Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur X9. mal 1979. ÞJ6ÐVILJ1NN — SIÐA 3
Lóthringen:
Margir slasast í átök-
um stálverkamanna
og lögreglu
Komeini — erfitt aö koma
hjólum efnahagslifsins i
gang.
Komeini
segir
kana og
Rússa
fleka
verka-
menn
18/5 — Komeini erkiklerkur i
íran ávarpaöi i gær sendi-
nefnd verkamanna i hinni
helgu borg Kúm. höfuöstaft
iranska klerkdómsins, og
sagöi þá aö Bandarikjamenn
og Sovétmenn beittu fjár-
magni til þess aö halda
irönskum verkamönnum frá
vinnu. Ekki fór hann nánar
át i þaö.
Medi Basargan, forsætis-
ráöherra Irans, sagöi i dag
aö stjórn sin væri mjög illa
stödd fjárhagslega og ætti
þvi erfitt meö aö leysa hin
ærnu vandamál landsins. A
ræöu hans mátti skilja aö
tregöa væri á að verkamenn
fengjust til að vinna fyrir þaö
kaup, sem boðið er upp á, og
kenndi verkfallsnefndum,
sem hann kallaöi svo, um
það.
18/5 — Til mikilia átaka
kom i nótt í borginni Long-
wy í Lóthringen, Frakk-
landi, á milli óeirðalög-
reglu og verkamanna, og
slösuðust rúmlega tuttugu
manns, álíka margir af
báðum. Ókyrrt hefur verið
í Lóthringen og víðar í
landinu síðan stjórnarvöld
ákváðu að loka nokkrum
stáliðjuverum, en að sögn
stjórnarvaldanna er það
nauðsynlegt í endurskipu-
lagningarskyni. Lokun
stáliðjuveranna þýðir að
tugirþúsunda verkamanna
missa atvinnuna, og hefur
það að vonum vakið mikla
reiði og óánægju meðal
verkamanna, sem telja að
stjórnin geri lítiðtil þes að
útvega þeim aðra vinnu í
staðinn.
Óeiröirnar I Longwy, sem
veröur sérstaklega hart úti af
þessum sökum, spruttu af þvf aö
yfirvöld trufluöu útsendingar frá
útvarpsstöö, sem verkamenn
settu á fót til þess aö koma
sjónarmiöum sinum á framfæri.
Var endurvarpsstöö franska sjón-
varpsins rétt hjá Longwy notuö til
truflunarinnar. Um 1500 stál-
verkamenn gengu til endurvarps-
stöðvarinnar og kröföust þess aö
hætt væri aö trufla þeirra stöö,
sem nefnd er Stálhjartaö. Sló þá
fljótt I bardaga og segir hvor aöil-
inn um sig hinn hafa byrjaö.
Heitar umræöur uröu um
átökin i franska þinginu i dag.
Einn af þingmönnum
Kommúnistaflokksins sakaöi
lögregluna um aö hafa valdiö
átökunum meö ögrunum og
kraföist þess aö óeiröalögreglan
yrði umsvifalaust kölluð á brott
frá stáliöjusvæðunum.
Jóhannes Páll — pólskur páfi minnist póisks sigurs.
Páfi messar á
Monte Gissino
120.0V0 manns féllu þar og sœrðust
10.000 Amin-hermenn
í Noröur Uganda?
Idi Amin — berjast
leiötogalausir?
menn hans
18/5 — Breskur fréttaritari I Libiu
fullyröir, aö Idi Amin, hinn heill-
um horfni einræöisherra i
Cganda, hafi i siöastliöinni viku
sést á lúxushóteli nokkru skammt
frá Tripólf, höfuöborg Libiu
ásamt tveimur eiginkvenna sinna
og 16 börnum. I (Jganda er sagt,
aö allt aö 10.000 hermenn Amins,
þaö er aö segja um helmingurinn
af her hans, kunni aö hafa komist
undan til norövesturhéraöa
landsins.
Tansanir og talsmenn hinnar
nýju Úganda-stjórnar óttast, aö
þetta liö kunni aö veita þar hart
viðnám, þar sem þarna er ætt-
byggö Amins og margir her-
manna hans af sama þjóöflokki
og hann. En veröi Amin ekki
sjálfur hjá mönnum sinum á ör-
lagastundinni, dregur þaö úr lik-
unum á þvi aö þeir verjist af
hörku.
Benedikt í Austur-Berlín:
Yill aukin verslun-
arvidskipti
18/5— Benedikt Gröndal, -
utanríkisráðherra (slands,
kom í opinbera heimsókn
til Austur-Þýskalands 16.
Erlent hjálpar-
lid Mobutus
kallað heim
8/5 — Hersveitir frá fimm
tfrlkurikjum hliöhollum vestur-
'eldunum, sem sendar voru til
ihaba, syösta fylkis Zaire, til
less aö tryggja völd Zaire-stjórn-
ir þar eftir innrás útlaga úr
ylkinu fyrir ári, veröa kallaöar
íeim eftir rúman mánuö, aö sögn
^firhershöföingja Zaire.
Segir hann aö nú hafi verið
þjálfaöar meö aöstoö Belga og
Frakka zaireískar hersveitir,
sem geti tekið viö gæslunni i
Shaba. Rikin fimm sem hafa haft
þar her siðan i fyrra eru Senegal,
Gabon, Marokkó, Tógó og Fila-
beinsströnd.
þ.m. og er þetta í fyrsta
sinn, sem íslenskur utan-
ríkisráðherra heimsækir
það riki. í Austur-Berlín
ræddi Benedikt við þá
Horst Sindermann, vara-
forseta ríkisráðs Austur-
Þýskalands, Oskar
Fischer, utanríkisráðherra
og Werner Krolikowski
aðstoðarforsætisráðherra,
að sögn Reuters og austur-
þýsku f réttastof unnar
ADN.
í fréttaskeyti frá ADN segir, aö
þeir Horst Sindermann og Bene-
dikt Gröndal heföu báöir tekiö
fram i viöræöum sinum að þjóöir
heims ættu fyrir höndum engan
skynsamlegan valkost nema friö-
samlega sambúð rikja meö ólik
þjóöfélagskerfi, svo og sátta-
stefnu (detente), á vettvangi
alþjóöasamskipta. I Reuterfrétt
segir aö Benedikt Gröndal hafi
hvatt til aukinna versiunar-
viöskipta milli Islands og Austur-
Þýskalands og aö báöir aöilar
hafi veriö sammála um aö efla
menningarlega og visindalega
samvinnu milli rikjanna.
Benedikt Gröndal
Horst Sindermann.
18/5 — Jóhannes Páll páfi söng i
dag messu hjá gröfum yfir 920
pólskra hermanna, sem féllu er
þeir tóku Monte Cassino meö
áhlaupi I mal 1944. Um 6000 Pól-
verjar voru viöstaddir athöfn-
ina, þar á meðal nokkrir, sem
tekiö höföu þátt i þessari sögu-
frægu orrustu. Sendinefnd frá
pólsku stjórninni, undir forustu
aöstoöarvarnarmálaráöherra
Póllands, var viöstödd.
Alls félluog særöust um 120.000
menn i bardögunum um Monte
Cassino, er stóöu yfir f f jóra mán-
uöi. Klaustur þetta er eitt hiö
sögufrægasta i Evrópu, stofnaö
áriö 529 af Benedikt helga, sem
talinn er helsti grundvallandi
munklifis i Vestur-Evrópu.
Klaustriö stendur á 730 metra
hárri hæö nálægt vegi til Rómar,
og héldu Bretar og Bandarikja-
menn að Þjóöverjar hefðu viggirt
þaö. Bandamenn geröu þvi loft-
árásir á klaustriö og sprengdu
það í mola, en breski sagnfræö-
ingurinn A.J.P. Taylor segir þar
enga þýska hermenn hafa veriö
fyrr en eftir loftárásirnar, en þá
reyndist grjóthröngliö, sem flug-
herir bandamanna höföu breytt
klaustrlnu i, ekki siöra vlgi en
klaustriö heföi getað veriö uppi-
standandi. Hrundu Þjóöverjar
mörgum áhlaupum bandamanna
á klausturrústirnar og felldu af
þeim fjölda liðs.
Páfi, sem sjálfur er pólskur aö
þjóðerni sem kunnugt er, söng
messuna i tilefni þess, aö nú eru
35 ár síöan landar hans tóku
Monte Cassino, og einnig átti
hann 59 ára afmæli I dag.
Mannfall í
Managua
18/5 — Atta menn, allir sagöir
óbreyttir borgarar, voru drepnir i
götubardögum i Managua,
höfuöborg Nicaragua, i nótt og I
morgun.
Einnig fréttist af bardögum I
austurhluta landsins, en nánari
upplýsingar vantar. 1 Reuter-
frétteru þó átökin I höfuðborginni
sett I samband viö aö I dag er
afmælisdagur Sandinos hers-
höfðingja, frelsishetju Nicara-
guamanna, en hann stjórnaöi
frelsisbaráttu landsmanna gegn
Bandarlkjamönnum og inn-
lendum fylgifiskum þeirra á
fjóröa áratug aldarinnar. Skæru-
liöar þeir vinstrisinnaöir, sem nú
berjast gegn ógnarstjórn Somoza-
fjölskyldunnar, kenna sig viö
Sandino.