Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 11
Föstiidagur 18. maf 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 iþrottir (A íþróttir EITT OG ANNAÐ Afmælismót KR Sunddeild KR hyggst halda sundmót sunnudaginn 27. mai i tilefni af 80 ára af- mæli félagsins og fer mótiö fram i sundlauginni i Laugardal. Keppt veröur i 10 greinum og afreksbikar veittur fyrir besta afrek mdtsins sam- kvæmt stigatöflu. Þdtttöku á aö tilkynna til Erlings Þ. Jóhannssonar í Sundlaug Vesturbæjar fyrir 21. þ.m. A -stigsnámskeið hefst á morgun A — stigsnámskeiöiö fyrir leiöbeinendur og þjálfara i badminton hefst i TBR hús- inu á morgun kl. 10.30 f.h. Væntanlegir þátttakendur eru beönir um aö hafa meö sér námskeiösgjaldiö, sem er kr. 7.500.00. César rétt slapp Enn er vinur okkar Paulo César knattspyrnukappi kominn i fréttirnar. Nú fyrir skömmu hlaut hann 6 mánaöa fangelsisdóm fyrir að lúberja áhorfenda nokk- urn árið 1976. Til allrar hamingju fyrir César er dómurinn skilorösbundinn þvi hann haföi ekki brotið af sér áöur og aö áhorfandinn hófbardagann meönokkrum vel völdum oröum. Tilbúnir 1 slaginn tslenski landsliöshópurinn i knattspyrnu kom saman f gær- kvöldi á sinni fyrstu æfingu í ár. Þetta á þó aðeins viö um strákana, sem hér heima leika, en þeir eru 10 talsins. Útlendingarnir svökölluöu koma til móts viö hópinn um helg- ina, en siðasti maöurinn Jóhannes Eövaldsson veröur ekki mættur fyrr en leikdaginn sjálf- an. Vilyröi hafði fengist fyrir þvi, aö landsliöiö fengi aö æfa á gras- vellinum í Kópavogi, en vallar- stjóri gat siöan ekki leyft slikt, ástand vallarins er ekki sem best og auk þess var vormót UBK háö þar i gærkvöldi. Hvaö um þaö, þá fannst ágætur grasblettur viö Háskólann og þar var æfingin haldin. Byrjaö var á léttum upp- hitunaræfingum, en siðan tók al- varan viö þegar komiö var aö stuttu sprettunum. Var ekki annaö sjáanlegt en aö mpnn væru i mjög góðri æfingu, jafnvei þó aö keppnistimabiliö sé rétt aö byrja. 1 kvöld veröur önnur æfing, en snemma i fyrramáliö veröur fariö af stað og komiö til Sviss seinni partinn. Þá megi Sviss- lendingarnir fara aö vara sig. IngH Fjör í félagaskipt- unum Mikil hreyfing hefur veriö i félagaskiptum körfubolta- manna um þessar mundir og þeim gerð nokkur skil hér á siðunni. Nú hefur Agúst Lin- dal ákveðið aö ganga í raöir KR-inga á nýjan leik, en hann iék með þeim i fyrra- vetur. Guöjón Þorsteinsson fer sennilega úr UMFN 11R, en 1R missir i staöinn Stefán Kristjánsson, en ekki er vist hvert hann heldur. Heyrst hefur aö unglinga- landsliðsmennirnir Jón Steingri'msson, Armanni, og Kristján Arason, Haukum, (FH i handbolta) ætli sér yfir i Val. Við Valsmennina hefur einnig veriö bendlaöur Bjartmar Bjartmarsson, Snæfelli. Landsliösnefndin ásamt strákunum fyrir æfinguna i gærkvöldi. Aftari röö f.v.: Bergþór Jónsson, Ottó Guðmundsson, Sævar Jónsson, Atli Eövaldsson, Guömundur Þorbjörnsson, Bjarni Sigurösson, Jón Oddsson, Youri Ilichev og Helgi Danfelsson. Fremri röö f.v.: Janus Guölaugsson, Arni Sveinsson, Marteinn Geirsson og Þorsteinn ólafsson. Liverpool setti tvö met Ensku meistararnir i knatt- spyrnu Liverpool geröu sér litiö fyrir og sigruöu Leeds á Elland Road i gærkvöldi 3-0 og sýndu þar meö aö þeir eru bestir á Bret- landseyjum, á þvi er enginn vafi. Meö þessum sigri yfir Leeds sló Liverpool tvö. met og gerðu þaö rækilega. Annars vegar stiga- metiö sem Leeds átti og var 67 stig i 42 leikjum, en Liverpool fékk 68 stig og hins vegar met Nottingham Forest þegar þeir fengu aöeins á sig 16 mörk, en Forest fékk á sig 19 mörk i fyrra. Þar fyrir utan var þetta i 11. sinn sem Liverpool sigrar i deildinni og hefur gert þaö oftar en nokkurt annaö enskt félag. Mörkin i gær skoruðu David Johnson (2) og Jimmy Case. Framkvæmdastjóri Liverpool, Bob Paisley var i sjöunda himni eftir leikinn i gærkvöldi og sagöi m.a.: ,,Þaö var stórskemmtilegt aö viö skyldum slá stigametiö á heimavelli Leeds. Viö höfum sýnt mikiö öryggi i allan vetur og ég er hræddur um aö þaö þurfi mjög gott liö til þess aö slá þetta met. Ég gæti trúaö þvi, aö stigametiö eigi eftir aö standa 1 mörg ár.” Fyrsta æfing íslenska landsliðsins I gærkvöldi Walker leggur á ráöin meö miðverðinum Heinz Hermann. L_____________________.......... „Allt hefst með baráttunni” segir Leon Walker, landsliðsþjálfari Svisslendinga Greinin hér að neöan birtist i svissnesku dagblaöi fyrir skömmu og er n.k. lofgeröar- rolla um hinn nýskipaöa lands- liðsþjálfara Sviss I knattspyrnu, Leon Walker'. „Maöurinn ljómar af sjálfstrausti. Hann dregur hiö stóra vandamál saman i einfaldan samnefnara: Aö berjast vel! Þetta er Leon Walker — þjálfari svissneska landsliösins i knattspyrnu. Og hingaö til hefur hann hald- iö sig viö þessa kenningu. A sið- ustu árum hafa mál svissneska landsliösins ævinlega veriö mjög flókin. Reglanhefur veriö að velja aldrei liðiö fyrr en rétt fy rir byr jun leiksins — allt hefur veriðleyndarmálfram aöþvi aö flautaöhefur veriö til leiks. Liö- inu hefur i hvert skipti veriö stillt upp með reiknistokknum. „Þegar viö þekkjum liö and- stæöingsins, lögum viö okkur aö þvi”, hefur verið skýringin. En þetta á ekki viö Leon Walker. Hann heldur viö sitt, þ.e.: Aö berjast vel... Aörir mega hafa sinn reiknistokk. Virkar eiginlega vel, er þaö ekki? Vissulega væri það ánægjulegt ef Leon Walker gæti sannaö, aö baráttugleöi, agi og einbeitni, —grundvallaratriöiö i fótboltaheimspeki hans, reynd- ust svissneska landsliöinu mikilvægari en allt annaö. Þetta er nú undir knattspyrnumönn- unum komiö. Þeir hafa það i hendi sér aö njóta áfram svo mikils trausts frá Walker. En reynist þeir ekki traustsins veröir, gætu þeir lika oröiö þaö sama og svo oft á undanförnum árum: taflmenn þjálfara sem setur taktikina hærra eldmóðin- um, sem örvar til besta árang- urs innan samstæðs hóps.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.