Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 15
Laugardagur 19. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
íþróttir /■ iþrottir >] íþróttir
Hann opnar dyrnar á
Baldursgötunni og segir:
Sæll og blessaður, Ingólf-
ur. „Ég veit nú ekki hvað
við eigum vantalað, í raun-
inni hélt ég að við værum
búnir að rabba svo mikið
saman, að þú værir ekki
það vitlaus að fara að biðja
mig um viðíaJ. Jæja, við
skulum þá demba okkur í
það."
Guðmundur Þórarinsson
hefur alltaf átt erfitt með
að seg ja „nei" og í kerksni
hefur hann sagt að það sé
bæði sinn mesti löstur og
mesti kostur. Við skellum
okkur inn í Fiatinn og
keyrum upp á Ask, þar
setjumst við niður og hef j-
um spjallið yfir kaffibolla.
Handboltinn númer eitt
— Ferill minn sem keppnis-
maöur i iþróttum er bæöi stuttur
og ómerkilegur. Ég var aöallega I
sundi og handbolta, en kynntist
frjálsum iþróttum mjög litiö. Þó
lenti ég i 3. sæti i spjótkasti á einu
íslandsmóti, já og var fyrstur
eftir 5 umferöir.
„Við ættum að vera lélegir”
— Sko, handboltinn var númer
eitt hjá mér ansi lengi, t.d. var ég
Islandsmeistari meö Ármanni
1944 og 1945. Þegar ég fór I
tþróttakennaraskólann var eng-
inn handbolti stundaöur þar svo
aö maöur fór aö kynnast meir
öörum greinum. Ahuginn fyrir
frjálsum blossaöi sföan upp þegar
ég fór til Svlþjóöar til framhalds-
náms og kynntist og starfaöi meö
einum frægasta þjdlfara
Svianna, Bosön. Þarna úti uröum
viö aö hlaupa á hverjum morgni
og þá fór maöur aö fylgjast meö
hlaupurum Svianna, sem voru
góðir i þá daga. Sviþjóöardvölin
varö lengri en áætlaö haföi veriö i
fyrstu eöa 7 ár.
— Siöan kom ég heim og hóf að
þjálfa hjá Armanni og gutlaöi
meö I handboltanum.
Hvaö meö mennina sem skópu
hina svokölluöu „guliöld”
íslenskra frjálsiþrótta eftir stríð-
iö. Eru þessir kappar þér ekki
minnisstæöir ?
— Vissulega, en ég kynntist
þeim flestum ekki svo náiö. Mér
Rabbað við
Guðmund
Þórarmsson,
frjálsíþrótta-
þjálfara
finnst nú samt aö Gunnar Huseby
standi nokkuð uppúr. Hann var
mikill skrokkur og gat nánast allt
og ég veit til þess aö hann keppti i
öllum greinum á drengjamóti, að
1500 m. hlaupi undanskildu. I
fyrsta sinn sem ég keppti viö
Gunnar i kúluvarpi sigraöi hann
meö 2 cm. mun, en tveimur árum
seinna reyndum viö meö okkur og
þá munaöi 2 metrum.
islendingar átakamenn
Finnst þér framfarirnar I
frjálsum iþróttum hafa veriö
greinilegar ef miöaö er viö
alþjóðlegan standard?
— Þaö hefur aldrei fyrr veriö
eins jafn stigandi i þessu og nú
siöustu árin, en þar á undan var
nokkuö mikill öldudalur. Þaö
hafa komið miklir toppar á u,þ.b.
lOára fresti, 1946-1950 (gullöldin)
og 1956 þegar Vilhjálmur vann
silfriö i Melbourne, 1966, en þá
varö Valbjörn Norðurlanda-
meistari i tugþraut og 1976 þegar
Hreinn vann á Evrópumeistara-
mótinu I San Sebastian. Þó að
þessir toppar hafi náöst hefur
breiddin veriö litil, en nú er ein-
mitt breiddin að veröa mikil.
— I sambandi viö þessa topp-
árangra langar mig til þess aö
benda á nokkuð merkilegan hlut.
Islendingar eru nær einvöröungu
átakamenn i Iþróttum. Þeir eru
góöir þar sem átakiö er mikið og
stutt eins og I köstum, stökkum,
lyftingum og stuttum sprettum I
sundi og frjálsum. Þeir hreinlega
nenna ekki aö standa i þessu i
langan tima og sést þaö best á þvi
hve árangur okkar i langhlaupum
og langsundum er voöalega
slappur.
Hefur uppbygging þjálfara-
málanna haldist i hendur viö auk-
in afrek?
— Þegar ég kom heim frá
Sviþjóö vorum viö tveir sem feng-
ust viö þjálfun þ.e. ég og Benedikt
heitinn Jakobsson. Eftir þetta
hafa nokkrir góöir menn lært
fagiö, en enst mjög illa i starfi
e.t.v. vegna þess aö þeir hafa ekki
veriö tilbúnir aö gera þetta isjálf-
boöaliösvinnu. Nú er ég svotil
einn, sem er læröur, en nokkrir
sjálfmenntaöir strákar eru aö
fást viö þetta.
— Þjálfaramálin eru stærsta
vandamáliö i dag og þarf aö gera
mönnum kleiftaö lifa á þessu eins
og ég geröi i Sviþjóö. Fyrr batnar
þetta ekki.
Ættum ekkert að geta
Hver er staðan I frjálsum
iþróttum nú og er mikill mögu-
leiki á aö bæta tslandsmetin?
— Þegar svona er spurt þá
verður of oft miöaö viö gullöldina,
en þaö er ósanngjarnt. Eftir
striöiö höföu menn nóg aö éta hér
heima, en úti i Evrópu voru
skömmtunarseðlarnir alls-
ráöandi. Ég get nefnt þér sem
dæmi, aö þegar ég fór héöan til
náms var ég 82 kg., en eftir aö
hafa kynnst sænsku
skömmtunarseðlunum var ég
kominn niöur i 67 kg. A þessusést
aö viömiöunin er út I hött.
— Þegar við metum stööuna nú
miðaö viö getu erlendra frjáls-
Iþróttamanna veröum viö aö
athuga 4 atriöi sem eru:
1. Hér er erfitt veöurfar og aldrei
hægt að vera öruggur um aö
logn veröi, já, og stundum er
vart hægt að tala um sumar.
2. Viö erum fáir og ættum
auövitaö ekkert aö geta.
Framhald á 18. sibu
• Eg var fyrstur í spjótinu
eftir 5 umferðir,
en lenti í 3. sæti
# Þeir nenna ekki
að standa í þessu
í langan tíma
# Léttist um 15 kg.
eftir kynnin af sænsku
skömmtunarseðlunum