Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 22
22 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979.
Bréf
Framhald af 5. siðu.
liti sem öðrum og kannaðist ég
við það, enda eru venjulega hand-
laugar á sér salernum hér heima.
Si"ðan snéru þær sér aö eldhús-
inuaftur. Það var allt i lagi með
vatnskranana, skurð- og brauð-
brettin, sorpfötuna og uppþvotta-
vélina. En diskaþurrkan fékk 3
stig (slæmt) og þvottavélin fór
ekki varhluta 'af smávegis sýkla-
gróðri. Mér hefði nú aldrei dottið i
hug að þvo þvottavélina að innan,
enda sögðu þær aö minni hætta
væri á sýklum i sjálfvirku vélun-
um — kannske afþvi að hinar eru
eldri á markaðinum. En hjálpi
mér allir heilagir, þegar þær
mældu hnifapörin komust þau
lika upp i þrjústig —égmundi að
um morguninn hafði ég þvegið
þau upp úr volgu vatni i vaskin-
um, ekkert skolað þau á eftir og
þurrkað með tuskunni. Auövitað
var okkur öllum kennt að þvoupp
matarilát á meðan viö vorum
ennþá heima hjá mömmu, en
svona fer maður nú aðstundum...
Eftir að hafa hlustað á ráðlegg-
ingar af ýmsu tagi, sem of langt
yröi upp að telja, og horft á fræð-
ingana að störfum, fannst mér
mikilvægast að muna að halda
eldhúsvaskinum hreinum, þvi að i
hann fer svo margt, svo sem blóð-
vatn af þiddu kjöti og kjúklingum,
sem oft ber með sér ýmsa sýkla,
óhreint vatn af grænmeti innflutt
frá heitari löndum sem ef til vill
hefur verið þvegið úr menguðu
vatni f heimalandinu og svo alls-
konar úrgangur — allt fer fyrst i
vaskinn...
Hér eftir ætla ég að sótthreinsa
hann og vatnslásinn reglulega.
Ég var búinnað tala um tuskurn-
ar — nú ætla ég að kaupa margar
og nota kannske þrjár i einu og
hafa þær með mismunandi lit,
hvern lit til sérstakrar notkunar.
Ég þarf nú ekki að tala um
óhreinar bleyjur við þig, þótt þú
sért nú trúlofaður, en f ræöingarn-
ir sögðu mér að bleyjufatan á hin-
um ýmsu heimilum, sem þær
hefðu rannsakað væri oft morandi
i sýklum. Svona nokkuö þarf nú
ekki að kenna húsmæðrum
heima, þær sótthreinsa jú bleyju-
fötur og annað, eða hvað!
Þessar góðu og vel menntuðu
stúlkur voru nú ekki annars að
setja sig á háan hest út af þessu,
enda á þetta að vera hávisindaleg
rannsókn. Þær fræddu mig líka á
þvl aö margt hefðu þær lært um
hreinlæti af húsmæðrunum sjálf-
um, þar á meðal gömul húsráö og
uppskriftir af hreinsiefnum sem
reyndust haldgóö viö að halda
heimilum vel hreinum.
Ég gæti trúaö aö húsmæöur
heima væru ekki slðri en kyn-
systur þeirra út f hinum stóra
heimi og lumuðu á allskonar upp-
skriftum af heimatilbúnum
hreinlætislegi og ööru.
Meira seinna bróðir sæll og
vona að þér gangi vel i prófunum.
Þinn Guðmundur
(NormaSamúelsdóttir
snaraði úrensku)
r
Opíum
Framhald af bls. 3.
gangur ókeypis — hér um bil
hvert fimmtudagskvöld siðan i
marz og mun gera eitthvað á-
fram. Matstofan er jafnframt
myndlistargalleri og minnir á
sumar minnstu krárnar i Kaupin-
höfn. Hún er rekin af um hálfri
tylft ungra manna og starfskrafta
i anda samvinnuhreyfingar og, að
manni viröist, mjög beizlaörar
gróðahyggju.
Stemmningin umrætt kvöld var
mjög góð, er ég kom á vettvang,
og trióiö I betra formi en nokkru
sinni fyrr. Gestir fengu sér mat
með múslkinni eða allskonar
grösuö tevötn og með þvi og létu
sér liöa vel. Músikin var ekki há-
værari en svo að vel mátti ræðast
við án þess að þurfa að garga upp
i fuglabjarg, ný reynsla og merki-^
leg. Lagaval flokksins kom á ó-’
vart með ótrúlegri fjölbreytni.
Auk jassrepertúars slöasta
mannsaldurs gat að heyra hluti
eins og islenzkar barnagælur og
jojk-kveðandi lapplenzkra skrið-
finna, fleytt áfram af magnaðri
(N.B. ekki I desibelum taldri)
sveiflu. Þaö vantaði bara bless-
aðan bjórinn.
Þarna gefst fólki (fékk ég upp-
lýst), sem er með eitthvað i
pokkahorni, kostur á aö spila eöa
syngja, hvenær sem er á opnun-
artima matsofunnar á næstunni,
að höföu samráði við forstöðu-
menn staöarins, liklega gegn ein-
hverjum kaffidreitli, ef þvi er aö
skipta. „Þetta eru kaup kaups,”
sagöi Þokkabótarmaðurinn Ing-
ólfur Steinsson, sem er einn
þeirra sem að staönum standa.
,,Ef einhver hefur áhuga á aö fá
að spila, þá munum við leggja til
húsnæðið.”
í ráði er að efna til einhvers
konar visnasöngskvölda, en
hvaða tónlist sem er, nú og ljóða-
lestur t.d., eru velkomin.
Ætti aö vera upplagt fyrir
reynslulitlar kammergrúppur
tónlistarnemenda aö losa sig við
sviðsskrekkinn á næstu grösum á
óformlegan hátt. Nú er spurning-
in hvort áhuginn sé fyrir þendi, ef
húsnæðið er það. Mér heyrðist
vera hinn bezti hljómburöur á
staðnum...
—RÖP
Lýðræðisflokkur
Framhald af bls. 6.
Með öðrum orðum: Að mlnu
viti á bylting fullan rétt á sér og
er nauðsynleg ef um sérstakar
kringumstæður er aö ræða. En
slikar kringumstæður hafa aldrei
veriö fyrir hendi hér á Islandi.
Ég var á slnum tlma einn af
stofnendum Kommúnistaflokks-
ins, síðar Sóslalistaflokksins og
loks Alþýðubandalagsins.Var
raunar um langa hrlð einn af
innstu koppunum I búri þessara
Tökum að okkur
viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smið-
um eldhúsinnréttingar; einnig viðgerðir á
eldri innréttingum. Gerum við leka vegna
steypugalla.
Verslið við ábyrga aðila.
TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ
j Bergstaðastræti 33, símar 41070 og 24613.
Umboðsmaður
óskast i Garðabæ til afleysinga i sumar i 1
tii 2 mánuði.
Upplýsingar á afgreiðslu Þjóðviljans i
sima 81333
vomi/m
flokka og ætti þvi að vera tiestum
hnútum kunnugur. Ég veit með
vissu að aldrei hefur þaö hvarflað
að neinum Islenskum kommún-
ista, sósialista eða Alþýðubanda- l
lagsmanni að stofna til byltingar |
hér á Islandi, byltingar i svipuð- i
um dúr og kommúnistar gerðu i !
Rússlandi og kommúnistar i !
ýmsum öðrum löndum hafa gert
i sínum heimahögum.
Sú var tið að bcrn voru hrædd
með Grýlu, óvætti i liki kerlingar.
Jón Arnason þulurinn mikli segir
um þetta i Þjóðsögum sinum:
„En eptir að farið var að hætta aö
hræða börn I uppvextinum með
ýmsu móti, hefur Grýlutrúin
lagzt mjög fyrir óöal”.
Um áraraðir hafa fulltrúar
„lýðræðisflokkanna” reynt að
blása nýju llfi I þessa Grýlutrú.og
á 30 ára afmælinu geröu þre-
menningarnir sitt besta. Hin nýja
Grýla eru kommúnistarnir,
„börnin” sem verið er að hræða
eru kjósendur landsins.
5
Þaö er augljóst að nú gætir
nokkurrar hægri sveiflu I stjórn-
málum,bæðihér á landi og I ýms-
um öðrum löndum. Allir þrir
„lýðræðisflokkarnir” hafa komið
fram með nýja hugmyndafræði
og I henni birtist ómenguö hægri
stefna. Er það mikil breyting frá
þvi sem áður var, þvi þrátt fyrir
allt var hægt að telja bæði Al-
þýðuflokkinn og Framsóknar-
flokkinn vinstra megin og Sjálf-
stæðisflokkurinn var orðinn
hentistefnuflokkur I orðsins
fyllstu merkingu með þeim af-
leiðingum aö hann lagöi nokkuö
oft góðum málum Iið.
Oddvitar Alþýðuflokksins eru
margir hverjir ungir hávaðasam-
ir menn sem hafa ekki i sér snefil
af sósialistiskum þankagangi,
enda hafa fæstir þeirra dýft hendi
i kalt vatn. Þegar þeir tóku vöidin
I flokknum var meö öllu snúið
baki við sósialdemókratiskum
hugsjónum. í stað Björns Jóns-
sonar, hins þaulreynda verka-
lýðsforingja, er kominn Vilmund-
ur Gylfason og er þá nóg sagt um
breytinguna á flokknum. Rauði
þráðurinn I bægslagangi hinna
ungu manna er að stuöla aö þvi að
upp komi sú pólitlska staöa að
þeir komist i rlkisstjórn með
Sjálfstæðisflokknum, þá dreymir
um nýja Viðreisnarstjórn.
Þegar Framsóknarflokkurinn
var stofnaður taldi hann sig með
nokkrum rétti vera sérstakan for-
svara bænda og annars sveita-
fólks og þá hafði hann hugsjón
samvinnustefnunnar að leiðar-
ljósi. A siðustu áratugum hefur
flokkurinn slfellt verið aö fjar-
Iægijaist hvorttveggja, bæði fólkiö
til sveita og hugsjónina og nú hef-
ur hann tekið lokaskrefið. Ný-
kjörinn formaöur flokksins hefur
lýst þvi yfir aö flokkurinn sé ekki
Iengur flokkur bænda og hugsjón
samvinnunnar er gleymd og graf-
in. Eftirtektarvert er að yfirlýs-
ingin er gefin á sama tima og
erfiðleikar landbúnaðarins
brenna hvað mest á bændastétt-
inni og öðru fólki til sveita.
Sjálfstæöisflokkurinn hefur ný-
verið birt stefnuskrá sina um
efnahagsmál: Endurreisn i anda
frjálshyggju. Megininntak henn-
ar er aö einstaklingurinn skuli
skipa öndvegið, eins og Morgun-
blaðið segir. Hann — einstakling-
urinn — skal vera frjáls að þvi að
athafna sig á flestum sviðum
þjóðllfsins. Dregiö skal úr um-
svifum rikisvaldsins, hlutverk
þess á að vera það eitt að vernda
frelsi einstaklingsins.
Um þessa stefnuskrá hafa fariö
fram mjög fróðlegar orðræður i
Morgunblaðinu milli þeirra Jón-
asar Haralz, Þrastar Olafssonar
og Vilmundar Gylfasonar. t
ágætri grein sinni 7. april sl. fer
Þröstur niður i saumana á stefnu-
skránni og kemst aö þeirri niður-
stöðu, að flokkurinn sé að marka
sér nýjan bás sem er mjög svo til
hægri. örugglega er þetta rétt
ályktun.
Vegna rúmleysis er ekki kostur
aö orðlengja um stefnuskrána en
Pípulagnir
Nýlagnir, breyting-
ar, hitaveituteng-
ingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 ogeftir kl. 7 á
kvöldin).
þó skal eitt atriði hennar tekið til
athugunar.
Fyrirkomulag gjaldeyrisvið-
skipta skal verða gert „frjáls-
legt, einfalt og fljótvirkt og reglur
um erlendan gjaldfrest og lántök-
ur verði frjálslegar” segir Jónas
Haralz i grein sinni 23. mars sl.
Sem kunnugt er hafa erlend
stórfyrirtæki orðið að hlýða
ströngum skilyrðum til þess aö
geta starfrækt atvinnurekstur hér
á Islandi. Þessi skilyrði voru á
sinum tima sett I lög og áttu aö
vera einskonar varnagli gegn þvi
að erlent fjármagn næði tökum
hér á landi. Okkur íslendingum er
lifsnauðsyn að viðhalda þessum
skilyrðum ef við viljum vera
sjálfstæð þjóð I landinu — ef við
viljum ekki verða „feitir þjónar
Hamborgarkaupmanna.”
Oti I hinum stóra heimi er
gifurlegur skortur á orku, oliu-
lindir ganga til þurrðar innan
tiltölulega skamms tima, þaö er
alltaf að koma betur og betur i
ljós að kjarnorkuverin geta ekki
leyst vandann. Hér á íslandi eru
hinsvegar óhemju miklir mögu-
leikar á þvi að framleiða orku, við
höfum vatnsföll og hita I iðrum
jarðar.
Með hliösjón af þessu sem nú
er sagt er ofurskiljanlegt, að er-
lendir auðhringar lita girndar-
augum til íslands, þeir vilja fá
aðstöðu til að stunda hér margs-
konar atvinnurekstur. Og þá er
það að stærsti stjórnmálaflokkur-
inn lýsir þvi yfir sem sinni stefnu
aö rýmkva skuli á skilyrðunum.
Mann rennur grun I að nafniö
„Sjálfstæðis”-flokkur sé jafn
mikið öfugmæli og orðin: Stétt
meö stétt.
Allir vita aö þaö er mjög náið
samband á milli flokksins og
Vinnuveitendasambands Islands.
1 áliti sambandsins sem það birti
um frumvarp Ólafs Jóhannesson-
ar, forsætisráöherra, um efna-
hagsmál segir svo m.a.:
„....Vinnuveitendasamband Is-
lands telur það höfuðatriði, að
stjórnvöld á hverjum tima hagi
almennri stjórn efnahags- og pen-
ingamála á þann veg að atvinnu-
fyrirtækin hafi möguleika á að
skila arði og mynda eigiö fé....”.
Þetta er mergurinn málsins: aö
fá aðstöðu til „að skila aröi og
mynda eigið fé”. Þessu markmiði
verður aldrei náð nema með þvi
einu að halda niðri lifskjörum
meginþorra fólksins I landinu.
Eða sagt með öðrum orðum:
Þessu markmiði verður ekki náð
nema með þvi að skerða lýöræðið
i landinu. A milli raunverulegs
lýðræðis og góðra lifskjara eru
órofa tengsl.
Haukur Hclgason
l?ÞJÖ0LEIKHÚ31fi
NEMENDASVNING
LISTDANSSKÓLANS
i dag kl. 15
Sfðasta sinn
PRINSESSAN A
BAUNINNI
7. sýning i kvöld kl. 20
Appelsinugul kort gilda
8. sýning miövikudag kl. 20
STUNDARFRIÐUR
þriðjudag kl. 20 Uppselt
A SAMA TIMA AÐ ARI
fimmtudag (uppstigningar-
dag) kl. 20.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200.
LKIKFF.lAe;
RFYKIAVIKUR
ER ÞETTA EKKI
MITT LIF
Eftir: Brian Clark
Leikstjórn: Maria Kristjáns-
dóttir.
þýðing: Silja Aðalsteinsdóttir
leikmynd: Jón Þórisson
leiktónar: Gunnar Reynir
Sveinsson.
lýsing: Daníel Williamsson
Frumsýning i kvöld Uppselt
2. sýn. miövikudag uppselt
Grá kort gilda
3. sýn fimmtudag uppselt
Rauð kort gilda
4. sýn laugardag kl. 20.30
Blá kort gilda.
STELDU BARA
MILLJARÐI
föstudag kl. 20.30
Fáar sýn. eftir
Miðasala i Iönó kl. 14—19 simi
16620.
NORNIN BABA-JAGA
Aukasýning
I dag kl. 15
Allra siðasta sinn
TÓNLISTARKVÖLDVAKA
i Lindarbæ i kvöld 20. mai kl.
20,30
Fjölbreytt tónlist.
Flytjendur: Söngsveitin
Kjarabót, Musica Nostra og
Tritiltoppakvartettinn.
VIÐ BORGUM EKKI
mánudag kl. 20,30 Uppselt
Fáar sýningar eftir
Miðasala I Lindarbæ alla daga
kl. 17-19. Sunnudaga frá kl. 13.
Slmi 21971
B Y GGING AFRÆÐINGUR
með 14 mán. starfsreynslu i almennri
hönnun, kostnaðaráætlunum, útboðs- og
tilboðsgerð og eftirliti, óskar eftir starfi.
Þeir aðilar sem hefðu áhuga á þessu eru
vinsamlegast beðnir að leggja inn fyrir-
spurnir á afgreiðslu blaðsins merkt: 205.
V erslunarhúsnæði
til leigu
Verslunarhúsnæði við Skólavörðustíg til leigu.
Húsnæðið er 100 ferm. að stærð og er laust nú
þegar.
Upplýsingar í síma 81290 og 28655.
.• Blikkiðjan
Ásgarði 7, Garðabæ
önnumst þakrennusmiöi og
uppsefningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboö
SÍMI53468