Þjóðviljinn - 07.04.1979, Qupperneq 20
Um hálfellefuleytiö stormuðu
vigreifir krakkar ár Laugalækj-
arskóla niður að Fræösluskrif-
stofunni i Tjarnargötu. Þau báru
mótmælaborða gegn fyrirhuguð-
um nauðungarflutningi úr Lauga-
lækjaskóla yfir i Armúlaskólann
og sögðu að kennararnir styddu
þau. ,,Við viljum ekki láta ein-
hverja skrifstofuhesta reikna
okkur fram og til baka án þess að
spyrja okkur”, sögðu krakkarnir,
„við erum fólk”. — (Mynd eik)
Blálanga er eftirsótt af hópi manna f Þýskalandi
Reynt
aö
kveikja í
Hagkaup
Um klukkan 14.40 i gær var til-
kynnt að eldur væri laus i versl-
unarhúsi Hagkaups i Skeifunni.
Kveikt hafði verið í húsinu á fjór-
um stöðum og auk þess á einum
stað I Húsgagnaverslun Guð-
mundar, sem þarna er einnig.
Þóttþetta gerðistum hábjartan
dag ogþarna væri fjöldi fólks tók
enginn eftir sökudólgnum eða
-dólgunum, hafi þarna verið fleiri
en einn aö verki, sem trúlegt má
telja, og leika þeir enn lausum
hala.
Eldinn tókst að kæfa áður en
hann olli teljandi skemmdum.
-mhg
Tveir togarar hafa und-
anfariö selt afla sinn í
Þýskalandi og fengið gott
verð fyrir aflann. Það vek-
ur athygli að stór hluti af
afla þessara togara var
blálanga, fiskur sem ekki
hefur verið mikið talað um
í sambandi við fiskveiðar á
islandi.
Þannig seldi togarinn Ogri rúm
300 tonn i Bremerhaven i fyrra-
dag og var meðalverð fyrir kg.
um 305 krónur islenskar. Er það
metsala. Uppistaðan I aflanum
var karfi, 170 tonn, og blálanga,
120 tonn. Þá seldi togarinn Vest-
mannaey fyrir skömmu og voru i
afla hans um 80 tonn af blálöngu.
Þjóðviljinn hafði samband við
Gisla Hermannsson forstjóra
ögurvikur, sem gerir út ögra, og
sagði ■■ ’■ hann aö hægt væri að fá
mjög gott verð fyrir blálöngu i
Þýskalandi ef komið væri með
svona 10-20 tonn i einu. Þá gæti
verðið farið upp i 2.50 mörk fyrir
kilóið eða um 430 krónur. Fyrir
þessi 120 tonn sem ögri seldi hefði
hins vegar fengist 1.50-1.60 mörk
fyrir kilóið eða 260-280 krónur að
meöaltali sem er heldur lægra
verð en fyrir karfann.
Gisli sagði að blálangan væri
djúpsjávarfiskur og hefði þessi
afli fengist suður af Reykjanesi
þar sem blálangan væri nú i
hrygningarástandi. Taldi hann
nánast tilviljun að svo mikið
skyldi fást af henni núna en hún
hefur aldrei veriö afgerandi i afla
islenskra skipa og taldi GIsli
ósennilegt aö hún færi að teljast i
flokki meiri háttar nytjafiska
eftir öll þessi ár.
Gisli sagði að blálanga væri á
boöstólum i fiskbúöum i Þýska-
landi og svo virtist sem einhver
ákveöinn hópur heföi dálæti á
henni sem lostæti. Sjálfur sagöist
hann hafa smakkaö hana og fund-
ist hún mjög góö.
Blálangan gengur einnig undir
nöfnunum mjólariga og mjóni hér
á landi. 1 Fiskunum eftir Bjarna
Sæmundsson segir aö blálanga sé
reglulegur djúpsjávarfiskur og
sennilega um leiö botnfiskur. Hún
er stirtlulengri en venjuleg langa
og ekki eins stór. Hún er hlý-
sjávarfiskur og hrygnir suöur af
landinu. -GFr
10 dögum
kauphækkun á mánuði og tekið
undir með bændahöföingjanum I
Borgarfirði sem sagði eitt sinn
,,hvað munar oss bændur um
fimmtfu fjár”.
— S.dór
Græða 226
Siguröur Helgason, forstjóri
Flugleiða h.f. segir i blaðaviðtali i
gær, að Flugleiðir h.f. myndu
tapa 226 miljónum króna á 10
daga verkfalli flugmanna yfir
páskana. Þetta þýðir auðvitað að
miljónir á
Flugleiðir h.f. græða 226 miljónir
kr. á þessum 10 dögum nú eftir að
verkfallinu hefur verið afstýrt.
Kannski skýrir þetta nokkuð
hvers vegna Flugleiöir h.f. geta
boðið flugmanni 270 þúsund kr.
Bankamenn mótmœla
efnahagsfrumvarpinu
Þing StB haldiö 5. april 1979
mótmælir harðlega þess háttar
ihlutun Alþingis i frjálsan og
lögvarinn samningsrétt, sem
fram kemur I frumvarpi til laga
um stjórn efnahagsmála o.fl.
Fyrirhuguö eignaupptaka og
kjaraskerðing á sér enga hlið-
stæöu og byggist ekki á rök-
stuöningi þeim sem fram kemur
i frumvarpinu, þar sem grunn-
kaupshækkun til bankamanna
mun ekki hækka þjónustukostn-
aö viöskiptavina bankanna.
Þingiö lftur svo á, að lögfest-
ing skeröingar á grunnlaunum
einnar fámennrar stéttar laun-
þega eins og bankamanna sé
brot á ákvæöum stjórnarskrár-
innar um vernd eignarréttarins.
Bankastarfsmenn áskilja sér
rétt til aö leita úrskuröar dóm-
stóla og jafnframt aö beita
mætti samtakanna gegn slikum
ólögum!
Ovenjumikid af blá-
löngu í afla togaranna
Gott verð í
Þýskalandi
Þingi bankamannalauk á Hótel Loftleiðum I gær og
in þá (Ljóm.: Leifur)
var myndin
i
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
tek- |
■
..J
Launadeila fjöl-
brautakennara: ,
Aðgerðum
frestað
framyfir
páska
Launadeila fjölbrautar-
kennara við rflússjóð er nú i
biðstöðu eftir að slitnaði
uppúr samningatilraunum.
Ægir Sigurðsson á Suður-
nesjum tjáði blaðinu að
kennarar þar og á Akranesi
myndu láta frekari aðgerðir
bíða framyfir páska. Þeir
teldu hins vegar alfarið að
túlkun rikisins á kjarasamn-
ingum væriröng, og fengist
ekki leiðrétting myndu
harðari aðgerðir sigla i kjöl-
fariðaf hálfu kennara. Hann
sagði að þar yröi ekki endi-
lega um vinnustöðvun að
ræða, heldur ihuguðu
kennarar nú að neita að taka
að sér ýmsa aukavinnu i vor-
prófunum, þannig að ekki
yrði unnt að útskrifa nem-
endur frá skólanum.
1 Fjölbrautarskólanum i
Breiöholti var okkur sagt, að
kennarar þar væru enn i
yfirvinnubanni, sem hamlaði
nokkuð kennslu i hjúkrunar-
og verknámsdeildum. Menn
væru hinsvegar vongóðir um
viðunandi lausn, þar sem
Ragnar Arnalds ráöherra
væri allur af vilja gerður til
að sætta málin. Sættir
steyttu hins vegar á f jarveru
fjármálaráöherra sem er er-
lendis. ös
ísinn á
undan-
haldi
Af hafisnum voru þau tið-
indi helst I gær, að þvi er
Guðmundur Hafsteinsson,
veðurfræðingur sagði okkur,
að sigling var þá greið
norður með Vestfjörðum en
nokkrar israstir viö Straum-
nes. Agæt siglingaleið var 3
sjómilur út af Straumnesi, 6
milur út af Kögri og 2 út af
Horni. Segja má aö islaust
hafi verið á óðinsboðasvæð-
inu og Strandagrynni.
Sigling var greiðfær frá
Óöinsboöa að Siglunesi.
Þéttari is, 7/10, var svo 20
míiur norðvestur af Kögri og
26 mflur norður af Horni.
A Grlmseyjarsundi og að
Langanesivar is aðþéttleika
5/10 en jafndreifðurum allan
sjó og sigling þvi seinfarin.
Ófært var inn til Raufar-
hafnar og Þórshafnar. Axar-
fjörður er að mestu islaus af)
Rauðanúp og sæmilega fær
til Húsavikur. Þistilfjörður
er hinsvegar fuiluraf^is.
Sunnan Langaness er
nokkurt ishrafl suður á móts
við Bjarnarey, en sunnar er
naumast um teljandi is að
ræöa.
1 heild má segja að feinn
hafi stór minnkaö nú siðustu
daga og er áberandi mikil
bráðnun úti fyrir Noröur-
landi aö Sléttu. Þar er hún
minni en eykst svo sunnan
við Langanes, enda er isinn
þar orðinn „mjög ræfils-
legur”,segja þeim hjá Land-
helgisgæslunni.
—mhg
DIOÐVIUINN
Laugardagur 7. april 1979.
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaðaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóðviljans i sima-
skrá.