Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 19. maí 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þaö jafnast vid glæp ad misnota þessa sameign, fiskimiðin, i þágu duttlunga einstakra manna eda hópa eda i þágu valdatafls og atkvæöaveida. Kristjan Friðriksson Gegn höfuðóvimnum I grein minni hér i blaðinu al- veg nýlega sagöist ég mundi reyna að gefa þér, lesandi góð- ur, vopn i hendur gegn höfuð- óvini þinum þessa stundina — sem er hinn lélegi og dáðlausi stjórnmálamaður. Maðurinn, sem hefur tekið að sér, að stjórna landinu i þina þágu, en svikist um það — og notar þá möguleika, sem efnahagsstaöan býður upp á i eigin þágu — þ.e. til að kaupa sér atkvæðafylgi og vinsældir á þinn kostnað. Þetta á að sjálfsögðu aðeins við um þá valdamenn, sem sekir eru i þessuefni — en ekki valdamenn almennt. Við vorum kominn þangað i útreikningum, þar sem fyrir lá að botnfiskveiðarnar viö island gætu gefið yfir 200 miljörðum meira i þjóðarbúið en þær gera nú, ef þeim væri stjórnað af skynsemi. 750 — 450 — 300. Ein meginjstaðhæfing mi'n er sú, að botnfiskaflinn gæti verið 750 þús. í stað 450 þús. lestir, eins og nú má kalla að sé og muni verða, ef atkvæðakaup- menn fá að ráða. Nú kynni óvinur þinn, þ.e. at- kvæðakaupasnápurinn eða ein- hver af fylgjendum hans (sem honum hefúr tekist að blinda, eða er hans leigumaður) — að halda þvi' fram að það sé óraun- hæf tala að reikna með þvi að botn fiskveiðiaflinn geti komist í 700 til 800 þús. lestir. Þá ráðlegg ég þérað bendá honum á fiskveiðiskýrslur, sem sýna að botnfiskveiðar við Is- land gáfu af sér 716 þús. lestir til jafnaðar árlegai20ár — eftir að sæmileg veiðitækni hafði þró- ast, en hefur siðan minnkað niö- ur iþaðsemnúer (eðaþyrfti aö vera) — vegna of-sóknar —-m.a. vegna of stórs og afkastamikils veiðiflota. Þessugetur andmælandi þinn ekki neitað. Og svo getur þú bættvið til frdcari rökstuðnings við þinn málflutning aö jafnvel á þessum árum, þegar i 20 ár veiddist hér á 8. hundrað þúsund lestir —þá var drepinn smáfisk- ur i nokkrum mæli! Þú getur lika auðveldlega vitnað i fiski- fræðinga og umsagnir þeirra máh þinu til stuðnings. Ennfremur getur þú fært fram þau rök fyrir máli þinu — að á þeim árum, sem hér um ræðir — árunum frá 1952—1971, varð óþarflega mikið af fiskin- um ofgamall—eldri en hæfilegt er til að ná hagkvæmustu slátrunarstærð á sem mestum hluta fisksins. Það er nefnilega þannig, s.br. töfluna í fyrri grein minni, að eftir að fiskur- inn fer að hrygna ár eftir ár, þá vex hinn náttúrlegidauði upp i 18 til 20% — en þyngdaraukning hvers fisks er þá ekki nema 3 til 6% árlega. En með nútima veiðitækni er hægt að ná megin-hluta fisksins þegar hann er i réttri slátrunar- stærð — sem er um 4 kg. — en þaö gefur bestan afrakstur úr hverjum árgangi fyrir sig. Aldurinn er ekki rétt viömiðun þarna að þvi er allan fisk snert- ir. Sá hluti sem vex upp suö- vestanlands, (e.t.v. 6—12% af heildarmagni, breytilegt eftir árum) hann er yngri, þegar hann nær hagkvæmri þyngd — heldur en megin-hlutinn, sem vex upp fyrir austan og norðan Island. Og sá hluti sem vex upp við austur-Grænland er liklega oftast 8 til 11 ára þegar hann nær kynþroska og kemur hingað til hrygningar. Byggðastefnan og at- kvæðabraskið. Vondir stjórnmálamenn hafa miskunnarlaust misnotað hina vinsælu og sanngjarnlegu byggðastefnu til að dulbúa mis- notkanir sinar gegn almanna- hag, i þágu eigin atkvæðaveiða. Þeir hafa stutt að kaupum á allt of stórum fiskiflota, og stofnað þannig til dýrkeyptrar keppni milli byggöalaga um að- gang aðhráefni til vinnslu i fisk- vinnslustöövum. Þetta á við i mis-ikum mæli — næstum þvi um allt land. Til þess að gera þetta mál sem greinilegast fyrir þér — lesandi góður — sem vilt fá þinn réttláta skerf út úr þjóðarbúinu skulum við setja upp dálítiö öfgakennt dæmi. Setjum svo að orðið yrði við öllum kröfum um skipakaup — og botnfiskveiðiflotinn yrði byggður upp i 100 þús. lestir. Segja má að hann sé núna 80 þús. (ef 20 þús. af núverandi flota eru áætluð til að stunda kolmunna og loönu). Þá sést að ekki koma nema 4 1/2 lest á hverja veiöilest i skipi. Hvernig yrði rekstrar-útkoman þá? Auðvitað mætti dulbúa allt at- vinnuleysi með þessu móti, hversu mikið sem það væri i raun og veru. En ef farið yrði að minum ráðum og þessi floti minnkaöur niður i 60 þús. lestir — og svo framkvæmd friðun, sem gerði þaðaðverkum aö aflinn ykist (á 6árum) úr450þús. i 750 þús. þá koma 12 1/2 lest fiskjar á hverja lest i skipi til jafnaðar. Haldiö þið að það yrði nokkur smá munur fyrir afkomuöryggi út- geröarmanna, sjómanna og fyr- ir alla þjóðina?! Sturlungaöld á miðunum mundi linna. Mál er að linni. Núna er það svo að keppnin um fiskinn er þjóöinni óhóflega dýr. Útgerðarkostnaður fer vaxandi. Oli'uverö hækkar, og eykur það enn á þá knýjandi nauðsyn að gera sem ódýrasta þá framkvæmd að sækja fiskinn til slátrunar. Duglegir fiskimenn. Jóhann J.E. Kúld fer fögrum oröum um dugnað islenskra sjó- manna. Rétt, Jóhann, en það er ekkert sérstakt fyrir sjómenn- ina að vera duglegir. Islending- ar eru dugandi þjóð, sem gæti búið við traustan efnahag, ef húnfengi aðnjóta sin. Vafalaust mundu Islendingar ekki reynast siöri afkastamenn i iðnaði, ef rétt væri að þeim búið á þvi sviði. Botnfiskveiðar við ís- land eru þjóðarhlunn- indi — en enginn venju- legur atvinnuvegur. Fiskimiðin við Island eru svo gjöful,m.a. vegna hinnar miklu lóðréttu blöndunar sjávarlaga, sem þar fer fram, að naumast nokkurt strandsvæði i heimi stenst samanburð við þau. Þessi hlunnindi eru ekki eign neins sérstaks hóps, hvorki sjó- manna né út'gerðarmanna. Þetta er óskipt sameign allrar þjóðarinnar.Eign, sem hvert is- lenskt barn, sem fæðist, á sinn ótviræða rétt til að njóta. Þenn- an rétt má ekki skerða meö þvi að svikjast um að hagnýta miö- in i alþjóðar þágu. Það jafnast viðglæp að misnota þessasam- eign i' þágu duttlunga einstakra manna eða hópa, eða i þágu valdatafls og atkvæðaveiða — byggbri á þröngum, staðbundn- um og timabundnum hagsmun- um. Slik misnotkun er svostór- kostleg i' eðli sinu að öil venjuleg auðgunarbrot, sem dómstólar okkar eru nú að fitla við að dæma menn fyrir — blikna i samanburðinum. Tvœr bœkur um Sjálfstœðisflokkinn Á sér helst bræður í V- Þýskalandi og Bretlandi Komin eru út tvö rit um Sjálf- stæöisflokkinn i ritröðinni tslensk þjóðfélagsfræði. Þau fjalla um aödragandann að stofnun Sjálf- stæðisflokksins og þróun hans til lýðveldisstofnunar. Ritin eru „Uppruni Sjálfstæðisflokksins” eftir Hallgrim Guðmundsson, þjóðfélagsfræöing, og „Sjálfstæð- isflokkurinn — klassiska timabil- ið 1929 til 1944” eftir dr. Svan Kristjánsson, lektor. Rit Hallgrims Guömundssonar um uppruna Sjálfstæðisflokksins skiptist i 13 kafla. Þar er fjallaö um mótun islenska flokkakerfis- ins á fyrstu áratugum þessarar aldar og siðan rakin saga kosn- ingafélagsins Sjálfstjórnar, stjórnarmyndunar Jóns Magnús- sonar 1920, framboðsmála i Reykjavik og stjórnarskipta og landskjörs 1922. Rakin er aðdrag- andinn og stofnun thaldsflokks- ins, stefnumál „Morgunblaðs- flokksins” og „Borgaraflokks- ins” sem svo voru nefndir, útgáfa blaösins Varðar, stofnun Heim- dallar og félagsins Varðar og fjallað um stefnugrundvöll Ihaldsflokksins og Frjálslynda flokksins og loks sameiningu þessara flokka við stofnun Sjálf- stæöisflokksins árið 1929. 1 riti Hallgrims Guðmundssonar er leitast við að sýna fram á að sam- eining íhaldsflokksins og Frjáls- lynda flokksins var aöeins loka- skref á langri þróunarbraut. Hvað stefnu, skipulag og forystu- sveit Sjálfstæðisflokksins snerti var upprunans ekki fyrst og fremst að leita i sameiningu flokkanna tveggja heldur i hinni margvislegu atburðarás sem setti svip á stjórnmálaþróunina á öðrum og þriðja áratug aldarinn- ar og mótaði skilin milli sjálf- stæðisstjórnmála og stéttastjórn- mála. Rit Svavars Kristjánssonar um Sjálfstæðisflokkinn 1929-1944 er hluti af doktorsritgerð hans um á- greining og einingu i islenskum stjórnmálum 1916-1944. Ritið skiptist i þrjá meginkafla, auk lokaorða, og fjalla þeir um skipu- lag Sjálfstæöisflokksins, hug- myndafræði hans og stuðnings- menn. Raktar eru helstu hug- myndir Sjálfstæðisflokksins um Dr. Svanur Kristjánsson lektor Islenskt þjóðfélag, afstaða hans til þjóðfélagslegra átaka og við- horf til annarra stjórnmálahreyf- inga. Á grundvelli athugana á kosn- ingaúrslitum og öðrum heimild- um er leitast við að sýna fylgi Sjálfstæðisflokksins meðal ým- issa þjóðfélagshópa svo sem eignamannna, millistéttar, bænda, verkamanna og kvenna. I lokakafla ritsins kemst dr. Svan- ur Kristjánsson aö þeirri niöur- stöðu, að greining á Sjálfstæðis- flokknum 1929-1944 sýni að hvað snertir hugmyndafræði og fylgi likist Sjálfstæöisflokkurinn frem- ur flokkum á borð viö Kristilega demðkrata i Vestur-Þýskalandi og thaldsflokkinn i Bretlandi en frjálshyggju- og ihaldsflokkum á Norðurlöndum. „Lýdrædi Kynning á þremur kenningum eftir Þorstein Magnússon þjóðfélagsfrœöing Eitt þeirra þriggja rita sem nú eru komin út i ritröðinni tslensk þjóðfélagsfræði er „Lýöræði og vald. Kynning á þremur kenn- ingum” eftir Þorstein Magnússon þjóðfélagsfræöing. I ritinu er fjallað um kjarn- ræöiskenninguna, margræðis- kenninguna og þátttökukenn- inguna sem allar hafa á siðari ár- um sett mjög svip á umræður inn- an stjórnmálafræðinnar um sam- spil hugmyndanna um lýðræði við veruleika valdsins i skipulögðum stjórnkerfum nútimans. I ritinu er fjallað um margvislegar rannsóknir á lýöræði á Vesturlöndum á siðari áratugum og rætt um kenningar G. Mosca,- C. W. Mills, R. Michels, R.A. Dahl, J.A. Schumpeter, G. Sartori, S.M. Libset, C. Pateman o.fl. Sýnt er fram á að hinir óliku höfundar eru ósammála i grund- vallaratriðum um það hvort skoða beri lýöræði sem goðsögn, aðferð eða markmið. Rit Þorsteins Magnússonar felur i sér og vald” Þorsteinn Magnússon þjóðfélagsfræðingur. fyrstu tilraun til að kynna is- lenskum lesendum hina þjóð- félagslegu umræðu um lýðræöið. Ritröðin tslensk þjóöfélags- fræði er gefin út af Félags- visindadeild Haákóla tslands og Bókaútgáfunni örn & örlygur. Ritstjóri ritraðarinnar er dr. Ólafur Ragnar Grimsson prófessor. Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið- um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á , eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila. TRÉSMIÐ AVERKSTÆÐIÐ ] Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.