Þjóðviljinn - 11.05.1979, Síða 7
Föstudagur 11. maí 1979
ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Þaö má reikna það út ad þaö sé ekki hagkvæmt að
láta Austfirðinga hafa rafmagn, það er heldur ekki
hagkvæmt að láta þá hafa lækna, skóla, sima, póst
og þar fram eftir götum.
Hrafn Baldursson
Rjóöri
Stöðvarfirði
w
Enn um orkumál Austfirðinga
Opið bréf til Emils Bóas-
sonar.
Og þú lika er stundum sagt og
vitnaö til Sesars, það ætti vissu-
lega vel við um þig vegna skrifa
þinna á páskum 1979, ef þú hefö-
ir ekki eftir að vera búinn að
læða kuta þinum i bak okkar
sem ekki erum enn farin að
austan, beiðist þess að við sliðr-
um sverð okkar og klykkt svo út
með þvi að sýna okkur að þú
sért farinn frá Eskifirði. Onnur
bön þin er sú að við ekki notum
stór órð i garð félaga þinna sem
I krafti embættis sins og mennt-
unar hafa sett fram ýmsar
vafasamar kenningar i þeim til-
gangi að hindra að fjármagni
veröi veitt I virkjun i þessum
landshluta.
Það skal nú samt til dundurs
haft að svara grein þinni og
byrjað fram frá að svo miklu
leyti sem hægt er að taka þetta 1
röð.
Hundamáliö var á sinum tima
afgreitt i héraði, með þvi að til
stæði að afgréiða um hund þenn
an rafmagnsleysi frá Laxá, en
af þvi hefðum viö gnægð fyrir,
auk þess eru og verða fjallalinur
sem þessi Austurlina veikir
hlekkir og endast marg sinnis
skemur en virkjanir, þurfa
meira og dýrara við-
hald og er þar m.a. fenginn
póstur sem rennir stoðum undir
kröfur Austfirðinga um virkjun
i fjóröungnum.
Þaö er nú full langt gengið i
stórum orðum, þegar þú segir,
látið undan Austfiröingum,
einkum vegna þess að önnur
sagnfræði segir aö þessar virkj-
anir, Grimsá og Lagarfoss, voru
virkjaöar of seint og orku-
spárúefnd þeirra tima sá vart
fram fyrir nefið á sér i orku-
þarfarmálum, og er kannski
vart láandi, en etv. hafa þeir
lika verið að hugsa um þjóðar-
hag og þess vegna farið I það
minnsta sem þeir gátu hugsaö
sér að komast af með.
Um vatnsleysiö i þessum
virkjunum er það að segja að
hvorug og ég undirstrika þaö,
hvorug þeirra hefur verið klár-
uö svo sem I upphafi var áætlaö
og kynnt, þó af misjöfnum
ástæðum sé. Nú kann vel að
vera að eins horfi með Bessý, en
hvaö hafa þá þessir ágætu menn
verið að hanna og mæla og
rannsaka fyrir hundruð mil-
jóna, getur þú kannski svarað
þvi? Svona vegna þess að þú átt
innan gengt hjá sérfræðingum.
Þá er komið að þessu með að
búa öfugumegin viö linubilun,
þú segir að það sé ekki gott, i
kaflanum um linukerfiö en siöar
i greininni tekur þú upp hráa
klausu félaga þinna um að lina
tryggi öryggi fjórðungsins eins
og virkjun, hvernig ætlar þú að
samræma þetta?
„Ýmsir eru þeirrar skoðunar
að rétt hefði verið að virkja i
hverjum firði”. Segir þú i grein
þinni og þetta er vissulega rétt
en framhaldið er rétt að draga
mjög i efa. Þú ættir að biðja fé-
laga þina þarna syðra aö sýna
þér, þó ekki væri nema rekstr-
arreikninga einnar vatnsafls-
stöövar sem stutt gæti fullyrð-
inguna um óhagkvæmni slikra
virkjana. Nei, það er auðséð að
það skilur þig meira frá
Reyðarfirði en Hólmahálsinn.
Þá er það ástandiö um þessar
mundir og álit orkuspárnefnd-
ar. Þetta eru nijög afstæöir
hlutir og þaö er rétt að benda á
eitt dæmi I þessu sambandi sem
sýnir aö stórir þættir geta, og
ættu, aö raska þessari spá. A
svæöinu frá Vopnafirði til Hafn-
ar eru 10 fiskimjölsverksmiðjur
og ef ætti að selja þeim raforku
til allrar sinnar vinnslu, þyrftu
þær aldrei undir 60mW i afli,
þrátt fyrir orkusparnaðarráð-
stafanir samkv. nýbirtri
skýrslu. Þá er þaö fjarvarma-
veitutaliö. Ef við byrjum á ört
hækandi oliuveröi og i fram-
haldi gerum okkur grein fyrir
þvi að orkutopparnir eru það
breiðir, ef svo mætti segja, og
nota á oliuna á þeim þá veröur
þetta að stórum hluta oliuhitun.
Það sakar etv. ekki að geta hér
þriggja heimspólitiskra mála
sem snerta oliu og sina hve tæpt
er teflt i þeim efnum: Það eru
byltingin i' Iran, slysiö I Harris-
burg og erfiðleikar Bandarikj-
anna að fá oliu handa Israelum.
„Litill vafi leikur á” segir þú,
„að fjarvarmaveitur eru betri
kostur en bein rafhitun”. Og,
rökin sem þú færir fyrir gæöum
hitunar þessarar eru þau að
rekstraröryggiö sé mikið, þessi
rök minna óneitanlega á klausu
I grein Steingrims Hermanns-
sonar rafmagnsverkfræðings i
Timanum 8. febrúar 1975, hún er
svona: „Hver vill treysta á raf-
orku til upphitunar sins húsnæð-
is, t.d. á Austfjöröum eins og
ástandiö er núna? Hver vill
treysta á einfalda linu sem
liggúr langar leiöir um erfiöa
vegu?” Þegar Steingrimur
skrifaði þetta voru flest hús á
Austurlandi hituð með ollu,
mikiö rétt, en við flest kyndi-
tækin voru brennarar og dælur
sem þurfa raforku til aö húsin
hitni, svo yröi og um fjarvarma-
veiturnar.
Svo vikið sé aftur að oliunotk-
un veitna þessara þá ætti það aö
vera ljóst að toppar þeirra fara
saman við toppa rafveitnanna,
þannig að einnig það virðist
ekki sérlega spennandi, og eitt
enn, þær nýta raforicuna mun
verr en bein hitun, þannig að
þegar olian verður ekki lengur
notuð þykir sjálfsagt hagkvæm-
ara að hita hvert hús beint, og
kostnað viö þessi fjarvarma-
veituævintýri hefur þú trúlega
ekki heyrt nefndan, ekki það að
ástæða sé til að taka kostnaöar-
tölur i þessu sambandi eða
þessar mannvirkjagerðir allar,
alvarlega, það væri rétt að fá aö
sjá þær sundurliðaðar fyrst. Til
dæmis ef linur eru orönar svona
ódýrar sem tölur félaga þinná
segja, hvers vegna i ósköpunum
eru þá ekki drifnar upp linur til
Hafnar og Vopnafjarðar? Oliu-
sparnaðurinn mundi borga þær
á stuttum tima. Það mætti lika
spyrja þess sama um spennu-
fallslausnirnar ódýru sem þú
talar um, hvers vegna eru þær
ekki i notkun?
Hvað er til ráða?
Það er til ein mjög þjóðhags-
lega hagkvæm lausn á þessu
máli, hún er að loka álverinu og
nota raforkuna m.a. til að vinna
fiskimjöl og þurrka fisk og fá
vetni úr afganginum og þá gæti
veriö komin forsenda fyrir suð-
austurlinulögn, en að sjálfsögðu
eru hagkvæmustu leiðirnar
aldrei valdar. Austfirðingar
völdu heldur ekki Bessý um-
fram einhverja aðra virkjun,
heldur ekki Laggann, þeim var
bara boðið upp á þetta á sinum
tima og ekkert annaö, nema þá
kannski hunda.
Astæðan fyrir lögn linunnar
frá Kröflu og austur var heldur
ekki sú að leysa ætti orkuþörf
Austfjarða, heldur að til stóð að
Krafla framleiddi orku sem
þurfti að selja. Orkumál fjórð-
ungsins hafa eins og öll eöa nær
öll hans mál ráðist annarsstað-
ar, svo hið algera skipulagsleysi
sem rikt hefur I raforkumálum
er engan vegin sök okkar, nema
ef við yrðum sökuð um linku og
afskiptaleysi, það er trúlega
réttmætt. Það er lika alveg ljóst
að 64 mw virkjun verður of litil
þegar hún kemst I gagniö svo
það er þess vegna óhætt að
leggja til okkar linu og virkja
stærra þó aldrei nema við nýtt-
um rafmagn til fiskimjöls-
vinnslu.
Undir þessari fyrirsögn, hvaö
er til ráða, skrifar þú. „Ekki
væri ónýtt að fá slfkan pening til
að styrkja linukerfið innan
fjórðungsins.” Þú ættir nú bara
að kynna þér hvernig að þessum
málum hefur verið staöiö á um-
liðnum árum og þá sæir þú að
þessi eina setning dygði til að
draga greinina alla i.efa. Nú,
skipulag Rarik er annað mál, en
þú kemur að þessu með að SA-
lina tryggi öryggi til jafns viö
Bessý en ert þó sjálfur búinn áð-
ur að draga réttilega i efa ör-
yggi lina, enda skemmst frá þvi
aö segja að það má þykja gott
ef tekst aö totta 15 mW út úr lin-
unni að norðan þegar mest þarf
á þvi aö halda, enda mun þetta
helsta ástæðan fyrirþvi að enn
er veriö að bjástra við svart-
oliukyndistöðvarnar. Þannig að
þú sérð að SA-lIna yröi að hafa
sama öryggi og Bessý.
Ætli öllu megi nú ekki heita
svarað i grein þinni.
Hvers vegna er þetta þá
svona?
Riddarar hégómleikans hafa
alltaf veriö á reið fram og aftur
um söguna og eru það enn, ein-
kenni þeirra eru m.a. þau að
þeir eru nýjungagjarnir og
elska aö berast mikið á, slá um
sig o.s.frv.
Þessi manngerð ber fyrst og
fremst ábyrgð á þvi öngþveiti
sem rikir i þjóðfélaginu en svo
viö aðeins tökum orkumálin þá
má rekjá slóö þeirra i gegnum
þau I stuttu máli. Fyrst ber
náttúrlega að telja Einar Ben.
sem seldi vatnsréttindi, það var
á þeim árum sem virkjanir voru
nýung, jafnvel smáar. Framan
af öldinni voru virkjaðar ýmsar
virkjanir en næsta alvarlega
skref riddaranna er þegar
BMW. i Danmörku hafa smlöað
disilvél og hún þykir fin. Þá
hafa bændur á íslandi, i nokkur
ár, hamast viö að virkja upp á
eigin spýtur og i eigin persónu
gjarnan, enda hætt að vera fint.
Já þá skjóta upp kollinum ridd-
arar sem segja að það sé hag-
kvæmara að nota svona disil-
vélar og nota bara helvitis læk-
ina fyrir kælingu. Þessi var
ástæðan fyrir þvi að svona vélar
voru settar niður i svo til hvert
þorp. Og enn er það svo, að þaö
er ekkert fint aö hanna eða setja
upp litlar virkjanir, það getur
svo til hver sem hefur vatn og
peninga, þess vegna er það sagt
óhagkvæmt, einhvern veginn
þótti samt hagkvæmt aö virkja
fyrir Reykjavik, kannski vegna
þess að þær virkjanir voru dá-
litiö stórar og þær voru reistar
nærri virki riddaranna.
Næst má sjá jóreyk frá flokk
þessum, þegar riðiö er til ál-
samninganna en þeir eru eitt
heljarins hégómabragð, i þeim
skýrast linur þeirrar myndar
sem við ættum að bera i hug
okkar, til að glöggva okkur á
þegar við heyrum hófadyn.
Þessir drættir sýna okkur að
það er umfang framkvæmd-
anna sem skiptir máli en ekki
arðsemi þeirra, notagildi eða
nokkur skynsamleg ástæða yfir-
leitt. Tengslin við útlenda aðila
vega að sjálfsögðu þyngra en
afkoma landsmanna og rökin
sem dregin eru til vitnis um
nauösyn framkvæmdanna, eru
vegna þess hve léttvæg þau
reynast, sett I sem þyngstar
umbúðir, til þess að við nytsam-
ir sakleysingjarnir látum
blekkjast.
Nú hefur það gerst að við er-
um farin aö greiða herkostnað-
inn fyrir þessa riddara, ljósar
en áður, og þá ættu augu okkar
að opnast fyrir ýmsu I málflutn-
ingi riddaraliðsins.
Skilur þú t.d. hvernig það geta
verið rök fyrir orkusölu til ál-
vers aö kjarnorka sé aö verða
ódýr, en það getur ekki verið
rök fyrir virkjun að olia sé að
verða dýr?
Nú er riddaraliðiö búið að
grafa holu i Arnarhólinn, setja
upp Grundartangaverksmiðju
og langt komið að byggja sér-
staka brú fyrir hana og nú vilja
þeir biða með virkjun á Suður-
landi þar til þeir geta haft hana
umfangsmikla og mikið um
hana og þú kallar til okkar af
múrum virkis þeirra beiöni um
að sliðra sverðin. Vonandi verð-
ur það ekki gert o g ve 1 m á v arpa
að virki þessu dúndrum nokkr-
um þó svo þeim fy lgi ei annaö en
fnykur dálitill.
Það er ekki þjóðhagslega hag-
kvæmt að virkja á Austurlandi,
þ.e.a.s. fyrir Austfirðinga, það
er vissulega rétt, það er heldur
ekki hagkvæmt aö láta þá hafa
linu, það er i raun alls ekki hag-
kvæmt að láta þá hafa rafmagn,
það er heldur ekki hagkvæmt að
lata þá hafa lækna, skóla, sima,
póst o.s.frv. ekkert af þessu hef-
ur verið hagkvæmt að láta ný-
lendum i té. Lestu nýlendusögu.
En, það er hægt að snúa þessari
hagfræði viö. I Reykjavik eru
lögð á 11% útsvör og endar ná
ekki saman þó þeir þessu til
viðbótar leggi á hæstu fast-
eignaskatta á landinu og séu I
gjöldum sinum raunar aö inn-
heimta af öllu landinu, en i Geit-
hellnahreppi hafa þeir lagt á 7%
útsvör og kvarta ekki neitt, af
þessi ætti að sjást að rétt væri
að flytja Reykjavikurbúa i Geit-
hellnahrepp af þjóöhagkvæmn-
isástæðum.
Ég ætla svo að enda með að
biöja þig Emil minn aö gerast
liöhlaupi og láta þeim einum
eftir hnútukast i okkur Austfirð-
inga, i þessu máli sem hafa hag
af þvi að hafa okkur sem orku-
blankasta, annað hvort vegna
þess að þeir fá að gera allskyns
rannsóknir i þvi sambandi, fyrir
mikla peninga, eöa i annaö staö
fá kannski peningana I leir-
hversframleiðslu á eldfjalla
svæöum, helst meðan gýs, þvi
það er finast. Nú og svo ættir þú
heldur ekki að taka upp plásss i
dýrmætum dagblöðum ef ein-
hverjir þeirra sem biða vilja
með virkjun hér eftir Reyðarál-
inu gætu látið sér detta I hug aö
stinga niður penna.
1 annarri viku sumars 1979
Hrafn Baldursson
Rjóöri
Stöðvarfiröi.
Athugasemd um dilkakjötssölu erlendis
I Þjóöviljanum 19. apríl
birtist //athugasemd frá
Búvörudeild SIS", án
undirritunar einstaklings
fyrir hönd deildarinnar,
um grein mína í Þjv.
„Islenskt dilkakjöt á er-
lendum mörkuðum", 11.
apríl.
Búvörudeild SIS gerir efnislega
aðeins eina leiðréttingu við grein
mina, en hún er sú aö fyrirtækiö
K.C. Knudsen hafi hætt að hafa
einkaumboö i Danmörku á sölu
islenska dilkakjötsins fyrir 2-3 ár-
um. (Ég nenni ekki að karpa um
þjónustu þessa danska fyrirtækis.
Búvörudeildin hefur þegar fengiö
upplýsingar um reynslu mina og
fleiri af viðskiptum við það og læt
ég það duga).
Raunar má skipta athugasemd
Búvörudeildarinnar i tvennt.
Annars vegar eru margar góðar
og mikilvægar upplýsingar sem
staöfesta aðalniöurstöðuna I
grein minni frá 11. april: aö
vandamálið við framleiöslu og
sölu diikakjöts eru fyrst og fremst
skipulagserfiöleikar viö dreifingu
á vörunni. Búvörudeildin kemur
með mörg dæmi um slika skipu-
lagserfiöleika.
1 annan stað teiur Búvörudeiid
sig vera að svara grein minni. 1
henni benti ég m.a. á þá þver-
stæðu aö eftirspurnin á islenska
dilkakjötinu væri i Danmörku og
Sviþjóð meiri en framboðið sam-
timis þvi sem verð dilkakjötsins
væri óeölilega lágt miöaö viö ann-
að kjöt. Þvi til skýringar kom ég
með dæmi um furöulegan dreif-
ingarmáta á islenska dilkakjöt-
inu. I „svari” sinu gerir Búvöru-
deildin enga tilraun til aö hrekja
þessi efnisatriði. Ég læt mér þvi I
léttu rúmi liggja nokkur sam-
hengislaus stóryrði deildarinnar I
garð minn.
Þessar eru helstu niöurstöðurn-
ar úr grein minni og úr athuga-
semd Búvörudeildarinnar við
greinina:
1. Erlend stjórnvöld leggja
miklar hömlur á innflutning is-
lensks dilkakjöts. Astæðan er
augljós en hún er vilji til að
vernda kjötframleiðslu viðkom-
andi lands fyrir samkeppni.
2. Viöa er dreifing dilkakjötsins
i höndum slátursamtaka bænda i
innflutningslöndunum sem aug-
sýnilega hafa svipuð verndar-
sjónarmiö og stjórnarvöld þar
(þótt Búvörudeild telji aö svo sé
ekki!).
3. Dreifing dilkakjötsins til
neytenda erlendis er viða mjög
ábótavant eins og búast má við af
atriöum 1 og 2.
Lundur2. mai 1979.
Gisli Gunnarsson