Þjóðviljinn - 25.04.1979, Side 7
Miðvikudagur 25. aprn 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
JÞad er skylda yfirvalda að tryggja verkafólki líf
og heilsuvernd á vinnustöðum.
Verkafólk unir því ekki lengur að vinnustaðaeftirlit
sé fólgið í marklausri útfyllingu eyðublaða.
Snorri
Konráðsson,
bifvélavirki:
Eiga fleiri ad farast og
fleiri ad missa heilsuna?
Enn hefur dauðaslys orðið á
vinnustað. Enn hafa tvær af
vinnandi höndum þessa lands
kvatt löngu fyrir aldur.
Enn eiga fieiri hendur eftir að
kveðja með jafnsviplegum hætti
— eða hvað? Er eitthvað hægt
að gera til þess að vinnuslys og
atvinnusjúkdómar verði i al-
gjöru lágmarki?
öryggiseftirlit á vinnu-
stöðum
Oryggiseftirlit rikisins er
mjög fjarri þvi aö fylgja eftir að
lög og reglur um öryggi og aö-
búnað á vinnustöðum séu haldn-
ar. Það er ekki átt við að skoð-
unarfulltrúar eftirlitsins viti
ekki hvað þeir eru að gera i
sambandi viö skoðanir, heldur
er átt við að athugasemdum
þeirra er ekki framfylgt af yfir-
stjórn öryggismálanna. Þar rik-
ir máttleysi og viljaleysi sem
virðist aukast eftir þvi sem ofar
dregur i „kerfinu”.
Skoðunarmenn öryggiseftir-
litsins gera sömu athugasemd-
irnar við sömu atriðin á sama
vinnustaðnum svo árum skiptir
og þar við er látið sitja.
1 lögum um „öryggisráðstaf-
anir á vinnustööum” er kveðið á
um að skoðunarmenn öryggis-
eftirlitsins skuli leita eftir upp-
lýsingum hjá trúnaðarmönnum
verkafólks á vinnustöðum I
sambandi viö eftirlit en það
heyrir til undantekninga ef slikt
er gert.
Megineinkenni starfs örygg-
iseftirlits ríkisins eru að vinnu-
staðir og öryggistæki eru skoðuð
en kröfum um úrbætur er ekki
framfylgt og sökin liggur hjá ör-
yggismálastjóra, viðkomandi
ráðuneyti, ráðherra og jafnvel
Alþingi.
Eitt dæmi um slælega fram-
kvæmd vinnustaðaeftirlits er að
hafa frá Keflavíkurflugvelli.
Ameriski herinn hefur neitað,
þrátt fyrir ákvæöi islenskra
laga, að greiða öryggiseftirlit-
inu skoðunarkostnað vegna fyr-
irtækja sem hann starfrækir, en
viðbrögð öryggiseftirlitsins eru
þau a6 hætta eftirliti á Vellin-
um.
Atvinnusjúkdómar
Það er heilbrigðisyfirvöldum
og læknastéttinni I landinu til
vansa hve atvinnusjúkdóma-
rannsóknir eru skammt á veg
komnar. Sú lausn að verkamað-
urinn skipti einungis um vinnu-
stað ef hann fær atvinnusjúk-
dóm nær engri átt.
Með viröingu fyrir lifi manna
og heilsu, og frá þvf sjónarmiði
að fyrirbyggjandi heilsuvernd
sé skynsamlegust, ber Heil-
brigðiseftirliti rikisins, land-
lækni og öðrum heilbrigðisyfir-
völdum skylda til að snúa sér
meö krafti að vinnustaðaeftirliti
með atvinnusjúkdóma og fyrir-
byggjandi heilsuverndarstarf
efst I huga.
Fræðslu og upplýsinga-
starfsemi
Ein brotalömin I öryggis- og
heilbrigðiseftirliti er fram-
kvæmd fræðslu og upplýsingar-
starfsemi.
Engin kerfisbundin fram-
kvæmd hefur átt sér stað á þvi
sviði en einstaka fjölrituð blöö
og viðvörunarspjöld hafa sést
og einnig örfáir bæklingar út-
gefnir af Heilbrigðiseftirliti
Reykjavikur. Ekkert samræmt
átak hefur verið gert i þessum
efnum enda samstarf og sam-
vinna eftirlitanna I lágmarki.
f skólum landsins er ekki um
neina fræðslu að ræða i þessum
efnum en þó ber viö i iðnskólum,
ef um áhugasama kennara er að
ræða, að þeir veiti einhverja
fræðslu.
Þá er einn mjög áriðandi þátt-
ur i þessum efnum algjörlega
vanræktur en það er útvegun og
miölun upplýsinga i sambandi
við hin ýmsu efni sem með-
höndluð eru á vinnustöðum og
jafnvel á heimilum.
Þaö fær enginn að kaupa t.d.
vægt éitur til að drepa með
maðk i gulrófum án undangeng-
ins námskeiðs, en það geta allir
keypt baneitraða málningu,
lökk, ýmiskonar sýrur, ætandi
uppleysiefni o.fl. efni og meö-
höndlaö þau af þekkingarleysi
og orðiö sér og öðrum heilsu- og
lifshættulegir.
„Andaðu að þér lakkúða þegar
þú sprautar bil, andaðu að þér
kisilryki I kisilgúrverksmiöju,
andaðu að þér uppgufum frá
sýrum þegar þú vinnur I sútun-
arverksmiðju og siðan skalt þú
fá þér aöra vinnu eftir nokkur
ár, kominn með ofnæmissjúk-
dóm.”
Þessi napurlega setning er
spegilmynd ástandsins I dag,
heilbrigðis- og öryggisyfirvöld-
um til vansæmdar.
Breytingar í vændum
Nú er veriö að ljúka við smiði
nýrra laga um heilbrigðis og ör-
yggismál. Vonandi tekst að
sameina i eina virka stofnun
þær stofnanir sem sinna þeim
málum á vegum rikisins.
Hins vegar er ekki nóg að
sameina stofnanir ef hugur
fylgir ekki máli og ástand ekki
stórbætt I eftirliti á vinnustöð-
um, i atvinnusjúkdómarann-
sóknum, i fræðslu- og upplýs-
ingastarfi og I að fylgja eftir að
lög og reglur séu haldnar.
Þáttur Alþýðusambands-
ins
Það veröur að beina þeirri
kröfu til Alþýðusambandsins að
það geri stórátak I og hafi for-
ystu um fræöslu innan verka-
lýösfélaganna er varöar örygg-
is- og aöbúnaðarmál. Þau hafa
tvimælalaust alltaf verið einn
stærsti þáttur I kjarabaráttunni,
en þvi miður orðið útundan
vegna erfiðrar launabaráttu.
Nú veröur ekki lengur við það
ástand unaö og samtökum
launafólks ber skylda til að
leggja sig fram um aö taka
þessi mál upp sem forgangs-
verkefni og eitt þaö fyrsta sem
taka á fyrir er að veita fræöslu
og vinna að auknum skilningi
verkafólksins sjálfs á aðbúnað-
armálum á vinnustöðum. Þaö
veröur að hefja skipulega
fræðsluherferð I blöðum, i út-
varpi, i sjónvarpi og allsstaðar
þar sem þvi verður við komið.
Alþýðusambandinu ber að
fylgja eftir væntanlegri nýrri
aðbúnaöar- og öryggismálalög-
gjöf með fræðslu og umræðu og
'rikisvaldinu er skylt aö veita
dyggan stuðning bæöi i formi
fjárframlaga og opnari rikis-
fjölmiðlum. Þaö væri vel við
hæfi að gera árið 1980 að bar-
áttuári fyrir stórbættum aðbún-
aði, fyrir meira öryggi og heil-
brigði á vinnustöðum.
Þaðer skylda yfirvalda
að tryggja verkafólki líf
og heilsuvernd á vinnu-
stöðum.
Verkafólk unir því ekki
lengur að vinnustaðaeft-
irlit sé fólgið í marklausri
útfyllingu eyðublaða.
Verkafólk á Islandi
unir ekki lengur þeirri
ánauð að þurfa að selja
heilsu sina og jafnvel Iff
um leið og það selur
vinnuafl sitt.
Snorri S. Konráðsson
bifvélavirki
Alþýðubandalaglð Reyðarflrði:
AFS-skiptinema-
Þórir Gíslason
kosinn formaður
Aðalfundur Alþýðubandalags-
félags Reyðarfjarðar var haldinn
á sumardaginn fyrsta og var
hann fjölsóttur. Ný stjórn var
kjörin og skipa hana:
Formaður: Þórir Gislason
verkamaöur. Varaform.: Haf-
steinn Larsen vélvirki. Ritari:
Arni Ragnarsson simvirki. Gjald-
keri: Ingibjörg Þóröardóttir hús-
móöir. Meðstjórnandi: Jóhann
Sæberg Helgason vélvirki. Til
vara: Lars Olsen verkamaður og
Björn Jónsson verslunarstjóri.
1 hreppsmálaráð voru kjörin:
Asgeir Methúsalemsson, gjald-
keri, Alda Pétursdóttir, húsmóö-
ir, og Björn Jónsson verslunar-
stjóri, en auk þeirra eiga þar sæti
formaður félagsins og hrepps-
nefndarmennirnir: Arni Ragn-
arsson, Þorvaldur Jónsson og
Hafsteinn Larsen.
Hreppsmálaráð skal koma
saman reglulega á þriggja vikna
fresti. Auk aðalfundarstarfa voru
heimamál mikiö rædd. Helgi
Seljan alþm. gerði grein fyrir
fjárveitingum rikisins á þessu ári
og hreppsnefndarmenn sátu fyrir
svörum.
33 félagar eru nú i félaginu.
Þórir Gfsiason
Stjóm félagsráðgjafa um efnahagsmál:
Boða harðnandi lífsskilyrði
1 framhaldi af samþykkt aðal-
fundar Stéttarfélags fsl. félags-
ráðgjafa, þar sem mótmælt var
að forysta BSRB samþykkti nið-
urfellingu 3% grunnkaupshækk-
unar án samráðs við hinn al-
menna félaga, hefur stjórn fé-
lagsins nýverið samþykkt eftir-
farandi ályktun:
„Stéttarfélag Isl. félagsráð-
gjafa mótmælir harðlega þeim
lögum sem samþykkt voru nýver-
ið á alþingi varðandi efnahags-
mál. Lög þessi fela i sér stórfelld-
ar kjaraskerðingar. Eitt mikil-
vægasta atriðið er að umsamdar
veröbætur á laun falla úr gildi.
Þess í staö á launafólk sem hefur
yfir kr. 210 þús á mánuði I grunn-
kaup að missa 3% stiga verðbóta
sinna strax, eöa 1. júni og 1. sept.
Launafólk meö lægri tekjur á að
„verja fyrir kjaraskeröingar-
áhrifum” í 6 mán. Verðbætur á aö
miða við viðskiptakjör viö útlönd
og enn sem fyrr eru mikilvægar
nauösynjar utan við visitölu.
Með samþykkt þessara laga
hefur því rikisstjórnin með dyggi-
legri aöstoö verkalýösforystunn-
ar gengið harkalega inn á rétt
hins frjálsa samningsréttar
launafólks.
En verðbótakaflinn I lögum
þessum er ekki eini kaflinn sem
boöar harönandi lífsskilyröi
launafólks. Lögin boða m.a. stór-
felldan samdrátt i öllum rekstri
rikisins. Að fenginni reynslu
slikra sparnaðaraðgerða er ljóst
að þetta mun bitna harðast á.heil-
brigðis- og félagsmálaþjónustu og
menntunarmálum. Ahrif þessar-
ar stefnueruþegar farin aö koma
i ljós, — fækka á starfsfólki á
ýmsum stofnunum, bekki I skól-
um á að stækka o.s.frv.
1 lögunum er kveðiö á um verð-
tryggingu sparifjár og lána.Menn
geta sagt sér hve mikiö verð-
trygging sparifjár hjálpar öllum
þorra launafólks, sem rétt lifir á
launum slnum, og hvaö t.d. verð-
trygging lána til ibúðarkaupa
gerir sama fólki.
Með samþykkt þessara laga
hefur núverandi rikisstjórn sýnt,
að hún er engu meiri talsmaður
launafólks en rikisstjórn Geirs og
Alberts. Gegn harönandi efna-
hagslifi og samdrætti atvinnu-
veganna notar „vinstri” stjórnin
sömu vopnin og fyrirrennarar
þeirra, — látið launafólkiö bera
byrðarnar og heröa sultarólina.
SIF hvetur allt launafólk til að
kynna sér efnahagslögin nýju og
efna til aðgerða gegn kaupráni og
kjaraskerðingu og fyrir frjálsum
samningsrétti.”.
samtökln
Unglingur
til þín?
Um þessar mundir gefst Is-
lenskum fjölskyldum tækifæri til
að sækja um aö fá erlendan ung-
ling til dvalar á heimili sinu á
vegum AFS skiptinemasamtak-
anna. Um er að ræða 9 vikna
sumardvöl eða ársdvöl þ.e. frá
seinni hluta ágúst til fyrri hluta
júli næsta ár. Nemarnir sem
koma til ársdvalar og skólanáms
hér eru ýmist frá Bandarlkjun-
um, Evrópu eða löndum utan
þessara heimshluta. U.þ.b. 300 is-
lensk ungmenni hafa átt þess kost
aö dvelja við nám erlendis á veg-
um AFS sl. 21 ár, flest I Banda-
rikjunum, einnig I Evrópu og nú
nýlega fór ung Islensk stúlka til
ársdvalar I Malasiu. Allir þessir
unglingar hafa dvalið hjá þar-
iendum fjölskyldum.
Til bess aö samtökin geti gefið
fleiri Islenskum unglingum
tækifæri til að fara utan, þurfa is-
lenskar fjölskyldur að taka viö
nemum. Hin eina, sem fjölskyld-
an þarf aö uppfylla,er að komiö sé
i fram við nemann, sem einn af
; fjölskyldunni, en ekki gest. Hann
1 þarf ekki nauðsynlega aö hafa
sérherbergi, en sitt eigið rúm.
Þátttökugjald nemans og fram-
lag AFS borga ferðir hingað til
landsins, og vasapeninga greiðir
hann sjálfur. r
Þeir, sem vilja fá nánari upp-
lýsingar og eyöublöö, geta snúið
| sér til skrifstofu AFS, Hverfis-
| götu 39, Reykjavík.