Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 16
mömwmm
Föstudagur 18. maí 1979.
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til
föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum.
Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
^ 81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans f sima-
skrá.
Stjórnin samþykkir aö leggjafram tvö mikilvœg réttindamál sjómanna:
Réttur tíl launa í veikinda-
og slysatilfellum stóraukinn
Arnmundur Bachmann:
Réttindamálin 1 sjómanna-
pakkanum svokaliaöa eru á loka-
stigi I vinnslu
Breyting á
útvarpslögum:
10% af
tekjunum
( bygg-
ingasjóö
1 gær voru samþykktar á
Alþingi breytingar á
Útvarpslögum þess efnis aö
10% af brúttótekjum rikisút-
varpsins renni I bygginga-
sjóö. Frumvarp þetta var
flutt af Vilhjálmi Hjálmars-
syni. Taliö er aö þrátt fyrir
þetta muni um 1 miljarö
vanta uppá aö fé hrökkvi til
byggingar fyrsta áfanga
hússins, ef ekki kemur til
sérstök fjárveiting rikis-
sjóös. Talið er nú aö kostnað-
ur veröi viö þennan áfanga
4100 miljónir. sgt
Sátta-
nefndin
tekin til
starfa
Sáttanefndin i kjaradeil-
unum, sem rikisstjórnin
skipaöi I fyrradag tók til
starfa i gær og boöaöi þá
mjólkurfræöinga á sinn fund
kl. 15.00. t dag hefur nefndin
svo boöaö deiluaöila I far-
mannadeilunni til fundar kl.
16.00.
Ekki hefur bjartsýni |
manna á aö deilurnar leysist ]
neitt aukist meö tilkomu
sáttanefndarinnar og var
ekki annaö aö heyra á far-
mönnum i gær en aö deila
þeirra viö skipafélögin
myndi standa lengi enn,
enda vart hægt aö segja aö
deiluaöilar hafi ræöst viö
undanfarna daga.
-S.dór |
________________ í
HROLLKALDUR 17. MAÍ
VEIKINDI FLUGUMFERÐARSTJÓRA:
Allir með læknisvottorð
Aflatryggingarsjóöi óheimilt
að greiöa bœtur nema
sjómenn hafi fengiö sín laun
Siðastliðinn þriðjudag lagði Svavar Gestsson
viðskiptaráðherra fram i rikisstjórninni tvö mikil-
væg frumvörp sem lúta að þeim félagslegu réttar-
bótum til sjómanna sem rikisstjórnin hét að koma i
framkvæmd á sinum tima. Hlutu þau samþykki
stjórnarinnar og veltur nú á viðkomandi ráð-
herrum, sem málin heyra undir, hvort tekst að gera
frumvörpin að lögum fyrir þinglok.
Arnmundur Bachmann lögfræöingur, sem vann aö samningu
þessara frumvarpa, sagöi aö hiö fyrra væri um breytingu á sjómanna-
lögum. Þar væri gert ráö fyrir aö réttur sjómanna til launa i veikinda-
og slysatilfellum lengdist úr einum mánuöi fyrir undirmenn og tveimur
mánuðum fyrir yfirmenn i tvo mánuði fyrir undirmenn og þrjá mánuöi
fyrir yfirmenn. Siöan kæmi einn mánuöur til viöbótar á launum eftir
tveggja ára óslitiö starf. Þvi væri hér um aö ræöa þreföldun á réttinum
til launa I veikinda og slysatilfellum hjá undirmönnum og tvöföldun hjá
yfirmönnum.
Hitt frumvarpið er um breytingar á lögum um aflatryggingarsjóð.
Sagöi Arnmundur aö þar væri um stórmál aö ræöa. Samkvæmt þvi er
aflatryggingarsjóöi skylt aö ganga úr skugga um aö laun hafi veriö
greidd til sjómanna áöur en útgeröarmenn fá bætur úr sjóönum, eöa aö
krefjast nægilegrar tryggingar fyrir launum af útgeröarmönnum áöur
en bætur til þeirra eru greiddar úr sjóönum. Aöur var aðeins heimild til
þessa i lögum og var misbrestur A þvi aö hún væri notuö.
Aðbúnaður og öryggi
Arnmundur sagöi ennfremur aö hinn svokallaöi „sjómannapakki” i
heild væri I vinnslu i viökomandi ráöuneytum. Samráösnefndin sem í
eru fulltrúar þeirra ráöherra sem falið hefur veriö aö hafa samráö viö
samtök launafólks, hefur unniö mikiö starf aö málinu. 1 samráösnefnd-
inni eiga sæti auk Arnmundar, Þorsteinn Geirsson, skrifstofustjóri
fjármálaráöuneytisins, og Georg Tryggvason, aöstoöarmaöur
Magnúsar Magnússsonar félagsmálaráöherra.
Arnmundur sagöi aö nefnd heföi starfaö aö undirbúningi frumvarps
um aöbúnaö, öryggi og hollustuhætti á skipum og fram væru komnar
tillögur aö nýjum reglum i þessu efni. 1 annan staö væri á vegum sam-
gönguráöuneytisins starfandi nefnd sem fjallaöi um fjarskipti og loft-
skeytamenn og er i tillögum hennar gert ráö fyrir aö margumtalaöir
örbýlgjusendar veröi I öllum gúmmibjörgunarbátum. Um ýmisleg
önnur öryggisatriði á sjó er veriö aö fjalla i nokkrum stofnunum.
Sjómannastofurnar
Þá sagði Arnmundur aö i félagsmálaráöuneytinu væri búiö aö stiga
mikilvægt skref i þá átt aö styöja aö rekstri sjómannastofa I landinu og
nú þegar væri búiö aö fjalla i rikisstjórninni um verulega fjárhagslega
aðstoö viö sjómannastofu i Reykjavik. 1 tengslum viö þetta veröur
væntanlega aö frumkvæöi rikisstjórnarinnar tekiö til viö aö dreifa öll-
um islenskum dagblööum á sjómannastofur erlendis þar sem isl, sjó-
menn eru tiðir gestir. Um öll þessi atriöi hefur veriö fjallaö á fundum
samráösnefndarinnar meö fulltrúum sjómanna. -ekh
Þessar norsku stelpur uröu á vegi ljósmyndara niöri I Austurstræti i
gær — þjóöhátlðardagur þeirra, 17. mai, haföi veriö heldur betur
hryssingslegur. En þaö haföi samt veriö reynt aö gera norskum börn-
um dagamun ÍNorræna húsinu þá um morguninn, og þar höföu þessar
tvær veriö —.
Undanfariö hefur hvað eftir
annaö komiö til truflana á innan-
landsflugi vegna veikinda flug-
umferöarstjóra á Reykjavikur-
flugvelli.
Þjóöviljinn haföi samband viö
Pál Gestsson flugumferöarstjóra
og stjórnarmeölim I félagi flug-
umferöarstjóra tii aö forvitnast
um þessi veikindi.
„Þaö er ekkert óeölilegt þarna
á feröinni”, sagöi Páll. „Vanda-
máliö er aö ekki hafa fengist
menn til aö leysa af i veikindafor-
föllum. Viö höfum Iitinn áhuga á
yfirvinnu og það er ekki hægt aö
skikka okkur til þess aö vinna þar
sem ekki er um öryggisþjónustu
aö ræða. Það hafa verið nokkur
veikindi i innanlandsdeildinni,
ósköp venjuleg veikindi eins og
gengur.
Flugumferöarstjóri sendi
trúnaöarlækni heim til allra
þeirra sem uröu veikir svo aö þaö
liggja góö og gild læknisvottorö
fyrir i öllum tilvikum.
Nú er hins vegar aö koma upp
nýttvandamál þegar orlofin hefj-
ast.
Þvi er ekki að leyna aö viö eig-
um I deilum viö fjármálaráöu-
neytiö vegna skipunarbréfa; þaö
eru gamlar deilur sem ekki hefur
tekist aö leysa. En vandræöin nú
stafa af þvi aö viö erum svo liö-
fáir, aö ekkert má út af bera, svo
aö ekki veröi truflun á innan-
landsflugi.”
-ká
Leigubílaakstur á Vellinum
Kanar á sértaxta og borga
en íslendingar
minna
Kaninn á „Vellinum” nýtur
ýmissa forréttinda á landi hér
eins og menn vita. Nýlega frétt-
um viö aö leigubflstjórar á Vellin-
um taka fast gjald af könum og
hefur þaö veriö óbreytt I tvö og
hálft ár.
A sama tima gildir sú regla
fyrir Islendinga sem þurfa á
akstri aö halda innan vallarins,
að gjaldmælirinn er settur i gang
og þeir látnir borga eftir lengd
túrsins.
Tveir bflstjórar komu á rit-
stjórn blaösins og greindu frá þvi
sem þarna viögengst.
Gjaldiö fyrir kanann er 2 doll-
arar (milli 700 og 800 kr.), en
startgjaldiö sem Islendingar
greiöa er 840 kr. Þar á ofan bætist
svo lengd feröarinnar og sögöu
bilstjórarnir aö túrinn væri aldrei
undir 1000 kr.
Bilstjórar Aöalbílastöövarinn-
ar i Keflavik samþykktu aö sama
ætti yfir alla farþega aö ganga og
hækkuöu gjaldiö til kanans, en
bilstjórafélagiö Fylkir og Oku-
leiöir neituöu aö hækka.
„Þeim finnst allt i lagi aö keyra
kanann fyrir minna” sagöi annar
bilstjórinn.
Þaö er sem sagt ekki sama
hvar billinn er pantaður i Kefla-
vik. A annarri stööinni er tekiö
fullt gjald en ekki á hinni.
„ÞaÖ hefur alltaf veriö sérstak-
ur taxti fyrir kanana, en hann
hefur bara ekki hækkaö neitt i tvö
og hálft ár. Hvaö myndi gerast ef
hótelin heföu sérstaka taxta fyrir
kana? Haldið þiö aö þetta viö-
gengist I öörum starfsgreinum? ”
spuröu bilstjórarnir. -ká