Þjóðviljinn - 11.05.1979, Side 8

Þjóðviljinn - 11.05.1979, Side 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mal 1979 Frændrækni og pólitlsk holíusta hefur ráöið úthlutunum IReykjavlk, sagöi Sigurjón Pétursson. Flokkspólitískt mat Sigurjón rifjaði upp lóöaúthlut- un frá árinu 1972 þegar úthlutað var ákaflega vinsælum Ibúðar- húsalóðum við Stóragerði. Lóð- irnar voru 40 en umsækjendur um 300. Sigurjón sagöist á þeim tima hafa gert sérstaka könnun á þvi hvaða reglur raunverulega giltu i úthlutuninni og tekiö tiundu hverja lóðaumsókn og borið sam- an viö umsóknir þeirra 40 aöila sem úthlutun fengu. „Ekki eitt einasta atriði, sem yfirlýst var i borgarráði, að skyldi gilda varð- andi mat á umsækjendum, stóðst þetta próf” sagði Sigurjón, „held- ur var þessu úthlutun byggð á flokkspólitisku mati. Svo átti að heita að tekið væri tillit til óska borgarfulltrúa og embættis- manna,” sagði hann ennfremur, „en lóðanefnd borgarinnar, sem skipuð er embættismönnum hefur hð sjálfsögðu borið merki yi'ir- boðaranna.” Þá minnti Sigurjón á að margar tillögur hafa komið fram i borg- arstjórn um breytingar á lóðaut- hlutunum en þær hafa allar verið felldar. Það væri þvi ekkert und- arlegt að eitt af tiltölulega fáum atriðum I samstarfssamningi meirihlutaflokkanna skyldi ein- mitt vera að settar skyldu sér- stakar lóðaúthlutunarreglur. Almenn skilyrði og stiga- gjöf Siðan vék Sigurjón að reglun- um, sem skipta má I tvennt. 1 fyrri hlutanum eru almenn skil- yrði eins og áöur giltu varðandi rikisborgararétt, skuldleysi við Gjaldheimtuna, fjárræði og fjárhagslega getu til að standa undir byggingaframkvæmd- unum. Siðari hlutinn er punktakerfi sem miðar að þvi að flo kka menn eftir fyrirfram ákveðnum skil- yrðum ogfá menn stig fyrir bú- setu, I Reykjavik, núverandi húsnæðiskost o.fl. Búsetustigin vega þyngst, en þau reiknast frá 20ára aldri. Búseta utan Reykja- vikur vegna náms dregst ekki frá stigagjöf. Ef margir eru jafnir að stigum er ákvæði um að hlutkesti skuli ráða úthlutun. I reglunum er ákvæði um að vikja megi frá þeim, ef borgarráð er samdóma i áliti sinu þar um, og ennfremur að nöfn úthlutunarhafa skuli birt og sú lágmarksstigatala sem út- hlutunin miðast við. Sigurjón þakkaöi Jóni G. Kristjánssyni, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, Hjörleifi Kvaran, fulltrúa hans og Bjarna Reynarssyni, landfræðingi á Þró- unarstofnun góðar ábendingar, sem hann sagði að sniðið hefðu ýmsa annmarka af upphaflegum tillögum. Að lokum sagði Sigurjón að það væri ósennilegt að tekist hefði i r Reglur um lóða- úthlutanir í Reykjavík Pólitísk hrossakaup úr sögunni Eins og skýrt hef ur verið f rá í þjóðvil janum hafa verið samþykktar reglur um lóðaúthlutanir í Reykjavík, en framkvæmd þeirra mála hefur verið mjög umdeild ár- um saman. Á borgarstjórnarf undi í síðustu viku urðu miklar um- ræður um reglurnar og nauðsyn þess að setja þær og hóf Sigurjón Pétursson umræðuna. Hann minnti á í upphafi að lóðaúthlutanir hafa ávallt verið umdeildar, enda yf ir- leitt fáar lóðir til ráðstöf unar í hvert sinn og margir um hituna. Þá sagði hann að þó sett hefðu verið ákveðin skil- yrði fyrir úthlutun, hefðu þau verið þess eðlis að flest- allir umsækjendur hefðu uppfyllt þau. Þá hefði orðið að leggja mat á umsóknirnar, en það mat hefði fyrst og fremst byggst upp á frændrækni og pólitískri hollustu. _ Kristján Albert Sjöfn fyrstu lotu að tryggja hið full- komna réttlæti i þessum efnum, en eitt væri vist að þessar reglur tryggðu verulega meira réttlæti en þaö sem áður hefðu gilt varð- andi lóðaúthlutanir. „Reyslan verður að leið i ljós ef ein- hverjir gallar eru á reglunum,” sagði hann „og verða þær end- urskoðaðar að ári0 Markmiðið með þeim er aö raða umsækj- endum i réttléta röð sem ræður sðan úthlutuninni. Það er einnig markmið þeirra að enginn þurfi að gjalda pólitiskra skoðana sinna eöa njóta frændsemi og pólitiskrar hollustu varðandi lóðaúthlutanir framar. ” Góö samviska Birgir tsl. Gunnarsson tók næstur til máls og sagði þaö vera eitt af vandasamari verkum borgarráðs að úthluta lóðun en sú mynd sem Sigurjón Pétursson heföi dregið upp af lóöaúthlutun- um i Reykjavik væri hins vegar ýkt og röng. Borgarráö hefði alltaf gaumgæft úthlutanir mjög vel og lóðanefnd kannað ástæður umsækjenda. „Borgarráösmenn hafa með góðri samvisku getaö staðið upp frá þvi verki I hvert sinn,” sagði Birgir „og ég mót- mæli þvi að kunningsskapur, frændsemi og pólitisk hollusta hafi ráðið lóðaúthlutunum i Reykjavik.” Aðeins fyrir þá riku Birgir sagöi að fyrri hluti lóðar- reglnanna væri ekki svo frá- brugöinn þeim sem áður heföu gilt, en þó væri eitt atriði mjög greinilega frábrugöiö. Það væri ákvæðið um að menrt yrðu að sýna fram á fjárhagslega getu sina til að standa undir býgging- unni. Sagöi Birgir að samkvæmt þessum reglum kæmu engir til mats nema þeir geti sýnt fram á að þeir hafi nóga peninga handa á milli. Meginatriðið I reglunum og það sem væri mesta breytingin frá þvi sem áður var, væri að mönnum væri skipt upp i rika og fátæka, verðuga og óverðuga. „Það er athyglisvert að meiri- hluti vinstrimanna I Reykjavik undir forystu Alþýðubandalags- F asteignaskráningin endurskipulögð Ákveðið hefur veriö að gera út- tektá stöðu fasteignaskráningar i borgarkerfinu og vinna aö endur- skipulagningu hennar á þann hátt aðá einum stað fara fram söfnun og skráning upplýsinga sem varöa allar fasteignir og eigend- ur þeirra. Þetta var samþykkt á borgar- stjórnarfúndi s.l. fimmtudag með 15 samhljóða atkvæöum, en það voru borgarfulltrúar meirihluta- flokkanna sem lögðu tillöguna fram. í henni segir ennfremur, að . henni skuli lokið innan 6 mánaða ogskuli varpa ljósi á eftirfarandi atriöi: m.a.: 1. Hvaða aðilar skrá upplýsingar um fasteignirog Ibúa þeirra I Rejícjavik?. 2. Hvaða upplýsingum er safnað og hvern- ig eru þær skráðar? 3. Hversu margir starfsmenn vinna þessi verk? 4. Hvaða aðilar nota upp- lýsingar um fasteignir án þess að skrá þær? Ennfremur skal kannaö hvaða vinnuaðferðir og skipulag myndi henta best fyrir Reykjavfikur- borg. — AI ins skuli koma fram með slika reglu,” sagði Birgir. Hann benti á að fjölmargir ein- staklingar vita ekki sjálfir hvern- ig þeir hafa farið að þvi aö fjár- magna húsbyggingu sina, hvað þá að þeir geti sýnt fram á það með tölum. Að sýna fram á slikt fyrirfram væri gjörsamlega úti- lokaö. Slðan gerði Birgir grein fyrir athugasemdum sinum við regl- urnar og vitnaði I Jón G. Kristjánsson skrifstofustjóra borgarverkfræðings, sem komist hefði að þeirri niðurstöðu að fjár- hagsákvæði reglnanna útilokaði t.d. menn frá þvi að fá úthlutað einbýlishúsalóð nema þeir ættu Ibúð fyrir. Ennfremur tók hann dæmi af tveimur 21 árs gömlum mönnum sem sækja um lóð skv. þessum nýju reglum. Annar haföi flutt tvitugur til Reykjavikur og samkvæmt reglunum hefur hann þvi nákvæmlega sama rétt og hinn sem búið hefur hér allan timann. Birgir átaldi einnig að reglurnar tækju ekki til fjöl- skyldustærðar umsækjenda og það sem verra væri að reglurnar útilokuðu aö hægt væri að draga fólk úr nágrannasveitarfélögun- um til Reykjavikur, — en til þess hefðu endurúthlutanir borgarráðs t.d. veriö notaðar. Varðandi punktakerfið sagðist Birgir hafa almenna ótrú á slikum flokkunar- kerfum. Lifið væri flóknara en svo að punktakerfi gæti flokkaö alla hluti réttlátlega, enda væri þetta kerfi miðað viö að flokka hina efnameiri. Kristján Benediktsson Itrekaði aö reynslan hlyti að skera úr um ágæti reglnanna og að þær yrðu endurskoöaðar að ári. Hann mót- mælti fullyröingum Birgis um að reglurnar útilokuðu alla nema efnamenn frá lóöum og sagöi að i þeim efnum heföi engin breyting orðiö á með tilkomu reglnanna. Hann benti Birgi á að meöan hann réö sjálfur þessum málum var fyrsti liður I lóðaumsóknum ein- mitt að gerö skyldi grein fyrir fjárhagsástæðum og hvernig um- sækjandi hygðist fjármagna bygginguna. Það ákvæði hefði m.a. veriö notað til að útiloka menn frá lóðum. ,,Að sjálfsögðu er það innlegg ef viðkomandi á von á stuöningi frá vinum og vandamönnum, hvort heldur er i vinnu- eða peningaframlögum”, sagði Kristján. Síðbúnar ábendingar Sigurjón Pétursson tók aftur til máls og sagðist harma að þeir annmarkar sem Birgir Isleifur nú benti á i reglunum hefðu ekki komið fram fyrr, hvorki frá em- bættismönnum borgarinnar (sem Birgir vitnaði i) né frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Hann tók undir með Kristjáni að menn hefðu verið útilokaðir frá lóðum vegna þess að þeir gátu ekki sýnt fram á fjárhagslegt bolmagn til aö standa undir byggingarkostn- aðinum, en sagðist jafnframt heita á Reykvikinga að þegar þetta atriði kæmi fyrir borgarráð skyldi enginn verða útilokaður vegna þess ákvæðis eins. Páll Glslason sagði að langur undirbúningstlmi hefði hamlað lóðaúthlutunum I borginni. Ekki vildi hann meina að þær breyttu miklu frá þvi sem áður var þar sem enn kæmu ýmis atriði til álita og mats eftir sem áður. Það færi hins vegar allt eftir þvi hverjir legðu mat á hlutina þegar þar að kæmi. Páll sagðist eiga erfitt með að kyngja einu atriði I reglunum, en þaö er ákvæöið um að búsetustig reiknist frá 20 ára aldri. Sagðist hann óttast að ákvæðið útilokaði ungt fólk frá lóðaúthlutunum og lagði til að þessu yrði breytt i 16 ár. Höfum ekki unnið til þess- ara orða Albert Guðmundsson harmaði að Sigurjón Pétursson skyldi ekki geta lagt úthlutunarreglurnar fram án þess að kasta fram póli- tískum hnútum um leiö, — „hreint eins og hér hafi eitthvað óheiðarlegt farið fram I lóðaút- hlutunarmálum” sagði Albert. Hann sagði að borgarráðsménn hefðu ekki unnið til þeirra orða sem forseti borgarstjórnar hefði látið falla. Hins vegar taldi hann eðlilegt að nýr meirihluti kæmi fram með eitthvað nýtt til að flagga með. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sagði eölilegt að reyna lóðaúthlutunar- regiurnar og’ reyndust einhverjir vankantar á þeim yröu þær endurskoðaðar að ári. Kristján Benediktsson sagði að I tillögu Páls um breytt aldurs- mörk fælist atriöi sem höfundar reglnanna hefðu velt lengi fyrir sér. Hins veggr teldi hann eðlilegt að láta reynsluna skera úr um ágæti þess ákvæðis, enda væri meginþorri byggjenda i Reykja- vlk á aldrinum 30-50 ára, en meginþunginn 30-40 ára. „Sam- kvæmt þessum reglum ná menn hámarksstigafjölda vegna búsetu 30 ára gamlir,” sagði Kristján, ■ verði markið lækkaö,verður það nokkru fyrr.» Hann sagði að álbending Birgis Isleifs um litínn mismun á aðstöðu innfæddra Reykvikinga og þeirra sem flytja til borgarinnar tvitugir hefði mátt koma fram fyrr. Sigurjón Pétursson sagði að 16 ára markið hefði verið I upphaf- legum tillögum en slðan heföi það breyst m.a. til samræmis við þá staðreynd að flestir húsbyggjend- ur eru á aldrinum 30-40 ára. —AI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.