Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 7. aprll 1979. íþróttir um helgina BOLTAIÞRÓTTIR Heldur rólegt er i bolta- Iþróttunum um þessa helgi. Úrslit eru fengin i öllum deild- um handboltans nema aö eftir er að leika um fallsæti og leik- dagar ekki enn ákveðnir. t körfuknattleiknum er allt komið á hreint, en þó á eftir að klára mót yngri flokkanna eins og i handboltanum. Bikarkeppni blakmanna er enn ólokiö og I dag keppa kl. 16.30 i Hagaskólanum 1S og Völsungur til úrslita i bikar- keppni kvenna. Strax á eftir þessum leik leika UMFL og IS i undanúrslitum bikarkeppni karia (kl. 18.00). Hinn undan- úrslitaleikurinn verður i dag á Akureyri kl. 14.00 og eigast þar við UMSE og Vfkingur. Fótboitinn rúliar um heigina af fullum krafti. tBK og tA leika i meistarakeppninni I Keflavik i dag kl. 13.30. A Reykjavikurmótinu verður einn leikur i dag og eigast þar við Þróttur -og KR og hefst leikurinn kl. 14.00. A mánu- daginn leika sföan Valur og Armann kl. 20.00. BADMINTON Um þessa helgi er hápunkt- ur vertiðar badmintonmanna. tslandsmótið veröur háö I Laugardalshöliinni og verða keppendur frá 9 félögum, KR, Val, TBR, BH, Vlkingi, Gerplu, tA og TBS. Allir bestu badmintopleikarar iandsins verða með og er reiknað með óvenju .spennandi keppni að I þessu sinni. Úrslitaleikirnir hefjast kl. 14.00 á morgun. LYFTINGAR Meistaramót KRI iyftingum fer fram i dag i Jakabóli i Laugardainum.'■• ÍÞRÓTTIR I SJÓN- VARPI I þættinum i dag verða myndir frá Holmenkollen mótinu i skiðastökki, en hér var um að ræða 100 ára af- mælismót. Þá veröa myndir frá sundmeistaramóti tslands, sem ekki vannst timi til að sýna i siðasta þætti. Einnig verður rallakstur. Eitthvað fleira veröur tint til, en i gær gat Bjarni ekki fullyrt hvað það yrði. t ensku knattspyrnunni verður leikur Birmjngham og Leeds. A mánudaginn verða mynd- ir frá Evrópumótunum i knattspyrnu, frá tslandsmót- inu I badminton og svipmyndir af Finlux rallinu, sem fram fer um helgina. Loks verður klykkt út með einni skautapiu, eins og umsjónarmaðurinn oröaði það. Steinageröi 5 selt á 32 milljónir 21 tilboð barst i húseignina Steinagerði 5 sem borgar- sjóður auglýsti til söiu fyrir skemmstu. Hæsta Ulboöið var frá Viggó Sigurðssyni, Kriuhóium 4, og hijóðaði það úpp á 32 miljdnir króna. Hef- ur fjármáladeild borgarinn- ar verið faliö að ganga frá samningum um kaupin við Viggó, en útborgunartilboð hans var 24 miljónir króna eða meira en áætlað var aö húsið myndi seljast*. Væg hægrisveifla í Finnlandi Dagur Þorleifsson skrifar Þinghöllin I Helsinki I finnsku þingkosningun- um nýverið átti sér stað sveifla til hægri/ þó ekki stórkostleg. Sameiningar- flokkurinn, helsti íhalds- flokkur Finna, vann að vísu verulegan kosninga- sigur, hækkaði í fylgi um rúm 3% atkvæða og hefur nú tæplega 22% heildar- fylgisins. En enginn hinna stóru flokkanna þriggja, sem báru uppi fráfarandi rikisstjórn, tapaði miklu. Þeireru sósíaldemókratar, sem fengu 24%, fólkdemó- kratar (kommúnistar) með 18% og Miðf lokkurinn með rúm 17%. Þingsætatilfærslur urðu öllu meiri en sem nemur fylgistil- færslunni. Þannig töpuðu fólk- demókratar 5 þingsætum af 40, sem þeir höfðu fyrir kosningar, enda þótt þeir lækkuðu i fylgi að- eins um eitt prósent, og Mið- flokkurinn tapaði þremur þingsætum, þótt fylgistap hans væri ekki teljandi. Lands- byggðarflokkurinn, dæmigeröur hægrisinnaður óánægjuflokkur með glistrupeinkennum, sópaði til sin sex þingsætum til viðbótar þeim tveimur, sem hann hafði áð- ur, en hækkaði þó ekki i fylgi nema um eitt prósent. Mótmælaatkvæði Finnar skiptast þannig i stjórn- málaflokka að ekki er um það aö ræða að neinn fái hreinan meiri- hluta eða neitt nálægt þvi. Sósial- demókratar, sem nú eru stærstir, hafa þannig aðeins 52 þingmenn af 200 alls i þinginu. Finnland er þvi land samsteypustjórna, sem sterkt forsetavald vakir yfir. Auk stóru flokkanna fjögurra eiga aðrir flokkar fjórir nú menn á þingi. Tveir flokkar, annar til hægri og hinn i miðju, þurrkuöust út af þingi i kosningunum nú og er þar að finna eina skýringuna á ávinningi Sameiningarflokksins og Landsbyggðarflokksins. Fréttaskýrer.dur um finnsk stjórnmál eiu yfirleitt þeirrar skoðunar, aö sigur Sameiningar- flokksins byggist fyrst og fremst á því, að hann hefur verið utan- stjórnar langa hrið. Þeir sem voru óánægöir með gerðir stjórnarinnar hafi þvi mótmælt með þvi að kasta atkvæðum sin- um á hann. Finnar hafa átt I verulegum efnahagslegum örðugleikum undanfarið og at- vinnuleysi er mikið, um 8%. Stjórnarflokkarnir benda að visu á að þeim hafi tekist að stöðva Uhro Kekkonen : Finnland er land samsteypustjórna sem sterkt forsetavald rikir yfir. aukningu atvinnuleysisins, en á hinn bóginn hefur þeim ekki enn tekist að draga úr þvi svo heitið geti. Og i lifskjörum er Finnland alllangt fyrir neðan að minnsta kosti Sviþjóð, sem Finnar bera sig gjarnan saman við og þekkja vel til, þar eð hundruð þúsundir Finna eru þar i atvinnu eða at- vinnuleit. Sameiningarflokkurinn nýtur þess nú að hafa yfirleitt verið i stjórnarandstöðu eftir siðari heimsstyrjöld. Þessi útskúfun flokksins stafar af þvi að sovéskir valdhafar hafa á honum illan bif- ur og fyrsta og æðsta boðorðið i utanrikispólitik Finna er að halda sambúðinni við grannann risa- vaxna I austri snurðulausri. Að vissu marki er þessi aðstaða Finna lík aðstöðu Islendinga gagnvart öðru risaveldi, Banda- rikjunum, enda benda Finnar stundum á þetta og segjast skilja einstaklega vel hvernig ts- lendingum liði. Og þótt Sam- einingarflokkurinn i Finnlandi og Alþýðubandalagiö á tslandi séu trúlega ólikir flokkar um flest, eiga þeir þaö sameignlegt að vera i ónáð hjá stórveldunum, sem gina yfir löndum þeirra. Ekki þarf að efa aö Bandarikjamenn beiti persónulegum sambönd- um og þrýstingi ýmisskonar til þess að halda Alþýöubandalaginu utanstjórnar, enda hafa stjórnar- setur þess verið heldur skamm- vinnar til þessa. Borgaraleg stjóm ólíkleg Bent er á það aö nú hafi borgaraflokkarnir sterkan meiri- hluta i finnska þinginu, 113 þing- sæti á mót 87 þingsætum sósial- demókrata og fólkdemókrata. En slik skipting er meiningarlitil i Finnlandi, þar sem þessir tveir vinstri flokkar ásamt með Mið- flokknum (miðjuflokki uppruna- lega byggðum á bændafylgi, hlið- stæðum Miðflokkunum i Sviþjóð og Noregi og Framsóknarflokkn- um á tslandi) eru hinir klassisku stjórnarflokkar. Auk þessara þriggja flokka var i fráfarandi rikisstjórn einn smáflokkanna, Frjálslyndi alþýðuflokkurinn, sem mun vera „liberal” flokkur hliðstæður Alþýðuflokknum (Folkpartiet) i Sviþjóð og Frjáls- lynda flokknum i Bretlandi. Þótt þessir flokkar töpuðu allmörgum þingsætum, hafa þeir enn örugg- an þingmeirihluta, svo að i sjálfu sér er ekki mikið jpvi til fyrirstöðu að fráfarandi stjórn (undir for- ustu sósialdemókratans Kalevi Sorsa) sitji áfram. Engu að siður virðast flestir finnskir stjórnmálamenn sam- mála um, að reyna verði myndun nýrrar stjórnar með tilliti til kosningaúrslitanna. Aarne Saarinen, leiðtogi fólkdemókrata, sagði þannig aö Sameiningar- flokkurinn yrði að fá aö spreyta sig á stjórnarmyndun. En hvorki Saarinen eða aörir munu telja miklar likur á borgaralegri stjórn sist undir forustu Sam einingarflokksins. Og jafnvel þótt ógeö Rússa á þeim flokki kæmi ekki til, gengi það ekki and- skotalaust aö koma saman borgaralegri meirihlutastjórn. Þvi að til aö fá meirihluta yrði að fá annaðhvort Landsbyggðar- flokkinn eða annan smáflokk, Kristilega sambandið, til stuön- ings viö stjórnina. En á Lands- byggðarflokkinn er almennt litið sem flokk óábyrgra vandræða- manna, og báöir eru þessir flokkar þar að auki mjög upp á kant við Kekkonen forseta, hinn sterka mann finnskra stjórnmála bæði formlega og i raun. Innanflokksdeílur fólkdemókrata Ýmsir eru þeirrar skoðunar að miðjuflokkarnir eigi að vera rikj- andi i næstu stjórn, þannig að hún fengi á sig borgaralegri svip en sú fráfarandi, og yrði meö þvi tekið hæfilegt tillit til hægri- sveiflunnar i kosningunum. En miðjuflokkarnir þrir, Miðflokkur- inn, Sænski alþýðuflokkurinn og Frjálslyndi alþýðuflokkurinn, hafa samanlagt aðeins 51 þing- sæti, enda er reiknað með að vinstriflokkarnir yrðu með I slikri stjórn, sem þar með hefði örugg- an þingmeirihluta á bakvið sig. En nú er ekki alveg öruggt að fólkdemökratar fáist með I næstu stjórn. Þar I liði eigast viö tvær fylkingar, annarsvegar haröllnu- menn (af fréttaskýrendum stund- um titlaðir stalinistar) og hins- vegar frjálslyndari flokksarmur, sem er i meirihluta. Meirihluta- menn hafa fengið þvi ráðið að flokkurinn væri I stjórn, en þvi er minnihlutinn ákaflega andsnúinn og telur að stjórnaraðild leiði óhjákvæmilega til þess að flokkurinn lendi I andstöðu við verkalýðsstéttina. Þar eð flokkurinn tapaði heldur nú, er liklegt að minnihlutinn fái aukið fylgi við þessi viðhorf sin innan flokksins. Sósialdemókrötum er það sérstakt kappsmál að fólk- demókratar, keppinautar þeirra um verkamannfylgið, lendi ekki utan stjórnar, þvi að þá væri við- búið að fólkdemókratar drægju til sin margt atkvæða út af óánægju með stjórnarráðstafanir. Út frá svipuðum sjónarhól gæti jafnvel svo fariö að skynsamleg- ast þætti aö taka Sameiningar- flokkinn inn I stjórn, svo að hann glataöi þeirri upplögðu aðstöðu sem hann hefur nú til að draga að sér fylgi út á óvinsældir rikis- stjórna. Gæti meira að segja svo farið að Sovétmenn kæmust að þeirri niðurstöðu að flokkur þessi yrði öllu minni háskagripur i stjórn en utan. Einnig heyrist að hugsanlegt sé að Sameiningar- flokkurinn fái óbeina stjórnar- aðild, þannig að utanþingsmenn, honum hlynntir, atvinnurekend- ur, bankamenn, teknókratar, verði teknir i stjórnina. Til þess úrræðis hefur áður verið gripið i Finnland. dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.