Þjóðviljinn - 27.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.03.1979, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 27. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Rætt við fulltrúa á formanna- fundi VSÍ Herdís Olafsdóttir, formadur kvenna- deildar Verkalýösfélags Akraness: Reynt að sníða afþað versta í frumvarpinu „Ég tel að Verkamannasam- bandið hafi viljað teygja sig til hins ýtrasta til þess að halda rikistjórninni saman,” sagði Ilerdis ólafsdóttir formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness. „Það var ekki sagt mikið, vegna þess að enginn vildi vera neikvæður i garð rikisstjórnar- innar, enda þótt maður sé ekki alltof ánægður með þá launa- skerðingu, sem frumvarpið ger- ir ráð fyrir. Mér fannst allir vera sammála um það, að vilja halda rikistjórninni saman og menn vonuðust til þess að hjá henni kæmi betri tið með blóm i haga.” Tillögurnar um breytingar á verðbótakaflanum eru mikils- verðar, t.d. að visitalan verði ekki alltaf sett á 100 viö hverja launabreytingu og svo að lág- launafólkið fái launabætur. Með ályktuninni var verið að reyna Herdis ólafsdóttir: Menn von- ast eftir „betri tið með blóm I haga” hjá rikistjórninni. að'sniða af það sem mönnum hefur litist verst á i frumvarp- inu.” —eös Jón Kjartansson, formaður Verkalýdsfélags Vestmannaeyja: Vona að þessi sam- þykkt lœgi öldurnar „Maður er náttUrlega ekkert hress yfir þessu,” sagði Jón Kjartansson formaður Verka- lýösfélags Vestmannaeyja. ,,Ég er ekkert hress yfir þvi aö stjórn, sem segist vera vinveitt verkaiýðnum, skuli ekki geta bjargað efnahag þjóðarinnar öruvfsi en að ganga á gerða samninga verkalýðshreyfingar- innar, sem er greinilega veriö aö gera. En það er mjög að heyra á verkafólki hér og alls staðar úti um land, aö það verði með öll- um ráðum að reyna aö halda þessu stjórnarsamstarfi, vegna ýmissa góðra verka sem fólk telur að stjórnin eigi óunnin, Formanna- og sambands- stjórnarfundur Verkamanna- sambandsins kemur meö lausn- ir og þarna er greinilega veriö aö finna leiöir til aö sætta hin striöandi öfl innan rikis- stjórnarinnar. Ég bind vonir viö að þessi samþykkt okkar muni verða til þess aö lægja öldurnar og unnið verði þá að þvi að samþykkja þetta frumvarp með þeim breytingum, sem við höfum gert. - Ég verö nú að játa það, að rýmkuð ákvæði um bindiskyldu i peningamálum bögglast svo- litið fyrir brjóstinu á mér. Mér finnst þetta dálítið tortryggi- legt, vegna þess að þetta getur þýtt að um samdrátt verði að ræöa og jafnvel atinnuleysi. En þó er annaö i þessu frumvarpi, sem mér list mjög vel á, og það er kaflinn um verölagsmál. Ég harma aö það skyldi ekki vera sett inn i þessa álytkun undir- strikun á þvi að sá kafli gangi i gegn, þvi ég tel að ef það á aö fara aö sleppa úlfunum lausum á okkur, og á ég þá við kaup- mannahjörðina svona upp til hópa, á þessum dýrtiðartimum þegar verðskyn fólksins er á núlli, þá verði engar láglauna- bætur i þvi fólgnar. Ég vil gera verölagseftirlit að reglu, en frjálsa álagningu að undan- tekningu. Jón Kjartansson: Verðlags- eftirlit veröi regla, en frjáls á- lagning undantekning. Við i verkalýðsforystunni höf- um verið undir miklum þrýstingi frá almenningi um að reyna að hafa áhrif á aö þessi stjórn haldi áfram. Þessi samþykkt ber það meö sér, að fólkerfústtilaðfórna heilmiklu til þess að stjórnarsamstarfiö haldi áfram. t þessari samþykkt gengst Verkamannasambandið undir þó nokkra kjaraskerð- ingu. En margir liöir eru lika á- kaflega óljósir. Við vitum ákaf- lega litið'hvað t.d. oliukreppan getur þýtt I prósentum.” —eös Jón Helgason, formaður Einingar á Akureyri Tímahaupsfólkið er ekki of haldið „Það er mln skoöun aö rikis- stjórnarfiokkarnir eigi aðkoma sér saman um þetta, fyrst og fremst með það vegarnesti að stuðla að þvi að kaupmáttur lægst launaða fólksins verði tryggður,” sagði Jón Helgason formaöur verkalýðsféiagsins Einingar á Akureyri. „Ég er hvorki sáttur við stjórnmálamennina né forystu- menn okkar I launþega- hreyfingunni um það, að aldrei megi taka neitt af þeim sem betur mega sin. Mér finnst félagsþroski fólksins kominn á hættulega braut þegar svo er komið. Auðvitað er erfitt að fást við þetta vegna hinna marg- breytilegu launakjara. Við vit- um þaö velaðþessuer misskipt, t.d. eru komin félög innan Verkamannasambandsins þar sem búiö er að taka upp á- kvæðisvinnukerfi. En þaö er fyrstogfremst timakaupsfólkið sem þarf aö hugsa um, það er ekki of haldiö af þessu kaupi eins og það er 1 dag. Eg vona bara, aö flokkarnir Jón Helgason: Ekki sáttur við það, að aidrei megi taka neitt af þeim sem betur mega sín. beri gæfu til þess að koma sér saman um þá skynsamlegu lausn, sem við leggjum til i okk- ar samþykkt.” —eös ösj Frumsýnt á Akureyri i kvöld Nýtt leikrit eftir Böðvar 1 kvöld verður frumsýnt á Akureyri nýtt leikrit eftir Böðvar Guðmundsson, „Grisir gjalda, gömul svín valda”, sem hann hef- ur skrifaö sérstaklega fyrir menntskælinga nyröra til flutn- ings á barnaárinu. Leikfélag MA sýnir, leikstjóri er Kristin A. ólafsdóttir. Leiksýningin i kvöld er liöur og einskonar hápunktur i listaviku Menntaskólans áAkureyrisem staðið hefur undanfarna viku, en þar hefur ma. verið á dagskrá ljósmyndasýning, kvikmynda- sýningar, tónleikar og skálda- kynningar auk þess sem efnt var til verðlaunasamkeppni um ljóð, smásögu og tónverk i tengslum viö vikuna. Leikarar i „Grisir gjalda” eru hvorki meira né minna en 25 tals- ins og bregöa sér I llki 79 persóna manna og dýra. Verkið segir frá tveim sýstkinum úr visitölu- fjölskyldum sem lenda undir smásjá barnaverndarnefndar einhverskonar, en hún er reyndar skipuð sagnapersónunum Mjall- hviti, Tarsan og Big Foot indjánahöföingja. Leikmynd og búningar eru hannaöir af tveim nemendum, Þorbergi Hjalta Jónssyni og Helga Má Halldórssyni og unnir af 8manna hópi. Hljómsveit nem- enda leikur I sýningunni undir stjórn Arnar Magnússonar og lögin eru eftir einn kennaranna, Sverri Pál Erlendsson. Mjaiihvit og Tarsan i „Grisir gjalda...” (Ljósm. Norðurland) Eftir sýningar I Akureyri og nágrannabyggðir stendur til, að hópurinn komi suður og sýni I Fé- lagsheimili Kópavogs. —vh r Alyktun aðalfundar Iöju á Akureyri: Stj ór narflokkarnir jafni ágreininginn Stjórn félagsins var öll endurkjörin Aðalfundur Iðju, fél. verk- smiðjufólks á Akureyri var hald- inn um helgina. A aðalfundinum var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: „Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri skorar á stjðrnarflokkana aö jafna ágrein- ing sinn um frumvarp til laga um efnahagsaðgeröir, sem nú liggur fyrir Alþingi. Telur fundurinn að engum launþega sé greiði gerður með þvi að rjúfa stjórnarsam- starfið og velta öllu út i óðaverð- bólgu. Að takast á við veröbólguna með öllum raunhæfum aögerðum og meö þeim sem stjórn- arvöld ráða yfir. Þaö er besta kjarabótin fyrir launþega I land- inu. Hinsvegar telur fundurinn að herða beri tökin á hátekjumönn- um og stóreignamönnum, en hlifa I sama mæli lægst launuðu stétt- um þjóðfélagsins viö kjaraskerð- ingu. Þegar sú staöreynd blasir við, að opinber gjöld stórlega hækk^ þjónustugjöld og fleira, sem ekki kemur fram i vísitöluútreikningi, gefur það auga leið að þessar verðhækkanir koma lang-harðast niður á láglaunafólki. Þetta verö- ur að stöðva og þess vegna er það skoðun fundarins aö halda beri áfram stjórnarsamstarfinu og vinna heilhugar að þvl að tryggja fulla atvinnu og skapa bærileg lifskjör verkafólki, öryrkjum^og 'öldruðum á komandi árum’”. Jón Ingimarsson, formaour Iðju á Akureyri Stjórn Iðju var öll endurkjör- inn; formaður félagsins er Jón Ingimarsson. —S.dór Leó Gudlaugsson sjötugur í dag Sjötugur er i dag Leó Guölaugs- Islandi og var um skeið formaður son húsasmiður. Vighólastig 20, Sósialistafélags Kópavogs, Þjóð- Kópavogi. Leó hefur komið vel viljinn árnar Leó allra heilla á af- við sögu sósialiskrar hreyfingar á mælinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.