Þjóðviljinn - 17.03.1979, Síða 8

Þjóðviljinn - 17.03.1979, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. mars 1979 Um fiskveiðar og friðun, að gefnu tilefni I Þjóðviljanum 4. mars s.l. er grein eftir Magna Kristjánsson skipstjóra i Neskaupstað, einn af hinum miklu aflaskipstjórum is- lenska veiöiflotans. Ég tel það tvimælalaust gott innlegg i um- ræðuum fiskveiðimál þegarslikir mpnn stinea niður penna, og þyrftu fleiri skipstjórar að láta til sin heyra á þessu sviði. Ég vil þá fyrst þakka Magna Kristjánssyni fyrir það að láta mins nafns getið i þessu sam- bandi, þvi það er tilefni þess, að ég tel nauðsynlegt að ræða áfram i þessum þætti, um fiskveiðar og friðun.MagniKristjánsson segir i grein sinni: „Þegar ég var að ljúka þessum pistli barst mér i hendur Þjóðviljinn föstudaginn 23. febrúar. 1 blaðinu var þáttur- innFiskimál skrifaður af Jóhanni J. E. Kúld. Eins og svo oft áður var þar margt fróðlegt að finna. Jóhannhefurum árabil skrifaðaf mikilli þekkingu um fiskvinnslu og fiskveiðar. Það olli mér þvi miklum vonbrigðum þegar ég sá i umræddri grein að hann virtist nú fylla þann flokk manna sem til- einkar sér Matthiasar-kenning- una. Matthiasar-kenningin felur sem kunnugt i sér þá staðhæfingu að nú séu i gangi geysilegar frið- unaraðgerðir umfram þaö sem áður var og vartsé hægt að ganga öllu lengra I þeim efnum. Margir sem aðhyllast þessa kenningu, þar á meðal Jóhann J. E. Kúld i umræddri grein, telja meira að segja að minnkaður afli undan- farið stafi i og með af þessum friðunaraðgerðum, þ.e. skipin komistekkitilveiða þarsem fisk- ur er fyrir hendi. Satt er að svæði hafa veriö friðuð undanfarin ár með lögum og reglugerðum. En ég fullyröi að margfalt stærri svæöi hafi verið friðuð oft áður. Ekki með valdboði á einn eða annan hátt, heldur af náttúrunnar hendi og vegna skorts á tækni og búnaði við veiðarnar. Það eina sem stendur upp úr i öUu friðunarbrölti undanfarinna ára er stækkun möskvans og skyndilokanir vegna smáfisk- veiða. 1 stað þeirra svæða sem lokuð hafa verið fyrir togurum undanfarin ár hafa þeir hagnýtt sér mjög og sumsstaöar stór veiðisvæði, sem áður var ótog- andi á með botnvörpu. Fyrir örfá- um árum var aUt hafið friðað fyrir togveiðum nema örfá fet við botninn. Nú hefur þaö verið opnað með tilkomu flotvörpunnar.” Til- vitnun i grein Magna Kristjáns- sonar lýkur. Hér er óneitanlega um nýja kenningu aðræða, þarsem þvi er haldið fram, að stækkun möskv- ans úr 135 mm i 150 mm og lokun veiðisvæða til að hlifa smáfiski ásámt öörum þeim ráöstöfunum sem gerðar hafa verið, þar á meöal stöðvun þorskveiða um tima, hafi ekki orðiö til að minnka heildaraflamagn á þorskveiðum. Þetta hafi unnist upp með notkun flotvörpu og nýjum veiðisvæðum. Ég hef aldrei haldiö þvi fram, hvorki I þeirri grein sem Magni Kristjánsson vitnaði i né öörum greinum um fiskimál, að frið- unaraðgerðir sem í gangi eru nú, séu svo viðtækar að vart sé hægt að ganga lengra í þeim efhum. Ég hef aldrei látið mér detta í hug slika órökstudda fuliyröingu, þar sem ég veit að viðtækari frið- unarráðstafanir er hægt að gera, sé þeirra þörf, sem ég tel vera og kem að þvi siðar. Hinu hélt ég fram i þættinum um skýrslu Haf- rannsóknarstofnunar og ég held þvi ennþá fram, að friöunarráö- stafanir þær sem i gangi hafa verið gagnvart þorskstofninum’ að undirlagi fiskifræðinga hafi orðið honum til styrktar, og verið nauðsynlegar. Ég Ht hinsvegar svo á, að vernd- un smáfisks sem I aðgeröunum felst og var aökallandi að minu mati, hafi að einhverjum hluta komiðfram I minnkuðum afla tvö siðustu árin. Þessa ályktun mina öyggi ég fyrst og fremst á eftir- fárandi: A fimmtán ára timabili frá 1961-1975 var meðaltals þorsk- afli á ári 394.447 tonn. A þessum árum voru stórir erlendir veiði- flotar á islenskum miöum sem veiddu upp að 12 milna mörkum meirihluta timabilsins. Sfðasta ár þessa timabils 1975 var ársafli af þorski þrátt fyrir þetta 370,991 tonn. Árið 1976 fellur svo þorsk- aflinn niður i 347,849 tonn, en þetta er einmitt það ár þegar þorskaslagurinn stóð viö Breta á islenskum miðum. Og þrátt fyrir allar veiðihindranir gagnvart Bretum, þá minnkar aðeins heildarársaflinn um 23,142 tonn, sé miðað við næsta ár á undan. 1 öðru lagi, þá þykir mér aukin þorskgengd viöa við landiö á grunnslóð á siðasta ári, svo sem á Húnaflóa, svo dæmi sé nefnt, benda til þess, að hin takmarkaða friðun sem verið hefur gagnvart þorskstofninum sé þrátt fyrir allt farin að segja til s&i. Ég tel þar til annað verður sannað, að allar takmarkanir sem gerðar eru á þorskveiðum okkar, hljóti i' ein- hverjum mæli að koma fram i minnkuðum afla, sérstak- lega fyrst i staö. En ég tel frið- unarráðstafanir gagnvart smá- fiskijafn sjálfsagðar fyrir það, og óumflýjanlegar ætium við okkur að lifa af fiskveiðum i framtíö- inni. En þrátt fyrir það tel ég nauð- synlegt, að við gerum okkur grein fyrir þvi', hverju þaö getur munað áheildarafla, að vernda smáfisk- inn og ég held að það sé ekki á færi annara en fiskifræðinganna sjálfra aö meta slikt. Af þessari ástæðu saknaði ég að þessa var að engu getið i skýrslu Hafrann- sóknarstofnunarinnar, en fyrri tölur um heildarafla eru frá þeim tima þegar engum smáfiski var hlift. Ég vil engan veginn gera litiðúr þeirri miklu tæknibyltingu san orðið hefur i fiskveiðum okk- ar siöasta áratuginn, sérstaklega með tilkomu flotvörpunnar og si- felldri fúllkomnum leitartækja. Þessi nýja tækni kallar á ný við- Magni Krístjánsson skipstjórí skrífar: Slfelit *ru ilskveíöímál lit urnræðu I þjiíðléfagínu. Það er að sjAHsögftu mj&s eftlilagi hjé þjóft sem fæfttr sifl ofl skwftir úr sjft. Fyrr í ökSum helgaftiit >essi umræfta siundum a< jænarskrém til kóngsins i Kaupínhavn, — hvar ( /Qiftarfatraleysí þjftftaiv innar var tiundaö meft b»« jm úrbæiur I þeím efnum. ‘Aarflt er breytt siftan ofl nú >r svo komift aft vift erum iaus undan kftngl og veíftarfæraleysi ekk* teij- »ndi meftal þjftftarlnnar. Lanflt er slftan siftðflir oc-nn komu aufla A aft tlkomumftfluteíkar og •lélfstæftl landsmanna l'r*s»jr,ir *rv 1U »! $»ai- »t»rft n*a» »« fUkunum*. «1» (iaCtr. Jftnwcntr * 6k*IU *etn iva y»t nvfiiftur ftjami »*writ AtM rrít«ik«aytó »m ktaft.fré ntml UkWn* !'■<& r.nía retliUft* verift Mfvilir fcíiuc ruktfraftÍRftkr her * Uedi. Þefr kiflCa éruah jwMui frahigrrin oítoi >jft&*r- ua’r vií hk'úyrst Aftt* fi**ífreWn*» mönum »Í6 «kki ft»t* rignasc (yrr »n efiir ktrlft Scu:ru ri(n»fti*c þjftftio h*f r*n»*ftkiur*ki(i i:ví»di C htfuft þes**r* v--i*;f)r6«rRi*r,t:a dnat. Tihfrt *hn*r» þc»k*r» xkip* b*r »ft nieh dAKÍft >ftr*t»k-uni fteltl A *lM*rirar.vfo niklu * »fiftind* ftr.ifuflnusi n*ut J*kcV>„■*ínhtvm a*k•ráto ttaiMi oy rir«ítna»r mr6*! slktreMf*>»na»fta. Bcyí* *fbu;ft*r»r**|} of> (iraulsoigur VÍ6 »ffd*rc*n>:*ðksir og ‘•.‘IdarioU. Á lw«*um ínm. Xdnþyfcktu tf- Kertarraens r« *jöm«ran «ft oigra li *e<*Uk»n *k«i: 1 t»*6 wo kcvnar n«r Bi «6 rttft *)*If»*»ftu *kk»ri um *«*tl lil þ«* »S ffctrmcyu þctU app ciú *r *a »wV»yað sft fuiUi rtaum «*m tltkr* M ■*uf *rn» Knftrik* iHM v*r6»»t ft»f« brtftl til tf*ír mlllu frefc.r þ»im »korti t •ftc»rr*9n*«fcn* 1>«IU *wrt» fnktfr»tl*R*cv>* OMncrvind, nutttm oe kbyrater- «!•**«» ú! þe«c» surf* -----.-.77-.. . 1 j» vit* «6 Sftrabi þrarhi »ln* v*fciia h*l» þntr orílft »ft fcak* * þe**» Sjúft íecs *ftr flvmieUr 4k»»r6*nir uz b* urtehaínfcu fii JakoUi virftUt oln. o* þjftfti*. »R* , u; í índ«*Urt» h*as. 1 þígu *«rat«gur kluti hcúasr. lefii sk«i I*rt tyrír þi l«i*u.- 1>«1U r*gir *»* M«r vfrftMC »fJftroo>íl» fcienn ».m.k, ra»rfcir hreriir t*n»» <n*« tytirx*y*ð» 4« trij* »t !>«* umkxntna ss bons* rafturitt«vr (Uk«rehin*» o/ b»U ! j--------------------------------------------- iy»a;<aaa Um fiskveiðar og friðun að gefnu tilefni horf i fiskveiðum, betri og mark- vissari stjórnun veiðanna. Og umfram allt, forsvaranlega með- ferö þess afla sem veiddur er, svo hægt sé að vinna úr honum fyrsta flokks vöru. Rányrkja eyðileggur fiskimiðin Ég benti á það fyrir mörgum árum, en fékk þá litla áheyrn, að nauðsyn bæri til að setja strang- ari reglur um meðferð þorska- neta á hrygningarstöðvum þorsks- ins hér fyrir suðvesturlandi. Þessar reglur komu of seint, og þaðsem verra er, þeim hefur al- drei veriö forsvaranlega fram- fylgt. Eftirlitið með veiðunum hefur vantað i raun. Þorskaneta- trossur hafa tapast án þess að þær væru slæddar upp, en legið á botninum með rotnandi fiski i mánaða vis. Þetta hefur orsakaö dauð svæði á miöunum, þar sem áöur voru árvissar fiskgöngur. Hvort þetta er ein af orsökum þess að hrygning þorsksins hefur á síðari árum verið dreifðari en áður var hér við landiö, treysti ég mér ekki til að fulllyrða neitt um, en það gæti verið. Ég minntist þess, að hinn þekkti norski fiski- fræðingur Finn Devold hélt þvi fram, að með langvarandi rán- yrkju á miðum, þá gæti svo farið að viökomandi fiskistofn legðist frá. Sé þetta rétt, þá væri ekki undarlegt þó Selvogsbanki væri farinn að segja til um afleiðingar af langvarandi rányrkju með þorskanetum. Svo sjálfsagða sem ég tel friöun ásmáfiski hérá mið- unum við landið eftir þvi sem við veröur komið, þá tel ég ekki minni nauðsyn á þvi, að tekið sé fyrir þá stjórnlausu rányrkju sem viðgengist hefur á aðalhrygn- ingarstöövum þorsksins hér fyrir Suðurlandi um þrjátiu ára skeið. Þetta er hægt að gera og er að- kallandi að gert verði með þvi að takmarka veiöar'með þorskanet- um þannig, að tryggt sé aö neta- trossur geti ekki stöðvað göngu þorsksins upp á grunnið. En þegar menn eru komnir með þorskanetatrossur sem girðingu yst á hraunbrún Selvogsbanka, eða út á dýpi fyrir austan Eyjar strax við upphaf vertiðar þá getur slikt verkað sem hindrun fyrir þorskgöngu sem kemur af hafi á leið sinni upp á grunnið. Ég er hissa á þvi, hvað menn hafa verið blindir fyrir þessum staðreynd- um, og látið þetta afskiptalaust. Ég held að þetta verði ekki lag- fært nema með skynsamlegum reglum um netaveiðar, sem slðan væriframfylgtmeð góðu eftirliti i landi i' verstöðvunum, og tveimur eftirlitsbátum á miðunum fyrir Suðurlandi á vetrarvertið. Þegar þetta væri komið I kring, þá fær- um viðað nálgast það, sem Norð- menn telja lágmarkseftirlit með sinum netaveiðum á vetrarvertiö. Jóhann J.E. Kúld fiskimé/ Galli botnvörpu sem veiðarfæris. Japanir hafa veriö ein allra stærsta fiskveiðiþjóöheimsins, og fáir hafa staðið þeim á sporði meö veiöar i botnvörpu. Þaö er þvi athygiisvert hvaö þeir telja stærsta galla botnvörpu sem veiöarfæris. En þaö er að varpan slétti of mikið það svæði sem lengi er togaö yfir. Afþessum sökum segja þeir að botninn sé orðinn alltof sléttur á stórum svæðum við strendur Jap- ans. Eftir að þrengjast fór um fiskveiðar Japana á miðum ann- ara þjóöa eftir útfærsluna i 200 milur, hafa þeir gert áætlun um endurbyggingu japanskra miöa, meö þvi að byggja neðan sjávar garða til að veita fiskinum skjól. Garða þessa ætla þeir að byggja úr steinsteyptum einingum svip- uðum þeim sem settar hafa verið utan á ytri hafnargarðinn i Þorlákshöfn, en þær steyptu ein- ingar munu vera japönsk upp- finning. Þessi skoöun Japana á nauðsynlegu neðansjávarskjóli fyrir fiskinn er i fullu samræmi við reynsluna úr Norðursjónum, en þar hafa menn veitt þvi athygli á siðustu árum, að mestur botn- fiskur hefur fengist þar sem skipsflök liggja á botninum, en af þeim er sérstaklega mikið i Norðursjónum. Islenskir skip- stjórar kannast lika við sérstaka aflasæld við hraunkanta. A slik- um stöðum safnast fiskurinn vegna skjólsins sem það veitir segja japanskir fiskifræðingar. Lokaorð vegna ummæla Magna Kristjánssonar Ég sný mér þá aftur aö upphafi þessa þáttar, sem eru ummæli Magna Kristjánssonar aflaskip- stjóra. Það er algjör misskilning- ur hans, að ég áli'ti að ekki sé lengra hægtaö ganga I friðunar- átt gagnvart þorskstofnunum en gert hefur verið að undanförnu. Hinsvegar tel ég þær friðunar- ráöstafanir sem gerðar hafa ver- ið góðra gjalda verðar svo langt sem þær ná, og vil á engan hátt vanmeta þær. Ef hliðstæðar ráö- stafanir væru gerðar á aðal hrygningarstöövum þorsksins hér fyrir suðurströndinni sem tryggðu betur göngu hans upp á grunnið, eins og ég hef rætt um i þessum þætti, þá tel ég að viö værum að stiga þýðingarmikið spor fyrir framtiðina. Þessu til viðbótar tel ég svo að eftir sé að skipuleggja betur en gert hefur verið til þessa fiskimiöin innan landhelginnar. 1 þessu sambandi tel ég nauösynlegt að varðveittir verði um aÚa framtið firðir og flóar landsins fyrir stórvirkum botnfisksveiðarfærum. Það má vel vera að afburða- aflaskipstjórar eins og Magni Kristjánsson, geti náö upp þvi aflamagni sem ég tel að friðunar- ráðstafanir hljóti að skerða aö einhverjum hluta, sérstaklega fyrst f stað, svo nauðsynlegar og sjálfsagðar sem þær þó eru. Vinnustaðir á íslandi: 9 af hverjum 10 óað- gengi- legir fötluðum Niu af hverjum tíu vinnustöðum á íslandi eru óað- gengilegir fötluðu fólki. Þetta kom fram i könnun sem félagsvisindadeild Há- skóla lslands gerði á sl. ári að frumkvæði Endur- hæfingarráös rikisins og er á það minnt i tilefni þess, að á sunnudaginn kemur, 18. mars, er alþjóðadagur fatl- aðra, og þá vekur Sjálfs- björg, landssamband fatl- aðra sérstaklega athygli á réttinum til vinnu. Allir þjóðfélagsþegnar eiga rétt á að fá atvinnu við sitt hæfi og aukin fjölbreytni i atvinnuháttum og nútima tækni ætti að gera fötluöu fólki kleift að inna af hendi margháttuð störf til jafns við ófatlaö fólk. En þjóðfélagið er skipulagt i samræmi við þarfir þeirra sem eru ófatl- aðir, bendir Sjálfsbjörg á. Riki, bæjarfélög og aðrir atvinnurekendur veröa að taka höndum saman og leggja fram fjármagn, til þess að gera vinnustaði að- gengilega öllum, sem vilja og geta unnið. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að fatlað fólk, sem fær vinnu við sitt hæfi er góður starfskraftur. Þjóöfélagið þarf á starfs- getu fatlaðra aö halda. Við, sem erum fötluð þurfum lika á atvinnu að halda, þurfum að finna að við tökum þátt i starfsemi þjóðfélagsins, segir Sjálfsbjörg I frétt um alþjóðadaginn. Fatlað fólk vill jafnrétti til vinnu. Það vill ekki vera metiö eftir þvi, hvort það vantar hönd eða er lamað i fótum, heldur þvi, hvort það getur leyst vinn- una af hendi. —vh Náms- styrkur vid Kielar- háskóla Borgarstjórnin i Kiel mun veita Islenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar I borg næsta vetur, að upphæð DM 700,- á mánuði f 10 mánuði, frá 1. október 1979 til 31. júli 1980, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar, sem hafa stundaö háskóla- nám i a.m.k. þrjú misseri. Umsækjendur verða að hafa nægilega kunnáttu i þýsku. Umsóknir skal senda skrif- stofu Háskóla tslands eigi siöar en 20. april 1979. Um- sóknum skulu fylgja vottorð a.m.k. tveggja manna um námsástundun og náms- árangur og a.m.k. eins manns, sem er persónulega kunnugur umsækjanda. Um- sóknir og vottorð skulu vera á þýsku. (Frétt frá Háskóla íslands)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.