Þjóðviljinn - 27.03.1979, Qupperneq 11
Þriðjudagur 27. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
fiábær byrjun skóp
KR-sigur í bíkamum
og sem sannir heiðursmenn buðu
ÍR-ingamir þeim
kampavín og snittur eftir leikinn
//Okkur tókst mjög vel að eiga við svæðisvörnina
þeirra# einkum vegna þess hve spilið var miklu hrað-
ara en áður. Auk þess var vörnin hjá Í.R. ákaflega
opin og mínir menn fengu nógan tima til þess að
athafna sig. Þetta verður ekki svona auðvelt gegn
Val," sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari K.R.,þegar
að hans menn voru orðnir bikarmeistarar í körfu-
knattleik eftir stórsigur gegn i.R. 87-72.
„Við sjáum hvort liðið sigrar
eftirfyrstu 5min. leiksins,” sagði
Tim Dwyer, þjálfari Vals, fyrir
leikinn og það reyndust orð að
sönnu. K.R.-ingarnr tóku öll völd i
sinar hendur strax i byrjun og
hreinlega hökkuðu l.R.-ingana i
sig, 10-0, 16-8 og 25-12. A þessum
kafla léku vesturbæingarnir mjög
hraðan körfubolta og hittnin var
eins og hún gerist best hjá
islenskum liðum. Þaö var
athyglisvert, að K.R. átti u.þ.b.
80% allra frákasta á upphafs-
minútunum. Hittnin hjá Í.R. var
alveg i lágmarki og þeim tókst
ekki aö minnka forskotið að ráði
fyrir hálfleik, 32-19, 40-26 og 42-30.
I seinni hálfleiknum reyndi Í.R.
að beita svæðisvörn, en hún gekk
vel hjá Fram um daginn gegn
K.R. Þetta herbragð heppnaðist
illa i upphafi, 50—36 og 53-38, en
gaf góða raun I stutta stund
nokkru siðar, 53-46 og 59-52, þegar
K.R.-ingarnir hittu mjög illa,
einkum Hudson. Næstu mlnútur
voru nokkuð spennandi og leikur-
inn var I jafnvægi, 67-56. Nú
ruddust K.R.-ingarnir framúr
með hávaöa og látum, likt og i
byrjun, 76-58 og 81-64. Hraöa-
upphlaupin voru þeirra sterkasta
vopn og við þau réð l.R. ekki. Nú
var nánast formsatriöi að ljúka
leiknum og öruggur K.R. sigur I
höfn 87-72.
„Þeir voru einfaldlega betri,
jafnari, grimmari og ákveðnari.
Þvi fór sem fór. Þetta var fyrsti
leikur okkar hér i höllinni I vetur
og kann 'það að skýra lélegan leik
okkar að nokkru. Menn voru
ákveðnir I þvi, að berjast, en
orðin urðu ekki að athöfn þegar i
leikinn var komiö. Þá var hittnin
hjá okkur alveg I lágmarki og
engin barátta um fráköstin. Það
má koma fram, að dómararnir i
þessum leik voru góðir,” sagði
Kristínn Jörundsson.fyrirliði l.R.
að leik loknum. Við þetta má
bæta, að undirrituðum fannst
bekkstjórnin hjá l.R. vera slök og
oft á tiðum tilviljanakennd.
K.R. sýndi alveg nýja hlið á sér
i þessum leik með þvi að kaffæra
l.R. með hröðum leik. Allir voru
sprækir og sýndu eitt spariandlit,
sér i lagi hinir svokölluöu minni
spámenn, Arni og Þröstur, sem
skoraði úr öllum skottilraunum
sinum. Jón, Hudson, Einar, Birg-
ir og Garöar áttu allir góðan leik.
Stigin fyrir t.R. skoruðu:
Stewart 28, Jón 16, Kristinn 14,
Kolbeinn 12 og Erlendur 4.
Fyrir K.R. skoruöu: Hudson 19,
Einar 17, Jón 17, Garðar 10, Arni
Framhald á blaðsiðu 14. .
Þetta er dæmigert atriði úr leik K.R. og t.R. Birgir fær að skjóta
úáreittur og Hudson hefur náð að stiga af Stewart.
„Þetta var næst ísíðasti stórleikur-
rnn
ITIlTlfl ^ sagði kempan Einar Bollason, sem hefur ákveðið að
leggja skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil
IA sunnudaginn varð Einar
Bollason, K.R., bikarmeistari
I körfuknattleik I 8. sinn eða I
• ÖU skiptin sem K.R. hefur
Isigrað í þessari keppni. Einar
sem hefur staðið I eldlinunni I
mfl. I 18 ár gaf þá yfirlýsingu
, eftir úrslitaleikinn að hann
Imyndi hætta I boltanum i vor.
' — Jú, þaö er satt aö ég hætti
■ eftir leikinn gegn Val. Þetta er
Ibúið að taka svo mikinn tima
frá manni að erfitt er að
standa i þessu öllu lengur. Ég
■ er búinn að vera I sigurliöi
I gegn l.R. i siðasta sinn og á
aöeins eftir að vera I sigurliði
gegn Val i slðasta sinn þó aö sá
róöur verði eflaust öllu erfið-
ari.
I þessum leik var það fyrst
og fremst frábær varnarleikur
I byrjun sem skóp sigur okkar,
viö tættum þá I okkur. Þá má
segja, aö mikill munur sé á
þessum liöum hvað varðar
grimmd i fráköstum.
— Það er alltaf jafn gaman
að leika gegn I.R., þeir eru
frábærir iþróttamenn og að
minu mati er t.R. með prúð-
asta liðið I úrvalsdeildinni.
IngH
HK nældi sér í dýrmæt stig
„Þaö var mikið I húfi fyrir okk-
ur I þessum leik og við hreinlega
urðum að vinna og það tókst.
Reyndar var mikið um mistök á
báða bóga, en gæfumuninn gerði,
að við höfðum betri markvörð.
Já, þessi stig koma til með að
verða okkur dýrmæt I fallbarátt-
unni,” sagði þjálfari H.K., Axel
Axelsson, eftir sigur hans manna
gegn F.H. á laugardaginn 22-20.
FH. skoraði fyrsta mark leiks-
ins, en stuttu siðar tóku H.K.-
strákarnir öll völd á vellinum, 5-2,
8-5 og 9-7. t hálfleik voru Kópa-
vogsbúarnir með 3 mörk I forskot,
11-8.
Hafnfirðingarnir reyndu allt
hvað þeir gátu til þess aö minnka
muninn I seinni hálfleiknum, 12-
10,14-13,17-15 og 20-18, en H.K. gaf
sig ekki og þeirra varð sigurinn i
leikslok 22-20.
Hafnfirðingarnir voru allir
slakir i þessum leik, að Geir og
Guömundi Arna undanskildum.
Geir var tekinn úr umferð mest-
allan leikinn, en skoraði samt
grimmt. Annars varö varnarleik-
urinn FH. að falli, þeir voru
nánast „á hælunum” allan leik-
inn.
Strákarnir i H.K. eru alltaf jafn
baráttuglaðir og oft er þessi
barátta undirstaða sigra. A
laugardaginn var barist og aftur
barist ásamt mikilli leikgleði og
við þessu átti F.H. ekkert svar.
Þrir menn stóðu nokkuð uppúr i
þessum leik, þeir Stefán, Hilmar
og Einar, markvöröur, sem nú á
hvern stórleikinn á fætur öbrum.
Mörkin fyrir F.H. skoruðu:
Geir 10 (5v), Guðmundur A. 6,
Kristján 2 og Guðmundur M. 2.
Fyrir H.K. skoruöu: Stefán 9
(3v.), Hilmar 5, Jón 2, Ragnar 2
(lv.) Kristinn 1, Friðjón 1,
Gunnar 1 og Karl 1, en hans mark
var sérlega mikilvægt þar sem
þaö innsiglaði sigurinn, 22. mark-
ið. IngH
Enska
knatt-
spyrnan
Liverpool að
ná yfirburða-;
stöðu
Evrópumeistarar Liver-
pool unnu góðan sigur gegn
Ipswich á laugardagtnn og
hafa þeir nú 5 stiga forskot á
næsta lið. Þannig er „rauði
herinn” aö ná vlgstöðu sem
ekki verður svo auðveldlega
brotin niður.
Annars var þaö athyglis-
vert hve mörg mörk voru
skoruð 11. deildinni á laugar-
daginn eða 31 mark I 12
leikjum og aöeins 4 liöum
tókst ekki að koma tuðrunni I
net andstæöinganna.
Þá eru það úrslitin ogstað-
an:
1. deild:
Ar senal — Man. City 1:1
A-Villa —Tottenham 2:3
Bo lto n — Southam pton 2:0
Chelsea — Wolves 1:2
Liverpool — Ipswich 2:0
Man.Utd. —Leeds 4:1
Middlesb.—Birm.h. 2:1
Norwich— BristolC. 3:0
Nott. Forest — Coventry 3:0
WBA-QPR 2:1
2. deild:
Blackburn —Preston 0:1
BristolR. — Oldh. 0:0
Burnley — Ch arlton 2:1
Cambridge — Brighton 0:0
Cardiff—Stoke 1:3
Luton — C. Palace 0:1
Miilwall — NottsC. 0:1
Sheff. Utd. —Leicester fr.
Sunderland —Orient 1:0
West Ham — Newcastle 5:0
Wrexham — Fulham 1:1
Að loknum þessum leikj
um er staðan 11. nú þannig: og2. deild
1. deiid
Liverpool 30 63-11 48
Everton 32 43-27 43
WBA 27 55-26 40
Arsenal 31 48-28 39
Leeds 31 55-39 38
Nott.For. 27 34-18 37
Man.Utd. 29 47-48 33
Coventry 33 41-55 33
Norwich 32 43-43 32
Tottenham 30 34-45 32
A. Villa 28 32-27 31
Ipswich 31 39-38 30
Southampt. 29 34-34 29
Bristol City 33 36-43 29
Man. City 29 41-37 27
Middlesbro 3 1 44-42 27
Derby 31 33-52 25
Bolton 29 36-52 23
Wolves 30 28-52 22
QPR 32 31-51 20
Chelsea 31 31-63 15
Birmingham 30 26-47 1 3
2. deild
Brigthon 34 57-30 45
Stoke 32 46-26 43
CPalace 31 39-20 41
Sunderland 32 52-37 40
West Ham 30 60-29 38
Notts. Co. 30 42-45 35
Burnley 30 44-42 33
Fulham 30 38-33 32
Orient 33 43-41 32
Preston 31 44-45 31
Cambridge 32 40-41 31
Charlton 32 52-54 29
BristolRov. 30 40-49 29
Luton 31 48-42 28
Leicester 30 32-34 28
Newcastle 29 22-3 1 27
Wrexham 27 32-26 26
Oldham .30 29-51 2^
Cardiff 29 36-59 24
Sheff. Utd. 30 33-49 22'
Millwall 28 26-44 17
Blackburn 29 27-45 15