Þjóðviljinn - 17.05.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 17.05.1979, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. mai 1979. Minningabrot Rögnvaldur Bergmann Ásmundsson Fœddur 3. sept. 1906 Dáinn 15. apríl 1979 Þeim fækkar nú óðum sem slitu barnsskónum nærri siðustu alda- mótum og þegar góðvinur kveður er sem endurminningarnar skýrist. Siöast liðinn páskadag barst mér fregnin um að Rögnvaldur Bergmann Amundason væri lát- inn. Fjarri fór þvi að það kæmi mér á óvart þvi að ég vissi að hann hafði legiö hér á sjúkrahúsi siöustu vikurnar, oft sárþjáður, en fregnin kallaði samt hug minn til baka að æskudögum okkar i Hliöardal. Rögnvaldur var fæddur aö Uppsölum i Miðfirði 3. september 1906, sonur hjónanna Astu Margrétar Sigfúsdóttur Bergmann og Ámunda Jónssonar Marz Jósefssonar frá Dalkoti á Vatnsnesi. Stuttu siöar fluttu hjónin i Hliðardal og settu bú sitt saman að Dalkoti og þar bjuggu þau siðan lengst af. Mikils þurfti við, fjölskyldan var stór þvi börn- in urðu alls þrettán. Húsakostur var litill og ófullkominn og hjálpartæki við búskapinn litt þekkt á þeim árum. Það mdtti segja að það eina sem alltaf var fyrir hendi og fullnægði þörfum heimilisins væri vatnið i Dalkots- ánni en það tók i handleggi hús- móðurinnar aö bera það upp brekkuna i bæinn sinn. Hliðardalurinn var sérstakur reitur innan sveitarinnar. Kyrrlátur, friðsæll og sumar- fagur, en hann átti þó sinar and- stæður. Hörkubyljir vetrarins voru oft skjótir að skella þar á þekju. Vinna og varúð varð að vera i öndvegi. Lifsbaráttan var hörð og þá byrði varð hver og einn aðaxla eftirgetu, bæði þeir yngri Eins og fram hefur komið i fréttum hefur fyrrverandi for- stjóri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, Guðmundur R. Yngva- son, orðið uppvis að fjármálalegu misferli i störfum sinum hjá fyr- irtækinu meðan hann var þar stjórnandi. Her er um aö ræða fjárdrátt frá fyrirtækinu með þeim hætti að hann greiddi sjálf- um sér peninga sem fyrirfram- greidd laun sem hann hafði ekki unnið fyrir og átti að sjálfsögðu ekkert í. Ætti Guðmundur þvi að bera ábyrgð á gerðum slnum fyrir dómstólum eins og aðrir sem uppvisir verta aö broti á landslögum. Þessi fregn um misferli for- stjóra B.H. vekur hjá mér marg- ar spurningar varöandi störf hans hjá B.H. og þvi sendi ég þetta opna bréf til útgerðarráðs B.H. er nú situr. Utgerðarráð er kosið af Hafnfirðingum til að bera ábyrgð á stjórn þeirra eigin fyrirtækis og ber þvi skylda til að svara opinberlega eftirfarandi s.purn- ingum er ég ber hér fram, og áreiðanlegt er að fleiri Hafn- firðingar en ég vilja fá við þeim skýr svör og eiga til þess fyllstu kröfu. I. Salan á stóra Mai og kaupin á þeim nýja. 1. Hvert var hiö rétta söluverö á gamla Mai til Noregs? Nefnd hef- ur verið talan 122 milj. kr. Ef satt og eldri. Þarna var skammt á milli bæja þar sem ungur gróöur var i uppvexti. Þaö mátti lita á dalbúana sem eina samstæða fjölskyldu, hvort heldur sem mætt var til hjálpar á erfiðleika- stundum eða til gleðimóta. Við Rögnvaldur, Valdi eins og hann var oft kallaður i okkar hóp, vorum á svipum aldri og sam- eiginlegt hjá okkur var að vera elstir af okkur systkinum. Það var eðlilegt að við yrðum sam- rýmdir enda varð það svo öll þau ár sem við vorum saman þarna i dalnum man ég ekki til að vinátta okkar biði neina hnekki. Ég varð heldur aldrei var við falskan tón frá brjósti þessa leikbróður mins. Ungir vorum við er farið var að vinna saman i leik og starfi. Við vorum litlir karlar þegar við fundum út að hjálpast að við að stilla reiðskjóta okkar við bak- þúfuna. og á stjörnubjörtum siðkvöldum hlupum við tiðum á milli bæja og þá datt okkur i hug að draga til stafs og teikna rósir á frosthrimuð svellin með smala- prikum okkar. Um hátiðir voru jafnan gestaboð á milli bæjanna. Fólkið hraðaði sér við kvöldverk- in og svo var haldið af stað þangað sem unað var við fjörugar samræður, leiki og söng lengi nætur og þessar samkomur fund- ust okkur sem sólargeislar i fábreyttu lifi. Kornungur fór Rögnvaldur að fást við fjárgæslu á heimili foreldra sinna og til aö byrja með var það forustuærin sem fór fyrir fjárhópnum sem átti að segja til um veðrabrigði og ráða hvenær haldið var af haganum heim til húsa, en við þessi störf öðlaðist er, þá er þetta gjöf en ekki sala. 2. Hvert var kaupverð á litla Mai og hver fékk umboðslaun vegna kaupanna? Fóru þau til forstjórans eða fóru þau til B.H. eða einhvers annars aðila? 3. Hverjir voru tilkvaddir til að taka á móti litla Mai þegar hann var afhentur B.H. i Noregi á sin- um tima? 4. Hverjar eru forsendur þess að kaupin á litla Mai eru nú i rannsókn hjá Seðlabanka ts- lands? Var ekki farið að lögum i sambandi við skipaskiptin hvaö viökemur uppgefnu söluverði á stóra Mai og söluverði á litla Mai uppgefnu til banka og annarra lánastofnana hérlendis. II. Frystihúsið og bilastyrkur. 1. Hvaö kostuðu breytingar á frystihúsi B.H. á sl. hausti og hvers vegna stuðla þær ekki nema að litlu leyti að nútima- rekstri frystihúsa? Urðu hér ein- hver mistök varðandi þessar breytingar? 2. Hvað varð af pökkunar- og snyrtiborðum i húsinu sem voru, samtals 17 samstæður: Hafa þau skilað sér aftur i húsið? 3. Hver voru mánaðarlaun þeirra Guðna og Leifs verkstjóra er komu til starfa hjá B.H. eftir að sóma- og drengskaparmannin- um Pétri Kristbergssyni var að ó- sekju vikið frá störfum eftir ára- tuga þjónustu hjá B.H.? 4. Höfðu þeir einhver hlunnindi svo sem yfirborganir og bila- styrki og þá hve mikið i krónu- tölu? 5. Hver voru laun Borgþórs Péturssonar árið 1978? Var hann yfirborgaður og/eða á bilastyrk og þá hve mikið i krónutölu? III. Fyrirgreiðsla til forstjór- ans. 1. Er það rétt að forstjórinn Guðmundur R. Yngvason hafi fengið bilastyrk á árinu 1978 kr. 41.700 á mánuði? 2. Fékk forstjórinn fjárhagsað- stoð frá B.H. i formi bilastyrks árið 1977 þegar bill hans var i Rögnvaldur næman skilning á eðli og þörfum búsmalans. Hann var athugull og nærfærinn við fénað sinn og smalamaður þótti hann bestur þar um slóðir. Arið 1934 markaði timamót i lifi Rögnvaldar þvi það ár kynntist hann eftirlifandi konu sinni Sigrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Skagafirði, og ári siðar settu þau bú sitt saman að Þóreyjarnúpi i Kirkjuhvammshreppi. A Þóreyjarnúpi voru þau næstu þrjú árin en fluttu þá til Hvammstanga og bjuggu þar iengst af á smábýlinu Snælandi i úthverfi þorpsins. A Hvammsganga stundaði Rögnvaldur almenna verka- mannavinnu en gerði jafntframt út fiskibát til sjóróðra i félagi við Ólaf bróður sinn og siðar annan bát i félagi við menn þar á staðnum. Var hann for- maður á þeim bát og fórst það vel úr hendi sem önnur störf. Þó mun þrá hans til sveitar- innar jafnan hafa vakað undir en jarönæði lá ekki á lausu á þeim árum þar um slóðir. Svo var það árið 1951 að hjónin tóku sig upp og fluttu norður i Engi- hliðarhrepp i Vatnahverfi, býli skammt frá Blönduósi, og með þvi lauk fastri búsetu þeirra i Vestur-Húnavatnssýslu. Man ég vel heimsókn mina þangað til þeirra hjóna. Móttökurnar voru sem vænta mátti. Hjá þeim skorti aldrei kost eða húsrými er gest bar að garði. Það var ánægjulegt að renna huganum yfir spunninn æviþráð og rifja eitt og annað upp frá fyrri tið, og umbæturþar á húsakosti ogrækt- un vitnuðu best um samstöðu viðgerð á verkstæði svo mán- uðum skipti á sama tima? Greiddi B.H. þá bilaleigubil þann sem forstjórinn hafi i notkun á meðan hans einkabill var á verk- stæði? Fékk hann hvort tveggja greitt bilastyrk og bilaleigubil meðan bill hans var til viðgerðar? 3. Fékk G.uömundur forstjóri B.H. fyrirgreiðslu og hjálp frá B.H. vegna viðgerðarkostnaöar á einkabil hans og ef svo hefur ver- ið hve há var sú fjárupphæö? 4. Tók B.H. einhvern þátt i við- gerðarkostnaði vegna breytinga sem fram fóru á einkahúsi Guð- mundar árið 1977 og ef svo hefur verið þá hve mikið i krónutölu? 5. Hve mikil voru heildarlaun Guðmundar R. Yngvasonar for- stjóra B.H. frá 15. september 1975 og þar til hann hætti störfum hjá B.H. og hvaða frfðinda naut hann hjá B.H. á þessu tímabili? Sund- urliðun óskast fyrir hvert ár, nán- ar tiltekið fastakaup á mánuði, bilastyrkur á mánuði og önnur friðindi og greiðslur. Aö lokum almenn spurning. Hvaða aðilar voru það sem fengu fullnaöaruppgjör hjá B.H. við sið- ustu áramót og sérstaklega sið- ustu mánuði ársins 1978? Þegar ég varpa fram þessum spurningum minum til útgerðar- ráðs B.H., er nú situr, er það vegna þess hve margt er hulið al- menningi sem gerst hefur hjá B.H. og er að gerast eins og til dæmis það sem nú er að koma i dagsljósið um starfsháttu fyrr- verandi forstjóra. Þetta er ljót saga og vekur hjá manni ýmsan grun um að ekki sé allt eins og það á að vera. Það á enga stoð i lögum að út- gerðarráð B.H. geti lagt blessun sina yfir þá starfsháttu forstjór- ans sem komið hafa fram að fara meö fé B.H., þ.e. fé almennings, eins og um hans eigið fé sé að hjónanna. En það sem mér verður einna minnisstæðast af samtali okkar i það sinn er hvað Rögnvaldi lágu þá hlý orð á tungu til nágranna sinna og ann- arra sveitunga norður þar. Þau Sigrún og Rögnvaldur eignuðust tvö börn, Ámunda sem fæddur var 1935, en nú látinn, og Sigurbjörgu fædda 1940. Þá fóstruðu þau tvö börn frá fyrra hjónabandi Sigrúnar, Armann fæddan 1927 og Astu fædda 1929. Einnig ólst upp hjá þeim dóttursonur þeirra Rögnvaldur Ömar Gunnarsson. Vera hjónanna i Vatnahverfi varð alls 19 ár eða til ársins 1970, en þá var heilsa þeirra tekin að bila svo þau brugðu þar búi og seldu jörðina en fluttu suður I nágrenni barna sinna og annarra ættmenna. En alltaf var hugurinn sá sami, bundinn jörð, gróðri og lífi, það er að segja lesningu á bók náttúrunnar. Þau tryggðu sér þvi samastað á smábýli hér, Katrin- arkoti I Garðabæ, þar sem þau höfðu nokkurn búskap,þar dvöldu þau siðan. Starfsdagurinn var orðinn langur og vel hafði unnið verið, enda þrekið með eindæm- um. Jarðarför Rögnvaldar fór fram að viðstöddu fjölmenni frá Foss- vogskirkju 24. april siðast liðinn. Það var bjartur, heiðskír, ylrikur vordagur og þegar ég lit til baka að þeirri stund finnst mér dagur- inn minna á hugarþel drengsins sem við þá vorum að kveðja. Vertu sæll Valdi minn. Kær kveðja frá mér til Sigrún- ar, barnanna og annarra ætt- menna og vina Rögnvaldar Berg- manns Amundasonar. ræða. Ef þetta er látið viðgangast hjá stofnunum Hafnarfjarðar- bæjar, er hér sú hætta á ferð, að starfsmenn i trúnaðarstöðum hjá bænum geti dregið sér fé stofnun- arinnan til eigin ráðstöfunar að vild hverju sinni og komið svo til kjörinnar stjórnar, útgeröarráðs i þessu tilviki, og sagt: ,,Ég bókaði yfirdrátt á kaupi sem ég tók mér, ég ætla að borga það til baka, ég er hættur störfum, takk fyrir. Ég treysti ykkur til að láta þetta ekki fara fyrir dómstóla, svo vel sem þið hafiö reynst mér i samstarfi.” Ef núverandi útgerðarráð verð- ur látið komast upp með slikt for- dæmi, hvar endar þá slikt? Jú, þetta verður fyrst venja, siðan hefð og að lokum lög. Slikt má aldrei veröa hjá Hafnarfjarðar- bæ. Eitt fordæmi er fyrir, annað má ekki verða. Okkur Hafnfirðinga fer að vanta ungan og efnilegan lögfræð- ing til starfa i þágu bæjarfélags- ins, lögfræðing sem fylgir réttlæt- inu eftir og nær þvi i höfn eins og gerðist hér á árunum þegar hér var hinn efnilegi lögfræöingur sem gat sér landsfrægðar i svo- nefndu Lýsi og Mjöl máli en það mál fór fyrir hæstarétt á sinum tima. Mig minnir aö hinn ungi maður sem þá vann i þágu hags- muna Hafnarfjarðarbæjar hafi | heitið Arni Gunnlaugsson. Skyldi i hann vera fluttur úr bænum eða I af landi brott? Það heyrist ekki | hljóð frá honum nú þegar brotið I er gegn hagsmunum Hafnfirð: J inga. Gæti veriö aö hann væri i | vestrænu menningarfangelsi á ' vegum kollega sins i fasteigna- | braskinu i Hafnarfirði, Arna I Grétars Finnssonar? Þar ræður ! gullkálfurinn rikjum og gerir ■ menn staurblinda fyrir öllu i mannleguréttlæti.en iþeim anda ; lýk ég þessu bréfi til útgerðarráös j Bæjarútgerðar Hafnarfjaröar j með kveðju til Hafnfirðinga og ' landsmanna annarra sem þaö j kynnu að lesa. Markús B. Þorgeirsson. 1 Ný vasa- söngbók, „Tökum lagið” Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér þriðju útgáfu vasasöng- bókarinnar TöKUM LAGIÐ. Þessi útgáfa er aukin og endur- skoöuð, og annaðist Ási i Bæ hana. Fyrsta útgáfa vasasöngbókar- innar kom út 1960 og var strax mjög vel tekið. Bókin seldist upp á skömmum tima, og var gefin út fimm árum siðar i nýrri gerð. Sú útgáfa er einnig fyrir nokkru uppseld. 1 nýju útgáfunni er að finna, auk alkunnra söngtexta frá fyrri tið, úrval texta sem til hafa orðið á seinni árum og náð vinsældum. Safnið er einkar fjölbreytt og rnunu allir geta fundið þar eitthvað sem hentar þegar fólk vill lyfta undir stemmninguna með söng á vinamótum, feröalög- um og hvar sem rnenn skemmta sér saman. Tökum lagiðgeymir hátt á ann- að hundrað söngtexta. Bókin er 186 bls. i handhægu vasabroti. Prenttækni hf. prentaði. BARNŒ) ÞITT Bók fyrir foreldra Bókaútgáfan IÐUNN hefur sent frá sér bók sem nefnist Barnið þitt. Hún er ætluð foreldrum sem vilja halda til haga ýmsum fróöleik um þroskaferil barna sinna fyrstu árin. Er til þess ætl- ast að uppiýsingar um ýmislegt sem slikt varöar séu færðar inn i bókina: Fæðingin (þyngd og lengd barns við fæðingu o.s.frv.), skirnin, fjölskylda barnsins, vöxtur þess, þroski, heilsufar, samskipti við umhverfið, leikir og fyrstu spor á skólagöngu. — Bók- in er prýdd teikningum eftir Jacqui Ward. Margrét Jónsdóttir þýddi texta bókarinnar sem prentuð er i Bretlandi. Agúst frá Svalbaröi Opið bréf til stjórnar Bæjarútgerðar Hafnaríjarðar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.