Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 25. aprfl 1979 Kristján Jónsson Kristján Jónsson fimmtugur Kristján Jónsson, stýri- maöur, Erluhrauni 11, HafnarfirOi, er fimmtugur i dag. Auk mikils starfs a6 sóaialiskum málefnum hefur Kristján um árabil veriö for- maöur Sjómannafélags Hafnarfjaröar og vara- formaöur Sjómannasam- bands Islands var hann um skeiö. Þjóöviljinn árnar Kristjáni heilla á þessum timamótum. Raudhetta á Hornarfirdi Leikfélag Hornafjaröar frumsýndi siöasta vetrardag barnaleikritiö Rauöhettu eftir Jewgeni Schwartz og er þaö annaö verkefni félagsins á þessu átarfsári, en þaö sýndi Grænu lyftuna fyrr i vetur. Fjöldi manns hefur tekiö þátt i undirbúningi þessarar sýningar, sem er talsvert viöamikiö verk, þar sem bæöi er músik og söngur. Yfir 20 manns taka þátt i sýningunni sjálfri og meö helstu hlutverkin fara þau Halldóra Siguröardóttir, Ingvar bóröarson, Sigurgeir Benediktsson og Jóna Kr. Freýsteinsdóttir. Hljóöfæra- leik annast Grétar Orvars- son og Ragnar Eymundsson. Leikstjóri er Þórir Stein- grimsson og hefur hann einnig gert leikmynd, en leiktjaldamálun annaöist Bjarni Henriksson. Leikritiö veröur sýnt áfram i april og mai. Þetta er fimmtánda leikár Leik- félags Hornafjaröar og 26. verkefniö. Ársfundur Norræna- póstsam- bandsins , Dagana 5. - 7. april var hald- inn hér I Reykjavik árlegur fundur Norræna póstsam- bandsins (Nordisk post- sekretar ia t)en tsland geröist aöUi aö sambandinu 1968. Fundinn sóttu formenn póst- mannafélaganna á Noröur- löndum auk annarra fuUtrúa þaöan. Til umræöu voru tek- in ýmis hagsmunamái póst- manna ogiaunþega almennt, eins og jafnréttismái, at- vinnuumhverfi, vinnutimi og kjarasamningar. Fundinum stjórnaöi Björn Björnsson, formaöur Póstmannafélags tslands. Næsti fundur sam- bandsins veröur I Maimö I júni 1980, en aöalritari sam- bandsins er Bengt Sundvik frá Finnlandi. Sjálfsbjörg i Reykjavik Blómlegt starf á síðasta ári Náöi hámarki i jafnréttisgöngunni Þjóöviljanum hefur borist fréttatUkynning frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaöra i Reykjavlk. Þar kemur fram aö starfsemin var meö miklum blóma á siöasta ári en þaö var tuttugasta starfsár fé- lagsins og náöi starfiö hámarki meö jafnréttisgöngunni sem fé- lagiö efndi til 19. september sl. Gengiö var frá Sjómannaskól- anum aö Kjarvalsstööum, en þar tók borgarstjóriog borgarstjórn á móti göngumönnum. Egill Skúli Ingibergsson, borg- arstjóri, bauö göngumenn vel- komna fyrir hönd borgarinnar. Frá Sjálfsbjörg flutti formaður félagsins Rafn Benediktsson ávarp. Theodór A. Jónsson, for- maöur Siálfsbjargar, landssam- bands fatlaöra talaöi um húsnæö- ismál fatlaöra, Arnór Pétursson formaöur Iþróttafélags fatlaöra i Reykjavik um atvinnumál og Magnús Kjartanssonfv. ráöh. um jafnrétti. Vilborg Tryggvadóttir las 19 skeyti sem bárust viðsveg- ar af landinu og kvæöi eftir Viöar Guönason. Einnig flutti hún loka- orö fyrir hönd félagsins. Sj^fsbjörg á Akranesi bauö fé- lögum I Reykjavik i heimsókn til sln föstud. 2. júni s.l.. Um 50 manns heimsóttu Akranesf élagiö. Frá félaginu sátu 14 fulltrúar siöasta þing samtakanna, sem Akureyrarfélagið sá um, en þing- hald fór fram dagana 10.-12. júni s.l. aö Hrafnagilsskóla I Eyja- firöi. 27. júní s.L var haldiö upp á 20 ára afmæli félagsins meö veglegu kaffisamsæti i félagsheimilinu i Hátúni 12. Fjölmenni sótti félagið heim, ogbárustþví margar góöar gjafir. Þakkar félapö velunnur- um sinum I þessi 20 ár. Fariö var i eitt feröalag, var þaö þriggja daga ferö til Isafjarö- ar, dagana 11.-13. ágúst. Unniö var viö hina árlegu merkja- og blaöasölu. Basar félagsins var haldinn i Lindarbæ aö venju i byrjun des- ember og seldist fyrir rúml. kr. 1.100.000.00. Dans var kenndur nú I febrúar, kennari Helga Þórarinsdóttir, danskennari. Spiluö félagsvist eftir áramót. Fyrir jól var tvisvar haldiö „Opiö hús”, meö góöum skemmtiatriöum, t.d. var sýnd kvikmynd I lit frá gosinu I Vest- mannaeyjum 1973. Tvisvar var efnt til leikhúsferöa. Varö Iönó fyrir valinu i bæöi skiptin. Haldn- ar voru haust- og vorskemmtanir og einnig árshátiö aö Hótel Loft- Jafnréttisgangan leiöum. Stofnaö var Bridgefélag innan félagsins; hefur veriö spilaöur einmenningur, tvimenningur og nú sveitarkeppni; eru 6 sveitir. Zophanias Benediktsson stjórn- ar spilunum. 12. des. efndi félagsmálanefnd til „Litlu jóla”. Er þetta I fyrsta sinn, sem slikt fer fram h já félag- inu. Mæltist þetta vel fyrir og mjög margir komu. 1 janúar var spilað bingó, var þaö fjölmennt, spilaöar voru 16 umferöir. I nóvember s.l. barst félaginu bréf frá borgarstjóranum i Reykjavik, þar sem félaginu var gefinn kostur á aö tilnefna mann i nefnd, sem starfar á vegum borg- arráös aö tillögum um úrbætur á málum fatlaöra. Var boöiö aö sjálfsögöu þegiö meö þökkum, og var Rafn Benediktsson, formaöur félagsins, tilnefndur fulltrúi fé- lagsins i nefndina. 2. janúar s.l. opnaöi félagið eig- in skrifstofu, aö Hátúni 12,1. hæö, skrifstofumaöur er Guöriöur ólafsdóttir, er skrifstofan opin alla virka daga frá kl. 10.-12 f.h. og kl. 2-5 eftir hádegi,einnig er opið á miövikudagskvöldum frá kl. 5-7. Aöur rak félagiö skrifstof- una i samvinnu viö landssam- band Sjálfbjargar. Félagar I Sjálfsbjörg eru nú liö- lega 900 og fjölgaði þeim um 30 manns á árinu. Stjórn félagsins skipa: Rafn Benediktsson, formaöur, Siguröur Guömundsson, varafor- maöur, Vilborg Tryggvadóttir, ritari, Ragnar Sigurösson, gjald- keri, og Guöriöur ólafsdóttir, vararitari. Fyrirspurnir til stjórnarformanns Eimskipa- félags íslands frá hluthafa 1. Hver var nýtingin á Mána- fossi og Dettifossi á siglingaleiö- inni Reykjavik-Felixtowe-Ham- borg-Reykjavik fyrir áriö 1978 (meöaltonnafjöldi i ferö)? 2. Samkvæmt upplýsingum skráningastjórans I Reykjavik viö undirritaöan voru ofangreind skip skráö 3000 tonn er þau komu til landsins. Hvernig stendur á þvi að nú eruþau skráö einungis 1999 tonn eöa 1001 tonni minna en þeg- ar þau komu til landsins? 3. Getiö þér gefiö upp lista meö nöfnum þeirra 18 félaga minna úr Dagsbrún sem nýlega var sagt upp stifrfum hjá Eimskip ásamt upplýsingum um starfsaldur hvers og eins? 4. Þarsem þér eruö stjórnar- maöur I Flugleiöum og viö hlut- hafar i Eimskip eigum 20% I Flugleiöum, þá óska ég eftir að þér gefiö upp laun eftirtalinna starfemanna fyrir áriö 1978: Arn- ar Johnsens, Alfreös Eliassonar, Sigurðar Helgasonar og einnig flugmannanna Kristins Olsens, Jóhannesar Snorrasonar , Smára Karlssonar, Jóhannesar Markús- sonar, Magnúsar Guömundsson- ar og Antons Axelssonar. 5. Hver eru mánaöarlaun þess- ara manna eftir hækkunina á visitöluþakinu? 6. Hver er hlutur Eimskips i eftirtöldum fyrirtækjum: Inter- national Air Bahama, Hekla Holding, Hótel Esja, Arnarflug h.f., Feröaskrifstofan Orval, Mikrómiöill s.f., Cargolux, Flug- félag Noröurlands, Flugfélag Austurlands, Kynnisferöir Feröa- skrifstofanna s.f., Hótel Aeoro- golf Sheraton, Hótel Húsavik og Hótel Isafjöröur? 7. Hver eru laun eftirtalinna starfsmannaá skipum félagsins: skripstjíra, 1. stýrimanns, 2. stýrimanns og 3. stýrimanns, einnig vélstjóra, 2. vélstjóra, 3. vélstjóra og 4. vélstjóra þar sem þeir eru? Hver eru laun háseta og dagmanna I vél? 8. Hver eru mánaðarlaun for- stjóra Eimskips Óttars Möflers, skrifstofustjórans Valtýs Hákon- arsonar og skipaverkfræöingsins Viggós Maack? 9. Jafnframt óska ég eftir þvi herra stjórnarformaöur aö ég fái yfirlit yfir orsakir eftirtalinna dauðaslysa á félögum minum úr verkamannafélaginu Dagsbrún: — slysiö um borö i Bakkafossi. — slysiö um borö I Múlafossi. — slysiö um borö i Tungufossi. Svör viö slöustu spurningunni vildi ég fá I hendur persónulega fyrir aöalfund Eimskipafélags- insi' mai, en svör viö öörum spumingum minum óska ég eftir aö veröi birt i fjölmiölum. Ef þér einhverra hluta vegna getið ekki svaraö þessu æski ég þessaöforstjóri Ottar Möller geri þaö sem starfemaöur félagsins. I fullri vinsemd, yöar einlægur, Arni J. Jóhannsson hluthafi I Eimskip. Samvinnan Ct er komiö 2. hefti Samvinn- unnar 1979, fjölbreytt aö efni og vandaö aö frágangi aö venju. Hefur þaö aö geyma eftirtaliö efiii: Forystugrein er nefnist: Bein kosning stjórnar i samvinnusam- bandi þekkist hvergi. Hiö nýja hlýtur aö koma, Samvinnan spjallar viö Hjalta Pálsson fram- kvæmdastjóra um samvinnumál, hestamennsku, ættfræöi o.fl. Grænlendingar fá heimastjórn, — og af þvi tilefni birtir Samvinnan efni frá Grænlandi á sex bls.: Samvinnuhreyfingin hefur fest rætur á Grænlandi, eftir Kaj Christiansen, Miösvetrarveislan i Thuie, frásögn frá Grænlandi eft- ir Peter Freuchen, Ljóö eftir grænlensk samtimaskáld, i þýö- ingu Einars Braga. Þá er Plast- einangrun á Akureyri, svipmynd- ir af samvinnustarfi, teknar af Kristjáni Pétri Guönasyni. Bestu svörin vekja nýjar spurningar, Andrés Kristjánsson skrifar um bókina Samvinnuhreyfingin á Islandi, eftir Eystein Sigurösson. Snjófok, smásaga eftir Kjartan Jónasson, myndskreytt af Arna Elvari. Þegar Helgafell kom til landsins. Umboösmaöur hús- mennskufólks og hjáleigubænda, Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri skrifar grein um Ivar Lo-Johans- son, sem hlaut bókmenntaverö- laun Noröurlandaráös I ár. Loks er Verölaunakrossgáta. — mhg 227 skákir á 31 tíma Jón örn Árnason og Sigurjón Ivarsson, nemendur I áttunda bekk Arbæjarskóla, tefldu mara- þonskák um helgina, og vonast menn til aö þeir hafi sett met, sem gildi a.m.k. um Is- landsbyggöir. Þeir tefldu þrjátiu og eina kíukkustund. Jón örn og Sigurjón settust viö skákboröiö um hádegi á laugar- dag og þeir voru aö þar til um sjö- leytiö á sunnudag. Þeir tefldu alls 227 skákir, sem hafa þá aö meöaltali staöiö I um það bil sjö minútur hver. Þeim þótti þetta ekkert erfitt, en þeir játa sjálfir, aö þeir hafi veriö orönir nokkuö skapstiröir áður en lauk. Strákarnir lögöu á sig skákraun þessa til aö efla sjóöi skólafélags sins. Þeim fjármálum var á þann hátt fyrir komiö, aö þeir fengu áheit úr hverfinu, nær hundraö áheit, og var þá miöaö viö þaö aö heitiö væri hundraö krónum á hverja teflda klukkustund. Alls gefur þetta tiltæki þá af sér um 300 þúsund krónur. Maraþonskák í Árbœjarskóla: Nokkrir áhorfendur fyigdust meö, einkum þegar á leiö — taflmennskan væri oröin nokkuö breytileg. enda þótt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.