Þjóðviljinn - 10.03.1979, Page 6

Þjóðviljinn - 10.03.1979, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. mars 1979. Vidreisnardraumar og y erkalýdsfj andskapur Það eru orsakir óróleikans í Alþýðuflokknum ÞjóAin hefur veriö að velta fyrir sér hvers vegna þessi óréi hefur veriói vetur I Vilmundi Gylfasyni og ýmsum öftrum þingmönnum Alþýðuflokksins. Frá þvi að rikis- stjórnin var mynduð hefur hann og ýmsir félagar hans haft uppi margvislegar tilraunir til þess að gagnrýna rikisstjórnina, til að setja henni stóiinn fyrir dyrnar, til að hrópa hana út og suöur og sverta samstarfsflokkana I augum þjóðarinnar. t þeirri ræðu sem Vilmundur Gylfason flutti i kvöld kom i raun og veru fram skýring á þessari andstöðu, þess- um óróleika i þingmanninum gagnvart r ik is s t jó r nin n i. Skýringin fólst I ýmsum atriöum, sem hann vék að i ræðu sinni. Viðreisnarárin I fyrri hluta ræðu sinnar lýsti Vilmundur Gylfason mikilli aðdáun á viðreisnarárunum. Sú stjórnarstefna sem þá var við lýöi var greinilega óskadraumur. Þaö var nánast hugljúft að hlýða á þaö hvernig Ragnhildur Helgadóttir tók siðan undir þennan lofsöng um viöreisnarárin. Kannski er hún i þeim hópi Sjálfstæðifslokks- ins sem Vilmundur kallaði hér fyrr i kvöld „huggulega Sjálf- stæðismenn” og e.t.v. er Albert Guömundsson einnig i þeim hópi og Gunnar Thoroddsen. Ég óska Vilmundi Gylfasyni góðs gengis ef hann á einhvern tima eftir að hafa samfélag með þessum þremur „huggulegu” þing- mönnum Sjálfstæöisflokksins. En Vilmundur Gylfason gleymdi aö lýsa þvi hvaö gerðist á þessum viöreisnarárum, hvaöa þróun átti sér stað i islensku þjóð- félagi. Þaö hefur svo oft verið rif jað upp, að ég ætla ekki að fara um þaö mörgum orðum hér i kvöld. Ég ætla aöeins aö drepa á nokkur meginatriöi vegna þess, aö þar felst ein af skýringunum á þeim ágreiningi, sem hefur verið milli Alþýðuflokksins annars vegar, sérstaklega ákveðinna þingmanna hans, og þingmanna Alþýöubandalagsins hins vegar. Fyrsta megineinkenni viðreisn- aráranna var, að atvinnuvegir landsmanna sjálfra, sjávarút- vegur, fiskiönaður og almennur iðnaöur voru settir til hliöar. Þróunarstefna atvinnulifsins á Islandi fólst ekki I þeim atvinnu- vegum, sem landsmenn höfðu sjálfir forræöi yfir og byggðu á innlendum auðlindum. Togara- flotinn var látinn grotna niður. Fiskiönaðurinn var látinn grotna Annað megineinkenni þessara ára var aö þegar atvinnustefna viðreisnarstjórnarinnar hafði fengiö aö bera ávöxt fram eftir áratugnum þá hófst hér einhver mesti landflótti, sem þekkst hefur í islandssögunni frá Amerikuferðum. Þúsundum saman þurfti islenskt launafólk að leita sér vinnu á Norður- löndum og jafnvel i öörum heims- álfum. Landflótti launafólks og sifelld hnignun innlendra at- vinnuvega var sá raunverulegi árangur, sem viöreisnartimabilið skildi eftir sig. Kaflar úr rœöu Ólafs Ragnars Grímssonar á Alþingi s.l. miðvikudagskvöld niður. Almennum iðnaöi var meö inngöngunni i Efta teflt i þá tvi- sýnu, sem hann hefur veriö siöan. 1 staðinn hófst hér innreið erlendrar stóriðju, sem talin var framtiðarstefna islensks efna- hagslifs i krafti þeirra röksemda viöreisnarráðherranna, að innan 10 ára væri kjarnorkan orðin svo ódýr, að ef íslendingar ætluðu að hagnast á vatnsorkunni, þá yrðum viö á þeim tima að hag- nýta hana alla i þágu erlendra álverksmiðja. Grundvallarágreiningurinn var annars vegar krafan um erlenda stóriðju, erlent fjármagn og er- lenda rekstrarhagsmuni sem drifkraft i islensku efnahagslífi og hins vegar krafan um uppbyggingu atvinnuvega lands- manna sjálfra, uppbyggingu fiskiskipaflotans, uppbyggingu fiskiðnaöar og almenns iðnaðar. Þetta voru grundvallarátökin, sem áttu sér stað á viöreisnar- árunum. Ný viðreisnarstefna eða kerfishreinsun? Það er alveg hárrétt hjá Vil- mundi Gylfasyni, að koma hér upp og lýsa aðdáun sinni á þessari stefnu vegna þess að kjarninn i þvl efnahagsfrumvarpi, sem Alþýðuflokkurinn hefur lagt fram, er einmitt að endurvekja þessa stefnu.að stefna innlendum atvinnuvegum landsmanna i stórfellda hættu og skapa hér slik samdráttareinkenni á vinnu- markaönum, að landflótti launa- fólks blasir i raun og veru við. Ég vil hæla hv. þm. Vilmundi Gylfa- syni fyrir það, að vera þó sjálfum sér samkvæmur hvaö þetta snertirs. Það er alveg rétt hjá honum, þó að enginn annar af þm. Alþýöuflokksins hafi haft kjark til að oröa það, að þetta fræga frv. sem lagt var fram er einmitt frv. um gömlu „viöreisnarstefnuna”. Enda hefur leiöarahöfundur Alþýðublaðsins verið svo hrein- skilinn að bjóða Framsóknar- flokkinn veikominn i hóp Viðreisnarflokkanna eins og það var oröað! Það er athyglisvert, að Alþýðu- flokkurinn, sem i siðustu kosningum hafði uppi mikil orð og stór um kerfisbreytingar, um nauösyn þess að hreinsa til, hefur nú lagt fram efnahagsfrv. og lýst yfir stuöningi við frumvarpsút- gáfu frá forsætisráðherra, sem felur ekki i sér neina hreinsun i efnahagskerfinu, sem felur ekki i sér neina atlögu við það mikla gróðabákn, t.d. I innflutnings- versluninni, sem kostar þjóðina tugi miljaröa i umframeyðslu á ári. Þessi frumvörp fela ekki i sér neina tilraun til að takast á við hin öflugu og sterku braskaraöfl I þessu þjóöfélagi, fela ekki I sér neina tilraun til aö útrýma I reynd þeirri margháttuöu spillingu i efnahagslifinu, sem hér hefur rikt með þvi að hreinsa til i ákveðnum valdastofnunum, þar sem sam- eiginlegir hagsmunir embættis- kerfisins og gróðaaflanna hafa fengiö að þróast. Ég átti satt aö segja von á þvi, þegar rlkisstjórnin tók til starfa, aö þá myndum við fá stuðning frá hv. þm. Alþýöuflokksins I þvi að hreinsa til, I þvi að takast á viö þetta gróöabákn, þessa gifurlegu yfirbyggingu spillingar og gróða- söfnunar, sem hér hefur þróast. En þaö er greinilegt aö áhuginn á þeirri kerfishreinsun viröist vera frekar litill. Þegar lagt er fram frv., sem ekki snertir þessi vandamál, þá er bara hrópað húrra fyrir því á einum degi i þingflokki Alþýðuflokksins og taliö, að nú þurfi ekki frekar aö gera neitt, nú sé komin efnahags- stefna til 2ja ára. Hreinsunin á kannski ekki að hefjast fyrr en 1981? iha Idsflokkur Staðreyndin er sú, að eitt af þvi Úr rædu Vilmundar: „Ég er aðdáandi Viðreisnar- sljórnarinnar” Vilmundur Gylfason: Aðdáandi vlðreisnarstefnunnar. Af einni ástæðu hef ég rika ástæðu til að bera hlýjar taugar til Sjálfstæðisflokksins. Af sögu- legum ástæðum er ég aðdáandi Viðreisnarstjórnarinnar og þeirra aðgerða, sem hún greip hér til. Ég er þeirrar skoðunar, að þá hafi veriö framkvæmdur uppskuröur á efnahagskerfinu, það var veriö að útrýma spill- ingu, sem fólst I höftum og leyf- um. Þaö var gerður aðdáunar- verður uppskuröur á efnahags- kerfina Ég held að samfélagið allt hafi haft af þvi mikinn hagnaö, þeim aðgerðum sem þá var lagt út i, þegar til lengri tlma er litið. Af þessum sökum m.a. hefði maður getaö haldið, að I a.m.k. hliðstæöum málum og þessum væri hægt að eiga samvinnu við Sjálfstfl. Upp á slika samvinnu var boðiö, t.d. með þvi aö hér i upphafi þings var flutt frv. um raunvexti þar sem verið er að útrýma annars konar, en þó sams konar spill- ingu, þ.e.a.s. skömmtun á láns- fé, sem hér hefúr varað i efna- hagskerfinu. „Það var ekki stefna Alþýðuflokksins að samningamir skyldu fara i gildi — það var bara Björn Jónsson sem vildi það”. Hér er talaö um samningana i gildi. I greinargerö með þeirri tillögu sem hér er til umræðu er sagt að það hafi veriö stefna tveggja rikisstjórnarflokka, Alþýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins að samningarnir skyldu fara i gildi. Sannleikur- inn er sá um þessa hluti, aö þetta er ekki rétt. Það var ekki stefna Alþýöuf iokksins, að samningar skyldu fara I gildi. Viö gáfum út pésa, sem við köll- uðum „Gerbreytta efnahags- stefnu”. Eitt af þvi sem við þar lögðum tíl, er breytt visitölu- kerfi eða svokölluö þjóöhags- visitala, sem er annað nafn yfir þaö, sem nu er kallaö viðskipta- kjaravisitala. Við höfum alltaf gert okkur ljóst og talsmenn flokksins hafa margsinnis um það fjallað, að visitölukerfið er meingallaö. Það er veröbólgualandi á margan hátt án þess aö af þvi sé sáhagurfyrir launafólk, sem til var stofnað. En um slagorðiö samningana i gildi, þá er rétt, aö einstakir frambjóðendur Alþfl. og þá auðvitaö fyrst og fremst maður, sem hér er fjar- verandi af veikindaástæöum, Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Aslands, var auð- vitað fyrir þessu slagplani. Ég vil seg ja fyrir mig, að viku fyrir kosningarnar sat ég fyrir svör- um í sjónvarpi, þar sem spurt var um þessi mál. Þá var þvi lýst i smáatriðum, ég veit að einhverjir þingmenn muna eftír þvi, þá var til umr. módel, sem Reykjavikurborg hafði sett á laggirnar i launamálum og Morgunblaðiö réðist á af mikilli hörku. Ég lýsti þvi, að ég gerði mér samskonar hugmyndir um það, hvernig skyldi meö launa- og vlsitölumál farið. Þetta var viku fyrir kosningar og ég held ekki, að nokkur maöur hafi verið um þessa hluti blekktur. Ég neita þvl að þetta hafi verið kosningastefna Alþýðu- flokksins. Við lýstum almennri samstöðu með launþegahreyf- ingunni, en ekki I þeim smá- atriöum, aö við skilyrðislaust myndum alltaf og um alla ævi hafa vísitölukerfið i fullum gangi, enda héf ég sjálfur marg- oft lýst þvi, sem mér þykir vera ágallar á núverandi visitölu- kerfi. Ólafur Ragnar Grimsson: thalds- stefna Vilmundar er eldri en „elstu kallar” á þingi. sem gerir erfitt að stjórna með Alþýöuflokknum, er sá hug- myndafræðilegi og hagsmunalegi tvískinningur, sem greinilega þjáir flokkinn um þessar mundir. i forystu flokksins I dag og I þing- mannahópi hans eru áhrifarikir menn, sem I raun og veru aöhyll- ast ekki jafnaðarstefnu, ef dæma mrf af öllum þeirra málflutningi, heldur aöhyllast Ihaldsstefnu i efnahagsmálum. Þessi afstaöa birtist i þeim efnahagstillögum sem lagðar hafa veriö fram. Hún birtist i löfsöngnum um viö- reisnarárin. Hún birtist I þeim gifurlega fjandsamlegu yfir- lýsingum gagnvart verkalýðs- hreyfingunni, sem hér hafa komið fram i skrifum frá sumum af þessum mönnum eins og hv. þm. Vilmundi Gylfasyni og ekki nokk- ur sannur og einlægur sósial- demókrat myndi láta frá sér fara á Noröurlöndum eða á megin- landi Evrópu. Ég held aö það sé ein af tima- skekkjum ættarveldisins á tslandi, að þessir ágætu menn hafa villst inn I Alþýðuflokkinn. Þeir eiga þar i raun og veru ekki heima nema það sé tilgangur þeirra og ætlunarverk, að breyta Alþýðuflokknum I frekar frjáls- lyndan ihaldsflokk og minnka Sjálfstæöisflokkinn á þann hátt, taka i raun og veru við hlutverki Sjálfstæðisflokksins. Kannski tekst þeim þaö, þótt aö nýjasta skoðanakönnun sýni, að eitthvaö miðar þvl ætlunarverki nú öfugt. Fjandskapur í garð verk- lýðshreyfingarinnar Ég sagöi hér áðan, að varla trúi ég þvi, að nokkur jafnaðarmaður i nágrannalöndunum hefði haft uppi þau orð um verkalýöshreyf- inguna og um stefnu forseta Al- þýöusambands íslands, Björns Jónssonar, sem hv. þm. Vilmund- ur Gylfason lét frá sér fara i þing- sölum fyrr I dag. En þessi grund- vallarágreiningur milli verka- lýösarmsins i Alþýðuflokknum, og þess sem ég hef kallað Ara- götuarminn i Alþýðuflokknum er ekki nýr. Fyrir nokkrum árum siöan, flutti Björns Jónsson, forseti ASI, stefnuræöu 1. mal á Lækjartorgi. Þessiræða varö hv. þm. Vilmundi Gylfasyni tilefni til þess, að skrifa kjallaragrein i siödegisblað þar sem hann hafnaði algjörlega boð- skap Alþýðusambandsins, sem forseti þess Björn Jónsson flutti. Neitunarorð Vilmundar var: „Al- þýðuvöld, nei takk”,-þá viljum við á Aragötunni nú frekar fá aö halda okkar völdum. Það er ein- mitt þessi afneitun á alþýðuvöld- um, þessi afneitun á hlutverki verkalýðshreyfingarinnar, þessi hatramma árás á verkalýðs- hreyfinguna i heild sinni, bæöi skipulega og stefnulega séð, sem hv. þm. hefur haldið uppi, ekki bara nú I vetur heldur lika i nokk- ur ár. Þessi barátta er I raun og veru staðfesting á þvi, að sú stefna sem hann aðhyllist er ihaldsstefna, en alls ekki sósial- demokratisk jafnaöarstefna, eins og hún hefur tiökast i nálægum löndum. Það er gifurleg gjá á milli málflutnings forystumanna Alþýðusambandsins með Björn Jónsson i fararbroddi og þeirrar ræöu, sem flutt var hér fyrr i kvöld af hv. þm. Vilmundi Gylfa- syni. Framhald á 18. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.