Þjóðviljinn - 17.03.1979, Page 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. mars 1979
söfnun
Þann 8. mars s.l, hófst undir-
skriftasöfnun á vegum ýmissa
félagasamtaka og hreyfinga
undir kjörorðinu „Næg og góð
dagvistarheimili fyrir öll börn”.
Jafnframt munu þessir aðilar
gangast fyrir kröfugöngu undir
sama kjörorði þann 24. mars
n.k. Markmiðið með þessum að-
gerðum er að knýja á um úr-
bætur i dagvistarmálum en eins
og allir vita er ástandið f þeim
rnáium vægast sagt bágborið.
Undirskriftasöfnunin mun
standa yfir f u.þ.b. tvo mánuði
og erætlunin aðsafna 15-20 þús-
und undriskriftum á þessum
tima. Þeir sem vilja leggja
þessari baráttu lið er bent á að
hafa samband við Samstarfs-
hópinn um dagvistarmál á
fimmtudögum milli kl. 17.30 og
18.30 i Sokkholti, Skólavörðustig
12, en þar er hægt að fá undir-
skriftarlista.
Jafnréttisálðan vill hvetja alla
- til að taka undirskriftasöfnun-
inni vel og leggja henni lið.
Umsjón:
Guðrún Ögmundsdóttir
Hildur Jónsdóttir
Hjördís Hjartardóttir
Kristín Ástgeirsdóttir
Sólrún Gísladóttir
Og blessuð kærleiksblómin
Útsendarar kærleika og
skilnings, — prestastéttin
— ráðast nú allir sem einn
gegn vonsku og skemmd-
arfýsn þeirra kvenna,
sem fara fram á fóstur-
eyðingu. Jafnvel ástæða
eins og rauðir hundar —
hefur ekki hlotið náð f yrir
(grösin) spretta
þeirra augum. Slík
ástæða fyrir „eyðingu
lífs" er engan veginn
nægjanleg. Það væri of-
sögum sagt að segja að
þessir menn hefðu skiln-
ing á aðstöðu foreldra
þroskaheftra barna, eða
vitund um það hvað
þjóðfélagið gerir fyrir þá
sem búa við slíkar að-
stæður— um þau málefni
væri hægt að skrifa
margar greinar.
Til þess að benda fólki á
hvaða lestrarefni sé hentugt til
þess aö kynna sér hug þessarra
manna, er rétt að benda á grein
sem birtist á kærleikssiðu
þeirra i Morgunblaöinu sunnu-
daginn 25. febrúar s.l., en sú
grein tekur út yfir allan þjófa-
bálk — svo endalaus er hún.
Þetta er aöeins eitt dæmið, en af
nógu er að taka I þessum efn-
um.
Fróðlegt og skemmtilegt hef-
ur einnig verið að fylgjast með
sunnudagsmessum guðsmann-
anna nú að undanförnu, en þær
eru hver af annarri helgaðar
baráttunni gegn sjálfsákvörð-
unarrétti kvenna yfir eigin lik-
ama, og samlikingar þéirra eru
nú ekki af verri endanum. Kart-
öflugrös eru þeim efst I huga
(segi og skrifa Kartöflugrös)
Eða eins og einn guðsmaður-
inn sagði: „Hvernig myndu
ykkar viðbrögö veröa, ef að þið
væruö búin að vinna baki brotnu
að þvi að setja niður útsæði i
litla sæta garöinn ykkar, og þau
væru rétt að byrja að lita dags-
ins ljós, þá kæmi einhver og
eyðileggöi alla þessa uppskeru.
Slðan færir þú og reyndir að
krefja skemmdarvarginn
sagna, þá myndi hann svara þvi
til að þetta væru ekki kartöflur,
heldur bara spirur” — og hugs-
ið ykkur þetta hefðu orðið kart-
öflur — en svona er fóstrum eytt,
Ja hérna — kartöflur eru orðn-
ar að börnum og útsæði að fóstr-
um —var nú ekki neitt guðdóm-
legra dæmi til ef notast skyldi
við samlikingamál.
Nei,þeir skirrast ekki við að
dæma, þessir útsendarar kær-
leikans. — Dæma þær konur
sem fá fóstureyðingu og setja
þær á bekk með óbótamönnum.
— En tilgangurinn er augljós,
þvi það er barnaár og veröur að
huga vel ab hinu fyrsta lifi er
kviknar, og vara sig vel á þvi að
blanda ekki inn I þessa umræðu
neinu sem gæti verið ábótavant
i þjóðfélaginu.
Nei, mannvinina skortir ekki
neitt. Þvi ekkert þykir þeim
sjálfsagðara en að allar konur
sem verða svo óheppnar að
verða fyrir óæskilegri þungun,
þær skulu ganga með börn sln i 9
mánuði, ala þau af sér, og gefa
þau siðan til alls þess góða fólks
sem ekki veröur barna auðið.
Konurnar taki þar með aö sér
hlutverk útungunarvéla, sem
jafnvel hænunum hefur verið
hlift við.
Þeir halda greinilega að það
að ganga með börn sé eins og að
drekka mjólk, svo litil fyrirhöfn
sé þaö. Færu þessar konur að
ráðum guðsmannanna og fæddu
af sér börn sin og gæfu þau sið-
an, yrðu þær vafalaust bitbein
þessara sömu guðsmanna fyrir
það hversu kaldlyndar þær
væru og sjálfselskar, að gefa frá
sér litlu börnin sin, — hvar er
hin göfuga meðfædda móðurást.
Nei, — þaö væri ofsögum sagt
um prestastéttina að þeir hefðu
mannkærleikann og velferð
fólks að leiðarljósi (allavega
ekki andlega og likamlega vel-
ferð kvenna).
V andræðabörnin
í grasgarðinum
Hefur þessi móðir efni á að veita barni sínu ást og umhyggju?
Margt hefur verið rætt og
ritað I tilefni barnaárs, enda til-
efnið það mikið að seint verður
það útrætt. Einkum eru þaö
prestarnir og aðrir boðberar
orðsins sem skipa sér I hlutverk
foreldraráðgjafa og sér-
fræðinga með tilliti til þarfa
barna. Eins og oft viil verða
tekst misjafnlega til.enmargir
eru kallaðir og fara all-geyst á
ritvellinum. Guðsmaður einn
segir i Morgunblaðinu i janúar:
„Við þekkjum öU fjölmörg
dæmi um það, að báðir for-
eldrar vinna úti og undanskil ég
þá aigjörlega þau tilfelii þegar
efnahagurinn krefst þess ....
Þessir foreldrar eiga oft unga-
börn. Þeim er svo útveguð ein-
hverskonár barnagæsia, börnin
eru oft á tiðum rifin upp úr
rúmunum á morgnana og flutt á
vöggustofur eða dagheimili. Svo
þegar þau koma aftur siöla dags
eru foreldrarnir þreyttir eftir
vinnuna og hafa kannski ósköð
takmarkaðan tima eða vilja til
að tala við börnin, sýna þeim
umhyggju, svara spurningum
þeirra ... Við þessum hörnum
tekur svo gatan, sjoppan ... þau
eiga raunverulega enga for-
eldra og ekkert heimili og sitja
uppi með nafnið „vand-
ræðabörn”.
Manni liggur viö að tárast yfir
þessari lýsingu á þvi hvað for-
eldrar geta farið illa með
börnin sin. Greinilegt er að
höfundurinn gerir sér nokkra
grein fyrir þörfum barna. Það
athyglisverðasta við boð-
skapinn er að efnaminni for-
eldrar eru undanskildir. Það
eru börn þeirra sem efriin hafa,
sem eiga rétt á ást og um-
hyggju. Börn einstæðra for-
eldra, sem þurfa að vinna
vaktavinnu eða tvöfalda vinnu
til að ná endunum saman
ræðum við ekki einu sinni um.
Hafa siðarnefndu börnin minni
þörf fyrir umhyggju? Hvað er
blessaður maðurinn annars að
fara?
Jú jú, — allir eiga að vera
góðir við börnin sin og gefa sér
tima til að sinna þeim, en ef fólk
hefur ekki efni á þvi, þá verður
bara svo aö vera, og þessi góði
maður ætlar ekki einu sinni að
ásaka foreldrana. Hann ásakar
heldur ekki þjóðfélagið, enda
þykir sjálfsagt i þessum her-
búðum æðsta dygð hvers manns
að sjá fyrir sér og sinum af
ósérhlifni og möglunarlaust.
Ekki dettur þessum boðbera
kærleikans I hug að fara fram á
jafnrétti foreldra til að veita
börnum sinum það sem þau
þurfa.
Nei nei, — á barnaári tæmum
við bleklindir heimsins i börnog
þarfir barna. Enguð forði okkur
frá rausi um styttingu vinnu-
tima, hækkun á launum Iðju-
fólks, Sóknarkvennaogannarra
láglaunahópa, fleiri og betri
dagheimili ogþess háttar. Faðir
sonur og heilagur andi bjargi
ossfrá að setjaaðstæður barna i
samhengi við stéttaskiptingu,
arðrán og auövald. — Það
gerði málið allt of flókið og
krefðist róttækari breytinga en
þessir sjálfskipuöu talsmenn
barnanna kæra sig um.
ESSföAUfÆOKlCO-
BRliSSORi ERiU 'pó
E(Cfe\ Aí) SAWA Cm J