja- menn vilja ekki borga Mexikön- um sama verð fyrir oliuna og þeir borga fyrir oliu frá Arabalönd- unum. Mexikönum þykir þetta hart og neita að lækka verðið, og þar við situr. Mexlkanar hafa nú lagt 150 cm viða oliuleiöslu frá lindunum, allt norður aö landa- mærum Bandarikjanna, og standa þeir þar tilbúnir að skrúfa frá strax og samningar takast. Innrás bænda Fyrir nokkru héldu þúsundir bandariskra bænda mikla innrás i Washington og orsökuðu margra daga umferðartruflanir. Borgur- um þótti nóg komiö þegar karlarnir rótuðu upp túnum og görðum með traktorum sinum umhverfis þinghúsið, keyrðu nið- ur garöbekki öskutunnur og stöðumæla. Bændafólk hefur að jafnaði um 500 dollara lægri árslaun en borgarbúar hér I landi, en meðal-tekjur einstaklings i sveit eru um 6000 dollarar á ári. Nú vilja bændur hækkaö verö fyr- ir hveiti og mais, en verð á þess- um afurðum hefur farið lækkandi siðan 1974, á meðan verö á kjöt- vörum hefur hækkað. Ekki horfir velhjá sumum bændum, og er nú töluverð hreyfing á þeim til borg- anna i atvinnuleit. Leifur bóndi heppni Bóndinn Leifur heppni komst hér I fréttirnar nýlega, þegar Kol- björn Skarre myntfræðingur Osló Háskóla, upplýsti aö peningur sem fannst hér á norð-austur strönd Bandarikjanna væri reyndar norskur og sleginn á tlmabilinu 1065—1080. Peningur- inn fannst i gömlum indiánabúð- um i Maine-fylki og er talið að indiánarnir hafi annað hvort verslað við eða rænt vinlands- fara. Peningur þessi er reyndar aöeins þriöji öruggi víkinga- gripurinn sem fundist hefur hérna megin hafsins, auk eir- nælu og sápusteins-snældu sem fundust I Lanse-aux-Meadows á Nýfundnalandi hér um árið. Fyrst peningurinn er greinilega sleginn eftir fyrstu vinlands- Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.