Þjóðviljinn - 25.04.1979, Blaðsíða 9
Miövikudagur 25. aprfl 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
ÓLAFUR LÁRUSSON SKRIFAR:
„VIDEO-
LIST”
Miljónir manna fylgdust meö þvl
þegar menn stigu fyrst á tungliö
— á sama augnabliki og atburö-
irnir áttu sér staö.
Um miðjan 7. áratuginn
skeður sá atburður að á
markað kemur Videotæki
sem sameinaði tvo megin-
kosti sem ekki voru fyrir
hendi áður, þ.e.a.s. að vera
ódýrt og meðfærilegt
vegna stærðar. Þessi tæki
voru hönnuð aðallega til
notkunar við vísindarann-
sóknir ýmiskonar, en brátt
varð notkun þess mjög út-
breidd meðal listamanna,
og nú hin síðari ár er þetta
tæki orðið vinsælt heimilis-
tæki víða um heim og eru
Islendingar nú að taka við
sér á því sviði.
Upphaf Video
Fyrst mun Videotæknin i
viöamiklu formi hafa veriö notuö
á Olympiuleikunum i Munchen
1966. þ.e.a.s aö þá var notaöur sá
þáttur þess aö hægt var aö fylgj-
ast meö mynd og hljóöi á sama
augnabliki og atburöirnir áttu sér
staö. Viö þaö skapaöist ástand
sem kalla má framlengingu
skynjunar, en þaö er eitt aöal-ein-
kenni videos og sjónvarps.
Einnig er rétt aö minnast á, aö
miljónir manna um allan heim
fylgdust meö þegar menn stigu
fyrst á tungliö á sama augnabliki
og sá atburöur átti sér staö, og
nokkrar miljónir manna fylgdust
meö þegar Lee Harvey Oswald
var myrtur. Mun þaö hafa veriö
fyrsta morö i sögunni þar sem
fólk sat i hægindum og fylgdist
meö framvindu mála I smáatriö-
um.
Nokkrar staðreyndir um
sjónvarp í Bandaríkjunum
Bandarlkin munu vera þaö land
sem mest horfir á sjónvarp af öll-
um löndum heims. Þar mun sjón-
varp vera aö meöaltali opiö 5
tima og 45 min. á hverju heimili á
dag. 97% fjöiskyldna eiga aö
minnsta kosti eitt sjónvarpstæki á
meöan ekki nema 92% hafa sima
(þessu hlutfalli mun enn vera
öfugt fariö hér). Fólk á aldrinum
2 — 65 ára eyöir aö meöaltali 1/4
af lifi sinu I vöku fyrir framan
sjónvarp. Og enn eitt dæmi: Barn
sem náö hefur aldri til aö fara I
leikskóla hefur þá þegar horft
lengur á sjónvarp heldur en þaö
tekur þaö væntanlega aö sitja
skólabekk til aö fá BA-próf. Ekki
hef ég Islenskar tölur til saman-
buröar, en svo segir mér hugur
um aö verulegur hluti þess
aldurshóps sem tekinn var til viö-
miöunar I Bandarikjunum horfi
meö mikilli andakt á flest þaö
sem uppá er boöiö I islenska sjón-
varpinu. tsl. sjónvarpiö er aö
visu langt frá aö vera jafn tima-
frekt og I Bandarikjunum, og
erum viö kannski heppin þar, þvi
aö mestur hluti efnis sem flutt er I
sjónVarpi, ekki bara hér heldur
viöast hvar annarstaöar, er
fræösla niöuráviö. Enn mun
verulegur hluti lslendinga muna
land án sjónvarps og er þvl ekki
eins fariö og einum ágætum
video-listamanni ameriskum
rataöist á munn, en hann sagöist
hafa átt 12 rása barnæsku.
Dæmigert fyrir sjónvarps-
stöðvar
Þaö er dæmigert fyrir sjón-
varpsstöövar aö þær beinu út-
sendingar sem þær standa fyrir
eru nær eingöngu af llkamlegu at-
ferli eins og heimsmeistaramóti I
hnefaleikum, fótbolta og öörum
ámóta „uppákomum”. Hins-
vegar hefur litiö veriö gert af þvi
aö sýna listir og annaö huglægt
efni á þann hátt. Skýringin er
kannski sú aö sjónvarp er enn á
þvi stigi aö apa eftir kvikmyndum
sem svo aftur apa eftir leikhúsi
eöa ritlist. Reyndar er þaö svo aö
sjónvarp og kvikmynd eru mjög
óskyldir „fjölmiölar” þó yfir-
boröslega likist þau nokkuö.
Kvikmynd er alitaf fortiö og sjón-
hverfing i eöli sinu, á hinn bóginn
er sjónvarp samrööun rafagna
sem á sér staö svo aö segja á
sama augnabliki og atburöurinn
sem sendur er út skeöur.
Gutenberg og sjónvarpið
Hér áöur fyrr var þaö hlutverk
svokallaöra æöri lista aö fr
fólk um lifiö og tilveruna, og er
þaö enn hlutverk listar, en þvi
Framhald á blaösiöu 14.
Paik og förunautur hans i músikuppákomum.
Moröiö á Osvald var þaö fyrsta sem miljónir manna fylgdust meö um
leiö og þaö gerðist.
HALLDÓR SVERRISSON, nýbakaður sérfræðingur í jurtasjúkdómum:
Auka þarf eftirlit með
innfluttum plöntum
Halldór Sverrisson Hc. agro.:
Árlega koma heim
margir ungir menn frá
námi erlendis í hinum
ýmsu greinum vísinda.
Islenskir námsmenn
j sækja nú til fjölmargra
landa til háskólanáms, en
flestir fara þó enn til
Danmerkur og margir
1 stunda nám í Kaup-
mannahöfn, sem öldum
| saman var nánast eini
; tengiliður islands við um-
heiminn í lærdómi og
menningu.
Þaöan er Halldór Sverrisson
einmitt nýkominn frá námi i
j^júnn
landbúnaöarvisindum. Halldór
er sonur Sverris bóna I Hross-
haga i Biskupstungum. Hann
lauk stúdentsprófi frá stærö-
fræöideild Menntaskólans aö
Laugarvatni 1969 og BS-prófi I
liffræöi viö Háskóla Islands vor-
iö 1973. Halldór kenndi siöan
einn vetur viö Flensborgar-
skóla, en hélt utan til Kaup-
mannahafnar haustiö ’74 til
framhaldsnáms I Dýralækna-
og landbúnaöarháskólanum þar
i borg. Þaöan útskrifaöist hann
svo i mars sl. meö titilinn lic.
agro. og plöntusjúkdóma sem
aöalgrein. Licentiat-prófiö jafn-
gildir ensku og amerisku
doktorsprófi (Ph.D.).
Lokaritgerö Halldórs ber
nafniö „Pythiumslægtens bio-
logi og plantepatologiske be-
tydning”, eöa Liffræöi sveppa-
ættkvislarinnar Pythium og
þýöing hennar sem sjúkdóms-
valdur á plöntum. Viö báöum
Halldór að segja okkkur i fáum
oröum frá efni ritgeröarinnar.
„Ritgeröin fjallar fyrst og
fremst um örverufræöi jarö-
vegsins, einkum þó jarövegsbú-
andi sveppi sem geta valdiö
sjúkdómum I rótum plantna.
Þessi sveppaættkvisl er sér-
staklega þekkt sem sjúkdóms-
valdur á ungum plöntum og
splrandi fræjum. Ritgeröin er
aö mestu leyti samantekt á þvi
sem skrifaö hefur veriö um
þessa ættkvisl, en rannsóknir
minar beindust einkum aö gúrk-
um. Gúrkuplöntur eru mjög viö-
kvæmar fyrir þessum sveppum,
en i ritgeröinni er lika fjallaö
mikiö um þaö, hvernig annaö lif
I jaröveginum hefur áhrif á
sjúkdóminn.Þarna skiptir
höfuömáli I hve miklu magni
aörir sveppir eöa bakteriur eru i
jaröveginum og hvernig jarö-
vegurinn hefur veriö sótt-
hreinsaöur”.
Halldór sagöist hafa viljaö
sérhæfa sig i einhverju, sem
heföi þýöingu hér heima. Fyrst
og fremst væri þaö þá garöyrkj-
an, sem hann væri aö hugsa um
og þá auövitaö kartöflurækt
lika. Hann er ekki fyrsti jurta-
sjúkdómasérfræöingurinn hér á
landi. Sigurgeir Ólafsson,
sem nú starfar hjá Rannsókna
stofnun landbúnaöarins, út-
skrifaöist fyrir 3 árum meö
sömu aöalgrein.
— Hvaöa verk þarf helst aö
vinna hér á þessum vettvangi?
„Þau verkefni sem hér þarf
aö sinna betur en gert hefur ver-
iö eru fyrst og fremst aukið eftir-
lit meö innfluttum plöntum. Viö
höfum hér mikillahagsmuna aö
gæta, þvi viö erum lausir viö
marga þá sjúkdóma sem eru al-
gengir erlendis, bæöi I garö-
yrkju og skógrækt. Hingað hef-
ur ýmislegt borist, einkum
skordýr, sem kannski heföi
mátt koma I veg fyrir meö betra
eftirliti.
Þá þarf aö huga að framtiöar-
möguleikum á útfiutningi garö-
yrkjuafurða. Miklar likur benda
til aö 1 framtiöinni veröi hag-
kvæmt aö flytja út ylræktaraf-
urðir, t.d. blóm. Þá hefur þaö
mikiö aö segja aö geta flutt út
afuröir, sem eru lausar viö'
sjúkdóma, þannig aö kaupendur
erlendis geti treyst þvi aö þaö
sem héöan kemur sé fullkom-
lega heilbrigt.”
Halldór var spuröur um
ástand og horfur i rannsóknum
á þessu sviöi hérlendis.
„Rannsóknir á jurtasjúkdóm-
um fara aö mestu leyti fram á
Rannsóknastofnun land-
búnaðarins I Keldnaholti, en aö
einhverju leyti I tilrunastöövum
úti á landi. I Keldnahotti er
enginn i fullri stööu I plöntu-
sjúkdóminum . nema Sigurgeir
Ólafsson. Þaö er e.t.v. von til
þess aö ég geti fengiö einhverja
kennslu i þessari grein, og einn-
ig vonast ég til aö geta fengiö
rannsóknarverkefni um leiö og
ég get orðið mér úti um ein-
hverja peninga fyrir þvi, en þaö
er dálitiö erfitt. Fjárveitingar i
þessar rannsóknir eru oft mjög
timabundnar, en verkefnin eru
vissulega mörg”.
— Hvernig er aðstaðan til
rannsókna hér?
„Rannsóknaraöstaöan er
mjög léleg og stendur langt aö
baki þess sem gerist viö erlenda
háskóla. En auðvitað er ekki
hægt að búast viö fullkominni
aöstööu I svona fámennu þjóö-
félagi. I Danmörku t.d. eru
launin lika langtum hærri en hér
gerist. Ég var á launum I tvö og
hálft ár seinni hluta námstim-
ans úti og fékk um 10 þúsund
danskar krónur á mánuði, eöa
630 þús. Islenskar kr. þegar búiö
var aö draga frá skatta, voru
um 400 þúsund isl. eftir. Hér eru
launin 350 þúsund, og þá er eftir
aö draga frá skattana. Launa-
munurinn er gifurlegur. En þaö
má segja aö það sé aðdáunar-
vert hve margir hafa áhuga á aö
starfa viö rannsóknastarfsemi
hér þótt aöstaöan sé léleg og
launin lág”.
—eos
.J