Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 9
Sunnudagur 20. mai 1979. ÞJóÐVILJlNN — StÐA 9
Pólitísk morðtilræði í Noregi
Hinn særði göngustjóri. A myndinni má sjá að stóra tá og stykki úr ilinni hefur sprengst burt.
Petter Kristian Kyvik, liösfor-
ingjaneminn og nasistinn, sem
siasaði tvo menn alvarlega með
sprengjum 1. mai.
Nítján ára gamalt
norskt liðsforingjaefni
hefur játað, að 1. mai s.l.
hafi hann kastað heima-
tilbúinni sprengju á
kröfugöngu skipulagða
af Kommúnistaflokki
verkamanna, en svo
nefnist maóistaflokkur
Norðmanna. Sprengjan
sprakk i höndunum á
einum göngustjóranum,
sem ætlað hafði að fjar-
lægja hana. Hann missti
alla fingur vinstri
handar, stórt stykki úr
vinstra fæti og skaðaðist
á auga.
Þetja var ekki eina sprengjan,
sem var i umferð i höfuðborg
Noregs um þessar mundir.
Aðfararnótt 1. mai höfðu yfir-
gengileg skrilslæti orðið i mið-
borg Oslóar, sérstaklega á þeirri
þekktu götu Karli Jóhanni. í Osló
hefur af óþekktum ástæðum
skapast sú hefð, að gera nóttina
fyrir 1. mai að einskonar
gamlárskvöldi. Þá safnast saman
i miðborginni allrahanda mislitur
mannskapur, fylliraftar, vand-
ræðaunglingar, svókallaðir
anarkistar, nasistar o.fl., sem
hafa það markmið sameiginlegt
að „gera hasar”, stofna til ein-
hverra skrilsláta, gera at i hver
öðrum og lögreglunni o.s.frv.
Núna i ár keyrðu þessi ólæti úr
öllu hófi og segja norsku blöðin að
I^arl Jóhann hafi litiö út eins og
eftir loftárás. Bál voru kveikt þar
úti á götu og verslanir rændar.
Lögreglan reyndi að ryðja svæðið
og beitti táragasi.
Áhugaljósmynd-
ari kom upp um
tilrœðismanninn
Ungur maður, sem staddur var
i útiveitingahúsi rétt hjá utan-
rlkisráðuneytinu, sá sprengju
fálla niður á milli borðanna
skammt frá sér. Hann hélt að
þetta væri ein táragasbomban frá
löggunni og ætlaði að sparka
henni frá. En þá sprakk sprengj-
an og limlesti manninn á hönd og
fæti.
Upp komst um liðsforingjaefnið
fyrir tilverknað áhugaljósmynd-
ara, sem hafði verið að ljós-
mynda göngu maóistanna þegar
sprengingin varð. A einni af
myndunum sást liðsforingjaefnið
bograndi viö eitthvað og hefur þá
liklega verið að tendra kveikju-
þ-áð sprengjunnar. Myndin var
birt í blöðunum og þar með var
kauði uppvis orðinn, þvi að marg-
ir þekktu hann af myndinni.
Við rannsókn málsins játaði
piltungur þessi, sem Petter
Kristian Kyvik heitir, einnig á sig
að hafa kastaö sprengjunni inn á
útiveitingahúsið. Virðist hann
helst hafa gert það sér til
skemmtunar, þvi að þar er ekki
kunnugt um að nokkrir pólitiskir
andstæðingar hans hafi verið
fyrir. Tveir aðrir ungir menn með
áþekkar stjórnmálaskoðanir hafa
einnig verið handteknir fyrir að
hafa haft sprengjur undir
höndum þessa nótt. Þeir eru, að
sögn blaðsins Verdens Gang,
báðir „synir þekktra borgara.”
Hjálpa Ian Smith
Með nasistum er hér átt við
félagsskap þann er nefiiist Norsk
Frontog hefur áöur orðið ber að
hinum og þessum skemmdar-
verkum og óknyttum. Nýlega
tókst hópnum aö vekja á sér tals-
verða athygli með þvi að upplýsa,
aðhann hefði sent nokkra af með-
limum sinum til þess að berjast i
her þéirra Ians Smith og Muzor-
ewa biskups i Ródesiu. „Hug-
myndafræði” hópsins er svipuð
og annarraslikra, þaðer að segja
kynþátta- og kommúnistahatur.
Norsk Frrait slær sérstaklega á
strengi andúöar og fordóma
gagnvart erlendum verka-
mönnum, sem nú eru allmargir I
Noregi, ekki sist frá Pakistan. Af
róttækum vinstrimönnum hefúr
fjandskapur nasistanna helst
beinst gegn maóistunum, trúlega
vegna þess að maóistar láta mest
aösér kveða af hópunum á vinstri
kantinum og eru all-áberandi,
enda þótt ekki hafi þeir náð neinu'
fjöldafylgi. Hafa nasistar áður
verið með skrilslæti utan i
göngum maóista, framið
skemmdarverk á verslunum
þeirra og þá stundum beitt
sprengjum, svo að heppni ein
hefur ráðið að ekki hefur mann-
tjón hlotist af fyrr en nú.
Eftir að upp komst um Kyvik
reyndi Norsk Front að afneita
honum, en nú hefur hann gefið i
skyn að aðförin að göngu maóist-
anna hafi verið skipulögð heima
hjá „foringja” Norsk Front, sem
Bliicher heitir.
Nasistar meðal
norskra
herforingja
Við yfirheyrslur yfir tilræðis-
manninum kom I ljós að f um-
ræddu starfi sinu fyrir Norsk
Front hafði hann hagnýtt tækni,
sem herinn hafði kennt honum.
Bendir það til þess að hann hafi
hlotið þjálfun i skemmdarverka-
tækni, en vitað er að fyrir rúmum
aldarfjórðungi byrjaði norski
herinn að kenna „nokkrum út-
völdum” þesskonar.
Þetta hefur vakið á norska
hernum þesskonar athygli, sem
velunnurum hans er ekki bein-
linis aðskapi. Þaö þykir ekki gott
til afspurnar fyrir herinn að liðs-
foringjanemi skuli hafa gerst
sekur um alvarlegasta pólitiska
morötilræöið i landinu frá lokum
siðari heimsstyrjaldar (burtséð
frá þvi' er Israelar skutu
Marokkómann nokkurn i mis-
gripum fyrir palestinskan skæru-
liða í Lillehammer fyrir nokkrum
árum). En þar við bætist fleira.
Fyrir nokkru siðan skýrði Dag-
bladet í Osló svo frá, að meðal
liðsforingjanna á Rygge-flugstöð-
inni i Suður-Noregi væru félagar i
Norsk Front. Einnig er vitað, að
nasistar sækja inn í heima-
varnarliðið til þess að fá þar
þjálfun i meðferð vopna og hafa
haft með sér samtök innan þess.
Dularfullir
vopnastuldir
Undanfarið hefur verið svo
mikið um þjófiiaði úr vopna-
búrum heimavarnarliðsins að
ekki þykir einleikið. Þar er bæði
um þesskonar vopn (hand-
sprengjur ogstórar vélbyssur) að
ræða og svo mikið af þeim, að
lögreglan segir útilokað að ein-
staka afbrotamenn steli þessu til
eigin afnota. Annaðhvort séu
vopnin seld á ólöglegum vopna-
markaði eða þá að öfga-
hreyfingar safniþeim til einhvers
brúks síðar.
Eins og i fleiri slikum stofn-
unum munu norskir herforingjar
margir all-hægrisinnaðir. Vinstri-
menn eru þar ekki velkomnir i
herforingjastöður, en um hægri-
öfgamenn gegnir öðru máli; það
má að minnsta kosti treysta þvi
að þeir séu gallharðir „and-
kommúnistar”. Þetta á sinn þátt i
þvi, hve greiður samgangur er á
milli nasistanna annarsvegar og
hers og heimavarnarliðs hins-
vegar. Fram að þessu hafa menn
á hærri stöðum lokað augunum
fyrir þessu, en þeir hrukku ónota-
lega við þegar sprengjurnar
sprungu 1. mai. Enn er hernám
Þjóðverja mönnum I það fersku
minni að það þykir ekki gott til af-
spurnar að dýrkendum Hitlers
liðist að hreiðra um sig i norska
hernum. Að sögn eru menn i
norska varnarmálaráöuneytinu
nú talsvert áhyggjufullir yfir
þessuog sama er að segja um þá
herforingjana, sem eru ekki
alveg jafn hægrisinnaðir og sumir
félagar þeirra.
Vitaskuld er vaxandi frekja
norska nasistaskrilsins ekkert
einangrað fyrirbæri, heldur i
samhengi við þá hægrisveiflu,
sem nú gætir viða um lönd í mis-
jafnlega ógeðfelldum tilbrigðum.
db
Herrafataverslun
Óskum eftir að ráða ungan mann til
frambúðarstarfa i herrafataverslun.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist starfs-
mannastjóra, sem veitir nánari upplýs-
ingar.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Cf)
Skilafrestur
i siðari hluta alþjóðlegu barnasöngva-
keppninnar 1979 (lagakeppnina) er til 21.
júni 1979.
Nánari upplýsingar hjá UNICEF á
Islandi, Stóragerði 30,108 Reykjavik, simi
34260.
Egí Félagsstarf eldri borgara IjP í Reykjavík Yfirlits- og sölusýning Efnt verður til yfirlits- og sölusýningar á þeim fjölbreyttu munum, sem unnir hafa verið i félagsstarfi eldri borgara á s.l. starfsvetri. Sýningin verður haldin að Norðurbrún 1. dagana 26., 27. og 28. mai 1979 og er opin frá kl. 13.00 til 18.00 alla dagana. Enginn aðsgangseyrir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.