Þjóðviljinn - 11.05.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. maí 1979
tækniskoli
íslands
Tækniskóli Islands áætlar þessar
námsbrautir skólaárið 1979-80
Menntun tæknifræðinga eftir raungreina-
deildarpróf eða stúdentspróf tekur i bygg-
ingum u.þ.b. 3 1/2 ár. í rafmagni og vél-
um tekur námið eitt ár heima og tvö ár
erlendis. Gerðar eru kröfur um verkkunn-
áttu.
Menntun tækna i byggingum, rafmagni og
vélum fer fram á einu og hálfu ári eftir
eins árs undirbúningsnám. Gerðar eru
kröfur um verkkunnáttu.
Menntun meinatækna fer fram á tveim
árum eftir stúdentspróf eða raungreina-
deildarpróf. Námið tekur eitt skólaár og
að þvi loknu starfsþjálfun með fræðilegu
ivafi.
Menntun útgerðartækna er með megin-
• áherslu á viðskiptamál. Hraðferð fyrir
stúdenta tekur eitt ár. Eðlilegur námstimi
fyrir stýrimenn 2. og 3. stigs er eitt og
hálft ár og námstimi fyrir aðra fer eftir
undirbúningsmenntun þeirra.
Almennt undirbúningsnám. Lesið er til
raungreinadeildarprófs á tveim árum.
Áður þarf að vera lokið almennu námi (i
tungumálum, stærðfræði, eðlisfræði og
efnafræði) sem fram fer i iðnskólum eða
er sambærilegt.
Almenna undirbúningsnámið fer einnig
fram i
Iðnskólanum á Akureyri, Þórunnarstr.,
simi (96)21663 og
Iðnskólanum á ísafirði, Suðurgötu, simi
(94)3815
Undirbúningsnámið frá fjölbrautaskólum
og öðrum skólum er metið sérstaklega.
Skólaárið 79/80 stendur frá 3. sept. til 31.
mai.
Umsóknir ber að skrifa á eyðublöð, sem
skólinn gefur út.
Eigi síðar en 10. júní þurfa umsóknir að
hafa borist skólanum og verður þeim
svarað fyrir 15. júni.
Eyðublöð fást póstsend ef þess er óskað.
Sími (91)84933, kl. 8:30—15:30.
Starfræksla allra námsbrauta er bundin
fyrirvara um þátttöku og húsrými.
Iðnsveinar ganga fyrir, eftir þvi sem við á.
Rektor.
Verslunin
HOF auglýsir
Nýkomin falleg útskorin harðviðar
borð með koparplötu. Ódýr
Bæjarins besta úrval af prjóna og
hannyrðavörum.
Hof, Ingólfsstræti (gegnt Gamla biói)
opið á laugardögum
Auglýsingasími Þjóðviljans er 81333
DJODVIUINN
Guðmundur Ásgeirsson forstjóri Nesskips
Opið bréf til farmanna
Verkfall farmanna sem hófst 24.
aprfl s.l. hefur vakiö upp meiri
blaðaskrif og hávaða en oft áður.
Meðal annars hafa komið fram
samanburöartölur um launa-
greiðslur og launahlutföll milli
stétta um borðerlendis miðað viö
islenska farmenn.
Eflaust er þetta allt satt eins
langt og það nær, þöberaðgeta
þess að ITF (Alþjóðaflutninga-
sambandið) samningar gilda að
öllu jöfnufyrir stærriskip oglTF
hefur aðeins einn taxta sem
launatöflu en ekki stighækkandi
eftir skipastærðum. Sé hins vegar
miðað vð samninga nágranna-
þjóðanna má sjá aö mánaðarlaun
á minnstu skipunum eru lægst og
siðan stighækkandi og veröa síð-
an 35-40% hærri per mánuð á
stærri skipunum. Þvi má áætla að
ITF samningar sem reynt er að
þvinga útgerðir til aö nota, fyrir
skip sem eru skráð i Liberiu,
Panama og öðrum slíkum löndum
þar sem eigandinn er ekki búsett-
ur taki mið af launatöflu fyrir
mun stærri skip en þau íslensku,
enda mörg stærstu skip heims
skráðundir þessum fánum (flags
of convenience).
Sigurbjörn Guðmundsson stýri-
maður, sem skrifað hefurgreinar
um þetta er vel kunnugur þessum
málum bæði frá þvi hann sigldi
erlendisog i seinni tið með áskrift
af ýmsum erlendum og er ekkert
nema gott um það að segja. En
viðgætum fræðst meira um þessi
mál hjá Sigurbirni, og þar á ég
við mannfjölda um borð, vinnu-
fýrirkomulag og vinnuskyldur á
erlendum skipum að svipaðri
stærð og flest falensku skipin eru.
Það er Hklegt aö stundum hallaði
á íslensku skipin, þó misjafiilega
eftir aðstæðum. Þeir sem vilja
huga aö þessum málum vita, að
til dæmis, fimmburarnir sem
Eimskip keypti (Alafoss o.s.frv.)
frá Danmörku 1974 sigldu áður
með 1 stýrimann í stað tveggja
nú, og tvo vélstjóra I stað þriggja
hjá okkur. A flestum skipum i
þessum stærðarflokki erlendis er
einnig föst yfirvinna á mánaðar-
kaupinu þ.e.a.s. yfirvinna er ekki
greidd samkvæmt unnum tímum,
eða stoHiitörnum, og frfdagar
reiknast vera 12 dagar eftir
hverja 30daga um borð. Þetta eru
mjög einfaldir samningar, sem
hafa aukist mjög á minni skipum
s.l. ár. Sömu sögu má segja um
nýjustu islensk.u kaupskipin
(Eimskip4, SIS2)semkeypt hafa
verið til landsins, þar voru yfir-
menn færri áður þ.e.a.s. tveir
stýrimenn I stað þriggja nú og
tveir vélstjórar f stað þriggja nú.
Slikur samanburður á meira og
minna við um allan Islenska flot-
ann, þar mætti með sameiginlegu
átaki og betri samvinnu um borð
ná mun betri nýtingu og þá um
leið aukinni hagkvæmni og hærri
launum á flestum skipanna.
Nærtækasta dæmiö undir þess-
um málaflokki er að finna um boð
f m/s John, sem áður hét Rangá
(byggð 1962). Þegar skipið var
selt Dönum breyttist tala yfir-
manna til fækkunar um þrjá
menn.
Hjá Islendingum: skipstjóri, 2
stýrimenn, 3 vélstjórar. Hjá
Dönum: skipstjóri, 1 stýri-
maður, 1 vélstjóri og 1 mótor-
maður (ófaglærður).
Þetta skip hefur siglt mikið til
lslands undanfarið ár, ogoröiöað
þola ,,íslenskaraðstæður” eins og
menn kalla það.
Þessar llnur eru ekki skrifaðar
til að hvetja til „þrælkunar”,
heldur til að sýna fram á að
launasamanburöur milli sömu
stétta, á ekki alltaf við frá tölu-
legu sjónarmiði eingöngu, þvi
vinnufyrirkomulag er leyst á
ýmsa vegu. SU þróun erlendis að
fækka I áhöfn á skipum er eflaust
komin til að þvi að menn vilja
frekar vinna heldur lengri vinnu-
dag um borð og geta í framhaldi
af þvf tekið meira frf frá störfum,
og persónulega finnst undirrituð-
um þaö vera rétt stefna, þvf
fæstir hafa þörf fyrir 16 tfma frf á
sólarhring til sjós, því frf kæmu
áfram eftir aðstæðum I höfn svo
Guömundur Asgeirsson.
sem vegna helga og annarra tylli-
daga o.s.frv.
Menn verða að gera sér ljóst að
i fæstum tilfellum er um likam-
legaerfiða vinnu að ræða, heldur
vakt og eftirlit, sem með betri
tækjum hefur leitt til þess að
menníbrút.d. þurfamjöglitiðað
standa úti við stjórnskipa eins og
gertvar hér áður fyrr, er ratsjáin
o.fl. tæki voru ekki komin til sög-
unnar.
I vélgæslu ber tvfmælalaust að
stefna að vaktfriu vélarrúmi að
nóttu til, enda erum við orðnir
einir i N-Evrópu sem ekki höfum
tileinkað okkur þetta fyrirkomu-
lag. Með þvi losna vélstjórar við
leiðinlegar næturvaktir og vinnu-
tfmi nýtist mun betur en ella án
nokkurs aukaálags, nema siður
sé.
Þessar bollaleggingar eru sett-
ar á blað f þeim tilgangi að yfir-
menn ihugi hvort ekki sé hægt að
betrumbæta ýmislegt um borð
með betri skipulagningu og jafn-
ara álagi á milli manna um borö í
hverju skipi, sem núna er mjög
mismunandi.
Það er t.d. spurning hvort
minnstu skipin beri vaktfrian
skipstjóra. Það er minna eftirlit
með færri mönnum en stórri
áhöfn og eftirlitsstörf þvf mun
minni á litlum skipum. Viðsjáum
t.d. litiö verkstæði eða litla versl-
un,þar vinnur yfirverkstjórinn og
verslunarstjórinn við almenn
störf mestan vinnutimann, en á
stærri vinnustöðum sjá þeir að-
eins um stjórnun.
Þetta lögmál hlýtur aö eiga við
um vinnu um borð I skipum,
samanber vinnutilhögun um borð
i fiskiskipum sem hafa stækkað
mikið án aukningar á áhöfn. Það
virðistþvi fljóttá litið mega leysa
taksvert af launakröfum yfir-
manna innan skipsins sjálfs ef
vilji er fyrir hendi, þ.e.a.s. ef þið
eruö ekki of fastheldnir á gamla
siði sem hafa gengið sér til húðar
og skapað úrelt vinnufyrirkomu-
lag.
Fyrrnefndar hugmyndir um
fækkun yfirmanna ásamt ein-
hverri vinnufyrirkomulags-
breytingu þar sem hún ætti betur
við, verður ekki að öllu komið við
án breytinga á úreltum lögum um
mönnun skipa. Þessi lög eru nú i
endurskoðun, og nokkuð langt
komin, svo ætla mætti að ef
F.F.S.Í. og útgerðarmenn væru
sammála um að vinna að ein-
hverju leyti á þessum grundvelli
til lausnar yfirstandandi deilu
fengjust lögin lagfærð á stuttum
tfma.
Undirritaður er fyrrverandi
sjómaður og hefur gengið upp
tröppuna frábyrjuntil enda (ekki
i vél) og vill þvi engum sjómönn-
um illt og tel að laun þeirra skulu
vera það góð miðað við aðra, að
menn vilji stunda þessi störf,
sæmilega ánægðir með sinn hlut
og geti tekið viðunandi fri með
sinum fjölskyldum.
Þið teljið mig kannski vera bú-
inn að gleyma sjálfum mér eftir
sjö ára vinnu f landi og þvf sé ekki
takandi mark á ofangreindum
hugmyndum frá mér sem fyrr-
verandi sjómanni. Þvf er til að
svara að ég hef alla tlð, einnig
þegar ég var í Stýrimannafélagi
Islands verið hlynntur þvf, að við
tækjum tillit til þróunar hjá okkar
nágrönnum, og oft skammaðist
ég min fyrir frammistöðu okkar
þegar maður lá í höfn við hliðina
á stærra skipi sem hafði kannski
tveim yfirmönnum færraum borð
en við, þar sem ég var, þ.e.a.s.
hjá Hafskip h.f. sem þó reið á
vaðið með fækkun manna á isl.
farmskipum upp úr 1960. Þótt allt
gangihraðar fyrir sig I dag, þáer
þó lang stærsti hlutinn af felenska
fiotanum f þannig siglingum að
ekki er umflúin bið i höfnum,
legur vegna helga og annarra
fyllidaga þar sem menngeta and-
að léttara, þótt sjóvaktir yrðu
lengdar, enda er meðaltími Is-
ienskra skipa í sjó 15 dagar per
mánuð. Hvort sem þessi ummæli
um mannabreytingar, virka já-
kvæðar eða neikvæðar á ykkur þá
eru þetta allt staðreyndir, sem
aðrarþjóðir hafatekið uppogþað
er hvergi nema á íslandi sem
undirmönnum hefur verið fækkað
nær eingöngu en yfirmenn að
mestu haldið sinni töluog sfðan er
deilt um hver eigi að gera störfin
sem gera þarf um borð. Væri ekki
nær að jafna þessueftir eðlilegum
þörfum skips, með tilliti til bún-
aðar og verkefna hvers skips.
Við verðum einhvern tlma að
taka á þessu máli, það verður
ekki umflúin og kannski er það
rétti tfminn núna.
Launamisræmið sem skapast
hefur milli manna um borð nú
sfðustu árin eru óafsakanleg mis-
tök okkar beggja og er brýnt að
farmenn komi sér saman um eðli-
legan launastiga milli stétta,
enda verði um leið svipuð vinna
lögð á herðar hvers og eins um
borð eftir þvi sem hægt er.
Það má auðvitað með sanni
segja aö borgarastyrjöld rfki i
landinu milli launþegasamtaka,
og sá sem ekki tekur þátt I þvi
striði verði bara aftur úr i saman-
burðarkapphlaupinu og þvi erfitt
úr að ráða. Spurning er þvf hvort
einhverjir vilji veröa fyrstir og
hafa kjark til að auka si'n laun
meö hagræðingu og auknum af-
köstum og taka aukin laun innan
frá, þ.e.a.s. með samræmdum
aðgerðum um nýja vinnutilhögun
og með þvf veröa fyrirmynd ann-
arra um hvernig aukin laun eiga
að veröa til svo raunhæf verði.'
Vinnufyrirkomulagið gætum við
sjálfir fundið út með samstilltu
átaki, ef menn fengju að skipta
þvi milli sin sem þannig yrði
sparaö.
Vænti ég að þessar hugleiðing-
ar verði ekki teknar illa upp held-
ur verðiþær til aö leiða hugann að
þessum málum með raunsæi.
Meðbestu kveðju,
Guðm. Asgeirsson
LJÓSMYNDASÝNING
Á LOFTINU
Skólavörðustíg 4
JÓN HÓLM
sýnir 45 myndir
Opiö á verslunartima