Þjóðviljinn - 17.03.1979, Side 9
Laugardagur 17. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
EINAR OLGEIRSSON:
UPPREISN ALÞYÐU.
Greinar frá árunum 1924-1939
og um þau ár.
MM kiljur.
Mál og menning 1978.
Það liðu ekki mörg ár frá þvi að
merkja má kviknun islenskrar
borgarastéttar til stofnunar
Islandsbanka, að mestu leyti með
erlendu fjármagni. Og það
munaði mjóu að þessi erlenda
stofnun, sem kennd var við
fósturjörðina fengi einkarétt til
seðla-og mynt-úgáfu hér á landi.
Sá sem kom i veg fyrir það á
siðustu stundu var siðasti lands-
höfðinginn yfir Islandi. Lands-
bankinn hafði áfram réttinn.
Stofnun Islandsbanka og starf-
semi hans hafði ekki heillavænieg
áhrif á þá nýju stétt sem var að
myndast og margfaldast hér á
landi upp Ur aldamótunum
siðustu. Hið forna samfélag var i
upplausn, hlutafyrirkomulag,
landaurabúskapur og miðalda-
tækni stóðst ekki samkeppni við
ný rekstrarform, jarðirnar
svöruðu ekki lengur rentu og er-
lend togskip skófu upp botninn
um firði og flóa. Fyrstu tilraun-
irnar voru gerðar skömmu siðar
til þess að selja erlendum auð-
félögum meginhluta vatnsafls
landsins. Fjármagn tslands-
banka var nýtt til stofnunar
verslunarfyrirtækja og siðan til
togaraútgeröar.
Baráttan fyrir vershinarfrelsi
hafði staöiö i' rúma öld þegar hér
var komið og enn eimdi eftir af
dönsku selstöðuverslununum,
sem voru mikill þyrnir I aug-
um uppvaxandi fslenskrar
verslunarstéttar. NU gafst
henni rækifæri til þess að ná yfir-
ráðum innflutnings og Utflutn-
ingsverslunarinnar og það
þóttist hún gera meö fulltingi
dansks fjármagns um lslands-
banka. Danskir kapitalistar átt-
uðu sig mætavel á þeirri stað-
reynd, aö það var gróöavæniegra
að leggja fé sitt I bankastairfsemi
á þessum árum, heldur en I
verslun. Með þvi að kaupa hluti i
tslandsbanka ávöxtuöu þeir f jár-
magn sitt betur en i islensku
versluninni og auk þess gat bank-
inn ráðið miklu um verslunar-
stefnuna með lánveitingum
sinum, svo að danskt kapital sló
hér tvær flugur i einu höggi. Þeir
græddu á lánum tíl „felensku”
verslunarinnar og gátu einnig
haft talsverðan hag af þviað láta
bankann beina viöskiptavinum
sinum, islenskum verslunar-
mönnum, til viöskipta viö dönsk
verslunarfyrirtæki.
Það er ekki heldur óliklegt aö
samskonar arðsemissjónarmiö
danskra kapitalista hafi ráðið
varðandi útveginn. Hér við land
voru arðmestu fiskimið við
Norður-Atlantshaf og á mektar-
dögum Napóleons III. geröu
Frakkar tilraun til þess að fá hér
aðstöðu til fiskverkunar og út-
gerðar. Fiskveiðatækni haföi
fleygt mjög fram frá þvi um
miðja öldina, botnvörpuskipin
voru komin til sögunnar og með
þeim mátti ávaxta kapi'talið svo
um munaði. Með stofnun Islands-
banka og lánum til útgerðar var
hægt að stjórna útgerðinni og
jafriframt veita þeim öflum liö,
sem geðfelldust voruhlutabréfa-
eigendum og stjórnendum bank-
ans. Enda leið ekki á löngu áður
en hagsýnir útgerðarmenn, sumir
óbundnir af isienskri útgerðar -
arfleifð, hófust handa og rökuöu
saman ágóða og höföu það af að
gera talsveröan hluta islenskrar
sjómannastéttar farlama langt
fyrir aldur fram þar til vökulögin
voru sett, sem þessir snjöllu út-
gerðar-kapitalistar töldu að
myndi riða útgeröarframtaks-
semi þeirra að fullu, sem reyndar
ekki varð.
Islandsbanki mótaði ekki litið
fjármagnsumsvif hér á landi frá
stofnun hans og þar til hann fór á
hausinn á 3ja áratug þessarar
aldar. I skjóli og meö styrk þessa
erlenda hlutabréfabanka óx hér
upp borgarastétt, sem var mjög
svo laus við geöslegri einkenni
stéttarinnar i Evrópu á 19. og
fram á 20. öld. Sá hluti stéttar-
innar hér á landi sem gaf sig að
verslun og útgerö i einhverjum
Siglaugur
Brynleifsson
skrifar
um bækur
mæli mátti kallast menningar-
snauðurog tókst aldrei að tileinka
sér þá hollustu við þjóð og land
sem mannasfðir krefjast.
Englendingar segja að það
þurfi þrjár kynslóðir til þess að
skapa „gentleman”, má vel vera
nokkuöhæft I þvi. En þarf þá ekki
einnig þr jár kynslóðir til þess aö
skapa snjallan „athafnamann”
Aldamóta-kapitalistarnir hófust
handa með sinum sérstæða
verslunarmáta og útgerð, studdir
af dönsku kapitali. Þriöja kynslóð
stéttarinnar er komin talsvert
áleiðis I iðjunni. Henni er nú að
takast að selja vatnsréttindi
landsins erlendum fjölþjóða-
hringum og stefnir ótrauð að þvf
lokatakmarki; henni hefur tekist
að afreka það aö stela og stinga
undan fimmtungi fjármagns þess
sem hún notar til þess að kaupa
nauðsynjavörur til landsins
árlega oghenni er þessa dagana
að takast að veita erlendum
aðilum nokkurskonar óbeinan
einkarétt á útgáfu gjaldmiðils hér
á landi með þvi snillibragði að
miða allar fjármagnsskuld-
bindingar við erlent gengi.
Otgerðin gleymist heldur ekki, nú
á að veiða þorskinn, svo að litið
verðurað hafa af þeirri tegund úr
sjó eftir nokkur ár, en það telst
nauðsynlegt til þess að auðveld-
ara verði að smala landsmönnum
i erlend iöjuver framtiðarinnar,
þegar enginn afli berst á land
lengur.
Og svo eru allar þessar
aðgerðir rökstuddar á hinni
fegurstu seðlabankaislensku.
Þegar Einar Olgeirsson hóf
stjórnmálaþátttöku sina 1924,
stunduðu rúmlega 4/10 hlutar
þjóðarinnar landbúnaö, 2/10
fiskveiðar, rúmlega 1/10 iðnað og
viðskipti og þjónustu stunduöu
um 2/10. Mannfjöldi samtals
98.483. Um helmingur þjóðar-
innar bjó þá i strjálbýli. Hagur
manna var mjög misjafn, megin-
hluti þjóðarinnar bjó viö þröngan
kost, þrengri en framleiðslu-
getan gaf tálefni til innan þess
hagkerfis sem hér rikti, vegna
misræmis milli fjármögnunar
framleiðslugreina og versl-
unar, þar sem verslunin bjó
að mun meiri fjármögnun
um bankana á kostnað fram-
leiöslugreina og félagslegr-
ar þjónustu. Hiö forna lokaöa
islenska hagkerfi sem staðið
haföium aldir ogbyggðist á sjálf-
þurftarframleiöslu hafði verið i
upplausn einkum eftir aö kapital-
iskra áhrifa tók aö gæta og erlent
fjármagn kom til i talsverðum
mæli. Aukin útgerð og fram-
kvæmdir i þéttbýli sem byggðust
á útgerðarfjármagni og erlendu
fjármagni varð hvati flutninga
sveitafólks i þéttbýlið. Verðhrun
landbúnaðarvara eftir fyrri styrj-
öldina formaði sveitirnar og þá
var leitað Urkosta i þéttbýli, þar
sem tekur að myndast stétt
öreiga, „sem seldu lifandi orku
sina á leigu eins og vinnudýr e&a
vélar” (Jónas Þorbergsson,
Timinn 58. tbl. 12. árg.)
Hagur þessa hóps var ömur-
legur og öll barátta Einars
Olgeirssonar beindist að þvi að
auka sjálfsmeðvitund og stéttar-
vitund þessa fólks og hvetja þaö
til baráttu fyrir mannsæmandi
lifi. Það kemur glöggt fram t.d. i
ævisögu Tryggva Emilssonar,
siðara bindi, Baráttan um
brauðið, hversu áhrif Einars voru
sterk i þessa veru. Kenningar
hans og hvatningar opnuðu
félagsbræðrum Tryggva nýjar
viddir og vöktu þá til vissu um
eigin stéttarlegan styrk til
baráttu fyrir fegurra mannlffi.
Þaðhöfðu áöur komið fram skel-
eggir baráttumenn á þessum
vettvangi, en það viröist hafa
fyrst og fremst hafa verið hlut-
skipti Einars aö vekja þann hug-
sjónaeld meöal islenskra öreiga,
sem aldrei kulnaði.
Kenningar „bolsanna” snertu
einnig fleiri en verkalýð þétt-
býlisstaðanna. Einstaka bóndi
hneigðist að þessum kenningum
og i sumum byggðarlögum var til
staöar erfð kommúniskrar
félagshyggju tengd samvinnu-
hugsjóninni frá siðari hluta
19. aldar. Heimildir eru um
mjög skemmtilega fundi i
stúdentafélaginu á Akyreyri
á þessum árum, þegar Einar
dvaldi þar og kenndi m.a.
við framhaldsdeild Gagnfræða-
skólans þar, þar sem heimsmálin
voru rædd af miklu fjöri og það
var á einum sllkum fundi aö Arni
Þorvaldsson, sem var afkom-
andi embættismanna og landeig-
endaætta á Noröurlandi og
Vestur-, kastaði fram þessari
visu:
1 kolagróf loganda er
Lloyd George að hrapa
Lenin og Trotsky forlögin skapa
buólungur Grikkja var bitinn
af apa
bolsarnir vinna.cn kóngarnir
tapa.
Höfuðandstæðingar Einars
voru fyrst f stað þau öfl sam-
félagsins sem mestan hag höfðu
af þvi að arðræna verkalýöinn og
fremstir i þeim flokki voru marg-
vlslegustu kaupsýslubraskarar
og til stuðnings blaöakostur sá
sem þeir höfðu á sinum snærum.
Siðar hófst barátta milli Alþýðu-
flokks, Framsóknarflokks annars
vegar og Kommúnistaflokks hins
vegar eftir að sá siðast nefndi var
stofnaður.
Hagur bænda var mjög misjafn
á þessu timabili (1924-39). Margir
þeirra bjuggu við svipuð kjör og
öreigar bæjanna, en samstaða
þeirra hópa náðist ekki, þvi að
áður hafði verið stofnaður flokk-
ur, sem byggðist á bændafylgi
undir forustu Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu. Talsverður
hluti ritsafns Einars fjallar um
viðskipti hans við Jónas og
Framsóknarflokkinn. Fyrsta
vinstri stjórn á tslandi var
stjórn Framsóknarmanna
1927, og jafnframt sú skel-
eggasta, enda var Jónas á þeim
árum nefndur kommónistinn frá
Hriflu.Einar rekurskilmerkilega
stjórnmálasögu áranna 1927-39 i
greininni: Valdakerfið á lslandi
’27- ’39. Jónas frá Hriflu skapar
valdakerfi Framsóknar. Sú rit-
gerð verður meðal þeirra heim-
ilda sem ekki verður gengið
framhjá þegar stjórnmálasaga
og saga þessa timabils verður
skráð. Einar fjallar um aðferðir
Jónasar til þess að tryggja vald
Framsóknar og sin á rikiskerfinu
og á hvern hátt hann tryggði sér
fylgi Alþýðuflokksins með þvi að
fara þá leið, aö tryggja ýmsum
forystumönnum þess flokks
persónulegar kjarabætur og
embætti. En þessar aðferðir
notuöust ekki nema takmarkaðan
tima einkum vegna valdagræðgi
höfundar þeirra, og þess að Jónas
vildiekki raska eignarhaldi „bur-
geisanna” á framleiðslutækjum
og utanrikisverslun landsmarma
og tilraunir hans til þess að ná
tökum á bankakerfinu með rflús-
valdinu urðu aðeins tilraunir,
enda strönduðu þær á afstöðu er-
lendra lánardrottna bankanna og
rikisins. Einar snertir einnig sögu
S.I.S. og þá umbreytingu sem
varð á þeim félagsskap i' valdatið
Jónasar og á hvern hátt sam-
bandinu var beitt gegn hags-
munum verkalýösins.
Einar teiur aö með þessari póli-
tik hafi „Framsóknarflokkurinn
alið auðvaldið á Islandi, og gerði
það sterkara og sterkara, smit-
aðist meira aö segja af þvi
sjálfur...” (Úr: Fyrir 40 árum.
Skrifað 1966.)
„örlögsima Alþýöuflokksins”
grein skrifuð 1934, sem er ekki
siður timabær nú en þegar hún
var skrifuð. „Óhamingju Alþýðu-
flokksins virðist veröa allt að
vopni”, og rekur Einar þá sögu
skilmerkilega. Nú siðustu miss-
erin virðist flokkurinn helst
hrjáður af nokkurskonar flflafar-
aldri. Argalar áminna ogSkáld á
leið til sósialisma eru pófiti'skar
bókmenntaritgerðir sem vfkka
sjónhring þessa timabils. Erindi
bolsjevismans til bænda er skrif-
uð 1930, en þá hafði Framsóknar-
flokkurinn náð undirtökunum á
miklum hluta stéttarinnar, bæði
með áróðri og efnahagslegu valdi
kapfélaganna.
Þessar greinar Einars Olgeirs-
sonar eru valdar af honum sjálf-
um og Asgeiri Blöndal Magnús-
syniog „fer fjarriaö safn þetta sé
fullgilt sýnishorn af ritstörfum
Einars á viðkomandi timabili”,
segir Asgeir i eftirmála. En þótt
miklu sé sleppt þá hefúr hér veriö
safnað þvi úrvali, sem lýkur upp
þessum baráttutimum og innvið-
um stjórnmálaátaka á tslandi
þessi fimmtán ár.
EEEEEEEESE33EEEEEEEEEEEEEEEEEF
AÐALFUNDUR
Samvinnubanka íslands h.f.
Aðalfundur Samvinnubanka íslands h.f. verður haldinn að
Hótel Sögu, Átthagasal Reykjavik, laugardaginn 24. mars 1979
og hefst kl. 13.30
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð fram tillaga um
heimild til bankaráðs um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða afhentir i
aðalbankanum, Bankastræti 7, dagana 21.-23. mars, svo og á
fundarstað.
0
Bankaráð
Samvinnubanka
íslands
Uppreisn