Þjóðviljinn - 18.05.1979, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mal 1979.
ÓLAFUR R. EINARSSON formaður útvarpsráðs:
L
Hvorki vítur né ályktanir
Undanfarna daga hafa átt sér
staö blaðaskrif vegna útvarps-
ráðsfundar föstudaginn 11. mai
og i þeim skrifum hafa komið
fram ýmsar fullyrðingar sem
mér þykir nauðsynlegt að gera
athugasemdir við. Á umrædd-
um fundi var undir liðnum
„framkvæmd dagskrár” fjallað
um bréf „Andófs ’79” og I kjöl-
far þess vakti Eiður Guðnason
máls á lagakynningu Péturs
Péturssonar þular 9. mai. Hér
er um tvö aðskilin mál að ræða
sem þó eru aö vissu leyti tengd,
hvað það snertir að þau eiga að
nokkru sameiginlegt upphaf.
Mat á „ Andófi ’79”
Hvað snertir afgreiðslu Ut-
varpsráðs á bréfi „Andófs ’79”
er þaö að segja, að ráðið taldi
fréttastofu sjónvarps hafa full-
nægt þvi atriði að ræöa við höf-
uðaðila i málinu, þ.e. fjármála-
ráðuneytið og BSRB. I umræð-
um á útvarpsráðsfundi kom
fram aö ýmsir aðilar töldu að
þeir hefðu átt aö fá aö tjá sig um
málið. Fram haföi komið þaö
sjónarmiö aö stjórnarandstað-
an, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn
heflii átt að fá að láta i ljós sina
skoöun. Fyrir lá bréf Andófs,
þannig að ljóst var að hægt hefði
verið að leita til margra aðila,
en slikt hefði sp-engt takmaik-
aðan fréttatima sjónvarps. Ég
lét þá skoöun i ljósi á útvarps-
ráðsfundinum að ég teldi eðli-
legtað leitað hefði verið tii aðila
innan BSRB sem lýst höföu yfir
andstöðu við samkomulagiö t.d.
Félags islenskra simamanna.
Starfsmannafélags Rikisút-
varpsins o.fl. Ég haföi oröið
þess áþreifanlega var að ýmis
fjölmenn samtök innan BSRB
sem andvig voru samkomu-
laginu höföu ekki leitað eftir
samvinnu við „Andóf ’79” og að
þvi er virtist þeir Andófsmenn
ekki beitt sér fyrir samfylkingu
allra þessara afla gegn sam-
komulaginu. Voru forsvars-
menn „Andófs ’79” hræddir um
að slikt skyggði að einleik
þeirra? Sem áhorfandi aö
starfsháttum „Andófs ’79” og
skrifum þeirra I blöðum virtist
mér allt benda til þess aö það
væri ekki sjálfgefið að leita til
þeirra eftir úrslitin til aö fjalla
um niðurstöðurnar. En kannski
sil skoðun min að leita heföi átt
til annarra andófsaðila hafi sér-
staklega farið fyrir brjóstiö á
málsvörum „Andófs ’79”. Ég
met andóf fólksins i samtökum
opinberra starfsmanna meira
en einleik Péturs Péturssonar
með svonefndu „Andófi ’79”.
Eflaust verða menn seint sam-
mála um mat á þessu, en per-
sónulegt mat mitt á þessu réði
afstöðu minni á útvarpsráðs-
fundinum.
Gagnrýni Eiðs á störf
Péturs
Þegar Pétur Pétursson hafði
sett fram gagnrýni sina á störf
fréttamanna sjónvarps var viö
þvi að búast að krókur kæmi á
móti bragði. Eiður Guðnason
kom fram með harða gagnrýni
á störf Péturs Péturssonar sem
morgunþular og taldi hann mis-
notaaöstöðu sina. Orðrétt sagöi
hann: „Raunar hefur viðkom-
andi þulur oft notað útvarpið
sem tæki til aö koma einkaskoð-
unum sinum á framfæri.”. Þau
ár sem ég hef setið útvarps-
ráðsfundi hefur oft verið vikið
að þessu atriði. Einkum hefur
það veriö þegar útvörður hægri
aflanna „Velvakandi Morgun-
blaðsins” hefur sakað Pétur
Pétursson o.fl. um „sérkenni-
legt” lagaval og orðfar þá daga
er andófsmenn gegn her i landi
leggja land undir fót. Þá hefur
það komið í minn hlut aö verja
útvarpsþuli, en i þeim tilvikum
hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins I ráðinu ekki látiö bóka neina
gagnrýni. Þaö er skoðun min
að morgunþulir verði að hafa
mjög frjálsar hendur við laga-
val og spjall, þó þeir eins og aðr-
ir útvarpsmenn verði að virða
reglur stofnunarinnar. A um-
ræddum útvarpsráösfundi vildi
ég koma í veg fyrir aö útvarps-
ráð samþykkti „áminningu”,
„ávitur” eöa annaö slikt á við-
komandi morgunþul. Er Eiður
Guðnason hafði látið bóka gagn-
rýni si'na á störf Péturs og ýmsir
útvarpsráðsmenn tekið undir
hana, þá bauöst ég til aö ræða
þessa gagnrýni viö Pétur
Pétursson fremur en að ráðið
væri að senda frá sér ályktun
um málið. Var á það fallist og
þvl engin ályktun samþykkt
heldur mér og útvarpsstjóra
falið að ræða málið. 1 Morgun-
blaðinu birtist frétt laugardag-
inn 12. mai að Pétur hafi verið
„áminntur” á útvarpsráðs-
fundi. Það rétta er að engin á-
lyktun „áminning” eöa „vitur”
hafa verið samþykktar á út-
varpsráðsfundi. Aðeins stendur
„bókun Eiös Guðnasonar” þar
sem fram kemur gagnrýni á
störf Péturs. Ef fram hefði
komið ályktun af þessu tilefni.
þá hefði ég greitt atkvæði gegn
henni.
Fundurinn sem aldrei
var haldinn!
Eftir útvarpsráösfundinn 11.
mai' sagði maður nokkur viö
mig, „Égheld þú sért vitlaus að
halda aö hægt sé að ræða þessi
mál við Pétur Pétursson”. Ég
svaraði þvi strax til að ég hefði
alla tiö átt ánægjulegar viöræð-
ur við Pétur, enda hefðum viö
mörg sameiginleg áhugamál.
Og þó ég tæki aö mér aö koma
gagnrýni annarra á framfæri
gæti það vart hindrað spjall
okkar. En þar skjátlaðist mér.
Mat mitt á „Andófi ’79” olli þvi
að Pétur hellti úr skáium reiöi
sinnar. Það geröi hann i grein I
Morgunblaðinu 15. mai. Hann
valdi að svara ummælum sem
eftir mér voru höfð I Þjóðviljan-
um, meö skammargrein i
Morgunblaðinu og dregur inn i
þær skammir blaðamanninn
sem viö mig ræddi. Þeim
skömmum svara égekki,enda á
Pétur þaö sammerkt með
blaðamennsku fjórða áratugs-
ins aö vera æði persónulegur I
skammarskrifum. Þann rithátt
hef ég ekki tamið mér.
En vikjum aftur að fyrirhug-
uðum viðræðum. Utvarpsstjóri
ræddi við Pétur Pétursson um
að hitta okkur kl. 16 þriöjudag-
inn 15. mai. Pétur setti þá það
skilyrði fyrir viðræðum aö fyrir
lægi vottfest útskrift á ummæl-
um hans 9. mai og vottfest út-
skrift á fundargerð útvarps-
ráðs. Útvarpsstjóri tilkynnti
mér þetta og kom okkur saman
um aö ef fullnægja ætti þessum
skilyrðum, þá yrði samþykkt
.fundargerð að liggja fyrir. Sá
háttur er á meðferð fundagerða
útvarpsráðs að þær eru sam-
þykktar á næsta fundi á eftir.
Umrædd fundargerð var þvi
ekki staðfest fyrr en á útvarps-
ráðsfundi kl. 17 þann 15. mai.
Af fundinum með Pétri gat þvi
ekki oröiö vegna skilyrða Pét-
urs.
Viðbrögö Péturs i þessu máli
sýndu hins vegar að viðræður
formanns útvarpsráös og Pét-
urs þjónuðu engum tilgangi.
Auk þess er það hlutverk út-
varpsstjóra en ekki formanns
að koma á framfæri viö starfe-
fólk gagnrýniá starfshætti þess.
Þar að auki var mér orðið ljóst
þann 15. mal að viöbrögð Péturs
bentu til þess aö viðræöur væru
tilgangslausar. Enn heldur
hann þvi fram I Morgunblaðinu
17. mai að útvarpsráð hafi sam-
þykkt „ályktun” og að hann hafi
átt að „veita viðtöku vitum”.
Mér býður i grun að ég hafi gert
honum slæmangrikk með þvf að
draga úr gagnrýni ráðsmanna
og bjóða upp á viðræður. Ég
verð þvi að biöja hann afsökun-
ar á þvi, — „vltur” viröast
þjóna betur lund hans. Fundur
mín, útvarpsstjóra og Péturs
var aldrei haldinn, þvi Pétur
vildi íremur „vottfest” skrifleg
tjáskipti, en viðræöur. Mér þyk-
ir leitt að Pétur hafi hafnað þvi
að viðhafa mannleg tjáskipti en
velja fremur hina skrifræðis-
leguleið. Enmestundrastég að
„andófsmaöur allra íma" Pét-
ur Pétursson skuli kjósa sér
Morgunblaöið til aö atyrða
mann. Þar velur hann þann
vettvang þar sem áður hefur
hvaðharðast veriö ráðistá störf
hans hjá útvarpinu. Ég lærði
það hins vegar i æsku að á með-
an maður væri skammaður I
Morgunblaðinu þá væri maður
að verja góðan málstaö.
ólafurR. Einarsson
form.útvarpsráðs.
1
■
I
1«
I
■
I
■
I
■
I
■
I
i
■
I
B
I
i
■
I
■
I
■
I
i
i
■
I
■
I
■
I
■
I
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
■
I
J
Alþýðuflokkurinn krefst þess
að Alþingi sitji áfram
1 gær uröu nokkrar umræður
utan dagskrár i upphafi fundar i
sameinuöu þingi. 1 þessum
umræðum kom fram aö Alþýðu-
flokkurinnn krefst þess aö þingiö
sitji áfram þar til rikisstjórnin
hefur lagt fram úrræöi við þeim
vanda sem við blasir I efnahags-
og kjaramálum. Jafnframt kom
þaö fram aö Alþýöuflokkurinn
gerði um það sérstaka samþykkt
á þingflokksfundi sem stóð fram
til kl. 3 I fyrrinótt aö ekkert skyldi
aðhafst af fíkisstjórnarinnar
hálfu.
Umræður þessar hófust með
þvi að Matthias A. Mathiesen
kvaddi sér hljóös og spurði fjár-
málaráðherra hvaö liði áform-
uðum niðurskurði rikisútgjalda i
samræmi viö ákvæði efnahags-
frumvarpsins en þar er gert ráð
fyrir þvi aö þau veröi skorin niður
um 1 miljarö. Tómas Arnason
svaraöi þvl til að aöeins eitt ráðu-
neyti hefði svarað tilmælum fjár-
laga- og hagsýslustofnunar um
þetta.
Kvaðst hann mundu itreka
erindið.
Þá kvaddi sér hljóös Geir
Hallgrimsson og bar fram tvær
fyrirspurnir til forsætisráðherra.
1 fyrsta lagi spuröi Geir um þing-
haldiðog kvaö hann ekki óeðlilegt
að menn væru farnir að hugsa til
þingslita þegar þessi tlmi væri
kominn. Kvað hann stjórnarand-
stöðuna ekki mundu torvelda af-
greiðslu þeirra mála sem rikis-
stjórnin legði kapp á aö fengju
þinglega meöferö, þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn væri þeim efnis-
lega andvigur. Þingmenn
flokksins væru hinsvegar ekki
ánægðir með gang mála. Nefndi
Geir Sérstaklega aö nokkrir
og bíði eftir
tillögum Al-
þýðuflokksins
stjórnarþingmenn virtust ætla að
halda uppi málþófi um þings-
ályktunartillögu Eyjólfs Konráðs
Jónssonar ofl. um beinar
greiöslur til bænda. Kvaö Geir
það fullkomlega óeðlilegt ef ein-
stakir þingmenn gætu komi i veg
fyrir að mál fengju þinglega
meðferö þótt þau væru ekki á
óskalista ríkisstjórnarinnar.
Þá spurði Geir um stefnu rikis-
stjórnarinnar I kaup- og kjara-
málum og rakti að nokkru það
sem birst hefur i blöðum um til-
lögur Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins en lýsti
þingsjá
jafnframt eftir tiilögum Alþýöu-
flokksins. Þá itrekaði hann
spurningu sina frá þvl er hann
talaöi utan dagskrár fyrir uþb.
hálfum mánuði og spurði for-
sætisráöherra um stefnu rikis-
stjórnarinnar I þessum málum.
Aö lokum sagði Geir aö þeir Sjálf-
stæðismenn gerðu þá kröfu til
rlkisstjórnarinnar aö þingi yröi
ekki slitið fyrr en hún hefði birt
úrræöi sin i kaup- og kjara-
málum. Aövaraði hann rikis-
stjórnina að gripa til þeirra
vinnubragöa aö fara á svig viö
meirihlutavilja Alþingis með
bráðabirgðalögum og tilskip-
unum sem ekki nytu meirihluta-
fylgis þar.
Þinglausnir 23. mai
1 svari ólafs Jóhannessonar
kom ma. fram að stefnt er að
þinglausnum miðvikudaginn 23.
mal.
Þá sagði forsætisráðherra að
ekki heföi verið gerö nein sam-
þykkt I rikisstjórninni um launa
og kjaramál.
Rlkisstjórnin hefði skipaö
sáttanefndj yfirstandandi kjara-
deilum og hún yröi að fá hæfilegt
ráörúm til starfa. Forsætis-
ráðherra kvað ástæöulaust að
hann gæfi á þessu stigi nokkrar
yfirlýsingar um hvað beri aö gera
i þessum efnum.
Ástæðulaus ótti
Hann kvað þaö hinsvegar
fullkomlega ástæðulausan ótta aö
rikisstjórnin mundi gripa til
bráðabirgðalaga sem hún hefði
ekki þingmeirihluta fyrir.
I löngu máli Sighvats Björg-
vinsonar kom m.a. fram að hann
teldi óeölilegt aö þingið færi fram
meðan menn ræddu um laga-
úrræöi til lausnar kjara- og
kaupgjaldsmálum. Las Sighvatur
upp úr stjórnarskránni til rök-
stuðnings þvi að forsætisráðherra
hefði ekki heimild til þess að
„leysa upp þingið” eins og hann
orðaði þaö nema með samþykki
rikisstjórnarinnar. Sighvatur las
siöan ma. upp tvær samþykktir
þingflokks Alþýðuflokksins. Aðra
þess efnis að flokkurinn fæli ráð-
herrum sinum að koma þvl á
framfæri að ekki sé rétt að slita
þinginu fyrr en fyrir liggi til
hvaða ráðstafana rikisstjórnin
hyggist grlpa I launa- og kjara-
málum en hina um aö ekki kæmi
til greina að rlkisstjórnin gripi til
neinna ráðstafana I kaup- og
kjaramálum. Vakti sérstaka at-
hygli þeirra sem fylgst hafa með
tillögu- og málflutningi Alþýðu-
flokksmanna i vetur að Sighvatur
lagði áherslu á að lagasetning um
kjaramál væri I grundvallarand-
stöðu við stefnu Alþýðuflokksins
um frjálsa samninga. „Akvæði
um kaupgjald á aö takast I
fr jálsum samningum aðila vinnu-
markaöarins” sagði þing-
maðurinn.
Kemur ekki á óvart
ólafur Jóhannesson benti á aö
ákvörðun um þingslit 23. mai
heföi fyrir löngu veriö rædd I
rlkisstjórninni, við forseta
þingsins og formenn þingflokka
og ætti þvi ekki aö koma nokkrum
á óvart. ósk um framlengingu
Alþingis hlyti aö vera fram komin
vegna þess að Alþýðuflokkurinn
ætlaöi sér að gripa' inn i kjara-
mál með lögum. Þá sagði Ólafur
aö aukaþing mætti kalla saman
meö mjög skömmum fyrirvara.
Þá kvaöst hann vilja vek'ja at-
hygli á þvi að orðalagið aö leysa
upp þingið heföi ævinlega þýtt aö
rjúfa þing en það væri væntan-
lega ekki það sem siðasti ræðu-
maður hefði átt við. Aö svo mæltu
snaraöist hann úr stólnum.
Sighvaturkom nú aftur og kvað
þaö rétt vera að þinglausnir hefðu
verið ræddar I rlkisstjórninni. En
sjávarútvegsráðherra sem þvl
miöur væri ekki viöstaddur heföi
mótmælt þessu.
Eftir hverju
biða kratar?
ólafur Ragnar Grfmsson sagði
ma. að Sighvatur virtist hafa
krafist þess aö þingiö sæti þar til
rikisstjórnin heföi tilbúnar til-
lögur um úrræði i efnahags- og
kjaramálum og jafnframt að
Alþýöuflokkurinn hefði engar til-
lögur fram að færa I þeim efnum.
Það væri I meira lagi furðulegt ef
þingiö ætti aö biða eftir þvi sem
ekki ætti að verða neitt! Eftir
langar og erfiöar fæðingarhríöir
hefði niöurstaöa Alþýöuflokksins
orðið núli. Ólafur sagði aö efri
deild væri i þann veginn aö ljúka
störfum, þvi flest mál sem til
hennar heföu komiö væru nú búin
eða langt komin. Það yrði þvl að
gera kröfu til Alþýðuflokksins að
hann sæi deildinni fyrir verk-
efnum ef hún ætti að blða og gerði
einhverjar tillögur um aðsteðj-
andi vandamál.
Albert Guðmundson kvað það
vera ljóst að stjórnarsamstarfinu
væri lokið. Alþýðuflokkurinn
hefði alls engar tillögur fram að
færa.
óþægir hásetar
Geir Hallgrimsson tók i sama
streng og Albert. Hann spurði hvl
ekki hefði verið skipuð sáttanefnd
i kjaradeilunum fyrr og sagðist
gruna að rikisstjórnin hefði ætlað
sér aö fara sina venjulegu leið
með þvi að skipa fyrir um kaup og
kjör. Þá gagnrýndi hann ótima-
bærar yfirlýsingar einstakra ráö-
herra um kjaradeilur og skoraði á
Ólaf Jóhannesson að hafa stjórn á
hásetum sinum.
Geir Hallgrimsson sagði ma. að
allt það sem gagn mátti gera i
efnahagsfrumvarpi forsætis-
ráðherra hefði verið strikað út úr
lögunum en engu að siður heföu
þingmenn stjórnarflokkanna
þessi lög að engu með sifelldum
tillöguflutningi. sgt