Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mal 1979. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tgefandi. l'tgáfufélag Þjóðviljans Kranikva*nidastjori: Eiður Bergmann Kítstjorar \mi Bergmann. Einar Karl Haraldsson. Krettastjori: \'ilborg Harbardóttir l nisjonannaóur Sunnudagsblaós: lngóllur Margeirsson Kekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson. Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason. Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. lþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: SigurÖur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar Safnvöröur: Eyjóifur Arnason Auglýsingar: SigriÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Þorgeir ólafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir SigurÖsson. Afgreiösla : Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson. Kristin Pét- ursdóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir. Sigrlöur Kristjánsdóttir Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir. Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. t'tkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn GuÖmundsson. Kitstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavik. sími 8 13 33 Prentun: Blaöaprent hf. Kratar skila auöu • Fyrir hálfum mánuði lagði Alþýðubandalagið fram tillögur í rikisstjórninni um aðgerðir til þess að verja launastef nu stjórnarinnar. ( þeim fólst að sett yrði þak á verðbótagreiðslur við400þúsund króna mánaðarlaun, og sömuleiðis yrðu verðhækkanir bundnar þannig að engar hækkanir yrðu leyfðar umfram vísitöluhækkun launa. í tillögunum fólst einnig að 3% grunnkaupshækkun til allra þeirra sem hafa upp að tvöföldum daglaunum verkafólks yrði lögfest nú þegar um leið og gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir til þess að skattleggja hæstu tekjur í þjóðfélaginu. • Framsóknarflokkurinn lagði skömmu síðar fram sinar tillögur sem hnigu mjög í sömu átt nema hvað það er skoðun Framsóknarmanna að á móti 3% grunnkaups- hækkun með lögum verði að koma bann við frekari grunnkaupshækkunum, svo og bann við verkföllum og verkbönnum fram til áramóta. • Loks eftir að hafa þagað í hálfan mánuð kynntu Alþýðuf lokksmenn afstöðu sína í ríkisstjórninni í gær. Henni er best lýst með einu orði: Uppgjöf. Alþýðuflokk- urinn leggur semsé til að stjórnin aðhafist ekkert. 3% grunnkaupshækkun verði ekki lögfest og hvatt verði til þess að aðilar vinnumarkaðarins geri nú þegar með sér nýja kjarasamninga. • Þessa uppgjöf ráðherra Alþýðuflokksins verður að skýra á þann veg að stjórnarandstæðingar í þingliði flokksins ráði nú ferðinni. Tilvísun á samninga nú án þess að taka á hálaunavandamálinu eða á verðhækk- unum þýðir nýja verðbólguholskeflu og langvinn verk- fallsátök. Afstaða atvinnurekenda er sú að í raunini eigi að afnema allar verðbótagreiðslur á laun þetta árið og að ávísa á þá er sama sem að bjóða almennu launafólki uppá 20% kaupmáttarskerðingu það sem eftir er ársins. Athyglisvert er að áður en þesssi uppgjöf Alþýðu- flokksins var gerð opinber hafði Magnús Magnússon félagsmálaráðherra margendurtekið að nú þyrfti að fara að stjórna landinu og verið með vangaveltur um almenna grunnkaupsbindingu í ætt við tillögur Fram- sóknarf lokksins. • Þótt Alþýðuf lokkurinn vilji nú ekki lengur taka þátt í að stjórna landinu verður að minna á að sú lagaleið sem ríkisstjórnin hefur farið í kjaramálunum var hugsuð sem leið til þess að tryggja launafólki betri útkomu en líkindi væru til að fengjust í beinum átökum við at- vinnurekendur. Slíkum afskiptum stjórnvalda var og er verkalýðshreyf ingin hlynnt að því tilskyldu að þær komi réttlátlega niður. • Stjórnarf lokkarnir eru þrír og hafa þrennskonar af- stöðu til athafna eða athafnaleysis í kjaramálunum. Framsóknarf lokkurinn vill grunnkaupshækkanir og bann við verkfallsaðgerðum, Alþýðubandalagið vill taka hálaunum tak, setja á verðhækkanaþak, lögfesta 3% grunnkaupshækkun og gera ráðstafanir í skattamálum. Afstaða Alþýðuf lokksins er að gera ekki neitt þrátt fyrir eindregin tilmæli ASI og Verkamannasambandsins um að stjórnin verji launastefnu sína af hörku. • Alþýðubandalagið gerði á rikisstjórnarfundi í gær tilraun til þess að ná samkomulagi um skref í áttina sem gæti ieitt kjaramálin inn í ákveðinn farveg og stuðlað að því að stjórnarflokkarnir hefðust handa við að stjórna landinu. Miðlunartillagan var í því fólgin að þegar í stað yrði lagt fyrir Alþingi stjórnarfrumvarp um lögfestingu á þaki á verðbótagreiðslur við 400 þúsund kr. mánaðar- laun. Á laun þar fyrir ofan kæmi jöfn krónutala. I annan stað yrði þegar í stað sett þak á verðhækkanir með laga- setningu, til þess að koma í veg fyrir að framreikningur á verðbólgu komi sjálfvirkt inn í verðlagsákvarðanir. I þriðja lagi gerði Alþýðubandalagið tillögu um sérstakan hátekjuskatt eða hátekjuútsvar. • Tillögur þessar voru lagðar fram í Ijósi þess að um þessi atriði virtust stjórnarf lokkarnir áður nokkuð sam- mála. Hinsvegar bauðst Alþýðubandalagið til þess að fresta ákvörðun um lögfestingu 3% almennrar grunn- kaupshækkunar þar til stjórnarflokkarnir hefðu gert það mál upp sín á milli endanlega. Með því að fallast á þessa miðlunartillögu hefði stjórnin getað lagt að minnsta kosti hluta nauðsynlegra kjaramálaaðgerða í dóm Alþingis. • En nú þegar Alþýðuflokkurinn hefur tekið upp stefnu Sjálfstæðisflokksins er óvíst hvort tekst að brúa bilið milli stjórnarflokkanna. —ekh Spámaður áttræður Friedrich A. Hayek er mikill J dýrlingur og fyrirmyndar- ■ maöur hjá þeim sem nú um • stundir ganga fram fyrir 5 skjöldu í þjóömálaumræBu og | hafa hátt um að frelsi geti ekki ■ þrifist án kapitalisma — þessi I viska er kölluö frjálshyggja. B Vinir Hayeks hérlendir vitna ■ ekkisisttilbókar eftir hann sem ■ nefnist „Leiðin til ánauöar”. Z Ölafur Björnsson prófessor I segir svo: „Meginboöskapur ■ þeirrar bókar er sá aö efling | rikisvaldsins fram yfir ákveðin ■ mörk hljóti óhjákvæmilega að ■ leiöa til alræðis, ekki einungis á “ sviði efnahagsmála, heldur ■ einnig á sviöi stjórnarfars og I menningarmála og raunar á ■ öllum sviöum mannlifsins”. Samkvæmt þessari hugsun er ■ m.a. taiiö aö einnig hófstilltir og I velviljaöir sósialdemókratar B geti teymt þjóöirnar inn i ■ alræðiö i einskonar pólitisku ; meðvitundarleysi. Hayek átti áttræöisafmæli um • daginn, og gat Morgunblaöiö í þess i þvi sambandi aö nýlega - I væri komiö út siöasta bindi rits ■ hans „Frelsi, lög og löggjöf”. | Blaðiö segir aö Heyek „deili þar ■ á kenningar Marx, Freuds, | visi ndatrúarmanna og ■ jöfnunarsinna”. En ýmislegt á _ þó blaöiö ósagt um siöasta verk I og liklega erfðaskrá þessa ■ átrúnaðargoös ungtyrkja Sjálf- | stæöisflokksins. j Lýðrœðið : er skaðlegt m Klippari hefur að sönnu ekkí | séö þetta nýja rit. En ef marka ■ má umsögn I Guardiati, þá ! getur þaö varla oröiö neitt I fagnaöarefni þeim sem vilja ■ setja traust sitt á sæmilega I virkt lýöræði. Þaö væriofdjúpti ■ árinni tekið, segir þar, aö Hayek ■ hafni lýðræði, en hann vill setja ' marga fyrirvara um þaö marg- j lofaða fyrirbæri, sem honum I finnst „jafna út eignamun og ■ gáfnamun” — en þaö er liklega þetta sem Morgunblaöiö á viö ■ þegar þaðsegir að Hayek deili á „jöfnunarsinna”. Nú hvetur Hayek til þess aö , „pólitfk sé steypt af stóli” eins I og þaö heitir, vegna þess að ■ honum finnst aö pólitiskir I flokkar og þrýstihópar hljóti ■ alltaf að brjóta hinar almennu | leikreglur, sem rikið setur (og ' við þá reglusetningu á hlutverk ! rikisins í stórum dráttum að I takmarkast samkvæmt kenn- ■ ingu Hayeks). Til þess að vinna | gegn valdi flokka og öðrum ■ spillandi áhrifum lýðræðis, eins ■ og það hefúr verið iökaö, hefur j Hayek fundið upp mjög sérstætt | kerfi. | Öldungaráð til j 15 ára ■ Guardian lýsir þvi á þessa | leiö: ■ Hayek telur aö lagasetning sé I i reynd fólgin i almennum \ reglum, en lúti ekki sókn ein- ■ hverra sérstakra hagsmuna. • Þess vegna vill hann koma upp L_............ Hugmyndafrsðingur með eina af afurðum frjálshyggjunnar. Hannes hefði ekki einu sinni aldur til að kjósa I öidungaráð Hayeks. Hayek áttræður 1 DAG er Friedrich A. Hayek, kunnasti frjálshygKjuhuKsuður nútímans ok Nóbelsverðlaunahafi í haKÍræði, áttræður. Hann fædd- ist í Vín í Austurríki 8. mí 1899, lauk doktorsprófum í lö({fræði og haKfræði, hefur kennt við háskóla í Austurríki, Bretlandi, Banda- ríkjunum og Vestur-Þýzkalandi, en fékk Nbelsverðlaunin 1974. Samband ungra sjálfstæðismanna gaf útrdrátt úr bók hans, Leiðinni til ánauðar (The Road to Serf- dom), út 1946 og aftur 1978. sérstakri þingdeild til aö setja þessar almennu reglur. Til aö koma I veg fyrir léttúö og sveifl- ur vill Hayek aö í þetta lagaráö verði kosnir aöeins þeir sem orðnir eru 45 ára, og séu þeir kosnir til hvorki meira né minna en fimmtán ára i senn og þá af jafnöldrum sinum! Hayekgerir auk þess ráðfyrir fulltrúadeild þingsins sem kosin væri meö svipuöum hætti og nú er gertog þar væri málum ráðiö eftir þeim pólitisku linum sem viö könnumst við — en þetta fulltrúaþing værium leið bundiö í báða skó. Bæði af hinum „almennu reglum” laga- setningarsamkundu öldunga og svo af hæstarétti. Sósíalismi allsstaðar Þetta er mjög fróðlegt: Aöal- postuli frjálshyggjunnar sýnist vera að hverfa aftur til stjórn- skipunar sem líkist þeirri sem Evrópuþjóðir notuðu sem áfanga á leiöinni frá konunglegu einveldi til þingræðis. Guardian telur liklegt að það sem ráði þessari merkilegu afturhalds- semi sé fýrst og fremst ósáttfús andúð á allri jafnaðarsstefnu. Hayek segir reyndar, að hin nýja stjórnarskrá sem hann boðar eigi að stöðva það að samfélög eins og renni inn í sósialismann. Þaö vill nefnilega svo merkilega til, að það er sem Hayek sé að verulegu leyti sam- mála marxistum sem telja að allar leiðir liggi meö nokkrum hætti til sósialisma á okkar öld. Hayek segir: „Sterkastur stuðningur við tilhneigingar til sósialisma koma nú um stundir frá þeim, sem halda þvi fram, að þeir vilji hvorki sósialisma né kapital- isma, heldur „miðjuveg” eða „þriöja heim”. Það er örugg leið til sósialisma að fylgja þeim, þvi að þegar við á annað borö höfum gefið stjórnmála- mönnum leyfitil að skipta sér af sjálfvirkri skipan markaðsins i þágu einstakra hópa, þá munu þeir ekki geta neitað neinum hópi, sem þeir þurfa aö sækja stuðning til, um sömu Iviln- anir”. „Frjálshyggja” gegn lýðrœði Hayek er með öörum orðum að segja — rétt eins og fjár- málahöfðingjar Trilateral- nefndarinnar með sinum hætti — að það sé ekki lengur hægt að nota borgaralegt lýðræði til að stjórna. Hayek vill bersýnilega snúa hjólinu aftur á bak. Sé þanki hans yfirfæröur á i'slensk- ar aöstæður eru ekki aðeins kratar stórhættulegir braut- ryöjendur Gúlags, heldur Framsóknarmenn einnig (sem vilja „hvorki sósialisma né kapitalisma”) — og margur Sjálfstæðismaöurinn mun reyn- ast hafa æöi vafasama pappira. Hannes Hólmsteinn, Halldór Blöndal, Daviö Oddsson, Friðrik Sophusson og aðrir „uppreisnarmenn” frjáls- hyggjunnar fá sannarlega nóg aö gera viðaö moka út úr hinum sósi'alisku Agiasarfjósum islenskra stjórnmála — vilji þeir ekki gera lærifeðrum sinum skömm til. Verst að þeir hafa ekki einu sinni aldur i öldungaráöiö hans Hayeks. En þvi' var nú á þessa bók minnst, að það er timi til þess kominn, aö menn veiti þvi at- hygli að frjálshyggjuherferöin svonefnda er ekki til þess farin aö „stækka riki frelsisins”. Þvert á móti: Að baki hennar greinir i tilræði við þau lýöræðislegu réttindi sem menn þó njóta hér um slóðir. —áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.