Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 20.05.1979, Blaðsíða 24
DJOÐVIUINN Sunnudagur 20. mai 1979. Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9—12 f.h. og 17 — 19 e.h. á laugardögum. Utan þess tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, afgreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviijans i sima- skrá. Nafn vikunnar Núna I vikunni fréttist aö 14 ára gömul stelp'a af Freyjugötunni heföi veriö valin i eitt af stærri hlut- verkum i Paradisarheimt Halldórs Laxness sem á aö kvikmynda i sumar og haust. Hún heitir Friöa Gylfadóttir og á aö leika Steinu, dóttur Steinars I Steinahliöum. Þjóöviljinn náöi tali af Friöu rétt fyrir samlestur á föstu- daginn og spuröi þessa feimnislegu en hrifándi stúlku nokkurra spurninga. — Hvernig stóð á þvi að þú lentir f þessu hiutverki? — Ég sá auglýsingu i dag- blaöi og ákvaö aö gefa mig fram. — Voru ekki margar stúikur sem gerðu silkt hið sama? — Þaö held ég. — Og hvernig list þér svo á að taka þátt i þessu ævin- týri? — Þetta er ægilega spennandi. — Hvað segja kunningjarnir? — Þeir vissu ekkert af þessu fyrr en i dag þegar þeir sáu þaö i blööunum. — Hefurðu leikið áður? — Bara i skólaleikritum i Kvennaskólanum. — Hvernig list þér á Steinu sem þú átt að leika? — Hún er dálitið aumk- unarverö en annars ágæt- asta sveitastelpa. — Hefurðu sjálf verið i sveit? — Já, ég var á Minna-Núpi I Gnúpverjahreppi dálitinn tima 3 sumur I röö og einnig hjá systur hennar mömmu sem átti heima i Biskups- tungunum. — Truflar þetta ekki skólanámiö? — Jú, dálitiö núna. , — Hvaö tekur upptakan langan tima? — Ég hugsa aö ég veröi alveg fram i september. —GFr Hvernig fór hann að þessu? 17. maí í Norræna húsinu Þessar tvær höfðu bersýnilega eytt miklum tima I að punta sig. Baldur Brjánsson lætur reipið stifna. Norsk börn skemmta sér t Þjóðhátíðardagur Norð- manna, 17. maí, var hald- inn hátíðlegur i Norræna húsinu í vikunni. Það er að segja fyrir börnin. Hinir fullorðnu urðu að láta sér nægja að narta í snittu eða dreypa á kokteil heima hjá sendiherranum, sem reyndar er kona og heitir Anne-Marie Lorentzen. Og um kvöldið söng 100 manna norskur kór með sinfóníunni í Háskólabíói. Mörgum Norömönnum þykir þessi upptalning eflaust litlaus i samanburöi viö þau ósköp sem gerast á heimaslóöum þegar þjóöhátiöardagurinn rennur i garö og menn minnast Eiösvalla 1814 þegar Noregur hlaut sjálf- stæöi frá Dönum. Eflaust væri hægt aö nefna ótal dæmi um þjóöerniskennd Norö- manna, en viö sleppum þvi aö þessu sinni. Minnum aöeins á aö I höfuöborg landsins, Osló, er ekki hægt aö þverfóta fyrir fánum, nýútskrifuöum stúdentum og ööru fólki sem annaö hvort hefur ölvaö sig á köldum bjór eöa óhamlnni þjóöernistilfinningu. Norsku börnin á Islandi ráma sennilega fæst i slikar uppákomur I Noregi. Þau skemmtu sér konunglega i Norræna húsinu, þar sem ýmislegt var á boöstólum, gos, kökur, is og annaö meðlæti aö ógleymdum töframanninum Baldri Brjáns- syni sem galdraöi þangaö til augu barnanna stóöu á stilkum. Aö visu var of kalt og hvasst til aö almennileg skrúöganga væri farin kringum húsiö, en hvaö gerir þaö til, þegar allir geta skemmt sér saman inniviö. Þaö er lika gaman aö geta lagt frá islenskuna i nokkrar stundir og talaö saman á gömlu þjóötungunni, norskunni. Hún Thale var i þjóðbúning frá Hallingdal en þaðan er hún ættuð i móðurætt. Dúkkan er í sama búning. Og allir skemmtu sér konung- lega. Og þaö er aðalatriöiö. —im Það fer í taugarnar á mér... ... að Þjóöleikhúsiö skuli ekki gera hreint fyrir sfnum dyrum varðandi Prins- essuna á bauninni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.