Þjóðviljinn - 11.05.1979, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 11.05.1979, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. maí 1979 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaöur Sunnudagsblafts: 1 ngólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. CJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, EHas Mar. Safnvöröur: EJyjoifur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Hermann P. Jónasson. Kristín Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Utkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Tillögur Alþýðubandalagsins i kjaramálunum • Ráðherrar Alþýðubandalagsins lögðu í gær fram í ríkisstjórninni tillögur um tafarlausar aðgerðir í kjara- málum. Þar er lagt til að stjórnin grípi nú þegar í taum- ana og verji þá launastefnu sem hún boðaði f upphafi ferils síns. Þessi stefna sem mótaðist mjög af kröfum Alþýðubandalagsins var í því fólgin að vernda kaupmátt almennra vinnulauna, tryggja aukið launajafnrétti og berjast gegn verðbólgunni, sem leikur harðast almennt verkafólk og stofnar atvinnuöryggi í hættu. • Tillögur Alþýðubandalagsins, sem samþykktar hafa verið af þingflokki og stjórn verkalýðsmálaráðs, eru einkum þessar: 1. Sett verði lög um 3% grunnkaupshækkun til allra launamanna upp að 370 þúsund króna mánaðartekjum fyrir fulla dagvinnu. Þetta er sanngirnismál eftir að félagar BSRB fá nú 3% grunnkaupshækkun í samræmi við samkomulagið við ríkisstjórnina. En það er líka nauðsynjamálaðsettiverði sérstök lög um þessa almennu grunnkaupshækkun. Ávísun frá forsætisráðherra á vel- vilja atvinnurekenda hrekkur skammt, enda má öllum vera Ijóst að þeir eru ekki til viðtals um grunnkaups- hækkun til verkafólks. Láglaunasamtökin í landinu myndu heldur ekki leggja upp í samninga nú með 3%- kröfu, heldur miklu hærri kröfur, m.a. í Ijósi hálauna- skriðsins sem verið hef ur og ýmissa annarra staðreynda í launamálum. • 2. Sett verði með lögum nýtt þak á verðbótagreiðslur á laun. Þannig verði fullar verðlagsbætur greiddar á mánaðarlaun upp að 370 þúsund krónum, en á laun þar fyrir ofan komi jöfn krónutala. Þetta þýðir að kauphækkun flugmanna er tekin aftur, og það sama gildir um aðra hátekjuhópa, sem brotist hafa undan þakinu. Þetta er krafa um launajöfnun sem Alþýðu- bandalagið hefur barist fyrir. Þetta er krafa sem ASf setti fram í samningunum 1977, en var hafnað af at- vinnurekendum. Og þetta er í samræmi við tilboð Verka- mannasambands Islands til ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar í fyrravor. Lögbinding vísitöluþaks við núverandi aðstæður er pólitísk nauðsyn og réttlætismál. • 3. Þriðja meginatriðið í þeim lögum sem Alþýðu- bandalagið leggur til að sett verði til þess að verja upphaflega launastefnu ríkisstjórnarinnar er að sett verði grimm stöðvun á verðhækkanir fram að ára- mótum, þannig að eingöngu verði leyfðar hækkanir sem stafa af erlendum hækkunum, eða ef hrein rekstar- stöðvun og atvinnuleysi blasi við hjá fyrirtækjum fáist ekki verðbreyting. Gert er ráð fyrir að sett verði sérstök yfirnefnd í verðlagsmálum á gildistíma laganna sem fái fullt vald til endanlegra verðákvarðana. • Ráðherrar Alþýðubandalagsins lögðu einnig áherslu á það í samræmi við fyrri yfirlýsingar flokksins, að nauðsynlegt væri að setja í lög nýtt skattþrep til þess að tryggt væri að þeir, sem alhæstu laun bera úr býtum, greiði sanngjarnan hluta þeirra til samfélagsins. í þeim ráðstöfunum, sem Alþýðubandalagið vill að gripið verði til nú þegar, er tekin upp viðmiðun sem hlýtur að teljast sanngjörn og raunsæ. Hún á rætur sínar að rekja til tillögu Stefáns Jónssonar og fleiri þing- manna að sett verði lög um hámarkslaun þannig að ekki sé heimilt að greiða hærri laun en sem nemur tvöföldum mánaðarlaunum verkamanns fyrir dagvinnu. Grunn- kaupshækkunin og vísitöluþakið sem Alþýðubandalagið leggur til að verði lögfest nú þegar, miðast við u.þ.b. tvö- föld mánaðarlaun verkamanns. • Þessi viðmiðun er skynsamleg vegna þess að í henni felst sú áminning til þeirra sem meira fá fyrir dagvinnu en tvöföld mánaðarlaun verkamanns, að láglaunafólk unir því ekki að sitja eftir á botninum þegar hálauna- menn brjóta launajöfnunarstefnu á bak aftur. Um leið er það raunsæ viðmiðun, vegna þess að fyrra þak var of lágt til þess að fólk með meðallaun vildi við það una. Samstarfsflokkar Alþýðubandalagsins hafa tekið sér frest til þess að svara stefnukröfum þess í kjara- málunum. Eftir þeim svörum er ekki nægt að bíða marga daga. Launafólk í landinu krefst skýrra svara f rá ríkisstjórninni um hvort hún ætlar að viðhalda launa- jöfnunarstefnu eða láta hana molna endanlega niður. —ekh r Kosningaslagur í Heimdalli A sunnudaginn kemur ganga ungir ihaldsmenn aö kjör- borBinu i Valhöll. Heim- dellingar ætla að velja sér nýjan formann I stað Kjartans Gunnarssonar bókaútgefanda sem gegnt hefur þessu ábyrgöarstarfi siðastliöin tvö ár við misgóöan orðstir ýmissa framámanna i Heimdalli. Tveir valinkunnir piltar berjast nú um formannssætið, þeir Hreinn Loftsson laganemi og hægri hönd Kjartans I Vöku- pólitikinni, og hins vegar Pétur Rafnsson iðnrekandi, dyggur stuöningsmaður Albert Guðmundssonar. Kosningabaráttan er nú að hefjast fyrir alvöru, og hafa bæði Morgunblaðið og Visir kynt undir bálið með mis- greinargóðri kynningu á fram- bjóðendum, enda bæði blöðin hans Geirs, og þvi skal berjast fyrir hagsmunum Geirs á öllum vigstöðvum, lika i Heimdalli, þar sem stud jur. Hreinn Lofts- soná aðhaldaáloftiverðleikum foringjans. Stjórn Heim- dallar ályktar Á miðvikudaginn birtir Visir frétt eftir stud. jur. Sigurð Sigurösson, þekktan Vökustaur og blaöamann hjá Heim- dellingum. Sigurður, sem er mikill Geirsmaður, beitir þar skrifum sinum auövitað i þágu Hreins og gerir Pétur iðnrek- anda að forstjóra og harðlinu - Albertsmanni, sem hann auö- vitað er. Þetta likaði stjórn Heimdallar að sjálfsögðu ekki, enda óheppilegt að kosning- arnar þar séu látnar bera ein- hvern keim af væringum Lands- fundarins I siðustu viku, eöa eins og segir orörétt i samþykkt Heimdallar sem Þjóöviljanum var send i gær: „Stjórn Heimdallar SUS Reykjavik mótmælir harölega að reynt sé að gera formanns- kosningar til Heimdallar að úlf- úðarefni milli þeirra einstak- linga sem kosið var milli á nýaf- stöðnum landsfundi eins og gert var á baksiðu VIsis miðvikudag- inn 9. mai s.l. Að landsfundi loknum munum vér eins og aðrir Sjálfstæöis- menn fylkja okkur fram til " sókna sjálfstæöisstefnunnar undir forystu foringja okkar ^ Geirs Hallgrimssonar. Deilur B um menn eru aö baki. Sameinaðir sigrum vér.” Hannes Hólm- : steinn kemur : til sögunnar ! Jú, einhuga voru menn á | fundinum, en áfram heldur ■ baráttan fyrir það, enda er nóg I af mönnum sem hafa hagsmuna " að gæta i flokknum eins og ■ féiagi Hannes Hólmsteinn. Siðustu mánuði hefur Hannes Jl setiðviðskriftir likt og Ari fróði I forðum daga, nema hvað ■ Hannes stundar sinar skriftir i | Valhöll við Bolholt. ■ Hans verkefni er að skrá sögu ■ Sjálfstæöisflokksins, og stundar ; hann skriftirnar af kappi, að L.............. Ekki hefur Kjartan Gunnarsson bókaútgefandi með meiru þótt óumdeilanlegur forystumaður I starflsinu sem formaður Heim- dallar undanfarin ár. Hannes er nú farinn aö tala jafn mikiö oghann skrifar, en hvort allt það málæði dugi honum til aö koma sér betur fyrir I innstu röö flokkseigendaklikunnar, skal ósagt látið. sögn fróöra manna. En Hannes kann lika aönotast við tunguna, meö misgóðum árangri þó, eins ogokkur vinstrisinnum öllum er vel kunnugt. Sagan segir aö Hannes ætli sér nú að ná auknum áhrifum innan Heimdallar, og styður hann þvl framboö Hreins fúll- trúa Geirsarmsins með ráðum og dáð, enda segja kunnugir að Hannesi muni reynast auövelt að koma sinum málum á fram- færi innan Heimdallar, nái Hreinn aö sigra. Hannes sem hefur nú nýlega stofnað ásamt vini sinum og fóstbróður Skapta Harðarsyni „Félag Fr jálshyggjumanna”. Mun það eiga góð ítai á þremur stöðum, en hann heldur sinum samböndum I Kópavoginum ennþá. Það virðist þvi vel ljóst hvert Hannes stefnir, nái hans mark- mið fram að ganga. Næsta skrefið hlýtur að vera stjórn S.U.S. þar sem Jón Magnússon ræður nú rikjum, en eins og flestum er kunnugt rikir ekki sem best vinátta milli Jóns og Hannesar. Lokaslagurinn eftir Þrátt fyrir það aö Geirsmenn hafa farið meðsigurinn á lands- fundi, viröist Pétur Rafnsson eiga nokkuö viötækan stuöning meðal ungra Heimdellinga, enda gera þeir sér flestir grein Jón Magnússon hefur ekkert veriö allt of hrifinn af bram- boltinu i Hannesi. Nú er þaö spurningin hvort Hannesi takist aö velta Joni úr sessi sem for- manni S.U.S. fyrir hvaða leik Hannes Hólm- steinn er að leika. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu i þessu máli og þá kannski einna helst skrifum Morgunblaösins og Vísis næstu daga. En eitt er vist, að þótt þeir eldri hafi settlað málin um sinn með úrslitunum ásiöasta lands- fúndi, þá á Aibert viðtækari stuöning meöal yngri liðs- manna, og þar verö* ur baráttan ekki siður en I kringum landsfundinn. -ig Pétur Rafnsson iönrekandi Hreinn Loftssoner mikUI Geirs- viröist hafa nokkuö sterka maöur, og I gegnum hann ætlar • stööu, þó svo flokkseigendafé- Hannes sér stóra hluti. lagiö berjist hart gegn honum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.